Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 29 baðinnréttingar fataskápar Borgartúni 29 www.herognu-innrettingar.is TILBOÐSDAGAR á baðinnréttingum og fataskápum 25% stgr. afsl.t . f l. Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhús Leiðsögn verður um sýn- inguna Breiðholt – frá hugmynd að veruleika kl. 16. Nýi tónlistarskólinn, Grens- ásvegi 3 Rússnesku tvíburarnir og harmóníkuleikararnir Júrí og Vadím Fyodorov halda harmóníkutónleika kl. 15. Þeir leika m.a. rússneska og franska harmóníkutónlist. Vadím og Júrí eru nú báðir búsettir á Íslandi, sem tónlistarkennarar og tónlist- armenn. Norræna húsið Sænska barna- myndin Stubburinn (Fimpen) verð- ur sýnd kl. 14. Myndin er ætluð sjö ára og eldri en handrit er eftir Bo Widerberg sem jafnframt er leik- stjóri. Aðgangur er ókeypis. MÁNUDAGUR Listaklúbbur Leikhúskjallarans Drauga- og tröllaskoðunarfélag Evrópu sér um dagskrá sem hefst kl. 20.30. Þar gætir ýmissa grasa, t.d. verða flutt erindi um þjóðtrú og erótík, rímur og gamanmál, drauga- sögur, tröllasögur, tvísöngur, rapp, spilað á sög, brot úr heimildarmynd af heimsókn félagsins til EB-risans í Brussel o. fl. Þeir sem fram koma eru meðlimir félagsins, m.a. Bjarni Harðarson, Eyvindur Erlendsson, Valur Lýðs- son, forseti DTE, Gunnar Þór Jóns- son á Stóra Núpi, Jón Ólafsson á Kirkjulæk, Elín Gunnlaugsdóttir, Garðar Vigfússon og Kristín Heiða Kristinsdóttir sem jafnframt er kynnir dagskrárinnar. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið er opnað kl. 19.30. Raufarhafnarkirkja Símon H. Ív- arsson heldur gítartónleika kl. 20.30. Jafnframt munu gítarnemendur Tónlistarskóla Raufarhafnar taka þátt í tón- leikunum. Símon leikur suð- ur-amerísk gít- arverk eftir H. V. Lobos, L. Brouw- er, A. Lauro, R, Dayens, J. Morel og R. Borges og íslensk þjóðlög í útsetningu Gunnars R. Sveinssonar og Jóns Ásgeirs- sonar. Símon mun einnig leika tvö verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, honum til heiðurs, en hann verður sjötugur á næsta ári M.a. verður eitt verk eftir Gunnar frumflutt á tón- leikunum. Áheyrendur geta búist við að fá að taka virkan þátt í tónleikunum. Félag íslenskra tónlistarmanna styrkir tónleikana. Í DAG Símon H. Ívarsson KJARVALSSTOFA á Borgarfirði eystra og Listasafn Reykjavíkur –Kjarvalsstaðir undirrita sam- starfssamning á dögunum. Samn- ingurinn er gerður til að skil- greina samstarf Kjarvalsstofu og Listasafns Reykjavíkur til ársloka 2004. Hann felur m.a. í sér að Listasafn Reykjavíkur mun lána Kjarvalsstofu listaverk og aðra muni úr safninu til sýninga en Kjarval ánafnaði Reykjavík- urborg stórum hluta listaverka sinna og persónulegra muna árið 1968. Listaverkagjöf Kjarvals var um fimm þúsund verk, að stórum hluta teikningar og skissur. Auk þessa veitir samningurinn Kjar- valsstofu aðgang að öllu því fræðsluefni sem til er á Listasafni Reykjavíkur um ævi og list Jó- hannesar Sveinssonar Kjarval. Ráðgert er að Kjarvalsstofa verði opnuð í júní n.k. Í sumar verða settar upp tvær sögusýn- ingar á Kjarvalsstofu. Önnur heit- ir „Kjarval, ævi og list“ en þar verður ævi Kjarvals rakin í máli og myndum, en hin sýningin nefn- ist „Jói í Geitavík“, en þar verður um tengsl Kjarval við borgfirskt mannlíf. Til viðbótar við þessar sögusýningar verður sérstök sýn- ing á verkum sem Kjarval vann á Borgarfirði, auk þess sem áhersla verður lögð á að börn finni eitt- hvað við sitt hæfi í stofunni. Morgunblaðið/Golli Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, og Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Kjarvalsstofu, undirrituðu samninginn og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vottar. Kjarvalsstofa og Kjarvals- staðir hefja samstarf ÞRIÐJI og síðasti hluti sýningarinn- ar Félagar sem haldin er í tilefni af 30 afmæli Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum verður opnaður í dag, laugardag, kl. 16. Á sýningunni hafa leitt saman hesta sína elsti og yngsti fulltrúi Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík, þau Þorbjörg Páls- dóttir og Ásmundur Ásmundsson. Verk Þorbjargar á sýningunni spanna yfir þrjátíu ára tímabil á meðan verk Ásmundar eru nýlega sprottin úr smiðju hans og sum hver unnin inn í rýmið. Í fréttatilkynningu segir m.a: „Ólíkt Þorbjörgu skapar Ásmundur sína list inn í það rými og það um- hverfi sem honum er ætlað. Þannig leggur Ásmundur áherslu á að verk hans rími við verk Þorbjargar og vinni með þeim og í sumum tilfellum mynda þau bakgrunn fyrir verk listakonunnar. Langur undirbún- ingstími hefur farið í samstarf þeirra Ásmundar og Þorbjargar, sem þrátt fyrir ólíkan aldur og ólík efnistök hafa skapað heilsteypta sýningu.“ Verk ríma á Kjarvals- stöðum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.