Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN31/3 –6/4 ERLENT INNLENT  SAMKVÆMT nýlegum úrskurði óbyggðanefndar um vatnsréttindi Árnes- sýslu eru þau í eigu rík- isins en ekki Landsvirkj- unar eins og áður hafði verið talið. Í úrskurðinum segir að Gnúpverjahrepp- ur hafi ekki átt þau rétt- indi sem seld voru í byrj- un síðustu aldar og enduðu í eigu Landsvirkj- unar.  LYFJAÞRÓUN hf. og breska fyrirtækið Bespak plc. hafa nýlega und- irritað samstarfssamning um rannsóknir og þróun á nýjum lyfjaformum sem hægt er að gefa með nef- úða. Lyfjaþróun mun leggja til þá þekkingu sem þarf til að þróa ný lyfjaform og sjá um lyfja- rannsóknir en Bespak um þá tækni sem til þarf við sjálfa lyfjagjöfina, sem og markaðssetningu.  FJÖGURRA daga op- inber heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra til Víetnam hófst á miðvikudag, en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur forsætisráðherra heim- sækir landið. Phan Van Khai, forsætisráðherra Ví- etnam, tók á móti Davíð við hátíðlega athöfn í for- setahöllinni.  FISKISTOFA hefur svipt þrjá báta á Snæfells- nesi veiðileyfi vegna um- framveiðiheimilda en skip- in hafa veitt ríflega 400 tonn umfram heimildir, ásamt fjórða bátnum sem sviptur verður veiðleyfi á morgun. Þrjú skipanna eru gerð út af sama aðila. Segir vaxtalækkun hafa verið misráðna VAXTALÆKKUN Seðlabankans hinn 26. mars sl. var misráðin að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Sendinefndin telur að peninga- málaaðhald sé ónógt og gæti stuðlað að of miklu lausafé og meiri raunveru- legri og væntri verðbólgu. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ósam- mála þessu áliti en Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir hins vegar gagnrýni Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins staðfesta að það sé alltaf álitamál hvenær eigi að taka ákvarð- anir um vaxtalækkun. Austfirðingar á fundi um framtíð stóriðju AUSTFIRÐINGAR fjölmenntu á fund á Reyðarfirði þar sem fjallað var um framtíð stóriðju á Austurlandi. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra tillkynnti á fundinum um skipan nefndar sem ætlað er að fara í könn- unarviðræður við nýja fjárfesta í álveri og er ætlunin að ljúka þeirri vinnu sem fyrst. Formaður nefndarinnar er Finnur Ingólfsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Ríkið kaupir Hótel Valhöll á Þingvöllum RÍKISSJÓÐUR hefur á grundvelli heimildar í fjárlögum gengið frá samn- ingi um kaup á Hótel Valhöll á Þing- völlum, ásamt lóðar- og öðrum tilheyr- andi réttindum. Kaupverðið nemur 200 milljónum króna og var samið við Hótel Valhöll ehf. um að andvirðið gangi til greiðslu á áhvílandi veðskuld- um. Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, segist telja kaupverðið sann- gjarnt en Jón Ragnarsson, einn af eigendum Hótel Valhallar, segir verð- ið mun lægra en það sem Verino In- vestment bauð í hótelið fyrir hönd Howard Kruger á sínum tíma. Ófremdarástand í Miðausturlöndum MIKIÐ ófremdarástand hefur ríkt í Miðausturlöndum alla vikuna en Ísr- aelar hertu mjög tök sín á svæðum Palestínumanna í kjölfar nokkurra mannskæðra sjálfsmorðsárása, er beindust gegn ísraelskum borgurum, um páskahelgina. Ísraelar halda Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í herkví á skrifstofum hans í Ramallah og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, lét þess getið á þriðjudag að sjálf- sagt mál væri að leyfa Arafat að yf- irgefa Ramallah – en að hann skyldi þá fara í útlegð. „Hann fengi aðeins far- miða aðra leiðina,“ sagði Sharon. „Hann myndi ekki geta snúið til baka.“ Tugir manna hafa fallið í aðgerðum Ísraelshers í vikunni. Bardagar stóðu seinni hluta vikunnar í Betlehem og bar þar hæst umsátur um Fæðingar- kirkjuna, sem reist var á þeim stað þar sem talið er að Kristur hafi fæðst. Margir óttuðust blóðbað en liðsmenn Ísraelshers sátu um kirkjuna, þar sem nokkur hundruð Palestínumenn höfðu leitað hælis, óbreyttir borgarar, pal- estínskir lögreglumenn og nokkrir tugir vopnaðra manna. Háværrar gagnrýni varð vart – bæði heima og heiman – í vikunni á stefnu Bandaríkjastjórnar. Þótti mönnum sem George W. Bush Banda- ríkjaforseti legði engan veginn sín lóð á vogarskálarnar í því skyni að koma á vopnahléi í Miðausturlöndum. Á fimmtudag tilkynnti Bush hins vegar að hann hygðist senda Colin Powell ut- anríkisráðherra til heimshlutans í því skyni að reyna að stilla til friðar. Bush gagnrýndi Arafat harðlega, sagði hann hafa „svikið þjóð sína“ með því að hafa ekki stöðvað sjálfsmorðs- árásir Palestínumanna. Forsetinn skoraði hins vegar jafnframt á Ísraela að draga herlið sitt til baka frá heima- stjórnarsvæðunum. „Við getum ekki lengur horft upp á þetta ofbeldi. Því verður að linna,“ sagði Bush.  LÍK Elísabetar drottn- ingarmóður, sem látin er 101 árs að aldri, var á þriðjudag flutt til London en þar verður hún jarð- sett í vikunni.  ENGIN ein fylking er fær um að mynda stjórn í Úkraínu eftir kosningar sem fram fóru í landinu um síðustu helgi. Flokkur Leoníds Kútsjma, forseta Úkraínu, fékk tæplega fjórðung þingsæta, sem telst ósigur. „Okkar Úkraína“, flokkur Vikt- ors Júshtsjenkos, fyrrver- andi forsætisráðherra, fékk flesta þingmenn kjörna.  YFIRMENN stjórn- arhersins í Angóla og hersveita uppreisn- arhreyfingarinnar UNITA hafa undirritað vopnahléssamning í höf- uðborginni Lúanda og sagði Jose Eduardo dos Santos, forseti landsins, við það tækifæri að stríð- inu í Angóla væri lokið og að komið hefði verið á friði til frambúðar.  YFIRVÖLD í Afgan- istan hafa handtekið hundruð manna, stuðn- ingsmenn Gulbuddins Hekmatyars, fyrrverandi forsætisráðherra, en grunur leikur á að í bí- gerð hafi verið valdarán í landinu.  BANDARÍKJAMENN hafa klófest Abu Zub- aydah, aðgerðastjóra hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens, en Zubaydah er hæstsetti al- Qaeda-liðinn sem hand- samaður hefur verið. JÓN H. Sigurðsson, líffræðingur og fyrrverandi kennari við Verslunar- skóla Íslands, sem verið hefur í hjólastól vegna fötlunar sinnar mörg undanfarin ár, sagði upp kennarastöðu sinni í fyrra til að missa ekki bifreiðastyrk fatlaðra en bifreiðastyrkirnir hafa verið tekju- tengdir síðan árið 1999. Þannig er bifreiðastyrkurinn bundinn við 2,3 milljóna króna árstekjur að há- marki fyrir einstaklinga og segir Jón að kennaralaun sín hafa verið ofan við þau mörk og þar af leið- andi of há fyrir bifreiðastyrkinn en of lág til að fjármagna kaup á bif- reið við hæfi. „Ég varð að hugsa mig vel um, þ.e. hvort það myndi borga sig að halda áfram að vinna og kaupa mér sjálfur bíl, eða segja upp, fara á tryggingabætur og halda bíla- styrknum,“ segir Jón. „Ég þarf stóran bíl, en slíkir bílar eru mjög dýrir. Ég sagði því upp starfinu til að vera fyrir neðan tekjumörkin. Áður hafði ég verið á minni bílum en fór mjög illa í öxl- unum við að koma hjólastólnum inn í þá og vildi alls ekki lenda aftur í því.“ Jón er nú á fjölnota- bíl, Dodge Caravan, 4 milljón króna bíl, sem fullnægir þörfum hans. „Á kenn- aralaunum ræður maður ekki við slíkar fjárfestingar,“ segir hann og bætir við að afkoman eftir upp- sögnina sé verri við tekjuminnkun sem nemi 100 þúsund krónum á mánuði. Fram til ársins 1999 fékk hann á þriggja ára fresti styrk sem nam 40% af bílverði og var styrkurinn ekki tekjutengdur. Eftir 1999 fór styrkurinn upp í 50% af bílverði og var úthlutað á fjögurra ára fresti, auk þess sem hann var tekjutengd- ur. „Við erum um tíu talsins sem er- um fötluð á vinnu- markaðnum og erum að berjast í þessu kerfi. Við höfum ítrek- að en árangurslaust kært þessar breyt- ingar. Enn sem komið er mun ég vera sá eini sem beinlínis hef sagt upp vinnu í kjölfar þessara breytinga, en til viðbótar eru fjórir til fimm fatlaðir ein- staklingar á vinnu- markaðnum að íhuga hið sama. Það sem verra er þó er að tveir til þrír íhuga nú hjóna- skilnað til að halda bílastyrknum, því hann er tengdur tekjum maka. Mér finnst þessar umræddu breytingar endurspegla fádæma skilningsleysi. Hér er um að ræða fatlað fólk sem á að baki nám og getur stundað vinnu, en þá er því hegnt með þessu,“ segir Jón. Jón H. Sigurðsson, fyrrv. kennari í Verslunarskólanum, um breytingar á úthlutun bifreiðastyrkja fatlaðra „Endurspeglar fá- dæma skilningsleysi“ Jón H. Sigurðsson líffræðingur. VERULEGA hefur færst í vöxt að fólk í atvinnuleit leggi sjálft inn al- mennar atvinnuumsóknir hjá stórum fyrirtækjum án þess að þau hafi auglýst sérstaklega lausar stöður, annaðhvort með því að senda inn umsóknir á netinu eða koma í eigin persónu með umsókn- ir. Raunar fylgja síðan margir um- sóknum sínum frekar eftir með símtölum eða heimsóknum. Þetta kom fram í máli starfs- mannastjóra nokkurra stærri fyr- irtækja á höfuðborgarsvæðinu sem Morgunblaðið ræddi við. Margföldun frá því í fyrra Starfsmannastjórarnir voru sammála um að umsóknum sem berast með þessum hætti hefði fjölgað verulega frá því í fyrra og meira væri af hæfu starfsfólki á lausu en áður sem greinilega reyndi að bera sig sjálft eftir vinnu. „Ég taldi saman það sem ég var með í tölvupóstinum mínum,“ segir Ólafur Jón Ingólfsson, starfs- mannastjóri hjá Sjóvá-Almennum, „og sá að umsóknir sem ég hef fengið nú á fyrsta ársfjórðungi eru álíka margar og ég fékk allt árið í fyrra. Ég er ekki frá því að það sé svipað með bunkann sem ég hef móttekið frá þeim sem koma með umsókn beint af götunni, þ.e. án þess að ég hafi verið að auglýsa laus störf. Þetta eru einstaklingar sem eru að reyna sjálfir fyrir sér og eru jafnvel búnir að vera um nokkurn tíma á skrá hjá ráðning- arstofunum.“ Finna fyrir örvæntingu hjá fólki Starfsmenn á ráðningarskrifstof- um sem rætt var við staðfesta að nú berist verulega fleiri umsóknir um hvert starf sem auglýst er en fyrir ári. Ekki sé þó rétt að tala um sprengingu í þessu sambandi og alltaf sé einhver hreyfing á fólki. „Það sem við finnum hins vegar mikið fyrir núna er örvænting hjá þeim sem eru búnir að leita lengi,“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir hjá Liðsauka. „Þetta eru oft góðir einstakling- ar sem vilja vinna og hafa góð með- mæli og þesssu fólki fer oft að líða mjög illa ef það fær ekki vinnu fljótlega. Ég verð vör við það. En við segjum við alla að þótt það sé ekki mikil eftirspurn eftir fólki sé engu að síður alltaf einhver hreyf- ing. En ég viðurkenni það alveg að það er mikið af umsækjendum.“ Hanna segir að þetta sé ekki sér- stakur aldurshópur, þarna sé að finna nýútskrifað fólk úr háskóla, sérstaklega viðskiptafræðinga, al- mennt skrifstofufólk og fólk með alls konar reynslu. „Ég get ekki sagt að það sé neitt eitt sem ein- kenni þennan hóp.“ Mikið um starfsumsóknir án þess að fyrirtækin hafi auglýst Mun fleiri umsóknir komnar í ár en í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.