Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 35 MARGIR telja að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu snúist eingöngu um sjávarútvegsmál. Málið er miklu stærra og víð- tækara en svo og varð- ar fjölmarga aðra mik- ilvæga þætti, s.s. sjálfsákvörðunarrétt og fullveldi landsins, mál- efni annarra atvinnu- greina eins og landbún- aðar og ferðaþjónustu, málefni vinnumarkað- arins, atvinnuöryggi og stöðugleika á vinnu- markaði o.s.frv. Einnig vakna spurningar um tapaða möguleika til sjálfstæðrar innlendrar hagstjórnar til að bregð- ast við sveiflum í hagkerfinu, spurn- ingar sem tengjast lýðræði og sjálfs- ákvörðunarrétti fólks og því að völd og áhrif séu ekki flutt frá landinu til fjarlægs miðstjórnarvalds í Brussel. Hitt er ljóst að málefni sjávarútvegs- ins vega þungt og fram undir þetta hafa flestir talið að hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins, óbreytt og án undanþága, sé óaðgengileg fyrir Ísland. Í aðild er fólgið framsal á sjálfsákvörðunarrétti á sviði sjávarútvegs- og auðlinda- mála, um það er ekki deilt. Ákvörðun um heildarveiði færist til Brussel en það gildir um fleira sem minni athygli hefur beinst að. Sjálfstæður samn- ingsréttur við önnur ríki færist líka til Brussel og sjálfsákvörðunarréttur á fleiri sviðum. Tilraunir þeirra sem nálgast vilja Evrópusambandið hafa því gengið út á að sannfæra okkur um, annað tveggja, að sameiginlega fiskveiðistefnan sé ekki eins slæm og menn hafa talið eða að hægt sé að fá frá henni undanþágu. Nýjasta útspil- ið er að hugsanlega megi semja um sértæka beitingu hennar að ein- hverju leyti á íslenska hafsvæðinu. Lítum nánar á þetta. Sjávarútvegsstefna ESB óaðgengileg Er núverandi sameiginleg fisk- veiðistefna Evrópusambandsins við- unandi fyrir Íslendinga? Sumir reyna að afgreiða málið með því að segja að vegna þess að aðrar þjóðir hafi ekki nýlega veiðireynslu á Íslandsmiðum þá þurfum við engu að kvíða. Þessi röksemdafærsla stenst ekki nánari skoðun. Fyrir það fyrsta er umdeilt hvaða ár yrðu lögð til grundvallar mati á veiðireynslu. Viðsemjendur okkar í Evrópusambandinu eru þjóð- ir með langvarandi veiðireynslu á Ís- landsmiðum og hún nær allt til þeirra viðmiðunarára sem lögð hafa verið til grundvallar aflareynslu samkvæmt sameigin- legu fiskveiðistefnunni þ.e. árabilið 1973–78. Þótt það fengist viður- kennt að aðrar þjóðir hefðu hverfandi veiði- reynslu á Íslandsmið- um og úthlutun kvóta byggðist á því í byrjun er ekki þar með sagt að það stæði óbreytt um aldur og ævi. Að sjálf- sögðu munu hinir hungruðu og stóru flot- ar ríkja eins og Spánar, Bretlands og Þýska- lands renna hýrum aug- um til veiðiheimilda á hinum auðugu Íslandsmiðum nú sem fyrr. Reynslan sýnir að slíkar kröfur koma iðulega upp á borðið í tengslum við lausn alls óskyldra deilumála. Spánverjar kröfðust áframhaldandi greiðslna Íslendinga í þróunarsjóði sem áttu að vera tímabundnar þegar upp komu óskyld mál sem leysa þurfti. Dæmin um slík hrossakaup í samskiptum innan Evrópusam- bandsins eru óteljandi. Í þriðja lagi kæmi til sögunnar, með aðild, leiðin inn um bakdyrnar inn í landhelgina, sbr. kvótahoppið svokallaða. Lítum á seinni möguleikann, þ.e. að það takist að fá fram undanþágur eða sérstaka beitingu sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar á Íslands- miðum þannig að það verði viðun- andi. Er ekki dómur reynslunnar þar ólygnastur? Tvennt stendur óhagg- að; hver einasti forystumaður Evr- ópusambandsins sem spurður hefur verið að því á umliðnum árum hvort líklegt sé að Íslendingar fái varanleg- ar undanþágur frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni hefur svarað því neitandi. Hitt eru einfaldlega að- ildarviðræður Norðmanna og tilraun- ir þeirra 1994 til að fá undanþágur fyrir norsk fiskimið. Niðurstaðan varð sú eins og alkunnugt er að Norð- menn fengu tímabundna aðlögun fyr- ir hluta af sínu hafsvæði, (þrjú ár fyr- ir norðan 62°) og búið. Nýleg reynsla Möltubúa, sem fengu afdráttarlausa synjun við óskum um að vera und- anþegnir sameiginlegu sjávarútvegs- stefnunni út að 25 mílna mörkum, segir sömu sögu. Tilteknar fisk- verndaraðgerðir sem Möltubúum verða heimilar á svæðinu frá 12 og út að 25 mílum (möskvastærð o.s.frv.) verða að taka jafnt til allra Evrópu- sambandsríkja, sem sagt engar grundvallarundanþágur. Það er því ekki stutt neinum rök- um, hvorki í viðbrögðum Evrópusam- bandsins né reynslu annarra, að lík- legt sé að Íslendingar fengju neins konar varanlega undanþágu eða þannig sértæka beitingu sjávarút- vegsstefnunnar á sínu hafsvæði að það breytti miklu. Samanburður við aðildarsamninga Finnlands og Sví- þjóðar og landbúnað á heimskauta- svæðum er að mínu mati langsóttur. Í landbúnaðarpólitík Evrópusam- bandsins voru ákveðin svæðahugtök til staðar, t.d. Alpabúskapur, og svæðishugtök eru vel þekkt í byggða- styrkjakerfinu. Þessu ætti ekki að blanda saman við þær staðreyndir sem við okkur blasa hvað varðar sam- eiginlegu sjávarútvegsstefnuna og ákvæði Rómarsáttmálans. Þau rök að stór hluti fiskstofna á Íslandsmiðum sé „íslenskur“ og ekki sameiginlegur með öðrum halda ekki nema að litlu leyti. Eftir standa allir deilistofnar og stofnar sem flakka um stærri hafsvæði. Nægir þar að nefna loðnuna, norsk-íslensku síldina, kol- munna, karfa á Reykjaneshrygg, rækju á Dornbanka, grálúðu, karfa og margar fleiri tegundir sem eru sameiginlegar íslensku og græn- lensku lögsögunni, aðrar sem eru bæði í íslensku og færeysku lögsög- unni o.s.frv. Ótal álitamál kæmu upp tengd því hvað ættu að teljast „séríslenskir“ stofnar og hvað ekki. Þó svo ólíklega vildi til að Íslendingar næðu fram einhvers konar sértækri beitingu sem þýddi meiri sjálfs- ákvörðunarrétt innan okkar efna- hagslögssögu gagnvart þeim tegund- um sem eingöngu finnast þar, þá eru nánast hverfandi líkur á því að stjórn deilistofna og mikilla farstofna feng- ist tekin út úr hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu. Slíkt myndu hinar Evrópusambandsþjóðirnar eflaust aldrei samþykkja enda ættu þær beinna hagsmuna að gæta gagnvart nýtingu viðkomandi stofna. Sjálfstæður samningsréttur Ef Íslendingar ganga í Evrópu- sambandið þá glötum við sjálfstæð- um samningsrétti og sjálfstæð rödd okkar á sviði sjávarútvegs- og haf- réttarmála verður að bakrödd í Brussel. Sagan sýnir að sjálfstæði okkar og samnings- og sjálfsákvörð- unarréttur á þessu sviði hefur verið okkur óendanlega dýrmætur. Í krafti hans gátum við fært út landhelgina, haft áhrif á þróun hafréttarins og samið um hlutdeild okkar í ýmsum sameiginlegum stofnum. Er einhver trúaður á að okkur hefði gengið vel að ná þó þeirri hlutdeild sem við höfum í norsk-íslenska síldarstofninum ef við hefðum þurft að sæta samningum Evrópusambandsins við Norðmenn og Rússa og síðan bítast þar um okkar hlut? Sama mætti segja um karfann á Reykjaneshrygg og fleiri dæmi. Ósamið er enn um fjölmarga gríðarlega mikilvæga stofna þar sem viðsemjendurnir eru m.a. Evrópu- sambandið. Hvernig litist mönnum á að Evrópusambandið tæki að sér að semja fyrir okkar hönd um heildar- hlutdeild Evrópusambandsríkjanna í kolmunna og síðan ættum við að bítast við aðrar þjóðir innan Evr- ópusambandsins um okkar sneið af þeirri köku, eða túnfiskinn, smokk- fiskinn og tegundir í miðsjávarrým- inu þegar þar að kemur? Á komandi árum og áratugum eiga þessu til við- bótar eftir að skjóta upp kollinum óleyst deilumál þar sem sjálfstæður samningsrétttur og sjálfstæð hags- munagæsla Íslendinga á án nokkurs vafa eftir að reynast gríðarlega mik- ilvæg. Sjávarútvegur og hagstjórn Sjávarútvegurinn sem ein helsta undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar og langmikilvægasti gjaldeyrisafl- andinn á gríðarlega mikið undir því hvernig til tekst með hagstjórn í landinu, starfsskilyrði atvinnulífs og gengisskráningu. Þróun undan- genginna missera er dæmi um þetta í hnotskurn. Sjávarútvegurinn þekkir mæta vel miklar sveiflur í afkomu og öllum starfsskilyrðum vegna breyttra markaðsaðstæðna, mismun- andi aflabragða og því um líku. Engin atvinnugrein á meira undir því en sjávarútvegurinn að til staðar séu í landinu möguleikar til þess að bregð- ast við sveiflum. Sjálfstæð peninga- málastefna, vaxtaákvarðanir og sjálf- stæð skráning gengis eru lykilatriði til þess sé að unnt sé að jafna út sveiflur, verjast fjöldaatvinnuleysi og hruni útflutningsgreina eins og sjáv- arútvegsins. Hvort tveggja er því háskaleg einföldun, að aðild Íslands að Evrópusambandinu sé mál sem eingöngu varði sjávarútveginn, og hitt að hagsmunir þeirrar greinar séu eingöngu tengdir áhrifum sameigin- legu fiskveiðistefnunnar. SJÁVARÚTVEGURINN OG AÐ- ILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU Steingrímur J. Sigfússon Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið, seg- ir Steingrímur J. Sig- fússon, glötum við sjálf- stæðum samningsrétti og sjálfstæð rödd okkar á sviði sjávarútvegs- og hafréttarmála verður að bakrödd í Brussel. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.