Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 57 ÞAÐ er erfitt að koma aftur eftir fimm ára fjarveru í listinni, kannski sérstaklega ef þú naust vinsælda og aðdáunar milljóna manna. Ný plata Celine Dion er sniðin með því mark- miði að treysta hana aftur í sessi. Í því skyni er öllum klóm skotið út. Fjölbreytni laga er því meiri en góðu hófi gegnir, sumir stílarnir henta, aðrir miður. Setur þetta nokkra dæld í heildarmynd plötunnar. Mammon er jafnan harður húsbóndi, enda lítt gefinn fyrir list- rænt gildi, svo fremi sem peningarnir rúlli inn. Tónlist Celine Dion hefur alltaf verið markaðsvæn og er það gott og vel í sjálfu sér. Hér fer jafn- vægið einfaldlega aðeins úr skorðum. Til að mynda er platan alltof löng (17 lög og 72 mínútur) og offorsið í að krækja í sem flesta kúnna einfaldlega of mikið. Aðal Dion er melódrama- tískar ballöður hvar sterk röddin nýt- ur sín og sem betur fer er nóg af þeim hér. Í taktkeyrðum, dansvænum popplögum á hún það hins vegar til að vera svolítið út úr kú. Og tilraun Dion til að gera R og B („Super Love“) er einfaldlega hræðileg. Það sem bjargar þó öllu er röddin. Hörðustu pönkhundar geta ekki neit- að því að konan kann heldur betur að syngja og smekkvísin er algjör. Rödd- in ótrúlega sterk og örugg en á það til að vera ofurfalleg og blíð ef því er að skipta. Þetta breiðir yfir veikleika í lagasmíðunum og gerir úrhrakið góðu heilli þolanlegra. Aðdáendurnir eiga síst eftir að verða sviknir af plötunni. Sem slík er hún að vísu brotakennd en ef við lítum á þetta sem sautján laga safn, skreytt skotheldri röddu Celine Dion, geta allir verið sáttir.  Tónlist Dagur með Dion Celine Dion A New Day Has Come Columbia Fyrsta hljóðversplata Celine Dion í fimm ár. Fer víða ... aðeins of víða reyndar. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.