Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR íslenskir kylfingar,Björgvin Sigurbergssonúr golfklúbbnum Keili íHafnarfirði, og BirgirLeifur Hafþórsson úr golfklúbbnum Leyni á Akranesi, fóru nýlega til Afríku til að taka þátt í tveimur golfmótum í svonefndri áskorendamótaröð (European Challenge Tour) evrópskra atvinnu- kylfinga. Björgvin var að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumaður eftir að hafa verið þrefaldur Íslands- meistari í höggleik og holukeppni sem áhugamaður á árunum 1992– 2000, en Birgir Leifur var kominn með talsverða reynslu sem atvinnu- maður undanfarin fimm ár. Höfund- ur greinarinnar átti kost á því að fara með til Afríku sem aðstoðar- maður og kylfusveinn Björgvins og greip tækifærið fegins hendi. Undirbúningurinn Björgvin og Birgir höfðu báðir náð öðru stigi af þremur á undirbúnings- móti (Qualifying School) vegna áskorendamótaraðarinnar á síðasta ári. Birgir gerðist atvinnumaður árið 1997 og hefur verið að reyna að kom- ast inn á sjálfa Evrópsku mótaröðina síðan, en Björgvin gerðist atvinnu- maður á árinu 2001 og var nú að fara í sín fyrstu mót á áskorendamóta- röðinni. Báðir höfðu þeir æft af kappi innanhúss hér heima á Íslandi frá haustinu, en ekki haft tækifæri til að leika golf utanhúss í vetur. Fyrsta hlutverk aðstoðarmanns- ins var að sjá til þess að allir fengju nauðsynlegar bólusetningar. Þetta varð að gerast að minnsta kosti mán- uði fyrir brottför til þess að mótefni væru komin fram í blóði fyrir kom- una til Afríku. Ekki var laust við að færi um ferðamennina þegar þeim var sagt frá öllum sjúkdómunum sem verjast þyrfti (gulusótt, mænu- veiki, barnaveiki, kóleru, lifrarbólgu, stífkrampa, taugaveiki) og sprautu- stungunum sem í vændum væru. Allt hafðist þó að lokum. Vega- bréfin voru svo send til London með bólusetningarvottorðinu til að fá nauðsynlegar áritanir til Kenýa og Zambíu. Flugfar var pantað frá Ís- landi til London og farmiðar keyptir. Haft var samband við enska golf- ferðaskrifstofu sem sá um að skipu- leggja ferðina frá London til Afríku og panta gistingu á báðum stöðum og reyndist það hið mesta lán. Útbú- inn var lyfja- og sjúkrakassi til ferð- arinnar og sérstaklega hugað að lyfj- um til að verjast malaríu. Þá voru settar reglur um það hvernig haga ætti mat og drykk til að draga úr hættu á meltingarsýkingu. Íslensku kylfingarnir tóku þessu jafnalvar- lega og golfleiknum og sluppu alveg án óhappa. Ferðin Lagt var af stað frá Keflavík síðla dags sunnudaginn 24. febrúar. Snjó- föl lá yfir landinu og 10 stiga frost var úti. Í London var um 10 stiga hiti og þaðan var flogið með breiðþotu seint um kvöldið ásamt 20 öðrum kylfingum. Ferðalangarnir sváfu í dúrum um nóttina, en lítið var um þægindi í troðfullri vélinni. Komið til Nairobi í Kenýa að morgni næsta dags og hafði hitinn úti þá enn hækk- að um 10 stig. Lengi var beðið eftir farangrinum og svo fór að ein ferða- taskan kom ekki fram. Gömul rúta beið okkar við flugstöðina og skrölti hún af stað í áttina til borgarinnar þegar töskum og golfpokum hafði verið komið fyrir. Aðalvegurinn frá flugvellinum var vissulega malbikað- ur en götin í malbikinu og djúpar holurnar urðu ekki til að draga úr skröltinu. Meðfram veginum sáum við sýn, sem í raun er ekki hægt að lýsa fylli- lega með orðum. Þar birtust okkur heilu hverfin af kofahreysum úr ein- földu bárujárni, óhefluðu smíða- timbri eða grófum einangrunarplöt- um sem klæddar voru svörtum plastpokum. Við sáum fljótt að þetta voru ýmist heimili manna eða at- vinnuhúsnæði. Sjá mátti bæði iðju- laust fólk á ýmsum aldri ráfa um í stórum hópum og um leið ýmsar til- raunir til atvinnustarfsemi, s.s. hús- gagnasmíð, bílaviðgerðir, matvöru- verslanir, minjagripasölur og margt fleira, flest í rykinu við vegarkantinn og án nokkurs skjóls. Þarna sáum við í fyrsta sinn á ævinni raunveru- lega veraldlega eymd og vorum sem steini lostnir. Við vorum hins vegar á leið í virðulegan golfklúbbinn umkringd- an hárri girðingu, hermönnum, lög- reglumönnum og sérstökum örygg- isvörðum, til þess að búa þar við vestrænan munað og með þjón á hverjum fingri. Þegar betur var að gáð sást reyndar að hin andlega eymd var sennilega ekki eins mikil. Húsgögnin virtust mörg listasmíð, minjagripirnir voru bæði afar fjöl- breyttir og oft mjög frumlegir og spaugilegar upphrópanir og tilboð skreyttu útiveitingastaðina. Milli húskofanna teygðu sig þvottasnúrur fullar af litskrúðugum fatnaði og undir þeim voru gjarnan börn að leik, flest virtust hrein og snyrtilega klædd. Æfingar og æfingahringir Ferðamönnunum var að lokum skilað á Windsor Golf and Country Club þar sem við bjuggum í viku- tíma. Aðstaðan var frábær. Við feng- um stórt herbergi á jarðhæð í tengi- byggingu, en einnig voru til reiðu íbúðir og smáhýsi sem gestir gátu leigt. Þarna voru setustofur, mat- sölustaður, veitingahús, útiveitingar, golfbúð, sundlaug, gufubað og full- kominn heilsuræktarsalur með tækjum og starfandi leiðbeinanda. Fyrir aftan klúbbinn var svo góður og vel hirtur 18 holu golfvöllur. Eftir léttan hádegisverð fórum við með sendibíl klúbbsins á keppnisvöllinn Muthaiga Golf Club sem var í um 10 mínútna akstursfjarlægð. Okkur varð ekki alveg um sel þegar þangað kom. Úti fyrir biðu misjafnlega vel klæddir ungir menn í stórum hópum, en völlurinn var lokaður með girð- ingu og stóru járnhliði sem örygg- isverðir gættu. Ungu mennirnir voru að reyna að komast að sem kylfuber- ar fyrir atvinnumennina, en inni á vellinum beið annar eins hópur sem hafði fengið formlega heimild til starfans. Björgvin og Birgir Leifur fóru beint á æfingasvæðið til að æfa golf- sveifluna og höggin en aðstoðarmað- urinn fór að sinna ýmsum formsat- riðum, svo sem að nálgast skilríkin og fá aðgangskort að klúbbnum. Seinna um daginn voru spilaðar seinni níu holurnar á vellinum og að- stoðarmaðurinn fékk sína fyrstu reynslu sem kylfusveinn í brennandi sólarskini og 25 stiga hita. Atvinnu- mennirnir skoðuðu völlinn vandlega, sérstaklega flatirnar, og slógu gjarn- an tvo bolta frá hverjum stað til að skoða árangur með mismunandi kylfum og mismunandi höggtækni. Allt gekk vel en þegar leið á daginn fór ferðaþreytan að segja til sín og það voru mjög fegnir menn sem skriðu upp í rúm sín til stuttrar hvíldar fyrir kvöldmatinn meðan að- stoðarmaðurinn skrifaði um viðburði dagsins í dagbókina sína. Æfingadagarnir urðu fleiri og kylfusveinninn dáðist oft að því hversu duglegir hans menn voru. Dæmigerður æfingadagur hófst með því að spilaðar voru 18 holur á vell- inum (æfingahringur) og var þá stöðugt hugað að því að læra á völl- inn og að beita réttri tækni. Flat- irnar voru allt öðruvísi en þær ís- lensku. Grasið var stíft og þótt það væri snöggslegið varð að huga vel að vaxtarstefnu þess. Pútt á móti vaxt- arstefnu varð að vera fastara og gera mátti ráð fyrir að kúlan hopp- aði, sveigði af leið og rúllaði mun skemur en þegar púttað var með vaxtarstefnunni. Eftir æfingahring- inn var stutt hvíld og léttur miðdeg- isverður, en síðan farið beint á æf- ingasvæðið og æft stöðugt í að minnsta kosti tvo klukkutíma. Þá var aftur tekin stutt hvíld en síðan farið í heilsuræktarsalinn í klúbbnum, teygt á þreyttum vöðvum og gerðar styrktaræfingar í allt að tvo klukku- tíma. Kylfusveinninn varð auðvitað að fylgja fordæmi atvinnumannanna en fékk að hafa æfingatímann styttri. Golfmótin Markmiðið með ferðinni var að fá reynslu og æfingu á atvinnumanna- móti og að mæla sig við hina. Ekki mátti gera kröfu um mikla sigra. Hvorugur Íslendinganna komst í gegnum niðurskurðinn sem fór fram eftir tvo daga í hvoru móti. Um 150 kylfingar hófu leik fyrsta daginn, en aðeins 50–60 fengu að halda áfram alla fjóra dagana og þeir einir fengu peningaverðlaun. Birgi Leifi tókst þó að vinna eitt mótið þar sem sam- an var teflt atvinnumönnum og áhugamönnum. Undirritaður fylgd- ist að sjálfsögðu náið með golfleik Björgvins allan tímann og sannfærð- ist um að hann ætti fullt erindi á áskorendamótaröðina. Góður mæli- kvarði fékkst fyrstu tvo dagana í Nairobi, því að Björgvin lék þá með þeim atvinnumanni sem að lokum vann það mót. Björgvin sló jafnlöng högg, staðsetti sig jafnvel á braut og púttaði svipað og hinn. Það sem á vantaði var nákvæmnin í stuttu höggunum, sem kylfusveinninn vildi kenna aðstöðuskortinum og æfing- arleysinu heima. Alvarleg mistök voru afar fá. Það var skemmtilegt að sjá ís- lenska fánann blakta með fánum meira en 20 annarra þjóða við klúbb- húsið. Innfæddir töluðu ýmist ensku eða swahili sín á milli, en á svæðinu heyrðist að auki danska, sænska, finnska, þýska, franska, hollenska og vafalítið fleiri mál. Klúbbhúsin voru yfirleitt stór og vel búin. Þar var veitingasala sem opnaðist út á ver- önd, þar sem hægt var að fylgjast með golfleiknum og fagna fallegum höggum inná flatirnar næst klúbb- húsinu. Því var strangt fylgt eftir að menn fengju ekki aðgang án skil- ríkja, en slík skilríki fengu til dæmis innfæddu kylfusveinarnir ekki. Í af- herbergi stóðu konur úr kvennadeild klúbbsins og buðu kylfingum kökur og brauð. Þær voru einnig sérlega vinsamlegar við íslenska kylfusvein- inn sem gætti þess að hrósa tesop- anum þeirra að verðleikum. Hermenn sáust í tveggja til þriggja manna hópum við útjaðar golfvallarins allan hringinn. Örygg- isverðir gættu allra dyra og hliða. Fjöldi vallarstarfsmanna var á ferli, sumir klæddir í skærgula samfest- inga, sumir í hvíta „læknasloppa“ og enn aðrir í sínum eigin fátæklegu fötum. Þeir sópuðu laufblöðum af brautum og flötum, skófu og rökuðu sandgryfjur og fylgdust með golfkúl- um sem lentu utan brauta. Allt var fólkið þeldökkt, grannvaxið og létt í hreyfingum. Flestir starfsmennirnir voru alvörugefnir við störf sín, en brosmildir og vinsamlegir þegar þeim var heilsað og afar kurteisir. Klúbbhúsin Andrúmsloftið við upphaf golf- mótanna var sérkennilegt. Ys og þys Þegar lífið snýst um Íslensku atvinnukylfing- arnir Björgvin Sigurbergs- son og Birgir Leifur Haf- þórsson tóku þátt í áskor- endamótaröð í Afríku nú fyrir skemmstu. Jóhann Heiðar Jóhannsson gerðist kylfusveinn. Ljósmynd/Jóhann Heiðar Björgvin á síðasta teig á Lusaka Golf Club í Zambíu. Hann er þarna með „driver“ í höndunum og hefur stillt sér upp fyrir teighöggið. Með kylfunni sló hann síðan bæði langt og beint, og var síður en svo eftirbátur annarra. Sundlaugin við Windsor Golf and Country Club og var munaðurinn í hróplegu ósamræmi við kofabyggðina sem blasti við á leiðinni frá flugvellinum. Birgir Leifur og Björgvin á æfingasvæðinu. Þarna þarf ekki palla eða skjól fyrir veðri og vindum. Kúluvélar sjást ekki og hver kylfingur slær sínar eigin golf- kúlur. Við hinn enda svæðisins standa kylfusveinarnir og safna sama kúlunum. ’ Þegar nær dróleiktíma færðist al- varan yfir. Menn urðu fjarrænir og hugsuðu hver um sig. Þögnin á fyrsta teig var algjör og ekkert mátti trufla. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.