Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 53 DAGBÓK Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudaginn 19. apríl og laugardaginn 20. apríl í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Sumarvörurnar eru komnar frá Ítal íu og sumarbækl ingurinn 2002 20% afsláttur af öl lum vetrarjökkum og úlpum Bankastræti 8, sími 511 1135 Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra www.jaktin.is Hómópatinn og grasalæknirinn Óþolsgreining Upplýsingar og tímapantanir í síma 588 3077 eða 691 3077 verður staddur á Íslandi dagana 10 - 12. apríl. Roger Dyson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þér er lýst sem hugsjóna- manneskju sem ber um- hyggju fyrir umhverfinu, enda vilt þú gera heiminn að betri stað. Störf að mann- úðarmálum munu veita þér mikla ánægju. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn er kjörinn til þess að velta fyrir þér framtíð- aráformum þínum. Þú munt leita á náðir heimspekinnar til þess að leita svara við spurningum þínum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur mikla hæfileika til þess að ná árangri í fjár- málum. Notfærðu þér þennan hæfileika og þú uppskerð eins og þú sáir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ekki láta það hafa áhrif á þig þó að þú verðir heltek- inn af einhverjum hlut í samræðum við aðra. Þú getur hreinlega ekki sleppt hugmynd sem þú elur í brjósti. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ræddu við yfirmann þinn um aðferðir sem hægt er að nota til þess að ná árangri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dularfullar skáldsögur og kvikmyndir vekja hjá þér áhuga, eða allt sem viðkem- ur starfi leynilögreglu- manna. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Komdu reglu á fjármálin hjá þér og þú munt sjá hvað þú átt og hvað þú skuldar. Með slíkum aðgerðum munt þú koma reglu á hlut- ina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú munt hafa mikil áhrif á aðra í dag, enda munu öll samskipti þín vera á alvar- legum nótum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú vekur athygli á vinnu- stað þínum fyrir að hafa fundið leið til þess að draga úr kostnaði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú getur átt í erfiðleikum með að ná jafnvægi í lífi þínu, ekki síst í ljósi þess að þú ert sífellt að. Nú er tími til kominn að slaka á. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leyndarmál innan fjöl- skyldunnar munu vekja at- hygli hjá þér, en það mun koma þér verulega á óvart. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Hæfileiki þinn til þess að ná einbeitingu er aðdáunar- verður. Með þessum hætti getur þú náð betri yfirsýn yfir hlutina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Stundum þarf að eyða pen- ingum til þess að geta aflað þeirra, en þessi hugsun mun fanga athygli þína í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla ÉG hygg, að flestir kann- ist helzt eða einungis við þetta nafnorð í orðasam- bandinu að eitthvað liggi eins og hráviði út um allt. Merking þess er almennt sú, að þá liggi eitthvað á rúi og stúi (jafnvel strúi), eins og einnig má orða það, þegar hlutirnir liggja í óreiðu, eða á tjá og tundri eins og líka má segja um sams konar fyr- irbæri. Þetta orð og orðasam- bönd hefur ekki áður verið á dagskrá í þessum pistl- um, en nú mun ekki vera vanþörf á því. Fyrir stuttu var verið að lesa fyrir börn úr erlendri barnabók, sem nýlega hefur komið út í ís- lenzkri þýðingu og er mjög vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar. Sá, er las, hafði samband við mig af gefnu tilefni. Þar stóð sem sé á einum stað, að eitt- hvað hafi legið eins og hrá- viðri úti um allt. Vel má vera, að hér sé um prent- villu að ræða, en því miður held ég ekki. Prófarkales- ari hlyti að mínum dómi að hafa tekið eftir því, að seinna r-inu er ofaukið, hafi hann þekkt orðasam- bandið. Hvort sem heldur er, sakar ekki að benda á hið rétta, enda virðist svo komið, að mörg gömul orðatiltæki eru af ókunn- ugleika um uppruna farin aðbrenglast í munni manna. Í OM (1983) er no. hrá- viður og þannig skýrt: „nýfelld tré; ungtré, grein- ar og sprek: liggja eins og hráviði úti um allt.“ Í rit- málsskrá OH eru sjö dæmi um hrávið í ýmsum samböndum allt frá Ald- arhætti Hallgríms Péturs- sonar á 17. öld og fram á okkar dag. Þar segir hann svo: menn sitja tvistir .../ í búsorgar hnauki,/ alt eins og kvistir/ af hretviðri hristir/ á hráviðar lauki. Hráviðar laukur er í OM skýrt sem „valinn, ný- höggvinn viður“. – J.A.J. O R Ð A B Ó K I N Hráviði LJÓÐABROT ÚR BRYNGERÐARLJÓÐUM … Kemur eigi dagr sá er mér duga þykir, né nótt heldur sú að nái yndi; dreymir mig ekki það, að dyggð beri; veit eg fátt til þess, verð eg feginn að vakna. Svo er um okkar ást í milli sem hús standi hallt í brekku, svigni súlur, sjatni veggur, sé vanviðað; völdum bæði … ÞAÐ þarf ekki að skoða spil dagsins lengi til að sjá að geim er vonlítið í NS, þrátt fyrir 24 punkta á milli handanna. Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ K63 ♥ DG64 ♦ KD5 ♣K83 Vestur Austur ♠ D10972 ♠ G54 ♥ 8 ♥ ÁK53 ♦ G92 ♦ 1076 ♣ÁG76 ♣942 Suður ♠ Á8 ♥ 10972 ♦ Á843 ♣D105 Spilið kom upp í næst síðustu umferð Íslands- mótsins. Yfirleitt spiluðu NS-pörin bút í hjarta og fengu níu slagi. Tvö pör reyndu fjögur hjörtu með slæmum árangri, en eitt par sagði þrjú grönd, en það geim sýnist enn von- lausara en fjögur hjörtu. Þar voru að verki Íslands- meistararnir Hermann Lárusson og Erlendur Jónsson í sveit Páls Valdi- marssonar, en mótherjar þeirra voru Vignir Hauks- son og Guðjón Bragason í sveit Símonar Símonarson- ar. Sagnir gengu þannig fyrir sig: Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass Pass 2 spaðar Dobl Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Allir pass Opnun vesturs á tveimur spöðum var svokölluð „Tartan“ sagnvenja, sem sýnir fimm spil í opnunar- litnum og a.m.k. fjórlit til hliðar í láglit og 5-10 punkta. Erlendur ákvað að dobla með 14 punktana í norður og þar með varð geim ekki umflúið. Svar Hermanns á tveimur gröndum var krafa (Leben- sohl) – sýndi annað hvort veik spil eða nógu sterk til að krefja í geim. Vestur kom út með spaðatíu og Hermann sá strax að spilið var harla vonlítið. En þó var vinn- ingsmöguleiki til ef hægt væri að taka strax af vestri hliðarinnkomuna á spað- ann. Hermann tók á spaða- ásinn, spilaði tígli á kóng og laufi til baka á drottn- inguna! Þetta var snilldarbragð. Vestur tók með ásnum og sótti spaðann áfram, en nú gat Hermann dúkkað og síðan dundað sér við að sækja ÁK í hjarta. Vörnin fékk þar með aðeins fjóra slagi: einn á spaða, tvo á hjarta og einn á laufás. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 7. apríl, er sjötugur Vilhjálmur Sig- urðsson, Heiðarbrún 8, Hveragerði. Hann verður að heiman á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 7. apríl, er sextug Sigrún Stella Guðmundsdóttir, Byggðar- holti 18, Mosfellsbæ. Hún og maður hennar, Jón Þórð- ur Jónsson, verða að heiman á afmælisdaginn. 40 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 7. apríl, er fertug Elín Inga Garðars- dóttir, fulltrúi, Laugarnes- vegi 54. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 c5 6. Rf3 d5 7. O-O cxd4 8. exd4 dxc4 9. Bxc4 b6 10. Bg5 Bb7 11. He1 Rc6 12. Dd3 h6 13. Bh4 Be7 14. a3 Rh5 15. Bg3 Rxg3 16. hxg3 Bf6 17. Had1 Re7 18. Re4 Rd5 19. Re5 Hc8 20. Hc1 Hc7 21. Bb5 Dc8 22. Dd2 Hd8 23. Hxc7 Dxc7 24. Hc1 De7 25. Bc6 Bxe5 26. dxe5 Bxc6 27. Hxc6 Db7 28. Dc2 a5 29. Rd6 Da8 30. Dc4 a4 31. Kh2 Hb8 32. Dc2 g6 33. Hc4 b5 Staðan kom upp á Mel- ody Amber-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Món- akó. Vassily Ivansjúk (2717) hafði hvítt gegn Hróksmanninum Loek Van Wely (2697) . 34. Rxb5! Vinnur peð þar sem drottn- ingin fellur eftir 34...Hxb5 35. Hc8+. Framhaldið varð: 34...Db7 35. Hc5 Db6 36. Dc4 Kg7 37. Kg1 h5 38. Dd4 Da6 39. Rc7 Rxc7 40. Hxc7 Db6 41. Dd7 Hf8 42. Hb7 Da6 43. Kh2 Dc4 44. Hb4 Dc2 45. Dd4 Ha8 46. Df4 Dc6 47. g4 hxg4 48. Df6+ Kg8 49. Hxg4 og svartur gafst upp. Taflfélagið Hellir heldur atkvöld í Álfabakka 14a í Mjódd mánudaginn 8. apríl og hefst mótið kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tuttugu mínútna umhugsun. Þátttöku- gjald er kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir velkomnir! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Með morgunkaffinu Hún getur bara ekki slappað af þessi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.