Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 43 Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheim- ilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lifandi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.–6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrúnar Þóru og Jóhönnu. Öll börn vel- komin og alltaf hægt að bætast í hóp- inn. Laugarneskirkja. 12 sporin – andlegt ferðalag kl. 20. 12 spora hópar koma saman mánudag kl. 20 í kirkjunni. Mar- grét Scheving sálgæsluþjónn er við stjórnvölinn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Bænastund mánudag kl. 18. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Árbæjarkirkja. Sunnudagur: Æskulýðs- fundur kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Fjöl- skyldumorgnar (mömmumorgnar) mánu- dag í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10– 12. Heitt á könnunni og eitthvað hollt og gott fyrir börnin. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Unglingastarf á mánu- dagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bæna- hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587- 9070. Hjallakirkja. Þriðjudagur: Prédikunar- klúbbur presta í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15– 10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK-fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánudögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20–22, eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon- fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. TTT-fundir í safnaðar- heimili kl. 16–17. Fundir í æskulýðs- félaginu Sánd kl. 17–18. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K-starf kirkjunnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Mánu- dagur: Páskafrí í æskulýðsstarfi fatl- aðra. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Shayne Walters. Allir hjart- anlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnudag- ur: Samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Sigrún Einarsdóttir. Bænastund fyrir samkomu kl. 16. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir börn frá eins árs aldri. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Lofgjörð, fyr- irbænir og samfélag. Allir hjartanlega velkomnir. Minnum á mótið um bæna- dagana Jesús læknar og endurreisir sem hefst á skírdag kl. 20. KFUM & KFUK, Holtavegi 28. Sam- koma kl. 17. Yfirskrift: Þessu hefði ég aldrei trúað! Upphafsorð: Anna Magn- úsdóttir. Margrét Jóhannesdóttir talar. Barnasamkoma kl. 17 í kjallarasal. Spil- að verður bingó. Verð 50 kr. Vaka kl. 20.30. Tónlistarmyndbönd, Kirk Frank- lin, WoW 2001, Hill Songs. Vitnisburður. Mikil lofgjörð, fyrirbæn. Allir velkomnir. Kristskirkja í Landakoti. Næsti fundur í biblíulestri sr. Halldórs Gröndal er mánudaginn 25. mars og hefst kl. 20 í safnaðarheimilinu í Landakoti. Allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til sjöttu mes- unnar á þessum vetri í Breiðholts- kirkju í Mjódd í kvöld, pálmasunnu- dag, 24. mars, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið mikla ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virist hafa unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breið- holtskrkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði. Framkvæmdaaðilar að þessu sinni eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guð- fræðinema og hópur presta og djákna. Markmið Tómasarmessunnar er öðru fremur að leitast við að gera nútímamanninum auðveldara að skynja návist drottins, einkum í mál- tíðinni sem hann stofnaði og í bæna- þjonustu og sálgæslu, en mikil áhersla er lögð á fyrirbænaþjónustu. Þá einkennist messan af fjölbreyti- legum söng og tónlist og sömuleiðis af virkri þátttöku leikmanna. Páskabingó í Hjallakirkju PÁSKABINGÓ verður í safn- aðarheimili Hjallakirkju, efri hæð, mánudaginn 25. mars. Bingóið hefst kl. 20 og eru allir velkomnir, ungir sem aldnir. Bingóvinningar eru margvíslegir; páskaegg, páska- skraut, sælgætiskörfur og fleira. Bingóspjaldið kostar kr. 200. Safn- aðarfólk, sem og aðrir, eru hvattir til að mæta. Páskaeggjabingó í Grafarvogskirkju PÁSKAEGGJABINGÓ á vegum safnaðarfélags Grafarvogskirkju verður haldið í safnaðarsal Graf- arvogskirkju mánudaginn 25. mars. Vinningar eru sem fyrr páskaegg af mörgum stærðum. Verð á bingó- spjöldum er 200 kr. Allir velkomnir. Stjórnin. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju Breiðholtskirkja KIRKJUSTARF fræðingur við Heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi frá 1991. Lengst af var hún hjúkrunarstjóri og síðar hjúkrunarforstjóri í rúmt ár þar til hún fór í námsleyfi, því námsleyfi átti að ljúka nú í mars. Við minnumst Maríönnu sem góðs félaga og samstarfsmanns. Hún var fær í sínu starfi, nákvæm, áhugasöm og dugleg. Maríanna var kvik í hreyfingum, hafði létta lund og þægilega nær- veru. Lét sér annt um samstarfsfólk sitt og skipulagði m.a. margar gönguferðir fyrir starfsfólkið sem var í samræmi við áhuga hennar á útivist, hreyfingu og hollum lifnaðar- háttum. Maríanna var mikil fjölskyldu- manneskja og fjölskyldan sérstak- lega samrýmd. Oft talaði hún um hana Lísu sína en þær mæðgur voru afar nánar. Maríanna var mjög áhugasöm um starfsemi heilsugæslustöðvarinnar og vildi sjá veg hennar sem mestan. Hún átti mikinn þátt í uppbyggingu stöðvarinnar og því skipulagi sem hefur verið viðhaft hér á heilsu- gæslustöðinni æ síðan. Það átti ekki við hana að slá af kröfum um þjón- ustu og fátt líkaði henni verr en þeg- ar skjólstæðingar voru ekki sáttir. Umhyggja hennar fyrir skjólstæð- ingum var mikil og öðrum starfs- mönnum til eftirbreytni. Síðasta starfsár hennar hér á stöð- inni störfuðum við mikið saman og bar aldrei skugga á það samstarf. Ávallt var gott að leita til Maríönnu, hún vildi leysa úr öllum vandamálum og taldi ekki eftir sér að ganga í hvert það verk sem þurfti til að starf- semin gengi sem best. Það mein sem að lokum dró hana til dauða hefur án efa haft áhrif á líðan hennar og starfsgetu undir lokin, en hún lét þó ekki á neinu bera og sinnti sínu vel. Ég hitti Maríönnu síðast viku fyrir aðgerðina í haust, hún var þá á göngu úti við Gróttu. Hún var jafn- áhugasöm og fyrr um stöðina og starfsfólk. Var þreytuleg en ég kenndi um rokinu og kuldanum við Gróttu, nokkrum dögum síðar kom annað í ljós. Starfsfólk heilsugæslustöðvarinn- ar á Seltjarnarnesi minnist Mar- íönnu með hlýju og söknuði. Við sendum ættingjum hennar Jens Pétri, Lísu, Haraldi, Grethe og öðr- um samúðarkveðjur en þeirra missir er mikill. Sigríður Dóra Magnúsdóttir. Kær vinkona mín, Marianna Har- aldsdóttir hefur kvatt þetta líf. Leið- ir okkar lágu fyrst saman í Lang- holtsskóla þegar við vorum 9 ára. Við vorum ekki gamlar þegar við vorum ákveðnar í að fara í Hjúkr- unarskólann. Við pöntuðum viðtals- tíma hjá Þorbjörgu skólastjóra sem studdi okkur í ákvörðunartökunni og sagði að þegar við næðum aldri skyldum við senda henni umsókn. Maríanna var fædd í febrúar en ég í desember. Á þeim tíma voru nýir nemendur teknir inn í skólann tvisv- ar á ári, í september og mars. Það var Maríönnu líkt ad bíða eftir vin- konu sinni og saman hófum við nám- ið í mars 1969, í E-hollinu. Þar kynntumst við hópi ungra og efnilegra stúlkna sem hafa haldið hópinn síðan. Við útskrifuðumst 18. mars 1972. Eftir að hafa unnið sem hjúkrun- arkonur (á þeim tíma kölluðumst við ekki fræðingar) í eitt ár, héldum við ásamt Helgu Snæbjörns til Dan- merkur og unnum á KAS Glostrup. Þær tvær ætluðu að vinna á gjör- gæsludeild en ég hjartadeild. Tvær hollsystur okkar, þær Anna Óskars og Margrét Gústafs, voru þegar komnar til Kaupmannahafnar og unnu á Ríkisspítalanum. Við átt- um ótrúlega margar góðar stundir saman þar. Þær snéru allar til baka til Íslands en ég hef búið í Danmörku síðan. Þrátt fyrir fjarlægðina höfum við fylgst með lífi hvor annarar. Við átt- um tvo sameiginlega vinahópa, æskuvinkonurnar Áslaugu, Fríðu og Stínu og svo E-hollið. Kæru Jens Pétur, Lísa og Har- aldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur. Steinunn Sigurbergsdóttir. Við Maríanna urðum nánar vin- konur eiginlega um leið og við kynnt- umst í Kaupmannahöfn, þar sem við vorum nágrannar. Við fundum báðar að lífsviðhorf okkar var svipað og náðum þess vegna vel saman. Maríanna var mér einstök vin- kona. Hún hafði svo stórt hjarta, var svo traust og trygg og hafði af svo miklu að miðla. Því var ætíð gott að ræða við hana um einföld og flókin mál, því allt sem hún hugsaði og gerði var svo yfirvegað og skynsam- legt. Það er því augljóst af hverju vinahópur hennar var stór. Öllum leið vel í nærveru hennar. Maríanna og Jens eignuðust ynd- islega dóttur, Lísu. Maríanna og Lísa voru nánar og góðar vinkonur og ég veit að sú hlýja og umhyggja sem Maríanna veitti dóttur sinni mun veita henni styrk og efla í fram- tíðinni. Gestrisni þeirra Maríönnu og Jens hefur alla tíð verið einstök og ófáar eru þær stundir sem við Sigurjón og drengirnir höfum átt hjá þeim með fjölskyldunni og í góðra vina hópi. Þær stundir eru í dag dýrmætar minningar. Ótímabært fráfall Maríönnu er mikill missir fyrir okkur öll. Sökn- uðurinn er mikill, en minningarnar um allar þær góðu stundir sem við fengum að njóta saman munu lifa og hlýja hjartarætur okkar. Elsku Jens, Lísa og Haraldur, ég veit að vitneskjan um allt það góða sem Maríanna lét af sér leiða mun styrkja ykkur og okkur öll. Guð blessi minningu hennar. Ingibjörg Sigurðardóttir. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga Maríönnu að vini. Ein af fyrstu minningunum frá langri vin- áttu okkar við hana er um ferðalag með þeim Jens sumarið 1975. Gist var á Þóroddsstöðum í Hrútafirði þaðan sem Maríanna var ættuð í föð- urætt. Þar átti hún ömmu sem var henni afar kær og við munum vel eft- ir frá þessari einu heimsókn. Næstu nótt var verið í tjöldum vestur í Dala- sýslu að loknum viðburðaríkum degi sem meðal annars fól í sér ferð um stórgrýttan veg yfir Steinadalsheiði á Fiatbíl Maríönnu. Önnur minning frá þessum tíma er um veiðiferð og fyrirhugaða útilegu sem endaði með flótta í bæinn undan stórrigningu en reyndist samt skemmtiferð full af uppákomum og skrýtlum sem við fjögur minntumst oft síðar. Sama átti við um tvær heimsóknir okkar til þeirra Jens á námsárum þegar þau bjuggu skammt fyrir utan Kaup- mannahöfn en við í London. Samverustundirnar áttu eftir að verða fjölmargar, bæði í útivist og á heimilum okkar og annarsstaðar í góðra vina hópi. Stutt fjallganga með þeim Jens og Maríönnu í fyrrasumar er ferskust í minningunni. Það var þremur mánuðum áður en í ljós kom að Maríanna væri alvarlega veik. Þetta var á júlíkvöldi ekki langt fyrir utan bæinn en þó á nýjum slóðum fyrir okkur. Félagi Tyrfingur hinn ferfætti var auðvitað með í för eins og venjulega. Maríanna hafði yndi af útiveru og gönguferðum og þessi ferð lukkaðist í alla staði vel. Þegar leið á gönguna opnaðist okkur stór- kostlegt útsýni og jókst svo undrum sætti í næstum hverju skrefi að okk- ur fannst. Það var mjúkur blær yfir landinu þetta kyrra og hlýja sumar- kvöld. Hvílík heppni að hafa lagt í hann einmitt í kvöld, sögðum við hvert við annað á heimleiðinni. Frá Maríönnu stafaði mikilli hlýju. Þessi hlýja einkenndi allt við- mót hennar og birtist meðal annars í ríkri umhyggju fyrir öðrum. Það var vart tilviljun að hún lagði fyrir sig hjúkrun. Umhverfis hana varð til notakennd. Hún hafði þannig nær- veru, lausa við stress og streð. Þetta fundu líka börn okkar, Baldvin og Auður, sem hún sýndi ætíð alúð og áhuga eins og vænta mátti af henni og þau kunnu að meta. Við þökkum kærri vinkonu ynd- isleg kynni. Albert og Ása. Von. Örvænting. Harmleikur. Ást. Þessi orð komu fyrst upp í huga minn er ég heyrði af örlögum elsku- legrar skólasystur minnar. 30 ár eru nú um garð gengin frá því er við sát- um kotrosknar á fremsta bekk í Hjúkrunarskóla Íslands og lífið blasti við okkur jafnt innan dyra sem utan, en þar gnæfði fyrir augum vinnu- og námsvettvangurinn sem ber nú heitið Háskólasjúkrahús. En við vorum bara í „hjúkrun“ og lágum fáklæddar fyrir utan heimavistina og sleiktum sólskinið í ölum upplestr- arfríum. Náminu var skipt í annir og alltaf komum við hver úr sinni stofn- uninni saman á ný í bóklegu áföng- unum eins og 30 perlur á heilu bandi. En nú hefur þessi festi rofnað og ein af leiftrandi perlunum skipt um til- verustig (það er mín meining). En hún fer ekki langt og mun vitja okkar af heilum hug í endurminningunni. Maríanna var heilsteyptur per- sónuleiki. Allt bar þar að sama brunni; ögun, fágun, hógværð og dul- in kímni, gáfa sem hún var ekkert að flagga. Hún átti yfir hreysti að búa þar til örlögin gripu í taumana. Á dánardegi Maríönnu stendur í Máttarorðum: Ó, haltu áfram. Dagur dvín, það dimmir brátt og kvöldar senn. Því kasta deyfð og drunga burt, því doðinn aldrei vinnur menn. (Horatius Bonar.) Karlína Friðbjörg Hólm. Komið er að kveðjustund. Langt fyrir aldur fram er Maríanna Har- aldsdóttir, þessi hressa og kvika kona, kölluð burt úr þessum heimi. Fyrir hönd hjúkrunarfræðinga sem störfuðu með Maríönnu, langar mig að skrifa nokkur kveðjuorð en Maríanna starfaði með okkur á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnar- nesi frá árinu 1991. Í minningunni er bjart yfir Mar- íönnu. Ljóshærð, brosmild og hlý. Ákveðin og samviskusöm, alltaf að, en þó svo næm á það hve smáatriðin skipta miklu máli í erli dagsins. Maríönnu var annt um starf sitt og sinnti hún skjólstæðingum sínum af alúð, hvort sem þar voru ungar mæð- ur með kornabörn eða afar og ömm- ur í heimahjúkrun. Eftir um 8 ára starf tók hún við starfi hjúkrunarfor- stjóra á Heilsugæslustöðinni á Sel- tjarnarnesi um eins árs skeið eða þar til hún fór í námsleyfi haustið 2000. Hún hlakkaði til að fara í námsleyfið. Hún vildi auka þekkingu sína og víkka sjóndeildarhringinn og um- fram allt ekki staðna í starfi. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd heilsugæslunnar og var vakin og sof- in yfir því starfi sem þar fór fram. Fagmennska og velferð skjólstæð- inga var það sem hún hafði að leið- arljósi. Maríönnu var þó ekki síður um- hugað um vellíðan samstarfsfólksins og eru ófáar gönguferðirnar og úti- vistarstundirnar sem hún hvatti til og skipulagði fyrir okkur hjúkku- hópinn einan sér eða starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar allrar. Eða kökurnar sem hún laumaði á borðið í kaffistofunni, svona til að lífga upp á hversdagsleikann. Það var Maríönnu einkar lagið. Við minnumst Maríönnu með virð- ingu og þakklæti. Fjölskyldu henn- ar, Jens Pétri, Lísu, Haraldi, Grethe og öðrum, vottum við dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja þau og hugga. Guðbjörg Pálsdóttir. Það er mikill harmur að mörgum kveðinn við svo ótímabært fráfall Maríönnu. Þau hjónin, Maríanna og Jens Pétur, voru vinamörg, og er sá sem þetta ritar í þeim forréttinda- hópi. Maríanna var glæsileg kona, einstaklega jákvæð, lífsglöð og hlát- urmild. Það geislaði af henni hvar sem hún kom. Þau hjónin voru mjög samrýnd og deildu áhugamálum s.s. útivist og náttúruskoðun og ekki hvað síst umhyggju og uppeldi dótt- urinnar, Lísu. Það er erfitt að sjá á bak góðri konu í blóma lífsins og það er sárt að geta ekki linað þrautir þeirra sem þyngsta sorgina bera. Ég bið Guð að blessa minningu Maríönnu og að styrkja Jens Pétur og Lísu á þessum erfiðu tímamótum. Hjörtur Örn Hjartarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.