Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 44
MÚSÍKTILRAUNIR 44 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLITAKVÖLD músíktilrauna var ágæt- ur þverskurður af því sem í boði var á tilraun- unum að þessu sinni og kvöldið fjölbreytt og mjög skemmtilegt. Ýmis afbrigði af rokki voru á boðstólum í tilraununum, mörg afbrigði af kjarnarokki, þ.e. afbrigðum af harðkjarna, en enginn eiginlegur harðkjarni; menn eru að þróast í ýmsar áttir frá honum og ekkert nema gott um það að segja. Mætti varpa fram þeirri tilgátu að harðkjarni sé orðinn álíka yfirheiti og þungarokk, hann hafi þróast í svo margar áttir að rétt sé að telja harðkjarna/hardcore meginstraum með óteljandi kvíslum. Þessar tilraunir voru óvenjulegar að því leyti að færeysk hljómsveit tók þátt og komst á verðlaunapall, en aldrei áður hefur erlend hljómsveit verið með í tilraununum. Vonandi er það vísir aukinna samskipta við Færeyinga. Annað sem er ekki síður fréttnæmt er að sveit- in sem sigraði, Búdrýgindi, er líkastil yngsta hljómsveit sem hampað hefur verðlaunum og er þá átt við aldur sveitarmeðlima. Þeir Bú- drýgindamenn komust þó ekki áfram á aldr- inum, þeir voru einfaldlega vel undir keppnina búnir, góðir hljóðfæraleikarar með skemmti- leg lög og svalir á sviði. Vafurlogi var fyrsta hljómsveit á svið og byrjaði með skemmtilegu lagi, léttvæg en gríp- andi lyftutónlist krydduð með geimdjassi. Annað lag þeirra félaga var aftur á móti ekki að virka, var langdregið og lítt skemmtilegt. Þeir tóku það því aftur miklu betur, eða svo fannst mörgum viðstaddra, því þriðja lagið var óneit- anlega keimlíkt því öðru. Hreint fyrirtak. Ástæða er til að lofa þeremínleik Árna Þórs Jó- hannessonar, því þó ekki hafi það ágæta og erf- iða hljóðfæri verið mikið notað spilaði hann á það af öryggi. Fake Disorder lék það sem komst næst eig- inlegum harðkjarna og byrjuðu í fimmta gír. Hamagangurinn var fullmikill á köflum, eða hljómaði svo því Framhúsið er ekki góður stað- ur fyrir flókið hávært hratt rokk; gítarlínur runnu saman og þegar mest gekk á var erfitt að greina sundur bassa og trommur. Fyrir vik- ið hljómuðu þeir ekki eins sannfærandi og und- anúrslitakvöldið þar sem þeir spiluðu sig í úr- slit. Það má líka setja spurningarmerki við það að vera að frumflytja, eða svo gott sem, lag í úrslitum þótt það sé ákveðinn klassi yfir því. Þriðja lag þeirra félaga var frábært og Ólafur Þór Arnalds fór á kostum á trommurnar. Einu rappararnir í úrslitum að þessu sinni voru Tannlæknar andskotans sem voru vel stemmdir og undirbúnir fyrir úrslitin. Þeir höfðu bætt sig til muna frá undanúrslitakvöld- inu og flæðið hjá þeim var býsna gott. Besta lag þeirra var annað lagið, en í því, og hinu fyrsta líka reyndar, eru þeir að spá í hinstu rök tilverunnar. Lokalagið var aftur á móti með sísta spunanum þótt það hafi verið lífleg stemmning í því. Makrel-félagar frá Færeyjum voru fag- mannlegir í öllu sínu og stóðu sig með prýði. Aðal sveitarinnar er gítarleikur Rasmus Rasmusen, sem byggist á hljóðum og hljómum frekar en skalaæfingum. Hann sýndi það og í þriðja lagi sveitarinnar að hann getur gefið í þegar á að rokka. Aðrir liðsmenn voru traustir, en ekki ýkja spennandi og reyndar verður að segja að að slepptum gítarfimleikum var fram- lag sveitarinnar fullvenjulegt. Vert er að geta um bassaleikarann sem stóð sig mjög vel. Gizmo átti mikinn hljómgrunn í salnum, sem sást meðal annars á því að hún varð í öðru sæti hjá áheyrendum. Gizmo-félagar stóðu sig líka mjög vel, þéttir og með gott poppað rokk. Gít- arframlínan virkaði traust og góðar fléttur hjá einleikurum. Einna best var þriðja lag þeirra félaga en leið kannski fyrir að keyrslan í lög- unum var keimlík. Waste, sem komst áfram á vali dómnefndar, fór frekar illa af stað, virkaði óstyrk. Það spillti nokkuð fyrir söngnum, sérstaklega röddun- inni, hvað þeir Waste-menn þurftu sífellt að vera að líta á gripin, en það lagast með meiri samæfingu. Tónlistin sem þeir félagar flytja er pönkað popp og áhrifin enn fullmikil, en það á væntanlega eftir að breytast eftir því sem þeim fleygir fram. Verulega efnilegt sveit og sér- staklega stóð söngvarinn, Grímur Gíslason, sig vel, en hann er líka liðtækur gítarleikari. Text- arnir voru slæmir. Þegar Waste hafði lokið leik sínum kom stutt hlé en síðan var röðin komin að Búdrýg- indum. Búdrýgindamenn nutu talsverðar hylli úti í sal sem sást kannski best á því að klapplið hópaðist að sviðinu og hélt á borða með nafni sveitarinnar. Fyrir vikið sáu reyndar fæstir hverjir voru á sviðinu langtímum saman, en skipti ekki svo miklu máli; tónlistin talaði sínu máli. Þeir félagar leika vel þétt grípandi rokk með skemmtilega kímnum textum, en þó broddur í. Gítarleikarinn er í meira lagi efni- legur, var ekki að gleyma sér í tilgerð, bar keyrsluna uppi og passaði að ekki yrðu glufur á. Nafnleysa komst einnig áfram fyrir tilstilli dómara, en náði sér ekki á flug að þessu sinni. Fyrsta lagið, sem segir frá krókódílamannin- um, var ágætt en það annað aftur á móti ekki. Lokalagið var það besta að þessu sinni, en það gekk heldur ekki upp. Nýbylgjan átti verðugan fulltrúa þar sem fór Ókind, mjög skemmtileg sveit og hug- myndarík. Fyrsta lag þeirra félaga var eftir- minnilega gott, besta lag kvöldsins, og söngv- arinn stóð sig afbragðsvel. Heldur brotlentu þeir félagar aftur á móti í öðru laginu sem var langt og blátt áfram leiðinlegt. Þeir rokkuðu aftur á móti feitt í „hænulaginu“ sem er skemmtilegt þótt ekki sé það veigamikið. Pan var líklega þéttasta hljómsveit kvölds- ins, en vikaði ófrumleg og þunglamaleg þrátt fyrir það. Hún leikur mjög vandað popprokk og syngur á ensku sem þvælist fyrir þeim fé- lögum. Í sjálfu sér er ekkert að því að menn syngi á ensku og skiljanlegt að íslenskan flæk- ist fyrir mönnum því það er svo auðvelt að bulla á ensku, sérstaklega þegar sungið er um tilfinningar. Það er aftur á móti svo að þegar menn syngja á ensku eru þeir að stilla sér upp með mörgu af því besta sem gerist í rokkinu og glata um leið sérstöðu; oft gera íslenskir textar útslagið með að hljómsveit verður eftirminni- leg og / eða skemmtileg. Hvað um það þá stóð Pan sig vel, sérstaklega í öðru lagi sínu, Strike Me Down, þar sem ekkert vantaði nema strengi og bakraddastúlkur til að úr yrði prýð- is popplag, sannkallað Bylgjusíðkvöldslag. Áheyrendur urðu til þess að hnika Búdýg- indum í efsta sætið, en Ókind var traust í það annað. Makrel hreppti síðan þriðja sætið og er vel að því komin. Gaman verður að heyra fram- haldið hjá Búdrýgindum því Edda, útgafa og miðlun gaf sveitinni síðan útgáfusamning í verðlaun og líklegt að skífa komi út á árinu. Dómnefnd þótti Vafurlogi athyglisverðasta hljómsveitin og verðlaunaði hana samkvæmt því en aukaverðlaun fóru svo: Besti bassaleik- ari þótti Birgir Örn Árnason í Ókind, Ólafur Þór Arnalds úr Fake Disorder besti trommu- leikarinn, bræðurnir Magnús og Gunnar Guð- mundssynir úr Equal bestu tölvumenn, Árni Þór Jóhannesson Vafurlogamaður besti hljóm- borðsleikari, Kristinn Loftur Einarsson Tann- læknir andskotans bestu rappari, Rasmus Rasmusen úr Makrel besti gítarleikarinn og Grímur Gíslason úr Waste besti söngvarinn. Búdrýgindin best TÓNLIST Músíktilraunir Músíktilraunum, hljómsveitakeppni Tónabæjar, lauk í íþróttahúsi Fram í Safamýri sl. föstudagskvöld. Til úrslita kepptu Ókind, Gizmo, Fake Disorder, Búdrýg- indi, Tannlæknar andskotans, Pan, Waste, Vafurlogi, Nafnleysa og Makrel. Áhorfendur um 600. TÓNABÆR Árni Matthíasson Pan-flokkurinn stóð sig vel. Nafnleysa Grímur Gíslason í Waste. Búdrýgindamenn kampakátir. Ókindirnar fagna. Helgi Hjörvar lengst til vinstri, en hann afhenti verðlaunin. Tannlæknar andskotans. Fake Disorder í stuði. Gizmo hafði salinn með sér.Vafurlogi, athyglisverðasta hljómsveitin. Makrel fagnar þriðja sætinu. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.