Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 33
samið við granna sína hafi verið sú að leiðtogar
araba hafi ekki viljað semja. Shlaim sýnir í bók
sinni fram á að sú framsetning eigi ekki við rök að
styðjast. Iðulega hafi Ísraelar látið stjórnast af til-
finningum, sýnt þrákelkni og gripið til vopna þeg-
ar arabaleiðtogar hafi verið tilbúnir til að vera
málefnalegir og ganga til samninga. Oft hafi Ísr-
aelar beitt þeirri aðferð að setja fram óaðgengileg-
ar kröfur til þess eins að láta viðræður renna út í
sandinn.
Sharon er afsprengi þess skóla, sem Shlaim
kennir við hernaðarhyggju. Hann var varnarmála-
ráðherra þegar Ísraelar réðust inn í Líbanon árið
1982 og hefur verið vændur um að bera ábyrgð á
ýmsum óhæfuverkum, sem þá voru framin. Ýms-
um þykir framganga hans nú minna á þá aðferða-
fræði, sem hann beitti í Líbanon fyrir 20 árum. Í
tímaritinu The Economist, sem kom út fyrr í vik-
unni, er því lýst hvernig fulltrúar Verkamanna-
flokksins í stjórninni eru ósáttir við atburðarásina
og óttast að Sharon muni líkt og í Líbanon forðum
ekki fara eftir ákvörðunum, sem stjórn Ísraels
tekur. Þar er tekið sem dæmi að 2. apríl hafi Shar-
on sagt foringjum í hernum að hann útilokaði ekki
að Arafat yrði gerður brottrækur, en stjórnin
hafði einmitt útilokað þann möguleika eftir harð-
vítugar deilur á fundi, sem stóð fram á morgun 31.
mars. Sharon sagði herforingjunum að hann von-
aði að einhver hinna evrópsku erindreka, sem hafa
verið að heimsækja Arafat, myndi bjóða honum
farmiða aðra leið í útlegð. Aðstoðarmaður Sharons
útskýrði síðar að forsætisráðherrann myndi leita
samþykkis stjórnarinnar fyrir því að vísa honum
brott, en að sögn The Economist veltu ýmsir ráð-
herrar því fyrir sér hvort slíks samþykkis yrði leit-
að eftir á líkt og þegar Palestínuleiðtoganum var
vísað brott frá Líbanon.
Í blaðinu segir að það hafi ekki verið úthugsað
herbragð að einangra Arafat, heldur tilviljunar-
kennt pólitískt samkomulag milli ráðherra Verka-
mannaflokksins og meirihlutans í stjórninni, sem
vill reka Arafat brott. Þar kemur fram að Sharon
hafi verið tilbúinn að hafna áskorun frá Colin Pow-
ell um að leyfa Arafat að vera um kyrrt þegar
leyniþjónustur landsins, Mossad, Shin Bet og
leyniþjónusta hersins, lögðust gegn því á þeirri
forsendu að það myndi aðeins auka ofbeldi af hálfu
Palestínumanna og leiða til aukinnar ólgu í araba-
heiminum. Um leið yrði friðarsamningum við
Egypta og Jórdana stefnt í hættu. Binyamin Ben-
Eliezer, varnarmálaráðherra og leiðtogi Verka-
mannaflokksins, kvaðst mundu ganga úr stjórn-
inni ef samþykkt yrði að senda Arafat í útlegð. Því
var afstýrt þegar hugmyndinni um að „einangra“
Arafat var varpað fram. Eftir þessa uppákomu
hefur Sharon hins vegar leitað hófanna hjá þrem-
ur flokkum á hægri vængnum til að kanna hvort
hann geti losað sig við Verkamannaflokkinn úr
stjórninni.
Ef hin harðvítugu átök hafa leitt til þess að al-
menningur í Ísrael er kominn á þá skoðun að beita
þurfi Palestínumenn hervaldi, er ljóst að sams
konar umpólun hefur átt sér stað meðal Palest-
ínumanna og eftir því sem aðgerðir og ofbeldis-
verk Ísraela dragast á langinn magnast hatur og
óvild þeirra í garð hernámsvaldsins. Stuðningur
við Óslóarsamkomulagið, sem var undirritað í
september 1993, var mikill meðal Palestínumanna
í upphafi. Tveir þriðju hlutar þeirra studdu það við
undirritun og sáu menn fram á endalok hernáms,
stofnun opins og lýðræðislegs stjórnmálakerfis og
hraðar umbætur í efnahagsmálum og á lífskjörum.
Árið 1996 var stuðningur Palestínumanna í há-
marki og náði 80%, en aðeins 20% studdu ofbeldis-
aðgerðir gegn Ísraelum. Þetta snerist allt við þeg-
ar Binyamin Netanyahu komst til valda.
Í dagblaðinu The New York Times var í vikunni
talað við leiðtoga bæði Hamas, hinnar herskáu
hreyfingar, sem stendur að baki flestum sjálfs-
morðsárásunum, þar sem þeir lýstu yfir ánægju
sinni með þróun mála. „Við erum vongóðir og í
góðu skapi,“ hafði blaðið eftir Ismail Abu Shanab,
einum af helstu leiðtogum Hamas, eftir árásina í
Netanya þar sem 25 manns biðu bana og á kaffi-
hús í Haifa þar sem 15 manns létust. „Fjörutíu
létu lífið og 200 særðust í aðeins tveimur aðgerð-
um,“ sagði Mahmoud Zahar, annar leiðtogi sam-
takanna, með bros á vör að því er sagði í blaðinu.
Hamas-samtökin eru andvíg því að samið verði
við Ísraela og leiðtogar þeirra telja að heimastjórn
Palestínumanna hafi nú komist að þeirri niður-
stöðu að vonlaust sé að ganga til samninga við Ísr-
ael. Milli Hamas og Fatah-hreyfingarinnar, sem
Arafat leiðir, sé því komið traust bandalag, en
harðar deilur hafa verið milli hreyfinganna og
jafnvel komið til blóðsúthellinga. Markmið Hamas
er aðeins eitt og í viðtalinu við The New York Tim-
es segjast leiðtogar hreyfingarinnar nú bjartsýnir
á að það muni nást. Samtökin vilja afmá Ísrael sem
ríki gyðinga. Þeir fagna árásum Ísraela á Vest-
urbakkanum vegna þess að þeir telja að með þess-
um hernaðaraðgerðum fjölgi sjálfboðaliðum í
sjálfsmorðsárásir. Þegar þeir tala um endalok her-
náms Ísraela eiga þeir ekki við Vesturbakkann og
Gaza heldur allt það svæði, sem kallaðist Palest-
ína. Þegar spurt er hvað eigi að verða um gyð-
ingana benda þeir á að í Bandaríkjunum séu stór,
strjálbyggð landflæmi. En gyðingarnir geti einnig
búið áfram í íslömsku ríki undir íslömskum lögum.
Bandalag el Fatah-hreyfingarinnar og Hamas
virðist fyrst og fremst fólgið í því að Hamas-liðar
séu nú látnir óáreittir. Liðsmenn Fatah virðast líta
svo á að áður fyrr hafi Hamas gert árásir vegna
þess að þeir vildu ekki friðarsamkomulag, nú eigi
hreyfingarnar sameiginlegan óvin.
Hvað sem þessu svokallaða bandalagi líður er
ein spurningin hvaða völd Arafat hefur í þeirri
stöðu, sem hann er í nú, umsetinn í Ramallah. Það
er auðvelt að skipa Arafat að standa og sitja eins
og bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa gert.
Það er hins vegar segin saga að í hvert skipti, sem
Arafat eða heimastjórnin kveðst uppfylla kröfur,
er því svarað til að það hafi ekki verið gert af heil-
indum og ný skilyrði sett.
Á báða bóga eru að verki menn, sem ekki
treysta andstæðingnum. Það er auðvelt að fyllast
reiði yfir atburðarásinni fyrir botni Miðjarðarhafs.
Aðgerðir Sharons eru glórulausar og til þess eins
fallnar að gera illt verra. Það er um leið ógerning-
ur að réttlæta sjálfsmorðsárásir Palestínumanna.
Það eru hins vegar ekki til nein einföld svör eða
lausnir. Ein fyrirstaðan fyrir samkomulagi er
mennirnir við stjórnvölinn. Hvað sem um Arafat
má segja er hann þó límið, sem heldur Palest-
ínumönnum saman. Enginn gæti tekið við stöðu
hans um þessar mundir. Ef hans nyti ekki lengur
við myndi það þýða að ný öfl kæmust til valda og
erfitt að segja til um hvaða hugmyndafræði fylgdi
slíkum skiptum. Sharon þolir ekki Arafat. Hann
hefur þegar lýst yfir því að hann sjái eftir að hafa
ekki látið myrða hann í Líbanon á sínum tíma og
sagt er að hatur hans í garð Arafats sé svo sterkt
að hann missi stjórn á sér við að hugsa um hann. Í
The New York Times var viðureign þeirra nýlega
lýst þannig að hér væri um að ræða hefndarstríð
manns, sem barist hefði í öllum styrjöldum Ísraela
og hefði aldrei „litið öðru vísi á Arafat en sem
gamlan bin Laden, sem af drypi blóð myrtra gyð-
inga“, og viðurkenning á honum sem leiðtoga Pal-
estínumanna fyllti Sharon viðbjóði.
Hvert verður
hlutverk Banda-
ríkjamanna?
Það er ljóst að Ísraelar
og Palestínumenn
munu aldrei leysa úr
sínum ágreiningi af
eigin rammleik. Sagt
hefur verið að Sharon
hafi tekist að færa klukkuna aftur um marga ára-
tugi í samskiptum Ísraela og Palestínumanna.
Bandaríkjamenn geta einir stillt til friðar milli
þeirra, en það þarf meira en að segja það.
Í öllum málflutningi Bandaríkjamanna hefur
gætt greinilegrar slagsíðu. Þeir hafa leynt og ljóst
stutt Ísraela og meira að segja þegar slegið er á
handarbakið á ísraelskum ráðmönnum er aldrei
talað til þeirra í sama tóni og til Arafats, sem ítrek-
að er lýst þannig að hann sé ekki traustsins verð-
ur. Í Newsweek var í vikunni vísað til þess að Bush
hefði heimsótt Ísrael þegar hann var ríkisstjóri í
Texas og náð mjög góðu samkomulagi við Sharon
og átt auðvelt með að setja sig í spor hans þegar
hann lýsti stöðu Ísraela í miðju hafi araba. Hann
hafi þá reynt að koma á fundi með Arafat, sem hafi
ekki sagst hafa tíma til að hitta sig, en síðan látið
leka til fjölmiðla að Bush hefði ekki viljað fund.
Bush hafi síðan misst þolinmæðina gagnvart Ara-
fat þegar Palestínuleiðtoginn sór og sárt við lagði
að hann hefði ekki komið nálægt vopnasendingu,
sem Ísraelar gerðu upptæka og sögðu að Palest-
ínumenn hefðu staðið á bak við. Sagði í tímaritinu
að Bush þyldi ekki að logið væri upp í opið geðið á
sér. Bush verður hins vegar að sætta sig við að
ekki verður gengið fram hjá Arafat eigi samkomu-
lag að nást.
Þá er erfitt að sjá hvernig tryggja á samkomu-
lag án þess að þriðji aðili komi til í formi einhvers
konar öryggisgæslu og verður að teljast ósenni-
legt að Bandaríkjamenn geti skotið sér hjá því að
leggja þar til mannafla og gögn. Eins og málum er
komið er hins vegar víst að þar yrði ekki um
skammtímaverkefni að ræða og nær að horfa jafn-
vel nokkra áratugi fram í tímann.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blíðskaparveðrið í gærmorgun skapaði ákjósanlegar aðstæður fyrir þennan unga snjóbrettakappa að sýna listir sínar efst í Hlíðarfjalli. Akureyri er í baksýn.
Það er auðvelt að
fyllast reiði yfir at-
burðarásinni fyrir
botni Miðjarðarhafs.
Aðgerðir Sharons
eru glórulausar og
til þess eins fallnar
að gera illt verra.
Það er um leið
ógerningur að rétt-
læta sjálfsmorðs-
árásir Palestínu-
manna.
Laugardagur 6. apríl