Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ BrynhildurBjörnsdóttir fæddist í Pálsgerði í Höfðahverfi 22. júlí 1918. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 16. mars síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Björns Árnasonar bónda í Pálsgerði og Guð- rúnar Sumarrósar Sölvadóttur. Systk- ini Brynhildar eru: Árni, f. 4.2. 1910, látinn, Ragna, f. 29.4. 1914, Sesselja, f. 9.6. 1918, látin, og Björn, f. 19.8. 1920, lát- inn. Brynhildur giftist Ingjaldi Péturssyni frá Norðfirði, f. 2.11. 1901, d. 20.6. 1961. Þau eiga fjögur börn: a) Garðar Pétur, f. 23.5. 1931, kvæntur Svövu Svav- arsdóttur, f. 14.3. 1937. Börn þeirra eru: Inga Elísabet, f. 6.3. 1961, látin, og stjúpsonur Stein- dór Helgason, kvæntur Láru Þorvaldsdóttir og eiga þau eitt barn. b) Kolbrún Rósa, f. 31.8. 1938, gift Kára Snorrasyni, f. 14.9. 1935. Börn þeirra eru: Snorri, kvæntur Magdalene Kárason, hann á þrjú börn og fjögur barnabörn; Brynhildur, í sambúð með Jóhannesi Sigur- geirssyni, hún á fjögur börn; Helga, gift Ólafi Matthíassyni, hún á þrjú börn og eitt barnabarn; Ingjaldur, hann á tvö börn; og Kári, kvæntur Evu Hrönn Pétursdóttur og eiga þau fjögur börn.c) Pálrún Hrönn, f. 23.5. 1947, var gift Tómasi Tómassyni. Börn þeirra eru: Ingjald- ur, kvæntur Odd- rúnu Hansdóttur, þau eiga þrjú börn; Ragnhildur, gift Þór Aðalsteinssyni, þau eiga tvö börn; og Haukur Herbert. d) Brynhildur Bára, f. 29.3. 1951, gift Birgi Rafni Styrmissyni. Börn þeirra eru: Ásthildur, í sambúð með Hlyni Erni Þórissyni; Silja Björk, gift Ásgeiri Sigurjónssyni, þau eiga tvö börn; Birkir Már, í sambúð með Berglindi Andrésdóttur, hann á einn son; og Bryndís. Brynhildur og Ingjaldur hófu búskap á Eskifirði og bjuggu þar til 1944 en þá fluttu þau til Ak- ureyrar og bjuggu þar alla tíð. Brynhildur vann ýmis störf utan heimilisins, s.s saumaskap og við Skrúðgarða Akureyrarbæjar. Útför Brynhildar fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 25. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín, nú þegar þú ert horfin á braut sækja minningarnar á mig. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa öllum, sama hver það var, bara að þú gætir létt lífið hjá við- komandi, þá leið þér sjálfri svo vel. Það voru margir sem sóttu styrk til þín. Þegar við systkinin vorum lítil þá heimsóttir þú okkur á haustin, komst með Norðurleiðarútunni til Blönduóss, við biðum við gluggann heima og þegar rútan renndi inn staðinn baðst þú bílstjórann að stoppa við Blöndubrúna, þá stukk- um við út og hlupum á móti þér til að bera töskurnar fyrir þig. Við vissum að þegar þú komst til okkar á haust- in þá tókst þú fram saumavélina og saumaðir jólaföt á okkur öll systk- inin. Þú varst svo flink með sauma- vélina og bara allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Eftir að ég stofnaði fjöldskyldu og fór að búa þá komst þú alltaf til mín til að gera slátur og kæfu. Þú varst svo dugleg og þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Svo þegar ég flutti til Reykjavíkur þá komst þú til mín á hverju ári. Þegar að ég sagði krökkunum mínum að amma á Ak- ureyri ætlaði að koma þá voru allir svo spenntir, hvenær kemur amma og klukkan hvað, voru þau alltaf að spyrja. Á morgnana þegar ég fór að hella uppá kaffi og leggja á borð þá vissu litlu börnin sem ég passa á daginn að amma kæmi fram. Þau biðu við herbergisdyrnar hjá þér og þegar þú komst fram hlupu þau öll fram í eldhús og allir settust hjá þér og fengu sér rúgbrauð með kæfu og þú söngst fyrir þau svo klöppuðu all- ir og þú hlóst mikið og sagðir alltaf „ó, hvað börnin eru yndisleg litlu angarnir“, þú varst svo barngóð. Heimilið þitt var svo fallegt og það var alltaf svo gott að koma til þín, móttökurnar voru alltaf svo góð- ar, enda leið mér alltaf vel hjá þér. Alltaf bakaðir þú pönnukökur þegar þú áttir von á heimsókn og tókst allt það besta fram, eldhúsborðið svign- aði undan kræsingunum. Þær eru ófáar stundirnar sem við áttum sam- an í eldhúsinu hjá þér. Þá gleymdum við stað og stund og töluðum saman langt fram á nótt. Það var mikið tal- að um líf eftir dauðann það var svo gaman að hlusta á þig. Ég hlakkaði alltaf til þessara stunda á kvöldin. Og allar bækurnar þínar um dul- rænar frásagnir þú varst alltaf að lesa kafla úr þeim fyrir mig og lýsa þessu fyrir mér. Þegar ég fór að sofa þá náðir þú alltaf í eina bók og sagð- ir „Binna mín, taktu þessa bók og lestu kafla úr henni“ og stundum valdi hún sjálf kaflann. Ég var alltaf svo hrædd við dauðann, við ræddum mikið um það, þú sagðir alltaf að það biði okkar miklu betra líf hinu meg- in. Þú sagðist ætla ég að fara í söng- hallirnar, þegar þú færir úr þessu lífi. Ég vil trúa því að þú sért þar núna að taka lagið. Jón frá Ljár- skógum var mikið í uppáhaldi hjá þér, þú dáðir þennan mann mjög mikið. Þú ákvaðst að reisa minnis- varða um hann, það tók þig nokkur ár að safna fyrir honum. Þegar þú varst loks búin að ná þeim áfanga fórst þú til Reykjavíkur í Stein- smiðjuna að velja minnisvarðann og með textann sem átti að fara á hann. Allt þetta gerðir þú ein með svo miklum vilja og áhuga. Svo rann upp sá dagur sem minnisvarðinn var af- hjúpaður, þú varst svo glöð í hjart þínu þegar þú fórst vestur í Dali á þann stað sem Jón var frá þar sem minnisvarðinn var reistur. Amma mín, ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Ég gat alltaf hringt í þig ef mér leið illa og líka þegar fjöl- skyldu minni leið illa, þá sagðir þú, „ég skal hugsa til ykkar í kvöld,“ þetta var alveg nóg fyrir mig, þá vissi ég að þú varst með hugann hjá okkur. Þú komst til mín gegnum draumanna sýn eitt dásamleg síðdegis kvöld þú söngst mér þín ljóð ort við kærleikans glóð og glampandi kvöldsólareld ó hve sál mín var full af seiðandi þrá svífandi um vorloftin blá. (B.B.) Á kyrru hljóðu kveldi er klökkvi fer um strönd í vorsins fulla veldi vermir sólin lönd aftanroðinn yfir okkur fagurt skín svo björt mér best hún lifir blessuð minning þín. (Ók. höf.) Elsku amma mín, ég kveð þig nú með söknuð í hjarta. Þín dótturdóttir, Brynhildur Káradóttir. Ég fékk hringingu að heiman þar sem mamma tjáði mér að amma væri orðin svo veikburða að núna gæti þessu lokið á hverri stundu, þótt ég væri sorgmædd yfir að amma væri að fara gladdist ég henn- ar vegna að þessu væri senn lokið. Þegar ég var svo að útskýra fyrir Andreu Báru dóttir minni að svona væri komið fyrir Binnu ömmu þá sagði ég henni að þetta væri eins og það væri búið að lofa manni skemmtilegu ferðalagi og maður hefði beðið í 20–30 ár eftir því og núna loksins væri komið að því. Þannig leið ömmu. Hún ól mig upp í þeirri hugsun að dauðinn væri dásamlegur og þar væri ekkert að óttast. Amma var mjög næm og við sát- um oft við eldhúsborðið hennar og ræddum um dulræn málefni, reynslu okkar og skoðanir, það voru yndislegar stundir. Seinna eftir að ég fluttist suður og hitta hana sjaldnar þá byrjaði ég alltaf á að spyrja hana hvað hana hefði dreymt og hvort einhverjir að handan hefðu komið í heimsókn, það var alltaf byrjunin á yndislegum stundum með henni ömmu. Hún eyddi stórum hluta ævi sinn- ar í að hjálpa öðrum, hvort heldur sem var með fyrirbænum, gjöfum eða fallegum bréfum. Amma mín var mikil kjarnakona og það lék allt í höndunum á henni, hún var mikil saumakona og fyrsta flíkin sem hún saumaði, þá 13 ára gömul, var fermingarkjóllinn henn- ar. Amma mín hafði yndi af blómum og bar garðurinn hennar þess merki. Hún hreinsaði og gróðursetti yfir 100 sumarblóm núna síðastliðið sumar alveg sjálf, kona orðin níræð. Já, hún hafði mikið dálæti á blómum og hafði gróðurhús í garðinum sem hún sat alltaf í á sumrin. Amma elskaði líka dans og tónlist, hún sagði oft að ef hún væri ung í dag þá mundi hún læra söng og dans. Hún hélt mikið upp á ljóð- BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR Elsku amma Bogga. Okkur langar til að skrifa þér nokkrar lín- ur í kveðjuskyni og þakka þér fyrir allar þær yndislegu og ljúfu stundir sem við höfum átt saman. Upp í huga okkar koma allar þær skemmtilegu sögur sem þú sagðir okkur frá uppvaxtarárum þínum í Mávahlíð sem var þér svo kær. En allra skemmtilegustu sögurnar voru af prakkarastrikum föður okkar og var þá mikið hlegið eins og okkur systrum er einum lagið. Elsku amma okkar, með þessum fáu orðum er fullt af minningum sem við geymum í hjarta okkar. Kveðjum við þig úr þessu jarðlífi með bæn sem þú kenndir okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elín, Inga og Þuríður Snorradætur og fjölskyldur. Það veldur okkur sumum sorg sína vini að kveðja. En aldrei gleymist Elínborg sem alla vildi gleðja. (Anna Kristjánsdóttir.) Elsku amma Bogga kvaddi þenn- an heim að kvöldi 6. mars eftir langa ELÍNBORG ÁGÚSTSDÓTTIR ✝ Elínborg Ágústs-dóttir fæddist í Mávahlíð í Fróðár- hreppi á Snæfells- nesi 17. september 1922. Hún lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík miðvikudaginn 6. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsvíkur- kirkju 15. mars. og erfiða sjúkdóms- legu, umvafin ástvinum sínum. Hún verður í dag jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju og jarðsett á Brimilsvöll- um við hlið foreldra sinna, í sinni gömlu heimasveit, Fróðár- hreppi. „Þar sem var mín vagga vil ég hljóta gröf“, var hennar vilji alla tíð. Ólafsvíkur- kirkja var líka mikil- væg í hennar lífi, hana byggði afi Böðvar og amma var ötull stuðn- ingsmaður kirkjubyggingarinnar. Við vígslu kirkjunnar hélt hún svo á Gunnari bróður mínum undir skírn sem var fyrsta barnið sem þar var skírt. Ég sagði stundum að hún amma hefði 9 líf enda varð hún fyrir mörg- um áföllum og það kom á daginn, hjartað sem lengi hafði verið svo veikt sló taktfast og kröftuglega með stálhjartalokunni allt til hinstu stundar. Það hélt henni gangandi þó svo að annar kraftur væri á þrotum. Minningar mínar um ömmu eru margar en flestar barnslegar. Amma að heilsa með því að kyssa á kollinn og seinna á kinn og lykta um leið af hárinu sem var hennar sérsiður og segja „rósin hennar ömmu“! Amma að segja sögur af Auðu, pabba og Snorra, af barnæsku sinni í Mávahlíð og svaðilförum Ágústar langafa. Amma og ég á leið í „fínu búðina“ í Stykkishólmi, báðar í pilsum því búð- in var alveg ný. Amma að gefa mér alla smápeningana í rauðu budduna sína og senda mig með stóru gulu plastskálina út í ísbúðina á Hagamel eftir ís. Amma á rauðrósótta morg- unkjólnum að baka sínar einstöku kleinur. Amma að kenna mér vers og bænir og seinna að hlýða mér yfir fyrir ferminguna. Amma að kenna mér níu ára gamalli að brjóta saman lín og pússa skó og um mikilvægi þess að hafa allt fínt. Amma að leyfa okkur Þorleifi frænda að róta í skáp- um og kistum og hjálpa okkur í prinsa- og prinsessuleik og við mátt- um allt. Hjá ömmu vorum við stjörn- ur og hjá henni var alltaf gaman. Ég var heppin að fá að búa hjá ömmu minni fyrstu mánuðina í höf- uðborginni þegar ég byrjaði í menntaskóla. Amma keypti svefn- sófa í stofuna á Kaplaskjólsveginum hjá þeim Sigurvin þar sem ég svaf fram að jólum en þá fluttum við syst- urnar saman. Amma gætti þess vandlega að litla stúlkan fengi að borða, lærði og kæmi ekki seint heim og ef það gerðist lét hún mig vita að henni mislíkaði og þá var betra að breyta rétt. Þessi tími var dýrmætur fyrir okkur báðar og voru ófáar stundir sem við sátum og röbbuðum saman við eldhúsborðið, fengum okk- ur kleinu og mjólk og hlustuðum á Örvar Kristjánsson, Hallbjörn Hjartarson og Gylfa Ægisson enda hafði amma gaman af tónlist frá öll- um skeiðum. Ömmu fannst gott að borða og fékk ég það hlutverk að elda eitthvað létt og gott meðan ég bjó hjá henni og var elsku amma tilraunadýr mitt í eldhúsinu. Henni fannst allt gott þrátt fyrir það að samsetning- arnar væru stundum dularfullar! Amma lagði mikið upp úr því að við menntuðum okkur og hvatti okkur óspart áfram og stakk að okkur ein- um og einum þúsundkalli til þess að létta okkur lífið. Hún hafði það líka fyrir sið að gefa okkur frændsystk- inunum stúdentshúfurnar þegar við útskrifuðumst. Amma var vakin og sofin yfir velferð okkar og lagði áherslu á að við vönduðum valið á vinum og samferðamönnum. Amma hringdi í okkur mjög reglulega til að athuga með okkur ef við höfðum ekki látið í okkur heyra í nokkra daga. Hún var líka þeirri stund fegnust þegar við komum heim úr einhverri útlegðinni erlendis enda vildi hún helst hafa okkur sem næst sér. Síðustu ár hafa verið ömmu erfið. Hún hefur þurft að glíma við mikil veikindi sem tekið hafa sinn toll. Hún er því hvíldinni fegin. Við sem eftir lifum minnumst ömmu Boggu með þakklæti fyrir þá ást sem hún gaf okkur og þá góðu handleiðslu sem hún veitti ungu fólki undir lífið. Það veitir okkur styrk í sorginni. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Ásthildur Sturludóttir. Elínborg Ágústsdóttir lést 6. mars sl. Kynni okkar systra af Boggu hóf- ust þegar hún og faðir okkar Sigur- vin Finnbogason fóru að búa saman. Þá vorum við orðnar fullorðnar og fluttar að heiman og farnar að reka okkar eigin heimili. Bogga var föður okkar traustur og góður félagi. Hún var afar barngóð, starfaði á leikskóla um tíma og líkaði það mjög vel. Börn okkar systra þekktu Boggu og var hún þeim alltaf notaleg. Nú eru þessi börn öll orðin fullorðið fólk, en minn- ast með hlýju stunda sem þau áttu með Boggu í „gamla daga“. Bogga og faðir okkar bjuggu lengst af vestur í bæ, en 1996 fóru þau á Hrafnistu. Faðir okkar lést 14. apríl 2001 og var Bogga þá áfram á Hrafnistu, en heilsufar hennar var þá orðið með þeim hætti að hún gat ekki fylgt hon- um síðasta spölinn. Hún hefur þurft að reyna margt í sinni heilsufars- sögu. Þegar okkar kynni hófust var hún þá þegar búin að fara í eina hjartaaðgerð og þær áttu eftir að verða tvær í viðbót. Þegar hún fór í síðari aðgerðirnar og gert var við hjartalokurnar með einhvers konar stálþynnum, þá minnumst við þess að hún leyfði okkur að hlusta og það var eins og væri verið að slá saman tveimur teskeiðum þegar lokurnar unnu sitt verk. Það liggur auðvitað í augum uppi hversu mikið álag þetta heilsuleysi hefur verið á hana, en hún stóð sig vel í þessu og sagði einhvern tíma við okkur systur að það væri ekki lagt meira á neinn en hann þyldi. Bogga var trúuð og ræddi það við okkur í „gamla daga“ hversu hissa hún væri á því að sumir foreldrar vildu ekki að börnum þeirra væri sagt frá Jesú. Þar var hún að vitna í eitthvað sem hún hafði orðið vör við í sínu starfi á þeim tíma. Við rökrædd- um þetta nokkuð og færðum við hin ýmsu rök fyrir rétti foreldra hvað þetta varðar, enda ungar og ákafar konur á þeim tíma, en Bogga af- greiddi þetta snyrtilega með því að segja að það gæti ekki skaðað neinn að trúa á hið góða. Það er ekki ætlun okkar í þessum fáu orðum að rekja æviferil Boggu, enda aðrir til þess hæfari, en okkur langaði til að minnast hennar og votta börnum hennar og öðrum að- standendum samúð okkar við fráfall hennar. Eygló og Ingibjörg. Minningar vakna og mennirnir sakna, þeirra sem voru gleði þeirra og gæfa. Nú kveð ég merka konu, traustan og góðan vin, Elínborgu Ágústsdóttur frá Mávahlíð á Snæ- fellsnesi, þakklátum huga. Konur víðsvegar að af landinu eru á kynningarfundi og á leið til Noregs á vegum kvennasamtakanna, fram- sækinn hópur og forvitinn um fé- lagsmál og framgang kvenna á Norð- urlöndum. Hver og ein bar svipmót og sagnir af sinni heimabyggð. Ein þeirra dökkhærð og glæsileg kona vakti sérstaka athygli mína. Hún var hafsjór af fróðleik um sögur, ljóð og sagnir af Snæfellsnesi. Æsku sína átti hún hjá foreldrum sínum í Máva- hlíð. Elínborg bar foreldrum sínum fag- urt vitni og var trú sínum uppruna. Þarna hófust okkar fyrstu kynni. Eitthvað óútskýranlegt varð til þess að við vorum aldrei langt hvor frá annarri alla ferðina. Heil og ljúf vin- átta bjó sig þannig úr garði í vitund okkar að aldrei hefur borið skugga þar á, en gefið bæði styrk og gleði. Að geta treyst vini er gulli betra. Fyrsti dagurinn í Ósló var þjóðhá- tíðardagurinn 17. júní. Ferð var farin í Vigelands-garðinn og til Holmen- kollen. Þegar dagur var að kvöldi kominn, vorum við allar með duldar væntingar um eitthvað alveg sér- stakt, nú á þjóðhátíðardaginn okkar. Úr hornum heyrðist hvað gætum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.