Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Jóhanna Guðrún ég sjálf 10 EINHVERJIR munakannski eftir The In-credible String Bandsem hafði gríðarleg áhrif á þróun enskrar þjóðlaga- tónlistar á sínum tíma. Robin Will- iamson var annar helmingur In- credible String Band, hinn var Mike Heron, sem var upp á sitt besta fyrir þrjátíu árum eða svo. Eftir að sveitin lagði upp laupana hélt Williamson til Bandaríkjanna, orðinn leiður á tónlistariðnaðinum og vildi ekki spila rafmagnsrokk að ósk umboðsmanns síns og útgef- anda. Hann settist að í Kaliforníu og skrifaði ljóð og skáldsögur, en tónlistin togaði í hann svo hann sneri aftur til Skotlands, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en endaði í Wales og hefur búið þar síðan. Upp frá því hefur hann sinnt tónlistinni, verið í hljómsveitum og komið einn fram eftir því sem and- inn hefur blásið honum í brjóst. Hann rak þannig um tíma Far Cry Ceilidh sveitina og alllengi gleði- sveitina Robin Williamson and His Merry Band. Á níunda áratugnum hóf Williamson að rannsaka breska söngvaskáldahefð, sem hann þekkti þó vel til fyrir, og hefur gef- ið út plötur þar sem hann hefur sótt í ýmis gömul minni, auk- inheldur sem hann hefur gefið út snældur með sagna- og ljóðalestri og bækur um efnið. Á síðasta ári kom svo út platan The Seed-at- Zero, þar sem Williamson glímir við ljóð. Williamson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, leggur til atlögu við ljóð Dylan Thomas, og kemst einkar vel frá verkinu. Einn- ig leitast hann við að sýna tengsl Thomas við önnur velsk skáld, Henry Vaughan, Taliesen, Llyw- arch Hen og Idris Davies. Lögin eru að mestu leyti ný, en inn á milli einnig eldri lög sem öðlast nýtt líf. Eitt laganna er reyndar eftir Pete Seeger, en hin frá ferli Williamson, þar á meðal lög frá dögum Incred- ible String Band. Eins og gamalla hippa er siður hljómar Williamson tilgerðarlega á stundum, en annars skín einlægnin í gegn og hann fer sparlega með hljóðfæri, bara gítar, harpa og mandólín. Oft kemur útsetning á lögunum skemmtilega á óvart þar sem hann reynir að laða fram lag- línurnar í ljóðunum; sjá til að mynda „Holly Spring / To God in God’s Absence“ þar sem lesið „Holly Spring“ rennur saman við sungið „To God in God’s Absence“ – skynsamleg flétta þar sem bæði ljóðin fjalla um efann. Haggard skoðar ræturnar Önnur eftirminnileg plata gaml- ingja, afbragðsgóð og talsvert frá- brugðin plötu Williamson, kom einnig út á siðasta ári. Sú er plata Merle Haggard, sem á sér ótrúlega langan feril í tónlistinni í ljósi stormasamrar ævi. Hann hóf sína tónlistariðkan tólf ára gamall, 1948, og hefur verið að síðan. Haggard sneri aftur í tónlistina fyrir tveimur árum með fyrirtaks- plötu, If I Could Only Fly, og 2001 kom svo út platan Roots, Volume 1. Merle Haggard er nokkuð sér á parti í sveitatónlistinni vestan hafs, enda ólst hann upp á unglinga- heimilum fram til þess að hann var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í San Quentin-fangelsinu 1957, þá tæplega tvítugur. Ekki lét hann segjast, var í sífelldum útistöðum við fangaverði, bruggaði í klefa sínum og rak þaðan fjárhættuspil. Þegar hann var búinn að dúsa í einagrun um tíma sá hann aftur á móti að sér, sneri við blaðinu og hóf nýtt líf. 1966 var Haggard kominn af stað fyrir alvöru, kominn úr fang- elsinu og á samning og kom þrem- ur lögum inn á topp tíu vestan hafs. Til gamans má geta þess að það ár sendi Incredible String Band frá sér sína fyrstu skífu, samnefnda sveitinni. Næstu ár naut Haggard, eða Hag eins og sveitatónlistarvinir kalla hann gjarnan, mikilla vin- sælda, kom 37 lögum í röð inn á topp tíu, 23 í efsta sæti. Um miðjan níunda áratuginn tók að halla und- an fæti og sá tíundi var Haggard erfiður, ný kynslóð sveitasöngvara beitti fyrir sig rokkstælum og náði meiri hylli en dæmi voru um en þeir sem lögðu áherslu á tónlistina létu undan síga. Eftir að hafa baslað að segja all- an tíunda áratuginn gafst Haggard upp á útgáfunni sem hann hafði verið hjá í tvo áratugi, ákvað að breyta til og gekk á mála hjá Anti útgáfunni, undirmerki pönkútgáf- unnar Epitaph. Fyrsta platan hjá Anti var If I Could Only Fly, mikil afbragðsskífa, og kom út 2000 eins og getið er. Enn betri var þó næsta plata, Roots, Volume 1. Á henni leitar Haggard aftur til upphafs- ins, eins og nafnið gefur til kynna, og flytur ekki bara lög eftir sig heldur líka Lefty Frizzell, Hank Williams og fleiri gamlingja. Hefur sitt að segja með hve platan er vel heppnuð að Norman Stephens, sem lék með Frizzell, kemur mjög við sögu á plötunni. Tvímælalaust með bestu skífum síðasta árs. Williamson & Haggard Gamlingjarnir Robin Williamson og Merle Haggard eru hvor frá sinni álfunni og hvor í sinni gerð tónlistar en báðir gefnir fyrir einfaldleikann. Þeir sendu frá sér fínar plötur í fyrra. Merle Haggard Robin Williamson Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.