Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 33 m- ma- m, ót- ýs- p í að usu ær- rr- nd- m- nn ro, nn ga, m- að im ðs- itt eir ýð- fá að . rð- ssi til pp r. an kk- ka ið- ðu En ein gu- pp- ga al- ún um ag, nds ssi pp- en ort til lta ag, pp- kj- nar ýði dir ns: ur í ála rir tað gja ek- ís- nn að gg- rk- ál- á kið ru gar um fið dir, af rn- sú um til að ar- er ði- um rið gefinn of lítill gaumur en þar er um að ræða framkvæmdir Bandaríkjamannsins Kenneth Peterson við uppbyggingu álvers á Grundar- tanga, sem gengið hafa mjög vel. Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, birtist grein eftir Guðjón Guðmundsson, alþingismann Sjálfstæðisflokks fyrir Vesturlandskjördæmi. Í grein þessari segir þingmaðurinn m.a.: „Norðurál hefur áhuga á að stækka verk- smiðju sína þannig, að framleiðslan aukist úr 90 þúsund tonnum í 240 þúsund tonn á ári. Fyrirtækið kynnti iðnaðarráðuneytinu þessa ætlun sína sumarið 1999 og setti fram form- lega ósk um aukin raforkukaup í september 2000. Enn hefur óskum fyrirtækisins ekki ver- ið svarað. Við það verður ekki unað öllu lengur. Norðurál verður að fá jákvætt svar þannig að hægt verði að ráðast í stækkun verksmiðj- unnar sem fyrst.“ Í lok greinar sinnar segir Guðjón Guð- mundsson, alþingismaður: „Eigandi fyrirtæk- isins er ákveðinn í fyrirætlunum sínum, það þarf ekki að ganga á eftir honum eins og sum- um öðrum. Hann þarf því að fá ákveðin svör frá iðnaðarráðuneytinu og Landsvirkjun, drátt- ur á þeim svörum er þegar orðinn allt of lang- ur.“ Hér fjallar Guðjón Guðmundsson um það sama og vikið er að í forystugrein Morgun- blaðsins í dag, laugardag, en þar segir m.a.: „Frá því að álverið í Straumsvík var byggt fyr- ir bráðum fjórum áratugum hefur einn maður staðið við stóru orðin í sambandi við uppbygg- ingu áliðnaðar á Íslandi. Það er Kenneth Peterson, eigandi Norðuráls í Hvalfirði. Hann hefur haft áhuga á að stækka álverið á Grundartanga til þess að auka hagkvæmni í rekstri þess. Af einhverjum ástæðum hefur honum verið tekið af umtalsverðu fálæti og ljóst, að á síðasta ári var honum og samstarfs- mönnum hans misboðið vegna þess hve litla áheyrn þeir fengu í iðnaðarráðuneytinu.“ Af samtali við Peterson, sem birtist í Morgunblaðinu 23. október sl., má ráða að áhugi hans á stækkun á Grundartanga sé þrátt fyrir allt óbreyttur. Þar segir hann m.a.: „Við höfum hafið viðræður við Landsvirkjun um mögulega raforkusölu. Sem kunnugt er þarf Landsvirkjun að ráðast í fjárfestingar í virkj- unum til þess að útvega okkur næga orku…við bíðum eftir að það skýrist hvaða virkjunarkosti Landsvirkjun getur ráðizt í. Þegar það liggur fyrir förum við væntanlega á fullt í viðræður um raforkuverð og fleira, sem því tengist.“ Í þessu sama viðtal er Kenneth Peterson spurður, hvort hugsanlegt sé að fyrirtæki hans mundi hlaupa í skarðið ef Norsk Hydro hætti við þátttöku í Reyðarálsverinu. Svar hans var á þessa leið: „Ég get ekki sagt, að við höfum velt fyrir okkur þeim möguleika. Við rekum álver á Grundartanga, sem hefur heimild til að stækka enn frekar. Þar er fyrir hendi alls kyns þjón- usta, sem þyrfti að byggja upp frá grunni á nýjum stað. Það yrði því dýrara fyrir okkur að byggja álver á Austurlandi en stækka það ál- ver, sem við rekum á Grundartanga. Áhugi okkar miðar því að því að stækka Norðurál.“ Lítið land og alþjóðleg fyrirtæki Þegar fyrst komst á samband milli Ís- lendinga og Kenneth Peterson höfðu margir hér efasemd- ir um, að vit væri í að ráðast í slíkt samstarf við tiltölulega lítið bandarískt fyrirtæki og spurningamerki var sett við bolmagn þess til að standa í slíkum stórframkvæmdum. Fram að því höfðum við fyrst og fremst átt í viðræðum við stór al- þjóðleg fyrirtæki um þessi málefni. Talsmenn þeirra komu hingað jafnvel í einkaþotum og framgangsmáti þeirra í samræmi við það. En jafnframt hefur komið í ljós, að þessir al- þjóðlegu risar geta leyft sér að leggja í mikinn kostnað við að kanna hugmyndir um fram- kvæmdir hér en hafa jafnframt efni á því að henda því öllu frá sér ef það hentar hags- munum þeirra. Framganga Petersons og hans manna hefur verið með öðrum hætti. Þar er á ferðinni til- tölulega lítið fyrirtæki í eigu eins manns. Þeg- ar starfsmenn hans komu hingað fyrst vakti athygli, að þeir bjuggu ekki á lúxushótelum Reykjavíkur heldur í mun ódýrari húsakynn- um. Öll háttsemi þeirra var í samræmi við það. Spurning er af fenginni reynslu, hvort það hentar fámennri þjóð kannski betur að eiga viðskipti við tiltölulega lítið fyrirtæki eins og Petersons, sem hefur hins vegar, ólíkt stóru al- þjóðlegu fyrirtækjunum, sýnt að hann stendur við sitt. Hann hefur ekki efni á að leggja út í mikinn kostnað án þess að láta verkin tala. Er fráleitt að kanna möguleika á samstarfi við Peterson um byggingu álvers á Austurlandi þótt hann haldi áfram stækkun á Grundar- tanga? Er kannski hugsanlegt að slíkt verkefni hafi hvarflað að honum og hans mönnum? Ein af röksemdunum gegn því að ræða við Kenneth Peterson um álversframkvæmdir víð- ar á landinu hefur verið sú, að við Íslendingar getum ekki látið áliðnað okkar byggjast á ein- um manni í svo ríkum mæli. Það má vel vera að eitthvað sé til í þeirri röksemd en eftir að álver eru risin sýnir reynslan að enginn getur sagt fyrir um hvaða breytingar verða á eignar- haldi þeirra eins og komið hefur í ljós í Straumsvík. Önnur röksemd er sú, að áformað álver á Reyðarfirði sé alltof stórt verkefni fyrir fyrir- tæki Petersons. Það má vel vera. En þá vaknar í fyrsta lagi sú spurning, hvort hugsanlega sé skynsamlegra að stefna að byggingu minna ál- vers þar og í öðru lagi hvort hugsanlegt sé að Kenneth Peterson eigi auðveldara með að finna samstarfsmenn á alþjóðavettvangi um byggingu álvers en reynslan hefur orðið með íslenzk stjórnvöld og sendimenn þeirra. Að fenginni reynslu er ekki ástæða til að úti- loka þann möguleika að nýr samstarfsaðili geti verið nær okkur en hingað til hefur verið talið og að starfsmenn iðnaðarráðuneytisins ættu kannski að eyða meiri tíma í að tala við Kenn- eth Peterson og hans menn en þeir hafa haft tilhneigingu til fram að þessu. Morgunblaðið/RAX Hestur og ís í Breiðafirði. „Hér er um að ræða stórmál fyrir lands- menn alla en alveg sérstaklega fyrir Austfirðinga, sem hafa bundið miklar vonir við þessar framkvæmdir og eru jafnvel nú þeg- ar byrjaðir að leggja í fjárfest- ingar í trausti þess, að af þeim verði. Þess vegna er það, að mati Morgun- blaðsins, ámælis- vert, að ráðamenn hafi ekki veitt upp- lýsingar um hina nýju stöðu fyrr en þeir voru knúnir til.“ Laugardagur 23. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.