Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 11 Andstæðingar aðildar sögðu aftur á móti að samningamenn Norð- manna hefðu fórnað þjóðarhags- munum í Brussel og að sagan frá 1972 myndi endurtaka sig þegar Norðmenn felldu fyrri aðildarsamn- inginn. „Þetta er vondur samningur. Baráttan mun snúast um það hvort Norðmenn halda áfram að vera til sem sjálfstæð þjóð eða hvort þeir ætli að renna inn í eitthvað ríkja- samband,“ sagði Anne Enger Lahn- stein, formaður Miðflokksins, sem þá var næststærsti stjórnmálaflokk- ur Noregs. Samningurinn væri slæmur í mörgum mikilvægum at- riðum, ekki síst þeim að Norðmenn misstu yfirráðarétt yfir fiskimið- unum. Þá sögðu Norges Fiskarlag, stærstu hagsmunasamtök í norskum sjávarútvegi, samninginn verri en þau hefðu óttast að raunin yrði og norskir sjómenn voru einnig afar ósáttir. Sagði Kåre Ludvigsen, for- maður Sjómannafélagsins í Tromsø, hann fullkominn fyrir andstæðinga ESB-aðildar, því hann væri svo slæmur að það hljóti að reynast rík- isstjórninni illmögulegt að fá þá sem ekki hafa gert upp hug sinn, til að samþykkja aðild að ESB. Fiskútflytjendur fögnuðu hins vegar samningnum. Geir Andr- eassen, formaður Landsambands fiskútflytjenda, sagði að samning- urinn fæli í sér mikla möguleika í markaðssetningu á norskum fiski, þar sem Norðmenn fengju frjálsan markaðsaðgang fyrir fisk frá fyrsta degi. Ekki hægt að ímynda sér lakari kost Á Íslandi fékk samningurinn einnig misjafnar viðtökur og menn lögðu mismunandi mat á það hvað í honum fælist. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði að samning- urinn hefði enga beina þýðingu fyrir Íslendinga. EES-samningurinn dygði til þess að tryggja viðskipta- hagsmuni án þess að gefa eftir í sjávarútvegi og ótti sumra við það að Íslendingar yrðu útundan á ein- hvern hátt væri ástæðulaus. „Það er ekki hægt að sjá í fljótheitum að samningurinn hafi beina þýðingu fyrir Íslendinga því að afstaðan um að láta samninginn um EES nægja helgaðist af því að tryggja við- skiptahagsmuni án þess að gefa nokkuð eftir í sjávarútvegi eða full- veldi, svo nokkuð sé nefnt. Það var fyrirséð að Norðmenn ætluðu sér að gerast aðilar að ESB, og ekki var hægt að ímynda sér að þeir myndu gera það við lakari kost en þeir hafa nú fengið,“ sagði Davíð. Jón Baldvin Hannibalsson, þáver- andi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, sagði hins vegar að samningsniðurstaða Norðmanna í sjávarútvegsmálum hefði lykilþýð- ingu fyrir Íslendinga vegna þess að forræði yfir fiskimiðum og stjórnun fiskveiða hafi alltaf verið nefnt sem ein meginástæða fyrir því að Íslend- ingar hefðu ekki sótt um aðild að ESB í samfloti við hinar Norð- urlandaþjóðirnar. Væri niðurstaðan sú að Norðmenn hafi náð samningi sem væri umfram vonir sem menn hefðu gert sér, eða samningsnið- urstaðan væri á þá leið að hún gæti verið viðunandi fyrir Ísland væri komin forsenda fyrir því að meta málið í nýju ljósi. Steingrímur Hermannsson, þá- verandi formaður Framsókn- arflokksins, taldi aftur á móti að Norðmenn hafi fórnað sérhags- munum sínum í sjávarútvegi og landbúnaði með aðild að ESB. Hins vegar sé sjávarútvegur 2% af þjóð- arframleiðslu Norðmanna á móti 20% hjá Íslendingum og erfitt sé að leggja hagsmuni þessara tveggja þjóða að jöfnu. Ólafur Ragnar Grímsson, þáver- andi formaður Alþýðubandalagsins, sagði samninginn afdráttarlausa staðfestingu á því að sú afstaða Ís- lendinga að sækja ekki um aðild að ESB væri rétt. Norðmenn hefðu í þessum viðræðum orðið að láta af hendi yfirráð sín yfir fiskveiði- stjórninni að fjórum árum liðnum. Árið 1998 verði norskur sjávar- útvegur hluti af sjávarútvegsstefnu ESB og þá muni framkvæmda- stjórnin í Brussel annast samninga um veiðar í norskri fiskveiði- lögsögu. Benedikt Davíðsson, þáverandi forseti Alþýðusambands Íslands, sagði það visst áhyggjuefni að Evrópusambandið væri orðið um- ráðaaðili yfir auðlindum Norð- manna og Kristján Ragnarsson, for- maður Landsambands íslenskra útvegsmanna, taldi varasamt að Norðmenn framseldu fisk- veiðistefnu sína til ESB. „Mitt mat er það að við höfum gert samning við ESB sem fullnægir öllum okkar þörfum í viðskiptalegum hags- munum. Að vísu er einn hnökri á inngöngu Svíþjóðar í ESB en hún hefur í för með sér toll á saltsíld sem þá þarf að fá breytt, en það er smá- mál. Frá efnahags- og viðskiptasjón- armiðum höfum við ekkert að sækja í ESB vegna samningsins. Á póli- tíska sviðinu hef ég hins vegar áhyggjur af því að Norðmenn eru að fá frest í takmarkaðan tíma til þess að ráða sínum málum sjálfir, eru með væntingar um það að geta breytt fiskveiðistefnu ESB árið 2002, sem engin vissa er fyrir og að mínu mati miklu minni líkur til en ella vegna þess hve Suður- Evrópuþjóðir hafa verið óábyrgar í fiskveiðistjórnun og bandalagið allt,“ sagði Kristján. Formleg yfirráð Norðmanna minna virði en Íslendinga Rögnvaldur Hannesson, prófessor í fiskihagfræði í Bergen í Noregi, tjáði sig einnig um samninginn, en í viðtali í Morgunblaðinu sagði hann nokkru síðar: „Ég held að segja megi að Norðmenn hafi náð mjög góðum samningum við Evrópusam- bandið, einkum þegar litið er á, við hverju var að búast. Hinu finnst mér þó ekki vera að leyna að sé aðeins litið á hagsmuni sjávarútvegsins og þýðingu sjávarútvegs fyrir Norð- menn, er aðild að ESB ekki góð. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir missa yfirráðin yfir fiskistofn- unum innan 200 mílnanna. Hins vegar hefur ESB mótað stefnu í stjórnun fiskveiða til ársins 2002 sem er á þann veg að aflakvót- um er úthlutað á grundvelli fyrri veiða og eins eiga strandríki sér- stakan aðgang að miðum innan 12 mílna. Til skamms tíma, eða til 2002, breytist lítið sem ekkert í fisk- veiðistjórninni við Noreg. En svo er spurningin hvað þá gerist, þegar þessi stefna verður endurskoðuð. Yfirráðin eru þá komin úr höndum Norðmanna og ákvarðanirnar verða teknar í Brussel. Reyndar er það svo að formleg yfirráð Norðmanna yfir landhelgi sinni og fiskistofnum inn- an hennar eru miklu minna virði en yfirráð Íslendinga yfir landhelgi sinni. Norðmenn verða að stjórna veiðum úr sínum fiskistofnum í sam- ráði við nágranna sína. Svo að segja allir stofnar í norsku fiskveiði- landhelginni eru sameiginlegir þeim og öðrum þjóðum. Eigi að stjórna sókn í þá af einhverri skyn- semi, verður það að byggjast á sam- komulagi við aðrar þjóðir og þá samkomulagi sem yrði virt,“ sagði Rögnvaldur. byggir þær á vísindalegri ráðgjöf. Skiptingin milli aðildarríkjanna byggist á fyrrgreindri reglu um hlut- fallslegt jafnvægi en í því felst að hlutdeild viðkomandi ríkja í einstaka stofnum er fyrirfram ákveðin. Lagð- ur var grunnur að þessari reglu þeg- ar fyrsta sameiginlega heildarstefn- an var mótuð af Evrópusambandinu árið 1983, en þá var einstökum aðild- arríkjum ákvörðuð föst aflahlutdeild í þeim tegundum sem sættu tak- mörkunum og var að mestu miðað við aflareynslu einstakra ríkja á ára- bilinu 1973-78, en síðan hefur reglan verið ein af hornsteinum sameign- legu sjávarútvegsstefnunnar. Ráðherraráðið getur einnig sett reglur um fjölda skipa sem fá að veiða á einstaka svæðum og er þess háttar fiskveiðistjórnun beitt á nokkrum svæðum, svo sem vestan Bretlandseyja, Frakklands og Pýr- eneaskagans. Þá hafa einstök ríki heimild til að takmarka aðgang að hafsvæðum inn- an 6-12 sjómílna við skip sem skráð eru í viðkomandi ríki, en þessi heim- ild fellur úr gildi í árslok og er því eitt af þeim atriðum sem endurskoðunin tekur til, eins og fyrr sagði. Einnig er einstaka ríkjum heimilt að setja regl- ur sem varða einangraða stofna (strictly local stocks), sem fiskimenn viðkomandi ríkis hafa einir hags- muni af að veiða. Innan Evrópusambandsins gildir ennfremur að skylt er að henda í sjó fiski sem er undir lágmarksstærð ef hann fer yfir ákveðið hlutfall aflans. Óheimilt er að koma með hann að landi, auk þess sem ákvæði eru um lágmarksstærð á þeim fiski sem má selja. Eftirlit með veiðum er í hönd- um einstakra ríkja og nær það til allra þátta hinnar sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnu. Á það við um eftirlit með veiðum á yfirráðasvæðum þeirra sem og eftirlit með skipum sem þar eru skráð. Meðal þess sem er á verksviði einstakra ríkja er að sjá til þess að samræmd afladagbók sé notuð, fylgjast með löndunum í þeim höfnum sem undir þau heyra og með afla þeirra skipa sem sigla undir viðkomandi fána, sem og rekstur fjareftirlits er nær til flota viðkomandi lands. Á vegum Evrópusambandsins er viðamikið styrktarkerfi til uppbygg- ingar í sjávarútvegi en meginmark- miðin eru að stuðla að jafnvægi milli sóknar og afrakstursgetu fiskistofn- anna, að efla samkeppnishæfni sjáv- arútvegs í Evrópu og þróa hann til að verða efnahagslega sjálfstæða at- vinnugrein. Einnig að auka framboð á mörkuðum og virðisauka við fram- leiðslu og að aðstoða við endurupp- byggingu svæða sem háð eru veiðum og eldi. Gera má ráð fyrir að um 3,5 milljarðar evra séu til ráðstöfunar í styrkjum fyrir sjávarútveginn á ára- bilinu 2000-2006, en það jafngildir rúmum 300 milljörðum kr. Styrkir eru ekki veittir nema til komi mót- framlag frá viðkomandi ríki og oft er einnig ætlast til mótframlags frá einkaaðilum ef um er að ræða fjár- festingar. Evrópusambandið er einnig með kerfi hvað varðar markaðsmál og er gefið út viðmiðunarverð fyrir tiltekn- ar tegundir og afurðir. Verðið gildir fyrir allt sambandið en er aðlagað stærðarflokkum, gæðaflokkum og landsvæðum þar sem landað er. Fari verðið niður fyrir viðmiðunarverð er afli tekinn út af markaðnum og fram- boðið þannig minnkað og hafa sam- tök útgerða hlutverki að gegna í því sambandi. Þá er einnig um að ræða sameiginlegar reglur um markaðs- staðla fyrir frumsölu á ferskfiski inn- an ESB, en þar er um að ræða reglur um stærðar- og gæðaflokkun afla, meðferð, umbúðir og reglur um framleiðslu og hollustu sjávarafurða. Fiskveiðisamningar við 20–30 ríki Loks hefur ESB forræði á samn- ingum um fiskveiðiréttindi aðildar- ríkjanna utan hinnar sameiginlegu lögsögu, auk þess sem sambandið er meðlimur í tíu svæðastofnunum um veiðar á úthafinu. Gerðir hafa verið samningar við 20-30 ríki víðsvegar um heim og úthlutun þeirra kvóta sem sambandið fær er að mestu leyti bundin reglunni um hlutfallslegan stöðugleika, auk þess sem ríki sem gengið hafa í ESB hafa haldið þeim réttindum sem þau hafa haft í slíkum samningum að miklu leyti. Eins og að ofan greinir er tillagna framkvæmdastjórnarinnar vegna endurskoðunar sameiginlegu sjávar- útvegsstefnunnar að vænta upp úr miðjum aprílmánuði. Allir þættir stefnunnar eru undir, en sérstök áhersla verður lögð á aðgang að veiðisvæðum innan 6-12 sjómílna, en heimild til takmörkunar þar á fellur úr gildi um áramót verði ekkert að gert. Ekki er útlit fyrir annað en að sátt sé um að sú heimild verði áfram í gildi og voru á undirbúningstíman- um óskir meðal sumra ríkja um að það svæði yrði stækkað. Annað atriði sem taka þarf á er svonefnt Shetland Box, en það er svæði við Hjaltland þar sem fjöldi skipa yfir ákveðinni stærð er tak- markaður. Einnig þarf að taka á að- gangi Spánverja, Portúgala, Svía og Finna að veiðum í Norðursjó, sem þau fengu ekki í aðildarviðræðum sínum. Þessi ríki óska eftir aðgangi, sem eingöngu myndi gilda um þær fáu tegundir sem ekki eru þegar kvótasettar vegna reglunnar um hlutfallslega stöðugleikann, en ríki við Norðursjó eru andvíg því. Þá kom fram á undirbúningsfund- unum að framseljanlegir kvótar nutu ekki almenns stuðnings vegna sjón- armiða um samþjöppun, auk þess sem reglur um útkast voru gagn- rýndar og í sumum tilvikum farið fram á bann við því. Menn voru einn- ig sammála um að þörf væri á bættu eftirliti og eftirfylgni með reglum og ekki síst samræmingu þess, þar sem það væri mjög mismunandi eftir þjóðum. Verulegur stuðningur við sveigjanlega stefnu í þessum málum kom fram svo unnt væri að bregðast skjótt við breyttum aðstæðum á ein- staka svæðum, auk ýmissa fleiri at- riða. Í riti Samfylkingarinnar um Ís- land í Evrópu, sem kom út skömmu fyrir jólin, er fjallað sérstaklega um sjávarútvegsmál og þar á meðal um endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB. Þar segir að allar breytingar á reglunni um hlutfallslegan stöðug- leika séu mjög ólíklegar, þar sem þar sé um að ræða hornstein sameigin- legu sjávarútvegsstefnunnar. Vitnað er til grænbókarinnar, en þar segir: „Framkvæmdastjórnin sér eins og er engan þann valkost við regluna um hlutfallslegan stöðugleika sem gæti skilað niðurstöðu sem jafnmikil sátt væri um. Samráðsferlið leiddi í ljós að þetta viðhorf er ríkjandi um allt sambandið. Það er engin knýj- andi ástæða fyrir róttækri endur- skoðun núverandi kvótaúthlutunar- kerfis.“ Síðan segir að reglan hafi síðan 1983 veitt aðildarríkjunum fast hlutfall kvóta og því hlíft þeim við ár- legum samningaviðræðum um skipt- ingu kvóta sem myndi gera ákvarð- anatöku mun erfiðari. Þá er einnig samkvæmt upplýs- ingum frá framkvæmdastjórninni ósennilegt að hreyft verði við rétti ríkja til einkalögsögu að 12 sjómíl- um. Þá er gert ráð fyrir langtíma- áætlunum um stöðu fiskistofnanna og veiða úr þeim og reyna á að sam- ræma flotastærð veiðunum. Vilji er til þess að hætta styrkveitingum sem ýta undir offjárfestingu í greininni og reyna á að gera atvinnuveginn sjálfbæran. unnar skoðaðir Heimild til að tak- marka aðgang að hafsvæðum innan 6– 12 sjómílna við skip skráð í viðkomandi ríki fellur úr gildi í árslok. Ósennilegt er þó að hreyft verði við henni. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.