Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þegar vetrarþokan grá þig vill fjötra inni. Svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. (Þorsteinn Erlingsson.) SAGNORÐIÐ „að lesa“tengir íslenska og þýskatungu saman á skemmti-legan hátt. Í báðum málumer talað um að lesa bækur og einnig að lesa plöntur í merking- unni „að tína“. Við Íslendingar lesum blóm á meðan þeir þýskumælandi lesa t.d. vín, þ.e. tína vínþrúgur. Það- an eru orð eins og „Weinlese“ og „Spätlese“ komin, orð sem tengjast vínuppskerunni. Lengi hafði mig langað til að kynnast öllu sem hægt væri í sam- bandi við vín og víngerð. Hvað þá að taka þátt í vínuppskeru, sem ég hafði heyrt að væri mjög líflegur tími. Síð- astliðið sumar tók ég því fagnandi boði Manfreds Kleinwechter og fleiri þýskra vina minna frá Karlstadt, sem er lítil borg við ána Main í hér- aðinu Franken nyrst í Bayern, um að koma í nokkra daga með haustinu og taka þátt í öllu sem snerti vínupp- skeru og víngerð – og eðlilega vín- drykkju. Þessum vinahópi hafði ég kynnst i tveimur ferðum þeirra um Ísland. Samband var haft við nokkur íslensk kunningjapör og úr varð samstilltur sextán manna hópur úr mismunandi geirum þjóðfélagsins. Allt frá læknum sem lokuðu skurð- um eftir beittar vínklippurnar, til bænda sem kunnu þeirri tilbreyt- ingu vel að sjá safann kreistan úr þrúgum í stað kúa. Undirbúningur hófst með því að kaupa vínbók Steingríms. Þýsk vín voru fljóttekin, aðeins rúmlega tveimur síðum af lesmáli varið í þau. Með þessa tveggja blaðsíðna vitn- eskju í farteskinu tók ég að mér að fara fyrir hópnum, vitandi að nyrsta vínræktarhérað Evrópu, Franken, er ekki víðfeðmt. Ólíkt minna en helstu vínræktarhéruð í Þýskalandi í kring um Mósel og Rín eða lengra suðurfrá, við Kaiserstuhl. Franken- vín þykja engu að síður sérlega góð, en þau eru að stærstum hluta hvít- vín. Þau hafa einnig þá sérstöðu að vera tappað á „Bocksbeutel“, þ.e. flatar sporöskjulaga flöskur. Bocks- beutel þýðir reyndar geitarpungur og nafnið á flöskunum er komið til vegna lögunar þessa líffæris dýra- tegundarinnar. Dagur 1 Flogið var til Frankfurt þar sem rúta frá GJ ásamt Gunnari Guð- mundssyni bílstjóra beið okkar. Ekið var rakleiðis til gistihúss Frau Heul- er í Euenheim (framborið „frá hojler í ojsenhæm“) og gert klárt fyrir fyrsta atriðið á dagskránni, heim- sókn á lögreglustöðina í Karlstadt. Við vissum ekki hvað gæti verið svo merkilegt við lögreglustöð að ástæða væri fyrir sæmilega löghlýðna borg- ara norðan af Íslandi til að reka þar inn nefið, en þegar við gengum út aftur vorum við á öðru máli. Sem staðarleiðsögumaður hafði Gustav Eichler, einn Íslandsfara, sérdeilis góð sambönd í borginni og vissi að endurgerð lögreglustöðvarinnar í elsta húsi bæjarins myndi vekja áhuga okkar. Í tilefni 800 ára afmæl- is Karlstadt árið 2000 var ráðist í kostnaðarsama endurgerð hússins. Fyrir umreiknaðar 200 milljónir ís- lenskar var mannvirki úr stáli og gleri byggt frá grunni innan í þessari sögufrægu byggingu, án þess að skaða nokkuð það sem fyrir var en nýta ævafornar burðarstoðir og veggi þar sem því var við komið. Þannig fékk hinn gamli andi hússins að njóta sín til fullnustu. Bernd Meyer lögreglustjóri tók á móti okkur og sagði alúðlega frá sögu hússins og endurgerð þess og leiddi okkur síðan um afviknustu kima þessarar ævintýralegu bygg- ingar. Í kjallaranum er eini fanga- klefi stöðvarinnar. Meyer lögreglu- stjóri sagði okkur frá því að að síðan þeir þarna á stöðinni fengu þá hug- mynd að krefjast 80 marka af þeim sem gistu fangaklefann hefði nætur- gestum fækkað til muna. Varla hafði hann sleppt orðinu þegar Sigríður María, okkar eina og sanna Sigga, fékk köllun um að kanna aðbúnað ímyndaðs fanga en læsti klefadyrunum fyrir slysni þeg- ar hún hallaði rimlahurðinni aftur – og sig þar með inni. Meyer lögreglu- stjóri hafði sjálfur ekki lykla tiltæka, enda ekki gert ráð fyrir þessu atriði í dagskrá kvöldsins. Nokkur tími leið þar til vakthafandi lögreglumaður kom og leysti Siggu úr prísundinni. Á meðan beðið var lyklanna stakk einhver óábyrgur því að lögreglu- stjóranum, hvort ekki væri einfald- ast að geyma Siggu þarna yfir nótt? Jafnvel meira en 80 mörk væru í boði! Tilboðinu var hafnað. Lögreglustöðin í Karlstadt er ein- stök fyrir fleiri hluta sakir. Í öðrum hluta kjallarans komum við inn í skemmtilega innréttað herbergi, og á stóru borði í því miðju var snyrti- lega raðað glösum og vínflöskum. Í þessu héraði Þýskalands, þar sem lífið snýst fyrst og fremst um vín, urðum við sem sagt þeirrar sérstöku ánægju aðnjótandi að vera boðið upp á vín hússins, vín lögreglustöðvar- innar, í ævafornum og stórum vín- kjallara hennar. Þegar við kvöddum loks Meyer lögreglustjóra vorum við orðin hýr af öllu því sem hafði borið fyrir augu, eyru og varir þarna innan veggja. Við létum okkur ekki muna um að syngja eitt hressilegt íslenskt lag í þakklætisskyni. Hljómurinn í hvelfingunni var ekki síðri en vínið. Dagur 2 Eugen var mættur þegar við fór- um að tínast fram í morgunverðinn. Eugen (frb. „ojgen“!) – áður starfs- maður orkuveitunnar, nú áhugamað- ur um vínrækt á eftirlaunum og eig- andi hálfs hektara vínekru – átti eftir að fylgja okkur sem fagleiðsögumað- ur um tveggja daga skeið, þar sem fagið var vínyrkja, víngerð og vín- drykkja. Að morgunverðinum af- loknum skyldi haldið á vit ævintýr- anna út með einni vínhlíðinni, sem almennt eru kallaðar „Weinberge“ þar um slóðir. Ekki vorum við fyrr komin upp í rútuna en Eugen tók upp tvo kassa, annan með glösum, hinn með Bacchus hvítvíni. Rétt eins og við værum að taka morgunlýsið okkar innbyrtum við fyrsta skammt- inn og fræðslu um að Bacchus væri bastarður úr Silvaner og Riesling víntegundunum, ræktaður þarna og þarna, við þessar og þessar kjörað- stæður, í svo og svo miklu magni. Lífið var sko í góðu lagi strax upp úr klukkan níu! Hálftíma síðar hafði Gunnar bíl- stjóri fundið smáskot til að koma rútuflykkinu fyrir. Vopnuð fötum og klippum – meira þurfti ekki til – fór- um við að fikra okkur í morgunþok- unni niður bratta hlíðina til að ná til reitsins sem skyldi lesinn í dag. Það reyndist vera Spätburgunder, síð- búrgúnder. Sem sé rauðvín. Eugen byrjaði á að upplýsa okkur um að í raun væri það bara hýðið sem gæfi víninu rauða litinn, safinn væri jafn- litlaus í grænu og rauðu þrúgunum, og í sjálfu sér væri allt eins hægt að búa til hvítvín úr rauðum þrúgum ef sleppt væri hýðinu. Því næst kenndi hann okkur að greina á milli óþrosk- aðra þrúgna og þroskaðra og máli sínu til stuðnings tók hann fram ólík- indatólið Öxle-mælinn. Öxle (Oechsle) þessi hafði verið apótekari og varð fyrstur manna til að setja eðlisþyngd vökvans og sykurmagns- ins í þrúgunum í samhengi. Sykur- magnið segir til um gerð vínsins og náttúrulegt vínandamagn þess og þar með gæðin að miklu leyti. Með því að kreista nokkra dropa á spegil mælisins og kíkja síðan í sjónglerið mátti greina sykurmagnið. Í stað gömlu flotvogarinnar var nú kominn einfaldur en bráðsniðugur ljósbrots- mælir. „Made in Japan“ auðvitað. Þennan dag gáfu þrúgurnar okkar 74–76 öxle. Þetta vín myndi því verða af „Qualitätswein“-gerð. Hefði öxletalan verið lægri hefði orðið „Landwein“ úr þessu, en „Kabinett, Spätlese, Auslese“ og á endanum „Beerenauslese“ ef hún hefði náð allt að 145 öxle. Til samanburðar við al- gengustu þrúgurnar greip Eugen nokkrar þrúgur sem voru krumpað- ar og ljótar af myglusveppi sem kall- ast Botrytis. Sveppurinn sýgur vatn- ið úr þrúgunum og þær verða sætari fyrir vikið. Nokkrir dropar á ljós- brotsmælinum sýndu mun hærra Öxle-gildi og þar með hærra sykur- magn. Með velþóknun kjamsaði Eugen á afganginum af þessum ólystugu þrúgum. „Oj barasta,“ sagði Hrefna, og komst þar með hvað næst því að bera nafnið hans rétt fram. Fram að þessu hafði hún helst kallað hann „ágen“ (sbr. Aug- en), sem þýðir augu! Víntínslan fer þannig fram að gengið er beggja vegna runnaraðar, alltaf upp í móti. Þrúgurnar eru klipptar af með flugbeittum klippum og safnað í fötu. Þegar fatan fyllist er hrópað á trogberana, þá sem bera trog í axlarólum á bakinu og taka við innihaldi úr 6–7 fötum. Síðan er kjagað með trogin til vagnsins sem stendur á veginum fyrir neðan, klifr- að upp stiga sem liggur utan á vagn- inum og sturtað úr troginu yfir öxl- ina á sér. Vagninn er klæddur ógegndreypum dúki að innan svo enginn dropi fari nú til spillis. Við Eugen vorum fyrstir til að taka að okkur að gerast „tilberar“. Ekki svo að skilja að við blóðmjólk- uðum vínþrúgurnar, heldur tókum við einfaldlega að okkur að bera þær í trogunum til vagnsins. Við vorum röskir að tæma trogin og fá þau fyllt jafnharðan, en þetta var argasta þrælapúl. Sjaldan hef ég svitnað jafnhressilega og þennan morgun í víngarði Eugens. Enda mikið fjör, stemmningin væntanlega svipuð því sem gerðist á síldarárunum hér áður; „taka tunnu, tóma tunnu, saaaalt!“. Eftir þriggja stunda puð lágu þrúgur af sjö röðum í valnum, og reyndar þrír eða fjórir puttar að auki. Allavega blæddi hressilega úr skurðarsárum á þeim fingrum sem höfðu álpast til að vera fyrir, en doktor Malli gerði jafnóðum að. Nokkur tonn af vínberjum voru komin á vagninn, og tími til kominn að aka þeim til samlagsins. Samtímis var komið að hefð- bundnum lokum þessa morgunverks með því að setjast að „Winzerbrot- zeit“, sem er hádegisverður að hætti vínbóndans. Borði og bekkjum var skellt upp á einn vegarslóðann sem lá eftir hlíðinni og brauði, ostum, pylsum, súrgúrkum og víni var hlað- Heilög þrenning: Manfred Kleinwechter, Axel von Erfa og Eugen Öhrlein. Haldið á vit ævintýranna út með einni vínhlíðinni. Þar sem gullnu tárin glóa Franken er nyrsta vínræktarhérað Evrópu, en vínin þaðan þykja sérlega góð og eru að stærstum hluta hvítvín. Jón Baldur Þorbjörnsson las vínþrúgur í þessu héraði Þýskalands og kynntist vínmenningu staðarins. Stemmning við hádegisborð víntínslugengisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.