Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ KONUR eru áberandi færri í veiga- mestu stöðunum í vísindasamfélag- inu, þrátt fyrir að fleiri konur braut- skráist með fyrstu gráðu og framhaldsgráðu í háskólum. Nefna má sem dæmi að af 168 prófessorum við Háskóla Íslands eru 19 konur, og af 139 dósentum eru 37 konur. Einn- ig eru þær færri í rannsóknum og þróun og í stjórnkerfi rannsókna og vísinda. Þetta kom fram á ráðstefnunni Konur í vísindum – fer mannauður til spillis, sem haldin var á föstudag. Þar var lögð fram skýrslan Konur í vísindum á Íslandi sem birtir töl- fræðileg gögn um stöðu kvenna í vís- indum í yfir 70 töflum. Niðurstaðan er greinileg kynjaskekkja, sem áform eru um að leiðrétta. Upplýsingaöflunin var m.a. liður í mati á því hvort jafréttissjónarmiða hefði verið að fullu gætt í fimmtu rammaáætlun Evrópusambandsins á sviði rannsókna. Nefnd um konur og vísindi, sem skipuð var af menntamálaráðherra vorið 2000, safnaði upplýsingunum með því að leita til allra aðila á þessu sviði. Hell- en M. Gunnarsdóttir er formaður nefndarinnar, en dr. Stefanía Ósk- arsdóttir kynnti skýrsluna á ráð- stefnunni. Segja samfélagið fara á mis við hugmyndir kvenna Fram kemur í skýrslunni að það álit að vísindin séu hlutlaus og kyn- laus sé á undanhaldi. Þess í stað vaxi þeirri skoðun fylgi að vísindin end- urspegli líf og samfélagslegan veru- leika þeirra sem ástunda þau. „Af þessu leiðir t.d. að ef karlar eru í meirihluta þeirra sem sinna vísind- um er hætta á að vísindin birti skekkta mynd. Áhrifaleysi kvenna í vísindum hefur jafnframt í för með sér að samfélagið fer á mis við hug- myndir þeirra og að fjárfesting skattgreiðenda í menntun kvenna skilar e.t.v. ekki sambærilegum arði og menntun karla,“ er meðal álykt- ana í skýrslunni. Stefanía velti fyrir sér á ráðstefn- unni hvers vegna svo fáar konur komist í efstu lög vísindasamfélags- ins. „Þessu brottfalli kvenna hefur verið líkt við leka,“ sagði hún. „Brottfallið er afleiðing flókinna samfélagslegra þátta sem draga úr möguleikum kvenna til frama innan vísindanna. Mismunun gagnvart konum er í mörgum tilfellum ómeð- vituð en er þess þó valdandi að þær veljast ekki til frama.“ Tölfræðileg samantekt skýrslunn- ar er talin geta nýst konum í vís- indum til að vinna að úrbótum. Nokkrar leiðir voru nefndar til að bæta stöðuna og var efling kynja- rannsókna ein þeirra, en „með kynjafræðinni er leitast við að greina orsakir að baki ólíkri stöðu kynjanna,“ segir í skýrslunni. Sú ályktun var studd í erindi Þorgerðar Þorvaldsdóttur, sagn- og kynjafræð- ings, sem kynnti rannsókn sína á kynbundinni umfjöllun um karl- og kvenumsækjendur í dómnefndar- álitum Háskóla Íslands. Þorgerður nefndi sem dæmi að í einstaka til- fellum í mati á umsækjendum um stöður í HÍ mætti greina að barns- burður vísindakvenna ynni gegn þeim. Það fælist m.a. í því að lofa samfelld vísindastörf karla. Dæmi um karlumsækjanda: „Af ritaskrá er ljóst að vísindastörf hans eru mjög samfelld og verður hvergi eyða í samkvæmt ritskránni ... Vísindafer- ill er samfelldur og markviss.“ Um kvenumsækjanda um sömu stöðu er hinsvegar ritað: „Við komuna heim verður nokkurt hlé á birtingu greina en eftir að hún tekur við forstöðu ... hefst frjótt tímabil ... og hefur hún síðan birt 19 greinar í alþjóðlegum tímaritum.“ Niðurstaða ráðstefnunnar var að tryggja þyrfti að náms- og starfsval verði óháð kyni og að markvisst yrði að vinna að því að fleiri konur afli sér æðri menntagráða og fái stöður í vísindasamfélaginu í samræmi við það. Aðeins þannig yrði mannauð- urinn vel nýttur. Ráðstefna um konur í vísindum Áberandi kynjaskekkja í vísindum Lögreglumenn meiddust í átökum TVEIR lögreglumenn meiddust þegar maður veitti harkalega mót- spyrnu við handtöku í Hafnarstræti á föstudagskvöldið. Náði hann að skalla annan lögreglumanninn í and- litið og beit hinn illa í hönd áður en hann var hafður undir. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík var farið í Hafnarstrætið til að stöðva slagsmál. Einn þeirra sem þar höfðu flogist á brást við afskiptum lögreglu af mik- illi heift. Hann var hafður undir og var fluttur í járnum á lögreglustöð og gisti fangageymslur um nóttina. Hann má búast við ákæru fyrir að hafa ráðist á lögreglumennina. KRAPAFLÓÐ féll rétt norðan við bæina Reyni og Lækjarbakka í Reynishverfi við Vík í Mýrdal um hálf- níuleytið í gærmorgun. Víðar í Mýrdalnum féllu stærri og minni krapaflóð í gær. Stóra flóðið féll vestan úr Reynisfjalli og fylgdi því mikil eðja, stórgrýti og vatnselgur. Féll flóðið frá brún fjallsins og að þjóðveginum, nokkur hundruð metra vegalengd. Mikill vindur og rigning var þegar flóðið féll. Að sögn Jónasar Erlendssonar, fréttaritara, snjó- aði mikið fyrri hluta mánaðarins, en undanfarna daga hefur hins vegar mikið rignt og hlánað. Flóðið ýtti miklum vatnselg yfir þjóðveginn. Vegir í Reynishverfi eru því illfærir og óttast var að vegurinn færi í sundur á nokkrum stöðum vegna þessa. Krapa- flóðið við Reyni og Lækjarbakka fór yfir gamla fjárrétt en önnur mannvirki sluppu. Verið gat að rýma þyrfti fjárhús við bæinn Reyni í gær þar sem vatn var tekið að flæða inn í húsin. Árið 1968 féll snjóflóð nokkru sunnan við staðinn þar sem krapaflóðið féll nú og fór yfir fjárhús við bæinn Lækjarbakka með þeim afleiðingum að stór hluti fjár- ins drapst. Krapaflóðið ýtti miklum vatnselg á undan sér sem fór yfir veginn í Reynishverfi við Vík. Mikill vatns- elgur á veg- um vegna krapaflóðs Krapaflóð, með leðju og stórgrýti, féll frá brún Reynisfjalls og að þjóðveginum í Reynishverfi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson SLÖKKVILIÐS- og sjúkraflutn- ingamenn á Akureyri notuðu góða veðrið á föstudag til að æfa björgun úr sjó. Æfingin fór fram í Fiskihöfninni, sem var ísilögð. Einn slökkviliðsmannanna gekk langt út á ísinn og braut sér svo leið í gegnum hann og í sjóinn. Tveir félagar hans fóru á eftir honum með réttu græjurnar, sóttu hann í vökina og komu hon- um á þurrt með aðstoð enn fleiri manna í landi. Æfingin gekk vel og strákarnir sýndu að þeir kunna ýmislegt fleira fyrir sér en að slökkva eld, klippa bíla utan af fólki eftir umferðarslys eða sinna sjúkraflutningum. Morgunblaðið/Kristján Sigurður Hólm og Jón Knutsen koma Jóhanni Jónssyni félaga sínum upp úr vökinni á æfingu slökkviliðsmanna í Fiskihöfninni á Akureyri. Slökkviliðsmenn á hálum ís Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI á föstudag var lagt til að skipuð verði nefnd sem geri skýrslu um hvernig björgunar-, fjarskipta- og öryggis- málum verði sem best hagað á næstu árum og leggi fram tillögur um skipulag, verklag og samhæfingu milli stofnana. Er þetta gert í framhaldi af um- ræðu um björgunarmál að undan- förnu þar sem mismunandi sjónar- mið hafa komið fram um fram- kvæmd einstakra björgunaraðgerða. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær er stefnt að því að ein björgunarmiðstöð verði fyrir leit og björgun á landi og við strendur landsins. Almannavarnir ríkisins, Flugmálastjórn, Neyðarlínan, Ríkis- lögreglustjórinn og Slysavarnafélag- ið Landsbjörg munu eiga þar sam- vinnu. Landhelgisgæslan mun áfram starfrækja eigin aðgerðarstjórnstöð. Í minnisblaði dómsmálaráðuneyt- isins segir að samnýting björgunar- og viðbragðsaðila sé forsenda þess að auka og bæta þjónustu við þá sem þurfa á aðstoð að halda. Sameiginleg björgunarmiðstöð og fjarskipti geti bætt samskipti björgunaraðila og gert vinnubrögð markvissari. Þá kemur fram í minnisblaðinu að dómsmálaráðuneytið og samgöngu- ráðuneytið hafi að undanförnu verið í viðræðum um hvort æskilegt sé að breyta heildarskipulagi í þessum málaflokki. Í dag er staðan sú að dómsmálaráðuneytið fer með mál- efni lögreglu, almannavarna, Land- helgisgæslunnar og Neyðarlínu en undir samgönguráðuneytið heyrir Flugmálastjórn, Siglingastofnun, Fjarskiptastofnun og málefni Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. Nefnd skipuð vegna skipulags björg- unar-, fjarskipta- og öryggismála Meti hvernig málum verði best hagað Hvasst undir Hafnarfjalli HJÓLHÝSI og kerra fuku í hvass- viðri undir Hafnarfjalli í gærmorg- un, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Borgarnesi. Þá varð árekstur á Vesturlandsvegi við Hrafnaklett á föstudagskvöld er tveir fólksbílar lentu saman. Minni- háttar meiðsl urðu á fólki en draga þurfti bifreiðarnar af slysstað. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.