Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                   !    " #  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 21. mars er fjallað um athugasemdir við tillögu að svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins, einkum um undirskrifta- lista með nöfnum 1.369 einstaklinga á 117 blaðsíðum annars vegar og hins vegar um óundirritaðar athugasemd- ir frá Samtökum um betri byggð. Látið er í veðri vaka að undir- skriftalistinn hafi mikið vægi, jafnvel meira vægi en sem nemur einni at- hugasemd. Jafnframt er gefið til kynna að fyrir siða sakir hafi athuga- semdir Samtaka um betri byggð fengið að fljóta með. Til upplýsingar er textinn með 1.369 undirskriftum svofelldur: Við undirritaðir teljum, að flug- völlur fyrir höfuðborgarsvæðið sé nauðsynlegur. Við teljum jafnframt að sá flugvöll- ur sé best staðsettur á núverandi stað í Vatnsmýrinni án verulegrar skerðingar. Við teljum ennfremur, að núver- andi borgaraleg flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli verði ekki skipulögð brott án þess að kveðið sé á um hvert hún eigi að flytjast. Í þessum texta er ekki að finna rök. Höfundunum finnst einfaldlega að flugvöllurinn eigi að vera í Vatns- mýri. Nálgun þeirra er frá þröngum og sértækum einkahagsmum flug- rekenda og flugáhugamanna. Athugasemdir Samtaka um betri byggð miðast við víðtæka og al- menna meginhagsmuni samfélagsins og byggjast á vinnu þverfaglegs hóps fagmanna. Þær byggjast á reynslu annarra þjóða af bílasamfélaginu og af þróun byggðar, á þekkingu á sviði borgarskipulags og borgarhagfræði og síðast en ekki síst á Staðardag- skrá 21 og alþjóðlegum skuldbind- ingum, sem tengjast henni. Að baki athugasemdum samtak- anna liggur einnig tillaga að svæðis- skipulagi höfuðborgarsvæðisins, Nes- ið, þróun til vesturs, sem samtökin unnu sjálf og gáfu út í febrúar 2000. Skv. henni dregur úr þörf fyrir akstur um 30% næstu 20 ár en skv. tillögu samstarfsnefndarinnar eykst þörfin um 50% á sama tímabili. Akstur á höf- uborgarsvæðinu kostar samfélagið nú röska 100 milljarða króna á ári. Mis- munurinn á þessum valkostum verður því 80 milljarðar á ári 2024. Þó borgaryfirvöld og sérfræðingar þeirra eiga að vita betur en að leggja að jöfnu þær athugasemdir, sem hér eru nefndar gerast þau þó æ ofan í æ sek um slík vinnubrögð, m.a. fyrir kosningu um Vatnsmýri í mars 2001 þar sem þau jafnsettu órökstudda, þrönga og sértæka einkahagsmuni ríkisrekinna vina flugvallarins ann- ars vegar og hins vegar fagleg, víð- tæk og almenn samfélagssjónarmið Samtaka um betri byggð. 10. apríl nk. verða stofnuð borg- armálasamtök í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Þeim er m.a. ætlað að berjast gegn því spillta háttarlagi nú- verandi ráðamanna að víkja til hliðar víðtækum og almennum meginhags- munum fyrir þrönga og sértæka einkahagsmuni. ÖRN SIGURÐSSON, arkitekt, Fjólugötu 23, Reykjavík. Að gefnu tilefni Frá Erni Sigurðssyni: ÉG SÁ það í sjónvarpi að taka ætti svæði vestan Hringbrautar fyrir Landspítalann, frá húsi sem kallað hefur verið Tanngarður og í átt að Háskóla og er það af hinu góða og þótt Umferðarmiðstöðin fari þá gerir það ekkert til. Það eina sem ég var ekki sáttur við var að færa átti Hringbrautina til að tengja svæðin saman. Það hafa verið grafin göng undir Hvalfjörð og í gegnum Vest- fjarðafjöllin en það er ekki hægt að komast undir Hringbrautina frá Landspítala að Tanngarði. Hvað er eiginlega að þessum mönnum sem bera þetta á borð fyrir almenning? Það á að grafa mýrina frá Tjarnar- enda út undir flugvöll og gera þar veg með ærnum kostnaði algerlega að ástæðulausu og það var ekki minnst á það einu orði hvert vegur- inn ætti að fara þegar kæmi að Öskjuhlíð. Það getur verið að það sé ekki búið að hugsa þetta til enda. Hringbrautin er eina greiða leiðin úr vesturbæ út úr bænum, því ennþá er ekkert of greið leið frá Ánanaustum að Kalkofnsvegi þótt það hafi mikið lagast enda eru ekki fiskbílar af Grandanum að fara þar um inn á Kirkjusand og inn í Voga eins og áð- ur var. Hringbrautin hefur alltaf ver- ið fyrirmyndargata frá upphafi enda var hún í Bláu bókinni (kosninga- handbók Sjálfstæðisflokksins sem gefin var út jafnan fyrir borgar- stjórnarkosningar árum saman) oft- ar en nokkuð annað og hún hefur staðist umferðina í öll þessi ár og er svo enn. Þetta er líka eina leiðin úr vesturbæ frá Selsvör að Miklubraut. Fólkið af Seltjarnarnesi og úr vest- urbæ hefur enga aðra leið, en nú á að ráðast í það spellvirki að eyðileggja Miklubrautina. Í allri þeirri miklu umræðu um bílastæðahús undir Túngötu og Tjörninni þá hefur eng- inn minnst einu orði á Arnarhólinn, þó er kolaportið þar og hefur reynst vel. Það á að byggja Tónlistarhús og hótel við höfnina og tvö hótel við Að- alstræti og enginn minnist einu orði á að undir Arnarhólnum er bílastæði aldarinnar, Ingólfur má vera á sínum stað þótt bílar séu inni í hólnum. Ég heyrði í fréttum að bráðlega, eftir eitt til tvö ár, yrði farið í að gera mis- læg gatnamót á Miklubraut-Kringlu- mýrarbraut. Það gætu orðið margir árekstrar þar áður en þau koma þótt það sé gott fyrir þá sem þá lifa og þess njóta, en það er bara á þessum gatnamótum, öll önnur óbreytt. Hvergi eru beygjuljós á neinni götu inn á Miklubraut sem gætu þó hugs- anlega fækkað árekstrum því flestir verða árekstrarnir við að beygja til vinstri inn á Miklubrautina af göt- unum sem að henni liggja og allar eru þær mjög fjölfarnar. Gaman hefði ég af að heyra frá umferðarráði hvað þeir hafa um málin að segja. Mál er að linni. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Reykjavík. Skemmdarverk á Hringbraut Frá Guðmundi Bergssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.