Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ XL 1100 Smekklegar og kraftmiklar toppgræjur frá SHARP C-200 Mju ll „Dæturnar með í vinnuna“ Starfskraftar framtíðarinnar VERKEFNIÐ Auð-ur í krafti kvennalifir enn góðu lífi, en einn af vinklum þess er „Dæturnar með í vinn- una“. Sú uppákoma fer fram nk. þriðjudag, í þriðja skiptið. Auður í krafti kvenna er þriggja ára verkefni. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir kenn- ari og verkefnisstjóri hjá Háskólanum í Reykjavík veit allt um verkefnið, stöðu mála og fram- kvæmdina nk. þriðjudag. Hún svaraði nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. Segðu okkur aðeins fyrst frá verkefninu Auður í krafti kvenna. „Verkefnið Auður í krafti kvenna var hugsað sem þriggja ára átaksverkefni til að auka atvinnusköpun og atvinnu- þátttöku kvenna. Verkefninu er skipt í sex hluta, Frumkvöðla- Auði, 120 klst., þar sem konur læra að koma hugmyndum sínum um rekstur í framkvæmd, Fjár- málaAuði, 16 klst., þar sem konur læra um einkafjármál, Framtíð- arAuði, þar sem stúlkur á aldr- inum 13 til 16 ára fara í leiðtoga- búðir, 3 dagar, LeiðtogaAuði, 3 dagar, þar sem kvenstjórnendur fyrirtækja fara á leiðtoganám- skeið, Auðarverðlaunin, sem er nokkurs konar uppskeruhátíð einu sinni á ári og svo „Dæturnar með í vinnuna“, sem verður núna á þriðjudaginn kemur. Nýsköp- unarsjóður atvinnulífsins, Ís- landsbanki, Morgunblaðið og Deloitte & Touche eru veglegir styrktaraðilar Auðar í krafti kvenna og hafa starfað mjög vel með Háskólanum í Reykjavík, sem er framkvæmdaaðili verkefn- isins.“ Þið hafið áður staðið fyrir „Dæturnar með í vinnuna“. Hvernig heppnaðist það? „Dagurinn „Dæturnar með í vinnuna“ er búinn að vera tvisvar áður, árið 1999 og árið 2000. Fyr- irtæki og stofnanir hafa tekið þessu gríðarlega vel og gert frá- bæra hluti fyrir dætur landsins. Í fyrra til dæmis var keppt í að setja saman tölvur hjá Nýherja, stúlkur fluttu tillögur til úrbóta í borginni í ráðhúsinu, stúlkur skoðuðu gerð flæðilína í Marel og mörg fyrirtæki eins og Deloitte & Touche leyfðu stúlkunum að vera „skuggi“ starfsmanna í heilan dag. Þessi dagur er alltaf ánægju- legur hjá fyrirtækjum og mælist vel fyrir hjá öllum dætrum og starfsfólki fyrirtækjanna. Við höf- um engar nákvæmar tölur en síð- ustu tvö ár hafa um 5.000 stúlkur heimsótt fyrirtæki landsins.“ Hver er tilgangur þessa hluta verkefnisins? „Tilgangur dagsins er að kynna stúlkum á aldrinum 9 til 15 ára þau tækifæri atvinnulífsins sem til eru og mismunandi störf. Ungar stúlkur í dag eru starfskraftar framtíðarinnar og munu breyta kynja- hlutföllum hinna nýju starfsgreina. Með því að opna alla vinnustaði fyrir ungum stúlkum einn dag á ári gefum við þeim tækifæri til að kynnast þeim fjöl- breyttu möguleikum sem at- vinnulífið hefur að bjóða. Tak- markið er að stúlkur á þessum aldri nái að kynnast 5–6 ólíkum fyrirtækjum og störfum. Þess vegna hvetjum við alla til að taka dætur landsins með sér í vinnuna, hvort sem það eru dætur, frænk- ur, afa- og ömmubörn og vinadæt- ur.“ Eru ekki synir landsins hlunn- farnir með þessu átaki? „Dagurinn vekur alltaf upp margar raddir þeirra sem finnst við hlunnfara drengina: Stað- reyndirnar segja okkur þó að enn eiga konur undir högg að sækja á vinnumarkaði. Þær eru í miklum minnihluta í stjórnendastöðum og eru með mun lægri laun. Að auki eru konur í miklum minnihluta í fyrirtækjarekstri, en með því að kynna dætrum okkar hin ýmsu störf landsins, aukum við líkurnar á því að þær verði þátttakendur í fyrirtækjum og fyrirtækja- rekstri. Við teljum því mikilvægt að þær fái sérstakt tækifæri til að kynnast atvinnulífinu betur. Hins vegar hvetjum við fyrirtæki til þess að leyfa strákunum að koma með foreldrum sínum í vinnuna, en ekki á sama degi. Í ár veit ég t.d. til þess að Kaupþing og IMG ætla að bjóða strákunum til sín á miðvikudaginn.“ Á „Dæturnar með í vinnuna“ að vera árlegt átak? „Átakið Auður í krafti kvenna“ var áætlað til þriggja ára. Eftir- spurnin og ánægja með verkefnið hefur verið gríðarlega mikil og við höfum séð mörg fyrirtæki stofnuð og margar konur vaxa. Því er ver- ið að ræða núna með styrktarað- ilum hvernig hægt sé að halda Auði áfram og með rannsókn á áhrifum verkefnisins sjáum við árangurinn. Það hefur þó alltaf verið von okkar að „Dæturnar með í vinnuna“ verði hluti af íslensku at- vinnulífi óháð Auðar- verkefninu og að fyrir- tæki sjái sér hag í framtíðinni í að gera daginn að árlegum viðburði.“ Hvernig verða áhrifin mæld? „Í sumar verður gerð rannsókn á árangri mismunandi þátta Auð- ar. Þetta eru erfiðar mælingar því áhrif átaka sem slíkra skila sér oft ekki strax og margt getur haft áhrif á breytingar. Varðandi „Dæturnar með í vinnuna“ er auðvelt að mæla hversu mörg fyr- irtæki taka þátt og hve margar stúlkur heimsækja fyrirtækin.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir  Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fæddist í Reykjavík 1972. Stúd- ent frá Verslunarskóla Íslands 1992. BA í uppeldis- og mennt- unarfræði við Háskóla Íslands 1998 og MA í sálfræði frá Uni- versity of Washington í Seattle 1999. Er nú kennari og verkefn- isstjóri hjá Háskólanum í Reykja- vík. Maki er Hallbjörn Karlsson viðskiptafræðingur hjá Kaup- þingi og eiga þau tvo stráka, Karl Ólaf og Atla Frey, 6 og 2 ára. …um 5.000 stúlkur komu… Mundu svo að segja að þú sért kominn af Hornfirðingum í báðar ættir, þegar þú verður spurður hverra manna þú sért. FRAM kemur í úrskurði óbyggða- nefndar um þjóðlendumörk í Þjórsár- dal og afrétti Gnúpverjahrepps í Ár- nessýslu að málatilbúnaði Lands- virkjunar hafi verið „allverulega ábótavant“, og svo mjög að kröfum fyrirtækisins á eignarrétti á svæðinu yrði vísað frá dómstólum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag kvað óbyggðanefnd upp sína fyrstu úr- skurði á fimmtudag og samkvæmt þeim telst Landsvirkjun ekki eigandi landsréttinda, þ.m.t. vatnsréttinda, innan þjóðlendunnar í uppsveitum Ár- nessýslu heldur ríkissjóður. Fyrirtækið gerði aðallega kröfu um víðtæk landsréttindi í Gnúpverja- hreppi vegna virkjana á vatnsföllum Þjórsár, m.a. á því landi sem skila- nefnd Fossafélagsins a/s Títan, sem Einar Benediktsson skáld stofnaði á sínum tíma, seldi ríkinu fyrir um hálfri öld. Sem kunnugt er benti Ein- ar fyrstur manna á virkjunarmögu- leika á Þjórsársvæðinu og keypti landssvæði af Gnúpverjahreppi árið 1916 í nafni Títans. Óbyggðanefnd telur ennfremur að Gnúpverjahrepp hafi skort eignar- heimildir til að ráðstafa vatns- og landsréttindum á Gnúpverjaafrétti. Títan hafi þannig ekki réttilega komið að þeim réttindum sem skilanefnd fé- lagsins seldi ríkissjóði hinn 8. júní árið 1951 og ríkissjóður síðan lagði fram sem eignarhluta við stofnun Lands- virkjunar fjórtán árum síðar. Telur óbyggðanefnd því að Landsvirkjun hafi ekki getað byggt rétt á framsali eignarréttinda fyrir þann samning. Í úrskurði óbyggðanefndar um Gnúpverjaafrétt kemur einnig fram að þess hafi verið ítrekað freistað að fá kröfugerð Landsvirkjunar skýrða nánar. Skort hafi á nægilega skýra af- mörkun og tilgreiningu þeirra rétt- inda sem krafist var. Ekki hafi verið fullt samræmi milli efnislegrar kröfu- gerðar í málinu og svo lýsingar henn- ar í málflutningi fyrir nefndinni. Eignarréttur Landsvirkj- unar ekki viðurkenndur Landið við Þjórsá sem Fossafélag Einars Benediktssonar seldi ríkinu fyrir hálfri öld vegna virkjanaáforma VEGNA hættu á slitlagsskemmdum eru öxulþungatakmarkanir nú í gildi á flestum þjóðvegum landsins. Víð- ast er öxulþungi takmarkaður við 10 tonna ásþunga. Hláka er nú víða um land en við þær aðstæður verður undirlag vega mjög viðkvæmt. Þegar frost fer úr jörðu verður undirlagið blautt og er þá hætta á að slitlagið skemmist ef þungum bílum er ekið um veginn. Öxulþungi takmarkaður við 10 tonn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.