Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 43
✝ Guðrún Pálsdótt-ir frá Höfða í
Grunnavíkurhreppi
var fædd í Bæjum á
Snæfjallaströnd
ásamt tvíburasystur
sinni Helgu 28. októ-
ber 1909. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Grund 23. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Páll Halldór Hall-
dórsson, f. 4. júní
1875, d. 20. júní 1937,
og Steinunn Jó-
hannsdóttir, f. 16.
apríl 1866, d. 8. október 1942. Þau
bjuggu í Bæjum á Snæfjalla-
strönd til 1910 en fluttu þá að
Höfða í Grunnavíkurhreppi og
þar ólst Guðrún upp. Foreldrar
Páls voru Halldór Hermannsson
bóndi á Nauteyri og í Bæjum,
Hermannssonar í Hattadalshús-
um og María Rebekka Kristjáns-
dóttir, Ebenezerssonar frá
Reykjafirði við Djúp. Foreldrar
Steinunnar voru Jóhann Jónsson,
bóndi á Svanshóli í Strandasýslu,
Níelssonar frá Kleifum í Gilsfirði
og Guðrún Stefánsdóttir, bónda á
Hrófbergi í Strandasýslu, Stef-
ánssonar.
Systkini Guðrúnar eru: 1) Guð-
mundur, f. 8. október 1895, d. 2.
júní 1967, bóndi á Oddsflöt, síðar
búsettur á Ísafirði, kona hans El-
ísa Einarsdóttir frá Dynjanda. 2)
Halldór, f. 1. júlí 1898, d. 14. des-
ember 1973, bóndi á Höfða, síðar
búsettur á Ísafirði. 3) Sólveig, f.
30. nóvember 1899, d. 21. febrúar
1993. Húsfreyja á Sútarabúðum,
síðar í Bæjum og í
Hnífsdal, maður
hennar Friðbjörn
Helgason bóndi á
Sútarabúðum. 4)
Rebekka, f. 22. nóv-
ember 1901, d. 28.
nóvember 1984, hús-
freyja á Dynjanda
og í Bæjum, maður
hennar Jóhannes
Einarsson, bóndi á
Dynjanda og í Bæj-
um. 5) Kristín, f. 1.
mars 1903, d. 12.
september 1903. 6)
Jóhann Ágúst, f. 29.
ágúst 1904, d. 10. desember 1992,
bóndi á Höfða síðar búsettur í
Bolungarvík. Kona hans Sigríður
Pálsdóttir frá Skálavík.
7) María, f. 24. september 1906,
d. 9. febrúar 1993, maður hennar
Maríus Jónsson vélstjóri frá Eski-
firði. 8) Helga, f. 28. október 1909,
Húsfreyja á Eskifirði. Maður
hennar Leifur Helgason bifreið-
arstjóri Eskifirði. Helga lifir ein
þeirra systkina og maka þeirra.
Guðrún vann að búi foreldra
sinna þar til faðir hennar lést
1937 og móður sinnar ásamt
bræðrunum Halldóri og Jóhanni
til hún lést 1942. Síðan bjuggu
þau systkinin áfram á Höfða til
1945, þá tók Jóhann við jörðinni
og Guðrún flutti til Reykjavíkur.
Þar stundaði hún verkamanna-
vinnu, lengst af við matvælafram-
leiðslu hjá Matborg, Sláturfélagi
Suðurlands og víðar.
Útför Guðrúnar fór fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík 2. apr-
íl.
Fyrstu ár mannsævinnar eru
tímabil vaxtar og þroska. Það að fá
tækifæri til að alast upp í návígi við
þrjá ættliði sinnar fjölskyldu er
hverju barni hollt. Það barn sem er
þeirrar gæfu aðnjótandi er blessað.
Samvera, frásagnir, hlýja og natni
þriðju kynslóðarinnar er ekki í boði
fyrir hvern sem er í dag. Guðrún
Pálsdóttir afasystir mín hefur kvatt í
hinsta sinn. Hún færði mér gott
veganesti. Margar ómetanlegar
stundir. Ein við ritgerðarsmíð, þá á
Blómvallagötunni þar sem hún sagði
mér margt sem ég er þakklátur fyrir
og nú geymi.
Á æskuheimili Gunnu á Höfða,
snerist heimilislífið um samhjálp
heimilisfólksins við rekstur bús og
voru allir kraftar nýttir, jafnt barna
og fullorðinna. Lítill tími var aflögu
til leikja. Leikföngin voru leggir og
skeljar en dúkku eignaðist Gunna
frænka aldrei. Gunna sagði mér að
hún myndi fyrst eftir sér borðandi
rófustöppu í brúðkaupsveislu á
Dynjanda. Mikill kærleikur var á
milli fjölskyldna á nágrannabæjun-
um Höfða og Dynjanda, enda tengd-
ir miklar. Sex, sjö ára gamlar voru
hún og tvíburasystir hennar Helga
farnar að vinna létt heimilisverk og
átta ára voru þær sendar til skiptis
að smala Kvíaánum. Það var ekki
síst gert til að hægt væri að nýta
hina innandyra. Gunna sagði mér að
það hefði verið tilkomumest þegar
hún var 6–8 ára gömul að vaka yfir
rifjunum á nóttunni vegna mikillar
fjörubeitar. Gaman fannst henni að
fara á grásleppunetin með föður sín-
um, langafa mínum og þegar þær
systur voru tíu, tólf ára gamlar fóru
þær með honum á spröku. Hún
mundi að þau höfðu fengið hákarl í
einni lögninni.
Hún sagði mér að fyrir jól hefðu
börnin í sveitinni fengið sendan einn
brjóstsykurspoka frá kaupmanni á
Ísafirði. Systurnar fengu þá kjól-
gopa, eins og Gunna kallaði þá, þ.e.
léreftskjóla eða svuntur. Þá tíðkuð-
ust heimasmíðuð, grænmáluð jólatré
með flötum greinum, mjókkandi upp
í topp og á greinarnar voru sett lif-
andi kertaljós. Þegar búið var að
borða var gengið í kringum jólatréð
en síðan var á boðstólum heitt
súkkulaði, lummur, kleinur og kex.
Hún sagði mér að yngra fólkið hefði
farið annaðhvort á aðfangadag eða
gamlársdag til aftansöngs í Grunna-
víkurkirkju og síðan var ball í Sæ-
túni á eftir. Þá varð að vera komið
heim fyrir kl. 8 að morgni til að fara í
fjósið að mjólka. Ógleymanlegt
fannst henni að ganga yfir Staðar-
heiði í tunglskini og á hjarni.
Frostaveturinn mikla mundi hún.
Þá sást ekki í dökkan díl á sjó, allt ísi-
lagt. Unga fólkið úr sveitinni fór
skemmtiferð á ísnum yfir að Kvíum.
Þennan vetur fraus æðafugl í sjón-
um. Skepnurnar komust vel undan
vetrinum, voru allar saman í torfhúsi
þ.e. kýr, kindur og hestar. Þetta
ástand varði fram yfir nýár og þiðn-
aði þá skjótt upp. Hún mundi eftir
þegar allir lögðust í spænsku veikina
1918. Faðir hennar sauð þá vatn með
karbóldufti sem varð mikill léttir
andardrætti þeirra sjúku. Sjö manns
létust í sveitinni.
Hún mundi að á föstunni voru allir
50 Passíusálmarnir sungnir. Fyrir
fermingu dvöldu Gunna og Helga
eina viku í Grunnavík og gengu til
séra Jónmundar á Stað. Fermt var
að venju að vori, í apríl og að hausti, í
september. Þar sem systurnar urðu
ekki fjórtán ára fyrr en í október
misstu þær af haustfermingunni og
fermdust um vorið 1924. Eftirferm-
ingarkjólarnir voru grænteinóttir
búðarkjólar með bláu stykki að
framan og blúndu. Í fermingargjöf
fengu systurnar biblíu og eina kind
saman frá foreldrum sínum og sínar
þrjár krónurnar hvor frá eldri systur
sinni.
Á árunum 1930–37 var Gunna af
og til í vist bæði í Hnífsdal, á Ísafirði
og í Reykjavík. Hún tók við búinu á
Höfða 1937 eftir að faðir hennar lést
ásamt bræðrum sínum, Jóhanni og
Halldóri en hans nafn ber ég. Um
sumarið 1942 lést móðir þeirra,
langamma mín. Eftir að hafa farið í
heimsókn til Helgu systur sinnar
sem þá bjó á Eskifirði gerði Gunna
frænka sér grein fyrir hversu harð-
býlt var þarna fyrir norðan og ákvað
þá að á Höfða ætlaði hún ekki að eiga
heima mikið lengur. Gunna fluttist
alfarin frá Höfða 1945. Þá réðst hún í
kaupavinnu austur á Eskifirði, í
ráðskonustarf fyrir skipshöfn í
Sandgerði og síðar til verkakonu-
starfa í Reykjavík. Árið 1958 keypti
hún sér íbúð á Blómvallagötu í
Reykjavík þar sem hún bjó æ síðan.
Þetta er brot af því sem Gunna
frænka sagði mér.
Það yljaði henni að heyra að ég
hefði hafist handa við að gera æsku-
heimili hennar á Höfða upp og naut
ég til þess ómetanlegrar hjálpar frá
bróðursyni mínum Steinari Erni og
föður mínum Kristbirni en Höfða
eigum við saman bræðurnir ég og
Guðmundur. Gunna frænka var mér
og minni fjölskyldu alla tíð afar kær.
Nú get ég miðlað sögum Gunnu
frænku og um leið sögum langafa og
langömmu til barnanna minna. Í dag
er ég þakklátur fyrir margar góðar
minningar í hjarta mínu. Innilegar
samúðarkveðjur sendi ég og fjöl-
skylda mín til Helgu frænku og ann-
arra ættingja.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Halldór Páll Kr. Eydal.
GUÐRÚN
PÁLSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Pálsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Skólagerði 20 - Opið hús frá kl. 14 til 17
sunnudaginn 7. apríl
Stórglæsileg 130 fm neðri sér-
hæð í tvíbýli ásamt 53 fm bílskúr.
Íbúðin er öll nýtekin í gegn.
Gegnheilt nýtt parket og flísar á
gólfum. Glæsilegt baðherb. Nýtt
rafmagn, ofnar, vatns- og skólp-
lagnir. Lagt fyrir heitum pott.
Sér garður. Verð 18,9 m.
Hulda tekur á móti ykkur.
sími: 564 6655
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
Reykás 12, Reykjavík
Opið hús í dag frá kl. 14-17.
Til sýnis og sölu í dag er þetta fallega og vel staðsetta ca 200 fm endarað-
hús á tveimur hæðum. Á neðri hæð er innbyggður bílskúr, góðar stofur,
stórt eldhús, þvottahús, hol og gestasnyrting og á efri hæð er sjónvarps-
hol, baðherbergi og 4-5 svefnherb. Afgirtur suðvestur garður með stórri
verönd. Mikið og fallegt útsýni. Verð 19,9 millj.
Sími 575 8500 • Fax 575 8505
Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík
Hrauntunga 71 - Tvær
aukaíbúðir Í dag milli kl. 14-
17 verður opið hús í Hrauntungu
71 í Kópavogi. Um er að ræða
214 fm. raðhús á tveimur
hæðum. Á neðri hæð eru tvær
aukaíbúðir, önnur um 50 fm
tveggja herbergja íbúð, en hin er
lítil stúdíó-íbúð. Í aðalíbúð eru 3-4 svefnherb., stór og björt stofa,
fallegt eldhús með nýrri innréttingu og nýuppgert baðherbergi. Þetta
er falleg eign í suðurhlíðum Kópavogs. Hafa má góðar leigutekjur af
aukaíbúðum og láta þær greiða af öllum lánum. Þau Magnús og
Katrín taka á móti gestum á ofangreindum tíma.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL.14-17
SKEIFAN
ATVINNUHÚSNÆÐI TIL SÖLU EÐA LEIGU
Til sölu eða leigu 420 fm at-
vinnuhúsnæði á mjög góðum
stað í Skeifunni. Húsið býður
upp á mikla möguleika. 250
fm á götuhæð með stórum
innkeyrsludyrum og 100 fm
skrifstofuhæð sem er alveg
sér. Hentar vel sem heildsala
eða sérverslun. Húsnæðið
fæst afhent strax. Verð 33
millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.
Til sölu eða leigu nýtt einbýlishús við Birkimóa 5 í Skorradalshreppi.
Húsið, sem er 119 fm, auk 42 fm riss og 35 fm bílskúrs, skiptist í stofu,
þrjú svefnherbergi, eldhús, þvottaherbergi, baðherbergi og fl. Húsið
verður tilbúið í byrjun maí. Falleg staðsetning í kjarri vöxnu landi við
Andakílsá. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar eða hjá oddvita
Skorradalshrepps, sími 437 0005.
Einbýlihús í Skorradal til sölu eða leigu
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli minn-
ingargreina