Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 13 á mann flegar bóka› er í eftirtaldar fer›ir: Mallorca 17. júní og 1. júlí Krít Benidorm Portúgal Mallorca 4. og 18. júlí 16. júlí og 20. ágúst 12. og 19. júní og 14. ágúst 7.000 kr. netbónus Aprílgla›ningur á netinu • www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt Úrval-Úts‡n Bóka›u fer›ina o g fá›u nánari uppl‡sing ar á netinu! Ljóst er, að ræða Bush kom Ísr- aelum í opna skjöldu. „Sagði hann það?“ spurði Uzi Landau, öryggis- málaráðherra og einn mesti harð- línumaðurinn í stjórn Sharons, þegar honum var sagt, að Bush hefði skorað á Ísraela að draga herinn burt af Vesturbakkanum. „Það jafngilti sigri fyrir hryðju- verkamennina. Við þá er ekki hægt að semja, aðeins uppræta. Það er einfaldlega kenning Bush sjálfs og eftir henni höfum við farið.“ Hingað til að minnsta kosti hefur Bush haft tilhneigingu til að sjá heiminn fyrir sér í svart-hvítu, vondu mennirnir annars vegar og góðu mennirnir hins vegar. Fyrir aðeins viku lýsti hann í raun stuðn- ingi sínum við aðgerðir Ísraela og þá varð ekki vart mikillar samúðar hans með hlutskipti Palestínu- manna. Á fimmtudag var allt annað uppi á teningnum. Þá gagnrýndi hann jafnt hvoratveggju og lagði jafnmikla áherslu á öryggi Ísr- aelsríkis og rétt Palestínumanna til að stofna sitt sjálfstæða ríki. Bush hafði vissulega mjög hörð orð um Arafat, sagði, að hann hefði „svikið vonir síns eigin fólks“ með því að hafa ekki komið í veg fyrir sjálfsmorðsárásirnar, en þrátt fyrir það féllust Arafat og heimastjórnin á yfirlýsingar Bandaríkjaforseta „án skilyrða“ og fögnuðu væntan- legri komu Colins Powells. Banda- ríkjastjórn sýndi hins vegar gremju sína í garð Arafats með því að láta að því liggja, að Powell myndi ekki aðeins ræða við Arafat, heldur einnig við aðra frammá- menn meðal Palestínumanna. Vingast við hægrivænginn Herför Sharons gegn Palestínu- mönnum nýtur mikils stuðnings meðal almennings í Ísrael og jafn- vel frammámenn í Verkamanna- flokknum, sem eru alltaf eins og á báðum áttum í stjórnarsamstarfinu við Sharon, kveinka sér undan yf- irlýsingum Bush. Sharon býst hins vegar greinilega við því, að Verka- mannaflokkurinn geti hlaupið í burt hvenær sem er og því hefur hann verið að treysta sambandið við hægriöflin í landinu. Hann hef- ur til dæmis verið að friðmælast við Benjamin Netanyahu, helsta keppinaut sinn á hægrivængnum, og hann hefur unnið að því á bak við tjöldin að fá einn öfgasinn- aðasta trúarflokkinn til liðs við stjórnina. Helsta stefnumál þess flokks er að taka allt land af Pal- estínumönnum. Komi þessi öfga- flokkur og aðrir í stað Verka- mannaflokksins í stjórn Sharons, verður ekki lengur um að ræða neina þjóðstjórn eins og nú, heldur hreinræktaða hægristjórn með öll- um þeim afleiðingum, sem það gæti haft. Ræða Bush hefur líklega sett strik í alla þessa útreikninga. Með henni er hann að segja við Sharon: „Losaðu þig við hægriöfgamennina eða komdu þér út úr húsi hjá öfl- ugustu bandamönnum Ísraels.“ Ekki er líklegt, að Sharon treysti sér til að standa uppi í hárinu á Bandaríkjamönnum fyrir utan vax- andi andúð á honum og stjórn hans í Evrópu. Eins og nú er komið veltur mikið á ferð til Powells til Mið-Austur- landa nú í vikunni. Þá mun hugs- anlega koma í ljós hvort ræða Bush var orð í tíma töluð, eða hvort hann var þá þegar búinn að missa af tækifærinu. Heimildir AP, Los Angeles Times, The New York Times. Reuters Palestínumenn fyrir framan hús, sem ísraelskir hermenn eyðilögðu er þeir réðust inn í Hebron á Vesturbakkanum. þar eru þrisvar sinnum líklegri til þess en karlar að falla fyrir eigin hendi. Skordýraeitur og rótgrónir fordómar Ein af ástæðunum fyrir þessu er skordýraeitrið eða auðveldur að- gangur að því til sveita. Kínverskar konur eru þrír fjórðu þeirra, sem reyna sjálfsvíg, líkt og er í Bandaríkj- unum, en í Kína tekst það hins vegar miklu oftar. Önnur ástæða er þeir gamalgrónu, kínversku fordómar, að konur séu körlunum óæðri. Víða á landsbyggð- inni er enn litið á konur sem eign föð- ur þeirra eða eiginmanns og oft ráða þær engu um hjúskapinn. Oft er kon- um rænt og þær síðan seldar í hjóna- band og algengt er, að fóstri sé eytt reynist það vera kvenkyns. Drengirnir þykja eftirsóknarverðari. „Á landsbyggðinni fara stúlkur á mis við ást og umhyggju og þær reyna það sjaldan, að líf þeirra sé ein- hvers virði,“ segir Song Liya, ritstjóri opinbers kvennablaðs, en hún hefur ritað um tugi sjálfsvíga og sjálfsvígs- tilrauna kvenna á síðustu fimm árum. Uppgefin á lífinu 15 ára Sú yngsta var 15 ára stúlka í Hub- ei-héraði, sem drakk skordýraeitur þegar faðir hennar fór að berja hana og neyddi til að hætta í skóla. Hún átti að hjálpa móður sinni við búverk- in eftir að faðir hennar hafði gift eldri systur hennar miklu eldri manni. Song segir, að stúlkan hafi ekki getað hugsað sér að lifa sama lífi og móðir hennar og systir en hún lifði samt af. Foreldrum hennar tókst að koma henni undir læknishendur í tæka tíð. „Hún sagði mér, að hún hefði fyrir löngu verið orðin þreytt á lífinu. Henni fannst það tilgangslaust,“ segir Song. „Ég átti bágt með að trúa, að það kæmi frá 15 ára unglingi.“ Ákall um hjálp Kínverska heilbrigðisráðuneytið vill fækka sjálfsvígunum, til dæmis með því að takmarka aðgang að skordýra- eitri, en sérfræðingar segja, að þær þurfi fyrst og fremst á annarri hjálp að halda, ekki síst ráðgjöf. Það sýni best aðsóknin að þeim fáu ráðgjaf- arstöðvum, sem nú eru reknar. „Með sjálfsvígstilrauninni eru þær að reyna að vekja athygli eigin- mannsins,“ segir Jin Yongsheng, sem rekur litla ráðgjafar- og hjálparstöð í bænum Suxiao. „Þær vilja bara, að hann reyni að sjá að sér.“ ’ Á landsbyggðinnifara stúlkur á mis við ást og umhyggju og þær reyna það sjaldan, að líf þeirra sé einhvers virði ‘ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.