Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 57 ÞAÐ er erfitt að koma aftur eftir fimm ára fjarveru í listinni, kannski sérstaklega ef þú naust vinsælda og aðdáunar milljóna manna. Ný plata Celine Dion er sniðin með því mark- miði að treysta hana aftur í sessi. Í því skyni er öllum klóm skotið út. Fjölbreytni laga er því meiri en góðu hófi gegnir, sumir stílarnir henta, aðrir miður. Setur þetta nokkra dæld í heildarmynd plötunnar. Mammon er jafnan harður húsbóndi, enda lítt gefinn fyrir list- rænt gildi, svo fremi sem peningarnir rúlli inn. Tónlist Celine Dion hefur alltaf verið markaðsvæn og er það gott og vel í sjálfu sér. Hér fer jafn- vægið einfaldlega aðeins úr skorðum. Til að mynda er platan alltof löng (17 lög og 72 mínútur) og offorsið í að krækja í sem flesta kúnna einfaldlega of mikið. Aðal Dion er melódrama- tískar ballöður hvar sterk röddin nýt- ur sín og sem betur fer er nóg af þeim hér. Í taktkeyrðum, dansvænum popplögum á hún það hins vegar til að vera svolítið út úr kú. Og tilraun Dion til að gera R og B („Super Love“) er einfaldlega hræðileg. Það sem bjargar þó öllu er röddin. Hörðustu pönkhundar geta ekki neit- að því að konan kann heldur betur að syngja og smekkvísin er algjör. Rödd- in ótrúlega sterk og örugg en á það til að vera ofurfalleg og blíð ef því er að skipta. Þetta breiðir yfir veikleika í lagasmíðunum og gerir úrhrakið góðu heilli þolanlegra. Aðdáendurnir eiga síst eftir að verða sviknir af plötunni. Sem slík er hún að vísu brotakennd en ef við lítum á þetta sem sautján laga safn, skreytt skotheldri röddu Celine Dion, geta allir verið sáttir.  Tónlist Dagur með Dion Celine Dion A New Day Has Come Columbia Fyrsta hljóðversplata Celine Dion í fimm ár. Fer víða ... aðeins of víða reyndar. Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.