Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 39
F.h. félaga í Kiwanisklúbbnum Geysi. Guðmundur Benediktsson og Þorgeir Guðmundsson. Mikill félagi og góður vinur hefur kvatt okkur skyndilega eftir stutta en mjög erfiða baráttu við sjúkdóm sem engan gerir mannamun. Það er erfitt að skilja hvernig svo stór og sterkur maður getur kvatt svona fyr- irvaralítið. Þegar við segjum stór þá meinum við með stórt hjarta, hjálp- samur með eindæmum og góður vin- ur vina sinna. Allar ánægjustundirnar sem við höfum átt með Gutta og Ernu koma upp í hugann. Öll ferðalögin með þeim jafnt innanlands sem utan, hvort heldur sem farið var vestur að Látrum eða austur í Þórsmörk ár eftir ár eða í óvissuferðir til Kúbu, Mexíkó og Kenýa, að ógleymdum frí- unum á Kanaríeyjum. Síðast en ekki síst ber að nefna heimsóknirnar í hjólhýsabyggðina í Þjórsárdal en þar höfðu þau hjónin fyrir nokkrum ár- um eignast yndislegt afdrep frá amstri dagsins. Þar eyddu þau mest- um frítíma sínum og oftar en ekki með barnabörnin með sér. Það eru margar ógleymanlegar ánægjustundirnar sem koma upp í hugann. Gutti var alltaf sjálfkjörinn grillmeistari og kjötskurðarmaður hjá okkur og þegar mannskapurinn var orðinn afvelta af ofáti brást ekki að Erna kom með desertinn, kúfað vaskafat með ferskum niðursneidd- um ávöxtum og ef einhver átti afmæli trónaði logandi kerti efst. Þessi góðu kynni viljum við þakka og geymum allar góðu minningar sem enginn tekur frá okkur. Hér eftir verða eng- in ferðalög söm og áður. Einhvern tilgang hefur góður Guð haft með því að kalla á Gutta vin okk- ar svona óvænt til sín. Við viljum trúa því að á himnum hafi vantað mjög snarlega aðstoð við að hækka upp og breyta himnabílnum en þar átti Gutti engan sinn líka, eins og verk hans hér á jörðu geta vitnað um. Synir hans halda því starfi áfram og víst er að hann mun fylgjast vel með þeim. Elsku Erna, mikill er missir þinn og barnanna. Megi góður Guð styðja ykkur í sorginni. F.h. starfsmanna Nýju Bílasmiðj- unnar hf. Ágúst Ormsson. Ég vil minnast Gutta vinar míns með örfáum orðum, Guðvarður Há- konarson, eða Gutti eins og við sam- tíðarmenn hans kölluðum hann, starfaði lengst af við bílaviðgerðir. Gutta kynnist ég fyrst um 1970 og á árinu 1975 starfaði ég stuttan tíma hjá honum á verkstæðinu uppí Mos- fellsdal, en þá var unnið við bílarétt- ingar, bílamálun og viðgerðir. Mér er minnistætt hvernig öll fjölskyldan kom að starfseminni, Erna sá um bókhald og aðdrætti fyrir verkstæð- ið, og börnin lögðu öll hönd á plóginn og hafa þau uppskorið gott fyrirtæki. Gutti og Erna voru samstillt og dugleg að ferðast um fjöll og óbyggð- ir og eru margar skemmtilegar og góðar minningar frá þessum fjalla- ferðum. Þau hjónin voru lánsöm og eign- uðust mikið af góðum og traustum vinum á lífsleiðinni. Þegar barnabörnin komu í heim- inn sinntu þau afa- og ömmuhlut- verkinu af miklum myndarbrag og voru mikið í sælureit sínum í Þjórs- árdalnum. Ég þekki vegna starfa minna að nú eins og áður eru einkenni verka þeirra góð vinnubrögð og áætlanir sem standast, og er ég sannfærður um að nú þegar fjölskyldan heldur áfram án Gutta rekstri verkstæðis- ins munu þau sömu markmið að leið- arljósi. Að leiðarlokum kveð ég góðan og traustan dreng og þakka honum góð viðkynni. Elsku Erna, mikið hefur verið lagt á fjölskyldu þína á síðustu mánuðum. Ég óska þess að Guð gefi ykkur öll- um styrk og kraft til að halda áfram með ljós minninganna í veganesti. Innilegar samúðarkveðjur send- um við hjónin til ykkar allra. Gunnar Þórólfsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 39                                                    "   #$$ %&        '     '       (     )*        ! "!##   $# "  $$   %                             !! "    #          $ %    $%        !" #! !$!   #!  %&'  "((   !"    #!)                       !"        #  $% &%  ' & ' &(   ) $% (   )*  &+&%   & )  $% &%  , -() . &(  -  -. ()-  -  -. /                                  !  "      #  !  $%     &# '  (()**)             ! "                     "      #$  % &                                      !!"  !! ! "# !   $#%$  &" '(  ! %$  )!* +,-+##"# #. ! %$  / # ! %$  0# $#"#  ! "# 0#- ! %$     "# ! %$     $#"#, Elsku Valur, ég var ekki há í loftinu þegar þú gafst systrunum Gústa tippastrák, við fengum að vísu allar eins dúkkur, en allar hétu Gústi tippastrák- ur. Einnig gafst þú mér fyrsta úrið sem ég eignaðist og sagðir alltaf, ég skal gefa þér allt nema skíði, svona er þér best lýst, alltaf svo gjafmild- ur. Í nokkur ár gerðir þú við bíla í skúrnum hjá mömmu og pabba, þannig að samgangur var alltaf mikill. Þegar ég var 16 ára fór ég í sum- arvinnu í bæjarútgerðinni, þú keyrðir venjulega Siggu í vinnuna, en lést þig ekki muna um að keyra mig líka. Þú varst alltaf svo hjálp- samur, þegar ég fékk fyrsta bílinn heimsótti ég þig oft í skúrinn, því VALUR ARNAR MAGNÚSSON ✝ Valur ArnarMagnússon fæddist í Reykjavík 21. janúar 1944. Hann lést laugardag- inn 9. mars síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 18. mars. bíllinn var alltaf að bila, og ég hafði ekki mikla biðlund á þess- um tíma, en þú raukst alltaf út og reddaðir mér. Eftir að ég byrjaði að búa komst þú öðru hvoru í heimsókn, síð- ast þegar þú komst varst þú að tala um að þú þyrftir að henda saman Willisnum fyrir Eika, en ég sagði að það væri nægur tími til þess, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Minning þína mun í hjarta geyma, meðan finn ég blóð í æðum streyma, þó nú leggist, liðið hold á mold, lifir góður orðstír þinn á fold. Þakka ég alla alúð, tryggð og blíðu er þú sýndir mér, í blíðu og stríðu, vertu sæll, ég kveð þig í síðasta sinn, saknaðar tárum vökva legstað þinn. (Guðlaugur Sigurðsson.) Ég bið guð að blessa og styrkja börn, barnabörn, aldraða móður hans, systkini og aðra aðstandend- ur. Þín frænka, Lilja Guðlaugsdóttir. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri                                           ! !"  Elsku amma mín. Þú varst alltaf svo góð við okkur ömmu- börnin og okkur þótti svo innilega vænt um þig. Ég mun alltaf muna eftir þér og samverustundunum okkar, síð- JÓNA KOLBRÚN EINARSDÓTTIR ✝ Jóna KolbrúnEinarsdóttir fæddist á Raufar- höfn 6. júní 1944. Hún lést á Sjúkra- húsi Húsavíkur 14. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Raufar- hafnarkirkju 23. febrúar. ustu heimsókninni okkar saman hjá Önnu, Stebba og fjöl- skyldu og svo jólunum en þá varstu orðin mjög veik. Ég vona að þér líði betur núna hjá Guði. Ég sakna þín. „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3,16.) Þín sonardóttir og alnafna Jóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.