Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 25 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 4. apríl, heim 11. apríl. Almennt verð kr. 31.400/2 = 15.700 hvert sæti. Kr. 19.250.- með sköttum. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Quality, á nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 4. apríl. Þú bókar flugsæti á aðeins 38.800 kr. sætið, greiðir 1 en færð 2. Og þú getur valið um úrval góðra hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Síðustu 22 sætin 2 fyrir 1 4. apríl í viku til Prag frá kr. 19.250 Opinn fyrirlestur Félagstækni og framfarir Fyrirlesturinn er haldinn í tilefni af útgáfu Viðskipta- fræðistofnunar Háskóla Íslands á bókinni Tækninnar óvissi vegur. Í henni birtast fimm ritgerðir eftir víðkunna bandaríska hagfræðinga þar sem þeir horfa frá ýmsum sjónarhólum á það hvernig ný framleiðslutækni verður til. Bókin er sú fyrsta í ritröð sem ætlað er að örva faglega umræðu um atvinnumál og þá sérstaklega nýsköpun á Íslandi. Útgáfa hennar er styrkt af Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Fyrirlesari er dr. Þráinn Eggertsson, prófessor, ritstjóri bókarinnar. Fyrirlesturinn verður í stofu 101 í Odda mánudaginn 25. mars og hefst kl. 12.15. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Odda við Sturlugötu Sími 525 4500 www.vidskipti.hi.is Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands N O N N I O G M A N N I Y D D A • s ia .is NÚ ER að fara af stað ritun sögu biskupsstólanna tveggja; Hóla og Skálholts. Sumir segja, að aðeins Þingvellir séu grónari í íslenzkri sögu en Skálholt og Hólar komi þar í humátt á eftir. Gunnar Kristjánsson, prófastur á Reynivöllum í Kjós, er formaður ritnefndarinnar. Hann segir hugmyndina vera að gefa út sögu biskupsstól- anna á afmælisárinu 2006, en þá verða 900 ár frá stofnun Hólastóls og 950 ár frá því stofnaður var biskupsstóll í Skálholti. Ritstjórnarmenn með Gunnari eru Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, og Hjalti Hugason prófessor. Starfssamningur hefur verið gerður við tvo sagnfræðinga; Jón Þ. Þór hefur umsjón með ritun sögu Hólastóls og Guðrún Ása Grímsdóttir með sögu Skálholts. Fleiri munu koma að verkinu enda komu biskupsstólarnir við þjóðarsöguna á mörgum sviðum og af þeim sök- um segir Gunnar mikilvægt að til söguritunar- innar fáist fólk sem hefur sérþekkingu á ýmsum sviðum; þar má nefna kirkjusögu, hagsögu og al- menna menningarsögu að ógleymdri guðfræð- inni. Verkið verður þrí- skipt, sérstök saga Skálholts og sérstök saga Hólastóls og svo sameiginlegt efni fyrir báða stólana. Grundvallarviðhorf- ið verður að skoða sögu stólanna, hvað gerðist á þessum stöðum, og kanna, hvers konar stofnanir þeir voru í ís- lenzkri sögu og hver var hlutur þeirra í and- legu og veraldlegu lífi þjóðarinnar. Gunnar segir að tals- vert sé til af rituðum heimildum um einstaka þætti en samfelld saga biskupsstólanna er enn óskráð og því ljóst að gera þarf ýmsar frumrannsóknir fyrir þetta verk. Hversu langt verður gengið í þeim efnum segir Gunnar ráðast fyrst og fremst af fjárhagnum. Biskupsstólarnir voru höfuðstaðir trúarlífs og helgihalds í landinu. Þar voru reknir skólar og bókaútgáfa. Þeir voru einnig umsvifamiklir at- vinnurekendur; ráku útgerð og voru jarðeigend- ur. Þau veraldlegu umsvif sköpuðu fjárhags- grundvöll sem gerði kleift að reka stólana, biskupsembættin, skólana og fátækraframfærsl- una og hvaðeina, sem biskupsstólarnir komu ná- lægt í veraldlegum umsvifum og afskiptum af menntun og menningu landsmanna. Gunnar nefnir að fróðlegt verði að átta sig á húsakosti biskupsstólanna á Íslandi, en í Skál- holti var öldum saman fleira fólk og byggingar meiri en annars staðar á Íslandi. Biskupsstólarnir voru snertipunktar þjóðlífs- ins við útlönd og höfðu skip í förum milli Íslands og annarra landa. Gunnar segir að meiri áherzla en oft áður verði lögð á samskipti biskupsstólanna við útlönd. Það eigi sérstaklega við „fyrstu aldir miðaldakirkj- unnar“, þegar kirkjan var partur af hámenningu miðalda og samskiptin náðu allar leiður suður til Rómar. Það má segja að biskupsstólarnir hafi opnað Íslendingum stóran heim menningar og mennta og trúarlífs náttúrlega, byggingarsögu og lista. Þeir greiddu leið fyrir tónlist og bókmenntum sem döfnuðu undir hinu stóra hvolfþaki miðalda- kirkjunnar. Svipað hæfir að segja um biskupsstólana á Ís- landi á 16. öld, öld siðbótarinnar. Þá endurspegl- aði saga þeirra hin miklu átök á meginlandinu og þær umbreytingar sem urðu höfðu sín áhrif uppi á Íslandi, meðal annars var vegið að fjárhags- legum grundvelli biskupsstólanna, þegar konung- ur sölsaði undir sig jarðeignir þeirra í stórum stíl. Lokakaflinn er svo hnignun stólanna og enda- lok þeirra fram um 1800 og sameining í Reykja- vík. Þegar Gunnar er inntur eftir samkomulaginu milli biskupsstólanna segir hann þá hafa verið í stórum dráttum sjálfstæða og óháða hvor öðrum. En samskiptin hafa verið misjafnlega mikil eftir tímabilum og þar geta hafað spilað inn í ætt- artengsl milli biskupa og eitt og annað af því tag- inu. Stundum kastaðist í kekki milli biskupsstól- anna, einkum á það við um kaþólska tímabilið, þótt þar séu engir atburðir svipaðir þeim, sem urðu á siðbótartímanum, þegar Jón Hólabiskup Arason og synir hans voru teknir af lífi í Skálholti. En af hverju risu biskupsstólarnir í Skálholti og á Hólum? „Stofnun biskupsstóls í Skálholti er almennt miðuð við vígslu Ísleifs Gissurarsonar til biskups- embættis í Brimum á hvítasunnudag árið 1056. Hann settist að á föðurleifð sinni í Skálholti. Hins vegar var Skálholt ekki þar með orðið biskups- stóll og engin trygging fyrir því að biskupar sætu þar framvegis. Gissur sonur Ísleifs, sem var vígð- ur 1082, gaf hins vegar jörðina, eftir að Dalla móðir hans dó, til þess að vera biskupsstóll og mætti af þeim sökum gera því skóna að bisk- upsstóll hefði formlega verið stofnaður þá ef menn vildu. Fyrir norðan var biskupsstóll stofnaður vegna þrýstings frá Norðanmönnum sem bentu á fjöl- menni í landsfjórðungnum en áreiðanlega hefur Gissur einnig talið mikilvægt að minnka biskups- dæmið, þótt það þýddi hins vegar minni tekjur fyrir Skálholtsstól. Jón Ögmundsson var vígður í Lundi til biskupsembættis á Hólum árið 1106, hann settist að á Hólum þar sem Illugi Bjarn- arson, prestur á Hólum, gaf föðurleifð sína til þess að vera biskupssetur.“ Eftir sameiningu biskupsembættanna í Reykjavík situr sagan ein í Skálholti og á Hólum í tvær aldir. Þar er rekinn búskapur og á Hólum stofnaður búnaðarskóli. Á Hólum stóð dómkirkj- an þó alltaf uppi og minnti rækilega á forna frægð. En þegar líður á 20. öldina ganga biskupsstól- arnir tveir í endurnýjun lífdaganna. Alþingi stofnar til vígslubiskupsembætta 1909 og endurreisn Skálholtsstaðar hefst um miðja 20. öld. 1992 sezt vígslubiskup að í Skálholti og nyrðra kemur vígslusbiskup heim að Hólum um svipað leyti. „Ég sé ekki fyrir mér neinar breytingar í ná- inni framtíð. Biskupsembættið á Íslandi er mjög sterkt. Vígslubiskupsembættin eru hins vegar tiltölu- lega veik embætti, enda ung í núverandi mynd. En þau tengjast mikilli sögu. Og ég held ég megi fullyrða að fólk ber virðingu fyrir þeirri sögu og hún á djúpar rætur í vitund allra Íslendinga. Þótt báðir stólarnir séu út í sveit, þá draga þeir að sér gríðarlegan fólksfjölda á hverju ári. Árlega koma um 100 þúsund manns í Skálholt; þar eru vígslubiskupinn, kirkan og Skálholtsskóli og mik- ið er um tónleika, námskeið og ráðstefnur. Svip- aða sögu er að segja frá Hólum, þótt að vísu sé þar allt minna í sniðum. En þar er glæsileg bar- okkkirkja frá 18. öld, sem minnir á hefð og sögu. Ég lít svo á að báðir þessir biskupsstólar hafi talsverðan meðbyr og séu í hægum en öruggum og farsælum vexti.“ Þar fara hefðin og sagan saman Eftir Freystein Jóhannsson STEINÞRÓ Páls biskups Jónssonar, sem fannst við fornleifarannsóknir í Skálholti á sjötta áratug síð- ustu aldar. DÓMKIRKJAN á Hólum í Hjaltadal var vígð 1763. frjo@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.