Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓ ótrúlegt megi virðast náði bandarískt sjónvarp að toppa sjálft sig í síðustu viku með nýrri þáttaröð sem ber heitið ,,Piparsveinninn“. Ég sat límd við skjáinn og er því í full- kominni mótsögn við sjálfa mig með því að hneykslast á þáttunum, en þar held ég að ég sé í sporum hins dæmigerða áhorfanda að raunveru- leikasjónvarpi. Forvitnin heldur honum hugföngnum og togast á við samviskubitið yfir því að hafa svona hræðilega gaman af raunverulegum vandræðum/leyndarmálum annarra. Samt veit maður að þættirnir eru klipptir þannig að útkoman er í raun eins og eftir handriti, en þetta er að einhverju leyti alvöru og maður sit- ur dolfallinn í togstreitu. Eins og hundruð milljóna annarra sjón- varpsáhorfenda. Reyndar tala dálkahöfundar dagblaða og tímarita gjarnan um raunveruleikasjónvarp sem merki um hnignandi siðmenn- ingu, en svo má líka líta á það sem merki um að allt sé ,,normal“, að minnsta kosti þegar Bandaríkin eru annars vegar. Louis Freedberg, sem skrifar reglulega í San Francisco Chronicle, sagði um daginn þegar sex mánuðir voru liðnir frá 11. september, að strax eftir hryðjuverkaárásirnar hefðu flestir spáð því að Bandaríkja- menn myndu taka ákveðið ,,þroska- stökk“ og að samfélagið og menn- ingin myndu strax bera þess augljós merki. Hins vegar væri ljóst að þessar spár hefðu ekki ræst, til marks um það væru tíu spánnýjar raunveruleikasjónvarpsþáttaraðir. En svo vikið sé aftur að Pip- arsveininum þá er plottið á þessa leið. Gerð var leit um þver og endi- löng Bandaríkin og ,,einn besti karl- kostur landsins“ fundinn. Hann er myndarlegur, gáfaður, ríkur, vel menntaður, gengur vel í starfi, lifir afar innihaldsríku lífi en…honum hefur ekki tekist að finna réttu kon- una til að deila því með. Pip- arsveinninn var kynntur í fjöl- miðlum um allt land, hundruð kvenna sóttu um að komast að í þáttunum og 30 voru valdar. Þætt- irnir ganga út á það að piparsveinn- inn kynnist þessum konum, velur síðan eina og í lokaþættinum er gert ráð fyrir því að hann beri upp bón- orðið. Í fyrsta þættinum komu konurnar uppáklæddar til veislu í risavillu á Malibu-strönd þar sem leikurinn fer fram. Sýnd voru viðtöl við konurnar ásamt því sem fylgst var með pip- arsveininum ganga á milli þeirra og ,,kynnast“ þeim. Í lok þáttarins varð hann að velja 15 þeirra til áfram- haldandi þátttöku, þær ,,fluttu“ inn í húsið og verða þar næstu vikurnar, hinar voru sendar heim. Í hverjum þætti sendir hann fleiri heim þangað til að ein er eftir og henni ætlar hann að kvænast. Fram kom í viðtöl- unum við konurnar að þær væru flestallar tilbúnar til að giftast pip- arsveininum litist þeim nógu vel á hann, enda væru þær langþreyttar á stefnumótabransanum og þráðu ekkert heitar en að komast í hjóna- band. Piparsveinninn er líka þreyttur á stefnumótum og vonast til að finna eiginkonu í þessum hópi (hann sagði reyndar í lok fyrsta þáttar að það væru nokkrar þarna sem hann gæti vel ímyndað sér að gætu orðið kon- urnar…nei afsakið, konan hans). Nokkur tár voru felld stax í fyrsta þætti og er rétt hægt að ímynda sér hvernig spennan og heiftin á eftir að magnast þegar á líður. Konurnar búa undir sama þaki, kynnast eins og keppendur í fegurðarsamkeppni, nema hér er mun meira í húfi en tit- ill sem úthlutað er af hlutlausri dóm- nefnd. Í húfi eru ástir eins karl- manns, sem býr undir þessu sama þaki og þarf ekki að vera mjög svartsýnn á mannlegt eðli til að sjá að þetta geti ekki farið vel. Brot úr næstu þáttum eru sýnd til kynn- ingar á þáttaröðinni og þar sjást tár á tár ofan, hann að kyssa og kela við hverja konuna á fætur annarri, við- talsbrot þar sem brostnar raddir segja ,,ég held að ég sé að verða ást- fangin af honum...“ og mjög svo ótrúverðug karlmannsrödd segir ,,guð, hvað þetta er búið að vera erf- itt“. Einmitt það. Sambærileg hugmynd var að baki þættinum ,,Hver vill verða prins- essa?“ sem sýndur var um daginn, en þar komu 50 konur á aldrinum 20 til 30 ára fram í síðkjólum, sundbol- um og léku listir sínar í hæfi- leikakeppni. Verðlaunin voru stefnu- mót við ,,alvöru evrópskan prins“, en nafni og þjóðerni ,,prinsins“ var haldið leyndu á meðan á keppninni stóð. Prinsinn valdi svo eina konu, eftir dramatískan hápunkt keppn- innar þar sem þær komu ein í einu fram á sviðið og ,,töluðu til hans“, en margar tóku sérstaklega fram að þær myndu alveg þola það fjölmiðla- álag sem fylgdi því að vera prins- essa. Kom í ljós að ,,prinsinn“ var ítalskur náungi af hertogaættum, fjölskylda hans átti að vísu gamlan kastala sem sýndar voru myndir af og konan sem hann valdi (sú ljós- hærðasta í hópnum og tveimur höfð- um hærri en hann) virtist hæst- ánægð þegar þau keyrðu út af sviðinu í Alfa Romeo blæjubíl. Af auglýsingum í auglýs- ingahléum beggja þessara þátta að dæma virðist markhópurinn, merki- legt nokk, vera karlmenn. Yfirleitt er þáttum um einhleypa og leit þeirra að ástinni beint til kvenna en hér virðist búið að finna leið til að láta slíkt efni falla að smekk karla. Og það með því að setja einn karl saman við stóran hóp kvenna sem allar vilja hann og hann fær að velja eina. Er þetta það sem karlmenn vilja? Ég spurði vin minn um daginn hvort svona kvennabúrsstemmning væri sjálfsögð og algeng fantasía hjá körlum. ,,Ertu brjáluð?“ svaraði hann, ,,Ein er nóg!“ svo hló hann eins og skepna. Þetta var ekki rétta svarið (veit reyndar ekki alveg hvaða svar ég hefði viljað fá) og ég urraði yfir þeim húmor sem sjón- varpsefni á borð við Piparsveininn virðist kalla fram. Ætla samt að horfa á næsta þátt… bara til að hneykslast. Birna Anna á sunnudegi Það sem karlmenn vilja? Morgunblaðið/Ásdís bab@mbl.is A LLT frá því að há- menningarstefna módernistanna leið undir lok hefur hug- takið „menning“ blásið mjög hratt út. Það sem kom í kjöl- farið byggðist á hugmyndum um jafnræði á öllum sviðum – mörgum að sjálfsögðu til mikillar hrellingar – þar sem öllu, hvort sem það átti ræt- ur sínar að rekja til „lág“ eða „há“ menningar, var gert jafn hátt undir höfði. Afleiðingin var sú að um list- irnar lék hressandi andvari úr öllum, og oft á tíðum mjög óvæntum áttum, öllum listgreinum til framdráttar. Áhrifa úr þjóðlegum arfi, poppmenn- ingu, menningu frumbyggja og hverskyns minnihlutahópa gætti mun meira; slang- uryrði, málsnið og stíll sem ekki fylgja hefðinni rötuðu inn í bók- menntahefðina, áður óhugsandi efni- viður hélt innreið sína í myndlistina – jafnvel glíma nútímamannsins við markaðsöflin var yfirfærð í listrænt form, íhaldsömum listunnendum til skelfingar, á sama tíma og sinfón- íuhljómsveitir reyndu sig við dæg- urtónlist. Samfara þessari þróun varð menningarhugtakið óhjá- kvæmilegra mun óljósara en áður og nú er svo komið að nánast allt hefur yfir sér „menningarlegan“ blæ, eng- inn treystir sér lengur til að draga mörkin á milli menningar og þeirra mörgu ólíku þátta sem skarast á jöðrum hennar, svo sem félags- vísinda, heimspeki, sagnfræði og jafnvel vísinda. Í viðtali sem birtist hér í Morgunblaðinufyrir réttri viku síðan, undir fyrirsögninni„Menningaráhugi er sterkasta þjóð-areinkennið“ sagði nýskipaður mennta- málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, að kraft- urinn í menningarstafseminni hér á landi væri svo mikill um þessar mundir að fram- boðið væri að verða meira en þjóðin réði við að sinna, þótt hún hefði sig alla við. Að þessu var einnig vikið í „Af listum“ pistli Bergþóru Jónsdóttur hér í blaðinu fyrir nokkru en þar fjallaði hún um framboð og eftirspurn í tón- listarlífi landsmanna. Eins og Bergþóra benti á hefur orðið mikil framför í menningarlífi þjóðarinnar og ánægjulegt að vita til þess að lista- og menningarlíf skuli hafa náð því stigi að fólk geti valið úr viðburðum í listneyslu sinni. Sá böggull fylgir þó skammrifi að sam- keppnin um neytandann er orðin svo mikil að einhverjir hljóta að vera farnir að finna fyrir dræmari aðsókn, sérstaklega á þeim álags- tímum þegar margir viðburðir af líkum toga keppa um sama hópinn – eða jafnvel sama fjármagnið ef því er á annað borð til að dreifa. Í þessu sambandi má þó ekki horfa framhjá þeirri staðreynd að ekki er allt sem í boði er jafngilt að gæðum. Atorkan og sköp- unargleðin í listalífinu hér hefur að vísu orðið til þess að fáir hafa treyst sér til að ögra þeirri jákvæðu ímynd sem líflegt menningarlíf hefur með því að draga úr mönnum kjarkinn – að sjálfsögðu vill enginn spilla þeim frjóa jarðvegi er listirnar spretta út. En ef menningarumfjöllun og þá ekki síst stefnumótum tengd henni á að verða markvissari hér, líkt og víða í nágrannalöndum okkar, er nauðsynlegt að sýna aðhald hvað gæði varðir í listum, rétt eins og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Hug- myndafræðileg viðleitni síðustu ára- tuga til að afmá mörkin á milli há- og lágmenningar, hefur að vísu orðið til þess að skilin á milli góðrar og vondrar listar eru oft nokkuð óljós, auk þess sem margt misgott hefur hreinlega verið hrifið með og flotið langar leiðir í þeim ótrúlega fjöl- skrúðuga straumi sem listir samtím- ans mynda, en ábyrgð þeirra sem vinna við menningu er söm fyrir því. T íðarandinn má því ekkiverða til þess að við látumþað sem vel er gertdrukkna í flóði með- almennsku. Líklegt má telja að framboð hér á sviði lista sé að jafnaði ekkert yfirdrifið ef einungis þeir viðburðir eða verk væru tekin inn í myndina sem upp úr standa. Við megum ekki gleyma því að jafnvel þó listflutningur atvinnumanna á tónlist eða leiklist, svo dæmi séu tekin, gangi snurðulaust fyrir sig, er ekki endilega þar með sagt að flutningurinn hafi náð neinum listrænum hæðum hvað túlkun eða áherslur varðar. Það er ekki nema sann- gjarnt að ætlast til þess að atvinnumönnum takist að ljúka heimavinnunni sinni. Hið sama á við í myndlist þar sem ótrúlegt framboð af sýningum er ekki endilega mælikvarði á list- rænt frumkvæði, sérstöðu eða óvenjulega hæfileika. Oft á tíðum er einungis um sýn- ingar á fagmannlegum vinnuaðferðum í ýmsu formi að ræða, sem lítið eða ekkert gildi hafa sem listaverk. Og þá skiptir engu hvort listin er „gamaldags“ eða „nýstárleg“ – þetta á við um allan skalann. Bókmenntirnar eru heldur ekki undanskildar og í kringum hvert einasta jólabókaflóð undrast allir, bæði fagmenn og almenningur, hversu hástemmt lof íslenskir höfundar fá þegar á heildina er litið. Og það er sérstaklega áberandi þegar tekið er tillit til þess að oft er verið að gefa hér út við- urkenndar öndvegisbókmenntir heimsins í sama vetfangi án þess að nokkur veiti því at- hygli eða sjái ástæðu til sérstakrar umfjöll- unar. Íslendingar hafa stundum haft orð á sérfyrir að vera helst til sjálfhverfir, endahefur það líkast til verið sjálfsvirðingu ogmenningu þjóðarinnar til lífs á erfiðum tímum. Það návígi sem ætíð fylgir smáum samfélögum á einnig stóran þátt í að gera hreinskilnislega umræðu, hvað þá gagnrýni, erfiðleikum bundna. Afar óþægilegt getur verið að synda á móti straumnum og styggja vini, kunningja eða ættmenni að óþörfu. Slíkt ætti þó ekki að vera nauðsynlegt ef fagmann- lega er að umræðu, gagnrýni og stefnumótun staðið, atvinnumenn á öllum sviðum munu örugglega kunna að meta aðhald er byggir á þekkingu, víðsýni – og vonandi að lokum – hæfileikanum til að greina kjarnann frá hism- inu. Ef menningaráhugi er þjóðareinkenni Ís- lendinga, eins og við virðumst svo mörg vera sammála menntamálaráðherra um, er svo sannarlega kominn tími til að virkja hann með markvissum hætti menningarlífinu til fram- dráttar. Magn er ekki sama og gæði, og lítil ástæða til að halda að við Íslendingar stönd- um öðrum þjóðum það mikið framar í sköp- unargleði að þjóðin ráði ekki við að sinna því sem vert er að veita athygli. Full ástæða virð- ist vera orðin til að grisja þann gróskumikla garð listrænna lystisemda sem búið er að rækta upp á stuttum tíma, greina á milli þess sem markvert er og hins sem þjónar fyrst og fremst tilgangi sem dægradvöl, afþreying eða skraut. Aðeins þannig verður hægt að við- halda menningaráhuganum til frambúðar – nema orðið sé farið að taka á sig nýja merk- ingu? Sitt er hvað magn og gæði AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvadóttur fbi@mbl.is „Bicycle Wheel“ eftir Marcel Du- champ frá árinu 1951. Verkið er eft- irgerð af upphaflega verkinu frá 1913, en það var fyrsta verkið sem Duchamp setti saman úr venjulegum fjöldaframleiddum hlutum. Sú hugs- un markaði þáttaskil í listsköpun tutt- ugustu aldar þar sem fastmótuðum fagurfræðilegum gildum listanna var ögrað til að afhjúpa hugmynd eða hugsun er byggði á nýju samhengi hlutanna. Með tímanum hefur verkið áunnið sér mikilvægan sess í þróun samtímalista þar sem listrænt vægi er ekki alltaf augljóst nema í hug- myndafræðilegu samhengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.