Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að menn þurfi nú að leggjast vel yfir úrskurð óbyggðanefndar og skoða hann vel og vandlega og þá sérstaklega hvaða grundvallaratriði hafi verið höfð til hliðsjónar af hálfu nefndarinnar. Síðan verði menn að taka ákvörðun um það hvort þetta verði síðasta orðið í málinu eða ekki. „Mér sýnist svona fljótt á litið að niðurstaðan sé mjög athyglis- verð. Nefndin tekur víða tillit til sjónarmiða ríkisins en hún hefur þó einnig komið verulega til móts við bændur, a.m.k í ákveðnu tilliti.“ Geir segir úrskurðinn vera síð- asta stjórnsýslustigið en nú geti hvor aðilinn sem er, ríkið eða land- eigendur, farið með málið fyrir dómstóla. „Hver úrskurður fyrir sig telur um 200 síður þannig að það er alveg ljóst að allir aðilar þurfa að gefa sér tíma til þess að fara yfir úrskurðina og hina efn- islegu niðurstöðu.“ Geir segist auðvitað vilja fagna því að þessi niðurstaða sé nú loks- ins komin, menn hafi beðið eftir henni í tvö ár. „Nefndin þurfti auð- vitað rúmt svigrúm til þess að koma með fyrstu úrskurðina vegna þess að þeir setja fordæmi um þau við- mið sem framvegis verða höfð til hliðsjónar og munu þar af leiðandi líka skipta máli í kröfugerðum rík- isins.“ Geir Haarde fjármálaráðherra Mjög athyglis- verð niðurstaða fyrir. Slíkar upplýsingar eru í flug- rita en Jens segir að aflestur af þeim sé tímafrekur og krefjist sérstaks búnaðar. Þá sé ekki hægt að sjá á hæðarmælum hversu nálægt var far- ið jörðu eftir að atvikið átti sér stað. Mat á hugsanlegu hættuástandi hljóti því að vera að mestu leyti hug- lægt þar til gögn úr flugrita liggja fyrir. Einungis farið yfir aðflugsbúnaðinn í Osló Fram hefur komið að flugstjórinn tilkynnti viðhaldsstjórn Flugleiða um að truflanir hefðu orðið í aðflugs- búnaði en gaf ekkert til kynna um að atvikið hefði verið jafn alvarlegt og gögn úr flugrita sýna. Jens segir að hefði flugstjórinn gert það, hefði vél- in umsvifalaust verið kyrrsett á flug- vellinum og hugað að því að setja hana í ástandsskoðun. Þá ákvörðun hefði flugstjórinn átt að taka, vænt- anlega í samráði við flugrekstrar- FLUGREKSTRARSTJÓRI Flug- leiða segir ekkert benda til þess að hæðarmælir hafi bilað um borð í Flugleiðaþotunni sem lenti í miklum vandræðum við Gardermoen-flug- völl við Osló 22. janúar sl., en eins og fram hefur komið gerðu flugmenn- irnir sér ekki grein fyrir því að vélin átti aðeins um 100 metra eftir í jörðu þegar þeir höfðu rétt hana við eftir bratta dýfu. Aðspurður um hvort flugmennirnir hefðu þá ekki átt að sjá á mælunum hve lágt vélin var komin, segir Jens Bjarnason, flug- rekstrarstjóri að hann treysti sér ekki til að svara því. Um borð í þotum af þessari gerð er búnaður sem á að vara flugmenn við fljúgi þeir of nálægt jörðu. Jens segir óvíst að sá búnaður hafi verið tengdur þar sem vélin var í aðflugi og var því eðlilega mjög nálægt jörðu. Hann minnir á að flugmenn hafi ekki aðgang að gögnum sem sýna hversu miklu álagi vélin varð stjóra, en Jens minnir á að flugstjór- um beri skylda til að fullvissa sig um flughæfni flugvéla sem þeir stjórna. Á Gardermoen hafi flugstjórinn ekki metið það svo að flugvélin hefði orðið fyrir slíku álagi að efasemdir hafi vaknað um flughæfni vélarinnar. Því hafi ráðstafanir á flugvellinum ein- ungis falist í því að tæknimenn voru fengnir til að yfirfara aðflugsbúnað- inn sem hafði brugðist. Það hafi ekki runnið upp fyrir mönnum fyrr en síðar hversu alvar- legt atvikið í raun var. „Þetta er kjarni málsins,“ segir Jens. Flug- stjórinn hafi ekki talið atvikið alvar- legt og tilkynningin frá flugstjóran- um um truflanir í aðflugsbúnaði hafi ekki gefið tilefni til að kyrrsetja vél- ina á Gardermoen. Í ljósi upplýsinga úr flugrita hafi á hinn bóginn greini- lega verið tilefni til þess. Eftir að vélin kom til Íslands síð- degis hinn 22. janúar gáfu flugmenn- irnir munnlega skýrslu, en á grund- velli hennar þóttu ekki efni til að kyrrsetja þotuna. Eins og fram hef- ur komið var vélinni flogið í tvo daga eftir slysið áður en hún fór í reglu- bundna viðhaldsskoðun. Í millitíð- inni komu fram upplýsingar frá flug- mönnunum sem bentu til þess að atvikið hafi verið alvarlegra en talið var í fyrstu. Aðspurður hvernig geti staðið á því að flugmennirnir upp- lýstu þetta ekki þegar í stað segir Jens að flugmennirnir hafi smám saman gert sér grein fyrir því hversu alvarlegur atburðurinn var. Þetta hafi komið fram í samtölum við flug- mennina og einnig var farið með þá í flughermi þar sem þeir voru látnir líkja eftir atburðum. Jens telur ekki óeðlilegt að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á þessu fyrr. Aðspurður um hvort ástæða hafi verið til að kyrr- setja vélina fyrr segir Jens að vélin hafi verið kyrrsett um leið og upplýs- ingar um að atvikið hefði verið alvar- legra en í fyrstu var talið lágu fyrir. Flugrekstrarstjóri Flugleiða um flugatvikið á Gardermoen í janúar Ekkert bendir til bilunar í hæðarmælum þotunnar MÚSÍKTILRAUNUM, hljómsveitakeppni Tónabæjar, lauk á föstudagskvöld, en undanfarið hafa 40 hljóm- sveitir keppt um hljóðverstíma. Sigurvegarar að þessu sinni voru piltarnir í Búdrýgindum, Benedikt Smári Skúlason, Viktor Örn Árnason, Axel Haraldsson og Magnús Ágústsson. Í umsögn um músíktilraunirnar segir að úrslitakvöldið hafi verið góður þverskurður af því sem í boði var að þessu sinni. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Búdrýgindi sigruðu  Búdrýgindin best/44 ÞRETTÁN ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á hringveg- inum í Ljósavatnsskarði og við Reykjadal á föstudagskvöld. Lög- reglan á Húsavík sinnir eftirliti á þessum stöðum og samkvæmt upp- lýsingum hennar voru ökumennirnir allir teknir á tímabilinu frá klukkan 15 til miðnættis. Mestur mældist hraðinn 130 km/klst. Það voru hins vegar engar hraða- takmarkanir á tjörn einni við Skútu- staði við Mývatn í gær, en þar fór fram aksturskeppni í ískrossi bíla og bifhjóla. Því gátu ökumenn fengið þar útrás fyrir hraðaksturinn með fullkomlega löglegum hætti. Hraðakstur og „ískross“ UMFANGSMESTA pílagrímaflugi Flugfélagsins Atlanta lýkur næsta laugardag, en í ár voru notaðar 14 breiðþotur í flugið og starfsmenn voru liðlega eitt þúsund. Fyrri hluti flugsins hófst 15. janúar og stóð í rúman mánuð og síðari hlutinn var- ir frá 25. febrúar til 30. mars. Fluttir voru 199.162 pílagrímar í fyrri hluta flugsins og kveðst Er- ling Aspelund, forstöðumaður upp- lýsingamiðlunar Atlanta, reikna með að þeir verði um 200 þúsund í síðari hlutanum. Af yfir þúsund starfsmönnum við verkefnið eru 250 íslenskir en alls eru þeir af um 40 þjóðernum. Flogið var fyrir fimm flugfélög milli Sádi-Arabíu og landa í Afríku og Asíu. Notaðar voru fimm B747- þotur fyrir Saudia, fjórar fyrir Garuda, tvær fyrir Air Asia, ein B747 og ein B767 fyrir Air Algerie og ein B747 fyrir Nigerian Air- ways. Allmörg flugfélög sinna píla- grímaflugi og er Atlanta þeirra umfangsmest. Um það bil 800 þúsund pílagrím- ar koma flugleiðis til Jeddah á þessum þremur vikum. Eru þeir fluttir landleiðina þaðan til Mekka þar sem trúarhátíð múslima stend- ur í 10 daga. Þá koma hundruð þús- unda land- og sjóleiðina, eða alls um tvær milljónir pílagríma. Atlanta flytur um 400 þúsund pílagríma SAMBAND sveitarfélaga á Austur- landi og iðnaðarráðuneytið stefna að opnum fundi með Austfirðingum um framtíð Noral-verkefnisins og er lík- legt að hann verði strax eftir páska. Noral-verkefnið tekur til bygging- ar álvers í Reyðarfirði og byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Smári Geirsson, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi, segir að ekki sé búið að tímasetja fundinn. Hann verði væntanlega haldinn á Egilsstöðum eða Reyðar- firði. Hugmyndin hafi verið að hafa hann strax eftir helgi, en vegna anna á Alþingi geti svo farið að hann verði ekki fyrr en eftir páska. Smári Geirsson segir að mikilvægt sé að þingmenn Austurlands verði á fundinum auk annarra sem komi að málum eins og fulltrúar Landsvirkj- unar og Reyðaráls. Vilji hafi verið til að halda fundinn strax en erfitt hafi reynst að finna tíma sem hentaði öll- um. Opinn fund- ur um Noral- verkefnið SEX þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem miðar m.a. að því að hætt verði að miða fjárhæð erfðafjárskatts við sifjatengsl erfingja og arfleiðanda og þess í stað lagður á flatur 5% erfðafjárskattur á alla erfingja, hver sem sifjatengslin eru. Áfram er þó skv. frumvarpinu gert ráð fyrir að af arfi sem fellur til þess hjóna eða sam- býlisfólks sem lifir hitt verði enginn erfðafjárskattur greiddur, svo og arfi sem fellur til kirkna, opinberra sjóða, líknar- og menningarstofnana eða fé- laga. Jafnframt er gert ráð fyrir að greiddur verði 5% erfðafjárskattur af fyrirframgreiddum arfi. Fyrsti flutningsmaður frumvarps- ins er Gunnar I. Birgisson en með- flutningsmenn eru Vilhjálmur Egils- son, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ásta Möller, Drífa Hjartardóttir og Einar Oddur Kristjánsson. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a. að skv. núgildandi lögum séu erfingjar látnir greiða mismikla skatta af arfinum. Þá segir að með innheimtu erfðafjárskatts sé skatt- lagning í raun tvöföld þar sem búið sé að greiða skatt af þeim fjármunum og verðmætum sem erfasterfingjum í skaut.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins Leggja til flatan 5% erfða- fjárskatt ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.