Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Málþing jafnréttisnefndar kirkjunnar
Ekki aðeins
hagsmunamál
VEGNA kosninga tilkirkjuþings semstanda fyrir dyr-
um býður jafnréttisnefnd
kirkjunnar til málþings nk
mánudag. Arnfríður Guð-
mundsdóttir er formaður
Jafnréttisnefndarinnar og
hún svaraði nokkrum
spurningum Morgunblaðs-
ins.
Segðu okkur fyrst sitt-
hvað um málþingið.
„Yfirskrift málþingsins
er „Konur – kirkjuþing?“
og tilefnið er kosning til
kirkjuþings sem fer fram í
vor. Það er jafnréttisnefnd
kirkjunnar sem boðar til
þessa málþings sem verð-
ur á morgun, mánudag,
klukkan 17 til 19 í safnað-
arsal Hallgrímskirkju.
Kirkjumálaráðherra flytur ávarp í
upphafi málþingsins en síðan er
það mitt hlutverk að draga upp
mynd af stöðu jafnréttisins innan
kirkjunnar í dag. Við höfum feng-
ið einn fulltrúa presta og annan úr
hópi sóknarnefndarfólks til þess
að bregðast við spurningunni, af
hverju eigum við að keppa eftir
jafnrétti kvenna og karla innan
kirkjunnar og vera um leið máls-
hefjendur í almennum umræðum
sem taka síðan við. Þetta eru þau
Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðing-
ur og sóknarnefndarfulltrúi í Bú-
staðasókn, og sr. Magnús Erlings-
son sóknarprestur á Ísafirði. Það
er biskup Íslands sem flytur loka-
orðin. Fundarstjóri er Drífa
Hjartardóttir, alþingismaður og
fulltrúi í jafnréttisnefnd kirkjunn-
ar. Ég vil taka það fram, að mál-
þingið er öllum opið sem hafa
áhuga.“
Hvernig standa jafnréttismál
kirkjunnar?
„Á kirkjuþingi haustið 1998 var
samþykkt jafnréttisáætlun fyrir
íslensku þjóðkirkjuna og um leið
var skipuð jafnréttisnefnd til þess
að fylgja þessari áætlun eftir. Í
jafnréttisáætluninni eru talin upp
fimm verkefni sem lögð skal meg-
ináhersla á.
Að rétta hlut kvenna innan
kirkjunnar, að jafna aðild
kynjanna að nefndum og ráðum
og yfirstjórn kirkjunnar, að stuðla
að jöfnun launa og aðstöðu kvenna
og karla innan kirkjunnar, að
vinna að fræðslu um jafnrétti og
að vinna að endurskoðun málfars í
kirkjulegri boðun og starfi.
Á undanförnum áratug hefur
orðið mikil breyting á stöðu
kvenna innan kirkjunnar. Fyrsta
konan var vígð til prests árið 1974
og síðan liðu sjö ár þar til kona
númer tvö bættist við. Lengi
framan af varð fjölgun kvenna í
prestastétt hæg, en nú eru konur
26% af hópi þjónandi presta.
Á síðustu fjórum árum hafa
þrjár konur orðið prófastar, en
alls eru prófastsdæmin 16. Ennþá
hefur kona ekki hlotið biskups-
vígslu hér á landi, en
síðan 1999 situr kona í
fyrsta skipti í kirkju-
ráði. Það dapurlega er
hins vegar að konum
fækkaði um tvær í síð-
ustu kirkjuþingskosningum og nú
situr þar aðeins ein kona, en alls
eru kirkjuþingsfulltrúar 21, 9
prestar og 12 leikmenn.“
Getur orðið jafnrétti staðið hér
undir nafni?
„Það má reikna með að hlutfall
kvenna og karla á meðlimaskrá
þjóðkirkjunnar sé nokkuð jafnt.
Enda kemur í ljós, þegar kynja-
samsetning í sóknarnefndum er
skoðuð, að þar eru svotil alveg
jafnmargar konur og karlar. Hlut-
fallið breytist nokkuð þegar litið
er á samsetningu á hópi formanna
sóknarnefndanna, en þar eru karl-
ar talsvert fleiri, eða 63% á lands-
vísu. Konur í formannshlutverki
eru langflestar á höfuðborgar-
svæðinu, eða allt niður í 6% í einu
prófastsdæmanna þar. Það er
sóknarnefndarfólk sem kýs 12
fulltrúa leikmanna á kirkjuþingi
og því hlýtur það að vekja athygli
að engin kona úr þeim hópi skuli
hafa verið kosin á kirkjuþing í síð-
ustu kosningum.“
Hvers vegna hefur kirkjan ver-
ið svona „karlastýrð“?
„Lengi vel var staðan sú að
karlar höfðu einir aðgang að guð-
fræðimenntun og vígðum emb-
ættum kirkjunnar. Nú er það ekki
lengur raunin innan íslensku þjóð-
kirkjunnar. Kirkjuskilningurinn
tekur breytingum með tímanum
og prestsímyndin sömuleiðis.
Eins og áður sagði eru konurnar
jafnmargar körlunum í sóknar-
nefndum og þeim fer fjölgandi
meðal presta. Innan kirkjunnar
eru alltaf einstaklingar sem vilja
halda í það gamla og streitast á
móti öllum breytingum. Það virð-
ist vera aukin tregða til að hleypa
konum að eftir því sem ofar dreg-
ur í valdastiganum. Kirkjuþing er
valdamikil stofnun og því er eðli-
legt að spyrja hvort það hafi eitt-
hvað að gera með stöðu
kvenna þar.“
Myndu fleiri konur
breyta kirkjunni?
„Það er köllun kirkj-
unnar að vinna í anda
jafnréttisboðskapar Krists. Jafn-
réttið varðar einnig trúverðug-
leika kirkjunnar og í þessu tilfelli
sérstaklega kirkjuþings. Það er að
mínu mati mjög nauðsynlegt að
kirkjuþing endurspegli það sam-
félag sem það er fulltrúi fyrir.
Hvort kirkjan breytist eitthvað
með tilkomu kvenna veltur fyrst
og síðast á því hvernig konurnar
sem kosnar eru nota aðstöðu sína
og hvort þær finna sig frjálsar til
að koma með breyttar áherslur.“
Arnfríður Guðmundsdóttir
Arnfríður Guðmundsdóttir er
fædd 1961. Stúdent frá MS 1981
og með embættispróf í guðfræði
frá HÍ 1986. Framhaldsnám í trú-
fræði í Bandaríkjunum frá 1987,
v/ University of Iowa, University
of Chicago og Lutheran School
of Theology at Chicago og lauk
þaðan doktorsprófi 1996. Prests-
vígð 1987 sem aðstoðarprestur í
Garðaprestakalli. Stundakennari
v/ guðfr.deild HÍ 1996–99 og
lektor í guðfræði frá 2000. For-
maður jafnréttisnefndar kirkj-
unnar frá 1999. Maki er Gunnar
Rúnar Matthíasson sjúkra-
húsprestur og eiga þau Guð-
mund Má og Önnu Rún.
Aukin tregða
að hleypa
konum að
FORRÁÐAMENN sænska lág-
gjaldaflugfélagsins Goodjet, sem
áformar að hefja starfsemi síðar í
mánuðinum í samkeppni við SAS,
voru langt komnir í viðræðum við Ís-
landsflug um að félagið útvegaði Bo-
eing 737-vélar til áætlunarflugs í
Evrópu í sumar.
Að sögn Ómars Benediktssonar,
framkvæmdastjóra Íslandsflugs, var
Goodjet búið að greiða inn á banka-
reikning þegar Svíarnir ákváðu á
síðustu stundu að breyta vélakost-
inum og taka inn stærri vélar af
gerðinni Airbus 320 frá sænsku flug-
félagi. Þær taka um 180 manns í sæti
en Boeing 737 taka tæplega 150
manns. Íslandsflug var tilbúið að
leggja fram fimm slíkar vélar en til
að byrja með ætlar Goodjet að fljúga
daglega frá Gautaborg til tveggja
áfangastaða í Frakklandi. Síðar í
sumar er svo ætlunin að fjölga
áfangastöðum í Evrópu, að því er
fram kom á fréttavef BBC og greint
var frá í Morgunblaðinu á miðviku-
dag.
Ómar sagði að forráðamenn
Goodjet hefðu sett sig í samband við
Íslandsflug um síðustu áramót og
viðræður staðið yfir, m.a. hér á landi,
alveg þar til fyrir um þremur vikum.
„Vissulega hefði verið gott að fá
þetta verkefni. En eins og oft er í við-
skiptum er ekkert öruggt fyrr en all-
ir peningar eru komnir í bankann og
verkefnið byrjað,“ sagði Ómar.
Hann sagði það ofsagt í frétt BBC
að hópur fjárfesta stæði á bakvið
Goodjet. Um einn aðila hefði verið að
ræða í upphafi sem síðan hefði fengið
stórt fjárfestingarfélag í Svíþjóð til
liðs við sig. Það félag hefði átt hags-
muna að gæta í öðru flugfélagi sem
nú ætti að endurreisa. Efaðist Ómar
um að það félag fengi flugrekstrar-
leyfi fyrir tilætlaðan tíma í lok apríl.
Lággjaldaflugfélög taka ekki
þátt í alþjóðlegu sölukerfi
Goodjet mun, líkt og önnur lág-
gjaldaflugfélög, eingöngu bjóða ferð-
ir sínar á Netinu. Flugleiðir munu
ekki selja tengiflug með Goodjet og
segir Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Flugleiða, það einfald-
lega ekki standa félaginu til boða.
Goodjet selji flug sín sjálft og sé
ekki þátttakandi í því alþjóðlega
sölu- og bókunarkerfi flugfélaga,
Amadeus, sem gerir þeim kleift að
selja ferðir um allan heim.
Íslandsflug var í við-
ræðum við Goodjet
LÖGREGLAN á Hólmavík stöðvaði
fimmtán ökumenn á Holtavörðuheiði
fyrir of hraðan akstur á föstudag á
aðeins fjórum klukkustundum.
Flestir ökumannanna voru á 120 km
hraða en sá sem hraðast fór mældist
á 125 km hraða.
Mikið hefur borið á hraðakstri úti
á þjóðvegum landsins undanfarna
daga.
Fimmtán teknir á
Holtavörðuheiði
♦ ♦ ♦