Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÚÐARSKART hefur sterka merkingu í myndlist nútímans og samtíðarinnar, og nægir að benda á öndvegisverk Marcel heitins Duchamp í því sambandi; „Brúð- urin afklædd af einhleypingum sínum, jafnvel“, sem hann tók sér að minnsta kosti átta ár – frá 1915 til 1923 – til að fullgera, án þess að það yrði nokkru sinni fullkomnað í þá veru sem listamaðurinn hafði vænst í öndverðu. En það má finna annað verk eft- ir Duchamp – Étant donnés: 1. La chute d́eau/2. Le gas d́éclairage – Að gefnu: 1. Fossinn/2. Gasið til lýsingar – sem tók hann enn lengri tíma að smíða – eða frá 1946 til 1966 – og virðist að einhverju leyti eiga sér uppruna í orðaleik með brúðarslör á frönsku, en brúðar- slör þekkja Frakkar einnig sem foss, vegna þess hve fallandi vatn er áþekkt brúðarslöri. Til er mynd af Duchamp og Teeny, konu hans, hjá litlum fossi við Cadaqués í Norður-Katalóníu, og virðist sprænan mynda slör yfir höfði hennar. Þótt sænska listakonan Malin Ståhl sé allt öðruvísi brúður en sú sem Marcel Duchamp hafði í huga þegar hann lauk hinum marg- frægu verkum sínum á milli- og eftirstríðsárunum, er það engu að síður hin tvíbenta togstreita Eros- ar og Psyche – Tælis og Sálu – sem endurspeglaðist í gjörningi hennar. Yfirskriftin er „Scissors & Time“ – Skæri og tími – enda fremur Malin Ståhl þann gjörning að klæða sig í brúðarskart og stytta síðan hár sitt. Það minnir okkur ósjálfrátt á þá gamalgrónu staðreynd að germ- anskar fornþjóðir litu á hárvöxt og sítt hár sem tákn um frelsi. Það mátti því greina þræla og ambáttir úr hópi frjálsra, germanskra manna á hársíddinni, því menn í ánauð voru snoðklipptir. En það voru fleiri á miðöldum sem voru neyddir til að skera hár sitt. Munkar og nunnur fyrirgerðu lokkunum við það eitt að ganga í klaustur. Það er einmitt þetta síð- astnefnda sem hlýtur að hafa hvarflað að áhorfendum gjörnings- ins. Var Malin Ståhl að gefa það í skyn að brúður væri, um leið og gift, orðin guðdómleg ambátt – ancilla dei – eins og nunna sem gengur í regluna? Brúðurin klæð- ir sig og klippir Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Malin Ståhl fremur gjörning sinn Scissors & Time í Galleríi i8. MYNDLIST Gallerí i8, Klapparstíg Fluttur laugardaginn 2. mars. GJÖRNINGUR MALIN STÅHL Halldór Björn Runólfsson SÖNGLEIKURINN Grettir virðist ætla að hafa það af að verða sígilt viðfangsefni íslenskra leik- félaga. Þrátt fyrir lausungina í fléttunni og nykrað sambandið við Grettissögu hefur hann stór tromp á hendi; frábæra tónlist frá Agli á hinu frjóa Þursaskeiði og tvo fyndnustu penna landsins, þá Ólaf og Þórarin. Tónlistin er þó stærsta skrautfjöðrin að mínu mati, vísar í allar áttir, sækir áhrifamátt á ótal staði og framundan rokkinu gægj- ast þeir fimmundarsöngur og viki- vaki. Hér segir frá Breiðhyltingnum Gretti, aula sem fyrir áeggjan draumadísarinnar lendir í fangelsi en losnar þaðan til að verða sjón- varpsstjarna í sápuóperu um nafna sinn úr fornsögunum. En hver Grettir á sér sinn Glám og við- ureignin við hann gerir hann ljós- fælinn með afbrigðum; einkar óheppilegt ofnæmi fyrir ljósvaka- leikara. Það er margt gott um sviðsetn- ingu (og frumraun) Jóns Páls Eyj- ólfssonar að segja. Hann er greini- lega myndvís mjög, leikmyndin sem er einnig hans verk er bæði einföld og flott. Hurðirnar stóru eru snilldarbragð og margar upp- stillingar eru glæsilegar og límast í heilabörkinn. Ásmundur á klóinu, gengið í sjoppunni, svo tvær séu nefndar. Hins vegar hefði mátt leggja meiri rækt við hóp- og söng- atriði og skapa meiri hreyfingu á sviðinu. Sýningin hefur tilhneig- ingu til að verða dálítið kyrrstæð. Þetta verður til að draga nokkuð úr kraftinum sem þarf að vera til staðar til að fleyta henni áfram. Þetta þarf ekki að vera spurning um stórkostlega pottþétt dans- númer heldur einfaldlega að virkja hópinn meira, verkið bíður enda upp á léttúð og að allt sé látið flakka. Eins er með sönginn, hann var, með einstaka undantekning- um, eiginlega óþarflega áreynslu- laus. Kannski væri ráð að skrúfa aðeins niður í hljóðnemunum og láta leikarana hafa aðeins meira fyrir hlutunum! Að þessu sögðu er rétt að taka fram að sýningin er bæði skemmtileg og frambærilega leikin og sungin. Mikið mæðir að sjálfsögðu á Jóhanni Má Smára- syni í titilhlutverkinu, en hann er eins og sniðinn í það, sérstaklega framan af, meðan Grettir er ennþá væskilsstrákur. Berglind Ásgeirs- dóttir er sannkallað „femme fatale“ sem draumadísin Sigga. Burkni Birkisson á marga snilld- artakta í ótal hlutverkum, ekki síst sem Tarsan apabróðir (Já, merki- legt nokk, hann kemur við Grett- issögu!). Jón Marinó Sigurðarson er bráðgóður Ásmundur og Sandra Þorsteinsdóttir er skemmtileg sem systirin Gullauga og söngur henn- ar dæmi um kraftinn sem þyrfti að einkenna öll númerin. Grettir í Keflavík er flott sýning. Einfaldar lausnir, skýrar myndir og pottþétt tónlist einkenna hana öðru fremur. Með betur útfærðri traffík á sviðinu og meiri krafti væri hún ómótstæðileg. Samstarf leikfélaganna tveggja verður að teljast efnilegt mjög. Ris og fall í Breið- holtinu LEIKLIST Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena Höfundar: Egill Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson og Þórarinn Eldjárn. Leik- stjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Tónlistar- stjórn: Júlíus Freyr Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson. Frumleikhúsinu í Keflavík 15. mars 2002. SÖNGLEIKURINN GRETTIR Þorgeir Tryggvason VEGLEG tónlistarveisla verður í Íþróttahöllinni á Akureyri á skír- dag, 28. mars, kl. 17. Þar munu stíga á svið um 150 listamenn, Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, Karlakórinn Heimir, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Diddú, Óskar Pétursson, Álftagerðisbræður og Barna- og unglingakór Akureyrar. Listalíf, nýstofnað félag á Akureyri, efnir til tónleikanna. Yfirskrift þeirra er „Snert hörpu mína“. „Þetta eru stærstu og viðamestu tónleikar sem efnt hefur verið til hér í bænum um árabil,“ sagði Guð- laug Ringsted, einn forsvarsmanna Listalífs. Markmið félagsins er að hlúa að, efla og styrkja margvíslegt menningarlíf á Akureyri. Hún sagði hugmyndina að tón- leikunum fyrst hafa kviknað í hópi vina, kunningja og ættingja Óskars Péturssonar í kjölfar þess að hann var valinn bæjarlistamaður Ak- ureyrar á liðnu ári. „Okkur þótti þá tímabært að Óskar fengi að spreyta sig á virkilega bitastæðu verkefni. Ýmsum hugmyndum var velt upp, þær fengu að vaxa og dafna og nið- urstaðan varð þessi tónaveisla sem við efnum til á skírdag,“ sagði Guð- laug. Efnisskráin með léttu yfirbragði Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt, íslensk og erlend verk. Í fyrri hluta tónleikanna munu Sin- fóníuhljómsveitin og Heimir m.a. flytja Finlandia eftir Sibelius og þurfa þá án efa að taka á honum stóra sínum. Kórinn syngur einnig þrjú ljóða Davíðs Stefánssonar við lög eftir Pál Ísólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Atla Heimi Sveinsson. Óskar syngur Ökuljóðin, sem Skag- firðingurinn Stefán Íslandi gerði fræg á sínum tíma. Diddú syngur Il Bacio eftir Arditi og Mein Herr Markie úr Kátu ekkjunni. Þá flytja hljómsveitin, Heimir og Óskar Píla- grímakórinn eftir Wagner og lýkur fyrri hlutanum með Cor’ngrato, sí- gildu tenórlagi sem líkja má við Hamraborgina hér á landi í flutn- ingi Álftagerðisbræðra. Síðari hluti tónleikanna er helgaður Giuseppe Verdi og verða fluttir forleikir, ar- íur, dúettar og kórverk úr þekkt- ustu verkum hans. Einnig verða flutt verk eftir Donizetti og Man- söngurinn eftir Sigmund Romber sem Óskar hefur oft sungið við mik- inn fögnuð. „Efnisvalið er þannig byggt upp að í bland við helstu perlur óperu- og óperettutónlistarinnar eru ís- lensk einsöngslög og kórverk. Það er létt yfirbragð yfir tónleikunum, þetta eru verk sem fólk þekkir og margir hafa dálæti á,“ sagði Guð- laug. Diddú aldrei verið betri Alls munu um 50 hljóðfæraraleik- arar taka þátt í flutningnum með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, en stjórnandi hennar er Guðmundur Óli Gunnarsson. Konsertmeistari verður Sigrún Eðvaldsdóttir. Flest- ir hljóðfæraleikaranna koma af Norðurlandi, en nokkrir eru sóttir suður yfir heiðar, í flestum tilvikum gamlir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. „Einsöngvarana þekkja allir, þetta er fólk sem er í uppáhaldi hjá landsmönnum og hefur mikið látið að sér kveða síðustu ár,“ sagði Guð- laug og benti á að mat gagnrýn- enda væri að Diddú hefði til að mynda aldrei verið betri en nú. Þá hefði Óskar notað tímann vel að undanförnu og leitað sér tilsagnar í söngnum. Óskar er sem kunnugt er einn Álftagerðisbræðra, sem glatt hafa landsmenn með söng sínum um árabil. Í Karlakórnum Heimi í Skaga- firði eru um 70 félagar og þeim stjórnar Stefán Gíslason. Barna- og unglingakór Akureyrar er 10 ára gamall og í honum eru um 40 börn og unglingar. Stjórnandi hans er Sveinn Arnar Sæmundsson. Höllin rúmar um 2.000 tónleikagesti Guðlaug sagði mikið verk að koma svo viðamiklum tónleikum upp, en þar legðu margir hönd á plóginn auk listamannanna. For- eldrar og knattspyrnumenn í KA ásamt foreldrafélagi í Þór bera hit- ann og þungann af framkvæmdinni. „Það er í mörg horn að líta en við finnum hvarvetna fyrir miklum vel- vilja meðal bæjarbúa og áhuginn er mikill,“ sagði Guðlaug. Íþróttahöll- in rúmar um 2.000 manns á þessum tónleikum og hafa viðbrögð verið góð við miðasölu sem nýlega er haf- in. „Bærinn fyllist vanalega af ferðafólki yfir páskana og maður hefur heyrt að hver einasta skonsa sé uppbókuð. Flestir koma á skíði og til að njóta útiveru og nú færist í vöxt að einnig sé boðið upp á vand- aða menningardagskrá og ég veit að fólk kann vel að meta slíkt,“ sagði Guðlaug. Hægt er að kaupa miða á tónleikana í Nettó á Ak- ureyri og í Reykjavík, í KA- heimilinu og hjá Listalífi sem feng- ið hefur aðstöðu í húsnæði Gil- félagsins í Kaupvangsstræti, en netfangið þar er listalif@simnet.is. Tónleikarnir hefjast kl. 17 á skír- dag, en húsið verður opnað kl. 15. Stórtónleikar haldnir í Íþróttahöllinni á Akureyri á skírdag Sigrún Hjálmtýsdóttir Morgunblaðið/Kristján Hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Um 150 listamenn stilla saman strengi sína Óskar Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.