Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kransar - krossar Kistuskeytingar • Samúðarvendir Heimsendingarþjónusta Eldriborgara afsláttur Opið sun.-mið. til kl. 21 fim.-lau. til kl. 22                                            !     " !# !     $% && '        (    )                 !"# $%&   '# (!!    )  * && &+                                                  !""#  $%" &" "%#  $ " '( %"#  )*  $%" % "" '( %"#  $( +,, '( %- !"" %  &"%" ."#  &" "%- !"" % /(  !""#  0%1    !"" % 1-"%"+%                                     !" # $$  "  # $$ "%  $ %"  # "  # $$ &'  ! %" () "  # $$ "*+)"   %"   "  # $$ ' ()" %" '+)" % " '+)"                                           !    " !   #  $   %   &        !   " # $ !   % &   !#    !&!! '&( )  #  )&*$   (* + # , )  )&*$ )  &! !    )&*$ ) +- ./ &  !   )                                  !"       #   $   % &   '((     !"  "# !  $  #   !%#& '#' (   )! & * %# '#' ( "# '# !    +"  '#' ( "#      $  #  ,#!# "# # '#   -!. !#   /0' 1 $  # "#& ✝ Stefán Sigtrygg-ur Valdimarsson fæddist í Reykjavík 29. júní 1934. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 28. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Stefanía Jónína Guð- mundsdóttir, f. 1.7. 1908, d. 10.7. 1980, og Valdimar Daníels- son, f. 8.9. 1909, d. 20.12. 1992. Stefán átti eina systur, Dýr- finnu, f. 1.5. 1931, d. 23.6. 1992. Stefán kvæntist 15.9. 1956 Huldu Jakobsdóttur, f. 30.7. 1937. Börn þeirra eru: 1) Mar- teinn Jakob, f. 25.7. 1956, maki Ásgerður Helgadóttir, f. 15.2. 1961, börn þeirra eru Jóhanna Helga, f. 7.1. 1981, Stefanía Hulda, f. 14.11. 1984, og Daníel Þór, f. 15.6. 1988. 2) Stefán Valdi- mar, f. 24.7. 1957, maki Árný Þóra Árnadóttir, f. 25.7. 1963, börn þeirra eru Daníel Valgeir, f. 4.4. 1988, Brynjar Árni, f. 8.4. 1990, og Þórunn Marta, f. 3.6. 1998, en fyr- ir átti Stefán Eyrúnu Margréti, f. 20.7. 1979, og er dóttir hennar Birta Líf Bjarkadóttir, f. 20.10. 1996. 3) Linda Björk, f. 15.12. 1958, maki Þórir Sigurbjörnsson, f. 13.8. 1959, börn þeirra eru Arn- dís Lilja, f. 17.1. 1995, og Bjarki Þór, f. 4.12. 1998, fyrir átti Linda synina Benedikt Kristin Ólafsson, f. 5.11. 1975, og Björn Kol- bein Þorsteinsson, f. 7.12. 1978. 4) Daníel Valgeir, f. 1.10. 1960, d. 10.2. 1984. 5) Arnar, f. 20.5. 1962, maki Kristín Helga Þorsteinsdótt- ir, f. 22.2. 1963, börn þeirra eru Elín Dögg, f. 29.11. 1983, og Steinar Þór, f. 17.8. 1988. 6) Hulda Bergrós, f. 13.1. 1968, maki Hannes Kristjánsson. f. 6.1. 1968, börn þeirra eru Kristján, f. 6.10. 1988, og Stefán Þór, f. 2.3. 1996. 7) Hjalti Þór, f. 15.3. 1977. Stefán fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann vann ýmis störf, vefari hjá Vefaranum í Mos- fellssveit, í sandnámunum í Kolla- firði og var kembimaður hjá Ála- fossi. Hann vann einnig sem vörubílstjóri hjá Mosfellshreppi, ók skólabíl og margt fleira. Hann var einn af stofnendum Litlu bíla- stöðvarinnar í Mosfellssveit. Útför Stefáns fer fram frá Há- teigskirkju á morgun, mánudag- inn 8. apríl, og hefst athöfnin klukkan 15. Nú loksins kom kallið, pabbi minn, eftir alla þessa baráttu. Við vissum hvert stefndi og að þrek þitt var á þrotum. Á svona stundu leitar hugur minn til baka og ég hugsa um allar þær stundir sem eru mér svo dýr- mætar. Frá því árið 1998 þegar þú og mamma fóruð í ferðina með húsbíla- hópnum höfðum við systkinin það á tilfinningunni að þú værir í þinni hinstu för um landið að kveðja það og vini. En þrjóskan var svo mikil að það varð ekki svo. En í staðinn feng- um við allan þennan tíma í viðbót með þér. En svo kom að því og alltaf er það jafnsárt. Þó svo að þú værir bundinn heima þá voru greiðarnir gerðir, sumir dagar fóru í það að redda hinum og þessum varahlutnum á besta verði í bænum, því bíladellan fór ekki neitt. Og ekki minnkaði stríðnin, þú hafðir bara meiri tíma í að fylgjast með okkar lífi og vandræðum. Og ef ekki var fótbolti í sjónvarpinu hringdirðu. Þú fylgdist svo vel með hvort sem það voru jarðskjálftar í Hveragerði eða snjókoman á Blönduósi, þá varstu kominn í samband og oft á tíð- um hafðir þú meiri vitneskju en við. Þú hafðir það oft á mig að ég myndi sofa þó að húsið hryndi á mig ein- hverja nóttina í skjálftahrinum. En margs er að minnast og margs er að þakka þó standa alltaf gleðistundirn- ar upp úr þegar maður lítur til baka. Þú og mamma reistuð ykkur fallegt heimili, Litlagerði. Litlagerði hefur verið okkur systkinunum jafnöruggt í lífinu og skatturinn. Þar stóðu og standa allar dyr opnar á hvaða tíma sólahringsins sem er, fyrir okkur, vini okkar og ekki síst ykkar vini. Já, oft var og er kátt í eldhúsinu í Litla- gerði. Aldrei var spurt um stétt né stöðu, dyrnar stóðu opnar fyrir menn og málleysingja. Ég hef alltaf verið svolítil pabba- stelpa og grætt dálítið á því. Pabbi reisti flottasta kofann í hverfinu handa mér og varð þá dúfnakofi strákanna að víkja (þó svo þeir hefðu áhuga á öllu öðru en dúfum á þeim tíma). En ég fékk flottasta kofann og pabbi setti meira að segja alvörugler í gluggana. Pabbi byggði líka sund- laug í garðinum fyrir börnin sín og barnabörnin sem voru byrjuð að líta dagsins ljós. Hún varð vígð eftir- minnilega á á fjörutíu og fimm ára afmæli hans. Ferðir pabba á haug- ana voru skemmtilegar, hann kom iðulega með meira heim en hann hafðí hent. Hann fann alltaf eitthvað nýtilegt og eftir eina slíka töfraði hann fram fjögur þríhjól fyrir afa- strákana sem voru að vonum glaðir. Já, pabbi hélt mér undir skírn, hann valdi meira að segja nafnið mitt, þetta voru fallegustu nöfn sem hann vissi um. Stóð við hlið mér á fermingardaginn og átti þá ósk að leiða mig upp að altarinu (sem ekki verður af því miður). Hann kom að undirbúningi ferðar til Svíþjóðar sem ég fór með handboltanum og mætti inn á Tungubakka þegar ég keppti í fótbolta, hann sótti mig líka á böllin þegar ég hafðí aldur til, já hann passaði vel upp á litlu stelpuna sína. Kaup á fyrsta bílnum, þá var hann í essinu sínu. Bílar og tæki voru aðaláhugamál pabba, þeysast í ferðalag hvort sem var á vetri að sjá Heklugos eða Þórsmörk að sumri. Já, allar þessar ferðir voru farsælar og ekki var hann í vandræðum að redda hlutunum sem upp komu. Ef von var á Færeyingum, var ekki að spyrja, að pabbi útvegaði færeyska fánann. Já, það var sama hvað var, hann var ekki í vandræðum. Það hefur ekki verið átakalaust að koma 7 börnum til manns en það gerðu þau svo sannarlega með allri sinni hlýju og umhyggjusemi að þau mega vera stolt af (þótt ég segi sjálf frá). Fyrir rúmum 18 árum misstu þau son og við mætan bróður af slys- förum. Það reyndi verulega á og pabbi stóð sem klettur og hélt utan um mömmu og börnin sín. Það þjappaði okkur öllum saman og hef- ur orðið til þess að þær stundir sem við höfum átt saman eru ómetanleg- ar. Mamma og pabbi hafa lagt mikla áherslu á að eiga sem flestar ánægjulegar stundir með okkur í veikindum pabba. Því enginn vissi hvenær síðasti afmælisdagurinn eða síðustu jólin hans pabba yrðu. Og sú varð raunin að síðustu jól voru þau síðustu hjá pabba. Mikið er ég þakk- lát fyrir að þú hafir fengið að eyða þeim í Litlagerði í faðmi fjölskyld- unnar. Ég vil þakka þér að fá að vera dóttir hans Didda í Litlagerði, ég vil fá að þakka þér fyrir að hafa verið góður afi og vinur vina þinna. Ég vil líka þakka þeim sem gerðu það mögulegt að þú gast verið heima svo lengi sem þú varst, mamma, þú átt heiður skilið fyrir alla þína þolin- mæði. Við sáum það best þegar þú veiktist að ekki var auðvelt starf að sinna pabba ásamt fullri vinnu. Pabbi, nú andar þú auðveldlega, sit- ur og spilar á nikkuna þína og eflaust hefur Dandi bróðir tekið á móti þér opnum örmum, þú skilar kveðju og megi góður guð gefa mömmu styrk. Hún er hetja. Ó, guð ef að lífið mig leikur grátt þá lát mig ei verða bitra gefðu mér kraft til að horfa hátt og hugsa ekki mest um það liðna en gefðu að ég skilji hve gott ég hef átt og gerðu mig hugrakka og vitra. (Arndís G. Jakobsdóttir.) Þín dóttir, Hulda Bergrós. Sem elsta barnabarn afa naut ég ýmissa forréttinda. Og eru þær margar stundirnar sem ég átti með afa. Afi var mikið fyrir vélknúin öku- tæki, sér í lagi jeppa og vélsleða. Hann hvatti mig stöðugt og hjálpaði mér með þau tæki og tól. Mér er í fersku minni þegar afi kom með fyrsta sleðann minn í hlað, sem hann og Addi frændi gerðu upp nýmálað- an og flottan. En hann var ekki lengi í svoleiðis ástandi. Því maður kunni ekki að fara með slíka hluti. En afi kunni það. Um páskana fórum við bræður og frændur oft með afa og ömmu í sum- arbústað. Voru sleðarnir teknir með svo hægt væri að þeysast þar í kring. Eins þegar afi og amma eignuðust fyrsta húsbílinn, fengum við bræður að fljóta með í Þórsmörk og fleiri staði. Við systkinin höfum átt athvarf hjá afa og ömmu í Litlagerði hvenær sem var. Þar hefur stórfjölskyldan hist á jólum og öðrum tyllidögum. Eftir að afi hætti að geta ferðast sjálfur, hlustaði hann á ferðasögurn- ar okkar, sá þær jafnvel á mynd- bandi. Afi var iðinn við að hringja í okkur á þessum ferðalögum til þess að spyrja hvar við værum eða hvern- ig veðrið væri. Hann gerði líka at- hugasemdir ef bílarnir litu ekki nógu vel út hjá okkur. Við þyrftum að fara og þvo og bóna. Yngri systkini okkar þekktu ekki þennan afa sem lagaði fyrir okkur og bætti. Arndís litla fékk það hlutverk að sendast fyrir afa, ná í vatn eða sækja eitthvað ann- að hún gerði það með mikilli ábyrgð- artilfinningu. En Bjarki hafði meiri áhuga á kex-skúffunni hans afa, þar geymdi hann afakex. Eins vöktu hjálpartæki afa áhuga hans. Elsku amma, þú stendur ekki ein í sorginni, við stöndum með þér og höldum áfram að koma í Litlagerði sem hefur verið miðpunkturinn í okkar lífi. Við gleymum ekki afa og við trúum að honum líði betur og haldi áfram að fylgjast með okkur þar sem hann er nú. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín barnabörn, Benedikt, Björn, Arndís og Bjarki. STEFÁN SIGTRYGG- UR VALDIMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.