Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Júlíus Dr. Björn Karlsson brunamála- stjóri með námskeiðsgögn um yfirtendrun elds í hýbýlum og hættur þar að lútandi. ÁBYRGÐ á afleiðingum eldsvoða er viðfangsefni sem slökkvilið Óslóar- borgar hefur orðið að takast á við á undanförnum þremur árum vegna dómsmála sem risið hafa vegna manntjóns og mannvirkjatjóns af völdum bruna. Leiddu slík mál m.a. til ákæru á hendur slökkvistjóra borgarinnar sem hrökklaðist úr starfi að því er fram kom hjá arftaka hans á brunavarnaþingi Bruna- tæknifélags Íslands sem haldið var á föstudag. Jon Myroldhaug, slökkviliðsstjóri í Ósló, sagði að dómsmál vegna elds- voða í borginni, sem sum hver hafa ekki enn verið til lykta leidd að fullu fyrir dómstólum, hafi haft breyting- ar í för með sér í starfsemi liðsins og vakið upp spurninguna um hver beri ábyrgð á afleiðingum eldsvoða. Bruni í íbúðarhúsi í janúar 1999 í norsku höfuðborginni markaði þáttaskil. Þar fórst kona en slökkvi- liðsmenn voru komnir á vettvang níu mínútum eftir að hún hringdi í neyð- arlínuna. Sagði Myroldhaug mistök á vettvangi og í samskiptum neyð- arlínunnar og slökkviliðs hafa leitt til þess að konan brann inni. Rakti hann hvernig blaðið Dagsavisen, en fulltrúi þess var á vettvangi, hefði leitt í ljós með eftirgrennslan að bjarga hefði mátt konunni. „Það sem fylgdi í kjölfarið er eitthvað sem við höfðum aldrei áður kynnst í starfi liðsins,“ sagði Myroldhaug en forveri hans var ákærður fyrir afglöp í starfi og hvarf úr embætti. Rannsóknin leiddi til þess að Ósló- arborg, sem eigandi slökkviliðsins, var sektuð um eina milljón króna vegna mistaka við björgun konunn- ar. Í ljós kom að ekki voru til hjá slökkviliðinu nema mjög takmarkað- ar verklagsreglur og forræði stjórn- enda þótti óskýrt. Afleiðingin var sú að undir stjórn Myroldhaugs hafa verið samdar ítarlegar verklagsregl- ur og skýrt kveðið á um stjórnunar- þátt á hverju stigi máls. Ennfremur hafi slökkviliðsmenn verið þjálfaðir í að tala minna á brunastað til að koma í veg fyrir að fólk á vettvangi fái of miklar upplýsingar um ástand mála og sérstaklega hefur verið kveðið á um hverjir megi tjá sig. Myroldhaug nefndi fleiri bruna í millitíðinni sem leitt hefðu til rann- sókna og dómsmála og fulltrúar á ráðstefnunni töldu að mál af því tagi ættu eflaust eftir að koma upp hér á landi. Slökkvilið Óslóarborgar tekst á við ný vandamál Hefur sætt ábyrgð vegna afleiðinga eldsvoða FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 23 Á BRUNAVARNAÞINGI Bruna- tæknifélags Íslands á föstudag kom fram að Brunamálastofnun hefði feng- ið 17 milljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu til að kosta þriggja ára doktorsnám erlends byggingaverk- fræðings eða eðlisfræðings við Há- skóla Íslands til að rannsaka þætti er lúta að svonefndri yfirtendran elds og því er súrefni hleypur inn í lokað eld- rými. Í máli dr. Björns Karlssonar bruna- málastjóra kom fram að um er að ræða verkefni sem Brunamálastofnun vinn- ur að í samstarfi við sex erlenda aðila. Auk þessa munu tveir meistara- námsnemar við háskólann í Lundi í Svíþjóð dveljast hér á vegum Bruna- málastofnunar til að gera úttekt á olíu- flutningum milli Reykjavíkur og Keflavíkur og hvað gerist þegar olía er flutt gegnum vatnsverndarsvæði. Björn gerði í erindi sínu á þinginu grein fyrir breytingum sem orðið hefðu á starfsumhverfi íslenskra slökkviliðsmanna sem yfirvofandi væru með nýrri brunavarnaáætlun sem væntanlega verður tilbúin í maí. Mun hún leggja m.a. grunninn að gæðastjórn og úttekt á starfsemi slökkviliða og auðvelda íbúum og stjórnendum sveitarfélaga að fá upp- lýsingar um skipulag slökkviliðs og markmið. Þessu tengt sagði Björn margar reglugerðir í smíðum sem myndu móta starfsemi slökkviliða í framtíð- inni. Þar á meðal væri reglugerð um brunahönnun mannvirkja, reglugerð um brunarvarnir í jarðgöngum, reglugerð um flutning hættulegra efna í slíkum göngum, reglugerð um tækjakost og mannafla slökkviliða, reglugerð um lágmarksbúnað slökkviliða vegna mengunaróhappa á landi og reglugerð um hlífðarbúnað slökkviliðsmanna og reglugerð um reykköfun og eiturefnaköfun. Í þessu sambandi kom fram hjá Birni að vinna samráðshóps um ör- yggisþætti Hvalfjarðarganga varð- andi viðbragðsáætlun fyrir göngin, æfingar þar, ástand og farm vöru- flutningabíla, áhættugreiningu og reglugerðarsmíði í framhaldi af því væri langt á veg komin. Úttekt á olíuflutn- ingum milli Reykja- víkur og Keflavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.