Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Daily vits FRÁ Langsterkasta blandan á markaðnum með gæðaöryggi FRÍHÖFNIN S ta n sl a u s o rk a F yr ir k o n u r o g k a rl a XBOXIÐ státar af nýjustutækni, líkt og hinar tölv-urnar, og er í hráumkrafti nokkuð ofar bæðiGamecube og Playstat- ion 2, örgjörvi vélarinnar er Intel 733 MHz Celeron og samkvæmt upplýsingum frá Microsoft er reikni- geta vélarinnar um 80 Gigaflops eða sambærileg Cray C94 ofurtölvu. Grafíkörgjörvi vélarinnar er ekki af verri endanum; sérhannaður 233 MHz Nvidia kubbur sem sækir minni í 64 MB vinnsluminni vélar- innar. Hljóðkort Xbox ræður við 256 rás- ir og 64 3D Audio rásir sem er svo langt á undan Playstation 2 og Gamecube að það er eiginlega ekki sambærilegt, PS2 ræður við 48 og Gamecube um 64. Eigendur geta „rippað“ tónlist á harðan disk og spilað undir í sérstökum leikjum. Aðeins um þriðjungur leikjanna, sem komu út í Evrópu með tölvunni, styður þennan möguleika en næsta kynslóð leikja mun eflaust verða með á nótunum. Harður diskur og Ethernet Með boxinu fylgir einnig um 8 GB harður diskur og Ethernet kort til að tengja við breiðband. Þegar menn fara eitthvað að grúska í stýrikerfi vélarinnar má því búast við að fólk geti sótt sér MP3 og myndbönd á Netið og vistað á disknum. Þó er enn of snemmt að segja til um það því Microsoft mun vafalaust berjast gegn því af öllum mætti. Einnig verður hægt að sækja sér nýja kar- aktera, borð og fleiri viðbætur við leiki á Netið. Á www.xboxhackz.com/ má lesa um afrek forritara sem grúska í Xbox og skrásetja eigin afrek. Öfl- ugustu grömsurunum hefur hingað til ekki tekist margt nema brjóta nokkur lykilorð að harða disknum og skipta um DVD ATA/100 kapal sem stytti tímann sem það tók að „rippa“ tónlistardisk á harða drifið um tvær mínútur. Ekki slæmt eftir svona stuttan tíma. Stærsta verkefni þeirra um þessar mundir er að búa til forrit sem gerir Xboxinu kleift að lesa brennda diska. Í fyrstu hélt Microsoft því fram að geisladrifi vél- arinnar væri einfaldlega ekki kleift að lesa CD-R diska en í nýlegu við- tali staðfesti einn hönnuðanna að Xboxið gæti alveg lesið CD-R, vélin kysi bara að skilja þá ekki. Þegar greinarhöfundur fékk boxið í hendurnar fyrir stuttu kom það honum fyrst á óvart hversu stór vél- in er, Gamecube er ótrúlega lítil og nett miðað við kraft, PS2 er svona frekar stór en þó ekki svo að það skipti einhverju máli en Xbox-tölvan er líklega stærri en þær báðar til samans, og ótrúlega ljót í þokkabót. Lætin í henni eru þó mun minni svo maður sætti sig við að finna pláss fyrir hana einhvers staðar. Stýripinnar vélarinnar hafa vakið nokkra óánægju og verður greinar- höfundur að taka undir það eftir að hafa kynnst því að spila Tony Hawk með pinnanum sem fylgir. Takkarn- ir eru einfaldlega of nálægt hver öðr- um til að hægt sé að renna þuml- inum á milli og verða spilendur því hreinlega að lyfta þumlinum til að ýta á næsta takka. Þetta hljómar ef til vill ekki eins og hræðilegur ókost- ur en trúið mér, það er ótrúlega þreytandi. Japönsku stýripinnarnir voru jafnvel verri en þar ákváðu þeir að draga úr stærð X-ins á miðjum stýripinnanum og gera hann þægi- legri með því að skekkja takkana aftan á pinnanum þannig að fólk þarf að færa þumalinn af neðsta takka of- an á vélinni til að geta smellt á takka neðan á vélinni með vísifingri. Stýripinnavandræði og DVD Ýmis fyrirtæki hafa þegar tekið til höndum við framleiðslu aukahluta fyrir tölvuna og má þar á meðal nefna Interact Power Pad Pro. PPP er mjög svipuð fjarstýringunni sem fylgir með tölvunni en takkarnir hafa verið færðir lengra í sundur og spilendur geta forritað takkaupp- setninguna án þess að gera það í gegnum leikinn. Ég fékk einn slíkan með tölvunni en hann var þvílíkt drasl, takkarnir voru allir í rugli, ef ég ýtti á hægt beygði hann til vinstri og svaraði stundum engum aðgerð- um. Líklega er best að panta sér bara millistykki og nota Dual Shock stýripinnann úr PS2. Xboxið styður einnig DVD video, sá galli er hinsvegar á gjöf Njarðar að til þess að geta spilað DVD verð- ur fólk að fara út í búð og kaupa sér sérstaka fjarstýringu og innrauðan móttakara til að tengja við stýri- pinnatengi á vélinni. Þetta er auðvit- að frekar lélegt af Microsoft, DVD spilarinn er innbyggður og í raun þarf enga fjarstýringu því það er fínt að nota bara stýripinna vélarinnar. Annars er DVD spilun Xboxins mjög góð og mun framar tæknilega séð en PS2 spilarinn. Mér finnst þetta dæmigert fyrir hroka Microsoft og staðfesting á því að þeir álíta sig yfir það hafna að koma til móts við við- skiptavini. Sala umfram væntingar Xbox hefur þegar selst gríðarlega vel um allan heim og er Evrópa eng- in undantekning, Xboxið seldist meira að segja umfram væntingar og neyddust framleiðendur leikja eins og Jet Set Radio Future og Dead Or Alive 3 til þess að framleiða fleiri eintök í Japan sérstaklega fyrir Evrópu, upplagið var „aðeins“ 1,5 milljón tölvur. Microsoft er að auki eini leikjatölvuframleiðandinn sem er með verksmiðju í Evrópu sem þýðir að ef tölvan selst upp þá getur Microsoft komið tölvu beint af færi- bandinu til búða á þrem dögum, jafnvel til Íslands. Við fyrstu sýn er ekki mikill mun- ur á leikjum Xbox og leikjum PS2 tölvunnar, líklega vegna þess að hönnuðir leikja fyrir PS2 eru komnir lengra og þekkja tölvuna betur en hönnuðir Xbox-leikja. Greinarhöf- undur bar saman leik- ina Tony Hawk Pro Skater 3 fyrir PS2 og Xbox og gat í raun ekki séð neinn mun, þegar mjög mikið gerðist í einu, gufa og annað í loftinu og kar- akterinn að detta með tilheyrandi blóðslettum, hægðu nefnilega báðar tölvurnar örlítið á sér. Líklega verð- ur ekki hægt að sjá verulegan mun fyrr en eftir um 1–2 ár, PS2 nýtir nefnilega þann takmarkaða kraft, sem vélin hefur, alveg ótrúlega vel. Þegar þetta fór í prentun voru um 40 leikir fáanlegir fyrir Xbox í Evrópu, þar á meðal leikir eins og Max Payne, Silent Hill 2 og Blood Omen 2. Á næsta leiti eru svo risastórir titl- ar eins og Elder Scrolls III: Morr- owind, gríðarstór RPG leikur sem hægt verður að spila á Netinu með hundruðum annarra spilenda, Lord of the Rings: FOTR og Commandos 2. Gífurlega hörð samkeppni framundan Miðað við velgengni Xbox undan- farna mánuði er ljóst að samkeppnin á eftir að verða gífur- lega hörð næstu ár, hönnuðir Micro- soft eru þegar byrjaðir á Xbox 2 og AMD hef- ur tryggt sér samninginn um framleiðslu á ör- gjörvum. Nin- tendo hefur ekkert viljað segja um næstu tölvu en IBM gerði nýlega opinbert að Sony hefur gert samn- ing við fyrirtækið um framleiðslu á örgjörvum í Playstation 3; á vef BBC segir að nýja PS3 verði jafnvel öflugri en Deep Blue, tölvan fræga sem vann Kasparov í skák. Eins og tíminn hefur sýnt er ekki hægt að dæma um velgengni leikja- tölva eftir tæknilegum yfirburðum, leikjaúrvalið er ávallt það sem skipt- ir mestu máli á endanum og þó PS2 sé tæknilega séð lélegasta tölvan af þeim þremur stóru, Sony, Nintendo og Microsoft, eru risar eins og Cap- com, Konami, Namco og Square næstum einungis að gera leiki fyrir hana. Síðar getur verið að þeir ákveði að gera leiki fyrir Xbox en fyrst verður Microsoft að sanna sig á markaðnum. Þótt tap verði á Xbox fyrstu árin hafa Microsoft-menn næga fjármuni til að bíða rólegir og sjá hvað setur. Sega hefur þegar ákveðið að taka áhættuna og er í samningaviðræðum varðandi leiki eins og Shenmue og fleiri klassíska Dreamcast leiki. Leikjaofurtölva frá Microsoft Nýjasti kaflinn í leikjatölvustríðinu hófst nýlega er Microsoft gaf loks út Xbox-leikjatölvuna sem er ætlað að keppa við Playstation 2 Sony og Gamecube Nintendo. Ingvi Matthías Árnason kynnti sér Xboxið. Skjámynd úr Oddworld. Halo er með flottustu leikjum. xbox_01.tif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.