Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 16

Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLT ÞETTA FYRIR ÞIG frá Estée Lauder ef keypt er fyrir 3.500 krónur eða meira frá Estée Lauder í Clöru á Kringlukasti. Tilboðið stendur frá 12.-17. mars. *Meðan birgðir endast. GJÖFIN INNIHELDUR: INTUITION Eau de parfum Spray, 4 ml. ILLUSIONIST Maximum Curling Mascara - nýjan maskara. COMPACT DISC EYESHADOW - tvöfaldan augnskugga. Kringlunni, sími 568 9033 LIGHTSOURCE Transforming Moisture Créme SPF 15 - 24 stunda krem. PURE COLOR Long Lasting Lipstick , hot kiss. AUGNSKUGGABURSTA. FALLEGA SNYRTITÖSKU. Verðgildi gjafarinnar er um 7.000 kr. Tvíburakálfarnir Sómi og Sæunn dafna vel í Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal en þeir voru vigtaðir í gær og reyndist Sæ- unn vera 51 kg en Sómi 53 kg. Kálfarnir fædd- ust 9. febrúar sl. og eru þeir því rétt mánaðar gamlir, en þeir voru um 28 kg við fæðingu. Kýrin Gæfa reif lær- vöðva við burðinn og þar sem hún gat ekki staðið upp aftur var ekki um annað að ræða en svæfa hana. Stella Krist- jánsdóttir dýra- hirðir segir að kýrin Gráskinna taki að sér alla kálfa sem fæðist í garðinum og hafi tvíburakálfarnir verið hjá henni og sogið hana. „Þeir hafa verið í góðu yfirlæti og svo er Guttormur, faðir þeirra, í næstu stíu,“ segir hún. Tví- burakálfar þykja mjög merkilegt fyrirbæri og segir í nýjasta Frétta- bréfi Fjölskyldu- og húsdýragarðs- ins að það sé álíka sjaldgæft og þeg- ar kona fæði þrí- eða fjórbura. Að sögn Stellu Kristjánsdóttur bar Gráskinna á liðnu sumri og þar sem nytin hafi minnkað hafi þurft að gefa kálfunum aukasopa einu sinni til tvisvar á dag. „Reyndar vill Sómi ekki sjá pela lengur, vill bara sjúga Gráskinnu og fær alveg nóg.“ Tvíburakálfarnir Sómi og Sæunn dafna vel hjá fósturkúnni Gráskinnu í Húsdýragarðinum. Tvíburakálf- arnir dafna vel Laugardalur Morgunblaðið/Golli GÖNGUSTÍGURINN við sjávarsíðuna í Reykjavík er vinsælt útivistarsvæði og þar er gjarnan margt um manninn, ekki síst á góð- viðrisdögum. „Ég nýt þess að ganga hérna á stígnum þegar ég hef tækifæri til og veðrið er gott,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, píanó- kennari, sem naut blíð- unnar á stígnum fyrir neð- an Ægisíðuna í gær. Sigríður Ólafsdóttir býr vestast í Vesturbænum og sinnir líkamsræktinni með píanókennslunni. Hún segir að sér finnist mjög gaman að fara í gönguferðir og geri það gjarnan í góðra vina hópi, en hún segist ganga út að tönkunum í Skerjafirði og sömu leið til baka. Auk þess er hún tvisvar í viku í tækja- leikfimi. „Þessi stígur er yndislegur. Það er mjög fallegt hérna, rólegt og sjávarloftið svo gott. Ég geng rösklega í um 45 mín- útur og hugsa um kyrrðina og vinnuna á meðan.“ Alla daga er fjölmenni á stígnum en þó eru flestir um helgar. Sigríður Ólafs- dóttir segir að þó alltaf séu einhverjir á gangi þekki hún ekki marga á virkum dögum en þeim mun fleiri um helgar. „Ég hef átt heima í Vesturbænum í tvö ár en áður en ég flutti hingað gerði ég mér oft ferð hingað til að njóta úti- verunnar, því það er svo gott að vera hérna.“ Morgunblaðið/Kristinn Sigríður Ólafsdóttir var á hraðferð á göngustígnum í gær en gaf sér samt tíma til setjast á bekk og spjalla. Fallegt, rólegt og gott loft Vesturbær Göngustígurinn við sjávarsíðuna vinsælt útivistarsvæði SÉRA Gísli Jónasson, pró- fastur, vísiteraði Fellasókn og Hólabrekkusókn í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra sl. sunnudag. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra nær yfir Kópavog, Breiðholt, Árbæ og Grafar- vog og er fjölmennasta pró- fastsdæmi landsins, en þar eru átta kirkjur innan þjóð- kirkjunnar og 10 sóknir. Sr. Gísli Jónasson vísiteraði sóknirnar tvær í einu vegna þess að þær eru með sameig- inlega kirkju, Fella- og Hóla- kirkju, safnaðarheimili og starfsfólk. Vísitasía er gamall siður. Áður heimsóttu biskupar sóknirnar en síðan tóku pró- fastar við sem fulltrúar þeirra, því biskupar náðu ekki að heimsækja allar kirkjur. Starfið var einkum fólgið í því að sjá til þess að kirkju- húsið stæði uppi, að það væri vatns- og vindhelt, en Lilja Hallgrímsdóttir, djákni í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, segir að nú hugi pró- fastur fyrst og fremst að fólkinu, starfseminni og þjón- ustunni. „Þetta er skemmti- legur siður og nauðsynleg- ur,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið fyrsta vísitasía sr. Gísla Jónassonar í sóknunum. Frá vísitasíunni. Frá vinstri: Lilja Hallgrímsdóttir djákni, séra Guðmundur Karl Ágústsson, sóknarprestur í Hóla- brekkusókn, séra Gísli Jónasson prófastur og séra Hreinn Hjartarson, sóknarprestur í Fellasókn. Prófastur vísiter- ar tvær sóknir Reykjavík Morgunblaðið/Ásdís Freemans - Bæjarhrauni 14 - s: 565 3900 - www.freemans.is Nýi Freemanslistinn kominn út Þumalína, Pósthússtræti 13 og Skólavörðustíg 41 Póstsendum – sími 551 2136 Meðgöngufatnaður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.