Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 44
KIRKJUSTARF 44 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímskirkja: Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20:00. Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, syngur við kvöldmessu sunnudag kl. 20.00. Hörður Áskelsson kantor stórnar kórnum og leikur á orgel kirkjunnar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson stýrir athöfninni, sem verð- ur með mjög einföldu og látlausu sniði. Háteigskirkja: Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheim- ilis mánudag kl. 13:00. TTT-klúbburinn kl. 17:00. Lifandi og fjölbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. bekk í umsjón Andra, Gunn- fríðar, Guðrúnar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja: Kvenfélag Laugarnes- kirkju fundar mánudag kl. 20:00 í safn- aðarheimilinu. 12 spora hópar koma saman mánudag kl. 20:00 í kirkjunni. Margrét Scheving sálgæsluþjónn leiðir starfið. (Sjá síðu 650 í textavarpi.) Neskirkja: 6 ára starf mánudag kl. 14:00. Öll börn í 1. bekk velkomin. TTT- starf (10-12 ára) mánudag kl. 16:30. Öll börn í 4. og 5. bekk velkomin. „Litli kór- inn“, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16:30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn mið- vikudag kl. 10-12. Fræðsla: Orvirkni barna. Ragna F. Karlsdóttir sérkennari fjallar um efnið. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Árbæjarkirkja: Sunnudagur: Æskulýðs- fundur kl. 20.00. Mánudagur. TTT-klúbb- urinn frá kl. 17.00-18.00. Fella- og Hólakirkja: Mánudaginn 8. apríl er foreldramorgunn kl. 10-12 í Fella- og Hólakirkju. Lagt af stað frá kirkjunni í klukkustundar göngu kl. 10:15 og kaffi drukkið í safnaðarheimilinu á eftir. Kl. 13:30-16:00 er „opið hús“ í safnaðar- heimilinu fyrir fullorðna. Spilað, spjallað og bænastund. Kaffi og meðlæti. Um- sjón: Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Þeir sem óska eftir keyrslu láti vita í s. 557 3280 fyrir hádegi. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17.00-18.00. Starf fyrir 9-10 ára drengi kl. 17.00-18.00. Unglingastarf á mánudagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja: Sunnudagur: Bæna- hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9:00-17:00 í síma 587 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlk- ur 9-12 ára kl. 17:30-18:30. KFUM yngri deild í Borgaskóla kl. 17:00.-18:00. Kirkjukrakkar fyrir 7-9 ára í Korpuskóla kl. 17:30-18:30. TTT (10-12 ára) í Korpu- skóla kl. 18:30.19:30. Hjallakirkja: Mánudagur: Æskulýðsfélag fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20:00. Þriðju- dagur: Prédikunarklúbbur presta í Reykja- víkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9:15-10:30. Umsjón: Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja: Mánudagur: KFUK fundur fyr- ir stelpur á aldrinum 9-12 ára kl. 17:15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundaefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja: Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17:30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Mánudagskvöld kl. 20-22 eldri félagar. Lágafellskirkja: Mánudagur: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13:15-14:30. TTT-fundir í safnaðarheimili kl. 16-17. Fundir í æskulýðsfélaginu Sánd kl. 17-18. Þorlákskirkja: TTT-starf í kvöld, sunnu- dag, kl. 19:30. Hvammstangakirkja: KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17:30. Hjálpræðisherinn: Kl. 19:30 bæn, kl. 20 hjálpræðissamkoma, kaft. Ragnheiður J. Ármannsdóttir og Trond Schelander stjórna og tala. Mánudaginn 8. apríl kl. 15 heimilasamband. Kaft. Ragnheiður J. Ármannsdóttir talar. Krossinn: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16:30. Allir velkomnir. Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11:00, ræðumaður Ólafur Zóphoníasson. Al- menn samkoma kl. 16:30, lofgjörðarhóp- ur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. Allir hjartanlega velkomn- ir. KEFAS, Vatnsendavegi 601: Samkoma sunnudag kl. 16:30. Ræðumaður Björg R. Pálsdóttir. Bænastund fyrir samkomu kl. 16:00. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir börn frá eins árs aldri. Þriðjud.: Bænastund kl. 20:30. Mið- vikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20:30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt. Allir velkomnir. Kristskirkja í Landakoti: Næsti og síð- asti fyrirlestur sr. Jürgens Jamin um helgihald kirkjunnar er mánudaginn 8. apríl og hefst kl. 20:00 í safnaðarheim- ilinu í Landakoti. Allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir. ENN á ný býður Árbæjarkirkja uppá léttmessu sem valkost við hina hefðbundnu messu. Léttmessurnar, sem ávallt eru fyrsta sunnudags- kvöldið í hverjum mánuði klukkan 20:00, hafa hlotið fádæma und- irtektir og fallið fólki á öllum aldri einkar vel í geð. Að þessu sinni verður leitað á afrískar slóðir og mun Kanga-kvartettinn syngja afr- íska sálma og lög. Sr. Sigrún Ósk- arsdóttir prestur í Árbæjarkirkju þjónar fyrir altari en hugvekjan verður í höndum Messfina Mamu, ungs Eþíópíubúa sem búsettur hef- ur verið hér á landi í tvö ár. Kanga-kvartettinn samanstend- ur af fjórum íslenskum stúlkum sem allar hafa dvalist í Kenýa og Eþíópíu og hafa því góð tök á swahili-tungumálinu. Kanga-kvartettinn hefur hvar- vetna fengið góðar undirtektir og skemmt fólki með hressum lögum og skemmtilegri framkomu, á síð- asta ári gaf kvartettinn út diskinn Asante og verður hann boðinn til sölu í messukaffinu eftir messuna. Allir velkomnir í léttmessuna á sunnudagskvöldið klukkan 20:00. Árbæjarkirkja. Teo van der Weele tal- ar í Laugarneskirkju Á fullorðinsfræðslukvöldi þriðju- daginn 9. apríl kl. 20:00 mun guð- fræðingurinnog sálfræðingurinn Teo van der Weele flytja erindi. Eins og fjöldi fólksþekkir er Teo merkur guðsmaður sem margt er af að læra og er það tilhlökkun að fá að njóta fræðslu hans. Kl. 21:00 hefst svo lofgjörðar- og bænastund þar sem Þorvaldur Halldórsson syngur, Gunnar Gunnarsson leikur á Hammond orgelið en Teo talar og býður upp á fyrirbæn. Allt fólk er velkomið og aðgangur kostar ekk- ert. Þau sem koma til fullorðins- fræðslunnar ganga inn um dyr á austurgafli hússins, en þau sem koma beint á samveruna kl. 21:00 ganga inn um aðaldyr kirkjunnar. Léttmessa með afrískri tónlist í Árbæjarkirkju Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali, Suðurlandsbraut 54, 108 Rvík. Sími 568 2444, fax 568 2446. Netfang asbyrgi@asbyrgi.is TIL LEIGU ELDSHÖFÐI - LEIGA A) Til leigu ca 330 fm mjög gott iðnaðar- eða lagerhúsnæði með stórum innkeyrslu- dyrum og lofthæð um 9 metrar. Möguleiki að setja milliloft. Stór malbikuð lóð. Laust 1. apríl. tilv. 4197 B) Til leigu ca 165 fm iðnaðarhúsnæði á jarðhæð. Stórar innkeyrsludyr og hátt til lofts. Húsnæðið er einn stór salur, í enda er wc og kaffistofa. Gott plan fyrir utan. Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ Á LUNDI Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 Góð 127 fm 5 herbergja íbúð á tveimur hæðum (6. og 7. hæð) í lyftublokk. Tvennar svalir. Glæsilegt útsýni. Stæði í bílageymslu- húsi fylgir. Gott verð 12,9 millj. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG MILLI KL. 13 OG 16. BJALLA 6-E. KRUMMAHÓLAR 8 - 5 HERB. M. BÍLSKÝLI OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13 OG 16 Fallegt 177 fm einbýlishús sem er neðri hæð og ris ásamt 27 fm bílskúr í rólegu og rótgrónu hverfi í austurhluta Kópavogs. Húsið hefur töluvert verið endurnýjað m.a. baðherbergi, nýtt þak, húsið nýmálað o.fl. V. 19,9 millj. HÁTRÖÐ 6 - KÓPAVOGI HVERFISGATA NR. 21 B HF. - SÉRLEGA FALLEGT 149 fm EINBÝLI sem er búið að ENDURNÝJA nánast frá grunni. Frábært hús sem vert er að skoða. Húsið er bakhúsar þannig það er svolítið sér og frá allri umferð. Verð 18,9 millj. Guðni og Jónína eru í síma 565 4451. VERIÐ VELKOMIN. SUÐURTÚN NR. 10 - ÁLFTANESI NÝTT OG FALLEGT 168 fm PAR- HÚS, ásamt 26 fm innbyggðum BÍL- SKÚR, á mjög góðum stað á NES- INU. Viðarinnréttingar. FALLEG EIGN Á GÓÐUM STAÐ. Verð 19,9 millj. María er í síma 561 7054. VERIÐ VELKOMIN. FÍFULIND NR. 15 - KÓPAVOGI Sérlega falleg og vönduð 111 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í nýlegu fjöl- býli. Fallegar innréttingar og gólfefni. Skemmtilega hönnuð eign með sérinngangi af svölum. Verð 14,7 millj. Ólafur og Lára eru í síma 564 2775. VERIÐ VELKOMIN. HJALLABRAUT NR. 41 - HF. Falleg 96 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í góðu NÝLEGA VIÐGERÐU fjölbýli við HRAUNJAÐARINN. Rúm- góð og falleg eign. Verð 10,9 millj. Snorri og Anna eru í síma 555 1730. VERIÐ VELKOMIN. BLIKAHÓLAR NR. 2 - RVÍK - LAUS STRAX Falleg 54 fm íbúð í góðu LYFTU- HÚSI sem er með HÚSVERÐI. Íbúð- in er snyrtileg og vel með farin. Verð 7,9 millj. LAUS STRAX. Bjargey og Vilhelm eru í síma 530 2868. VERIÐ VELKOMIN. Ás fasteignasala Fjarðargötu 17 - Sími 520 2600 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 0G 17 Í ÞESSUM GLÆSILEGU EIGNUM ER OPIÐ Í DAG jöreign ehf Opið í dag, sunnudag frá kl. 12-14 Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, TJARNARGATA Hæð með bílskúr, laus strax. Glæsileg neðri hæð í járnklæddu timburhúsi ásamt herbergjum og snyrtingu í kjallara. Verð 18,9 millj. 1997 JÖTNABORGIR - GRAFARV. Nýleg, fullbúin og glæsilega innrétt- uð 4ra herb. endaíbúð á 3. hæð ásamt innbyggðum bílskúr. Stórar suðursvalir út frá stofu. Glæsilegt útsýni. Fullbúinn bílskúr með gráum flísum á gólfi, dyraopnari, heitt og kalt vatn. ATH. SKIPTI MÖGULEG Á RAÐ-, PAR- EÐA EINBÝLISHÚSI Í GRAFARVOGI. Verð 16,9 millj. 1979 RAUÐÁS Rúmgóð og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í mjög fallegu húsi. Tvennar svalir, ljósar innréttingar, falleg gólfefni og gott útsýni. Verð 11,8 millj. 2013 FELLSMÚLI Stór og rúmgóð 6 herb. íbúð í góðu húsi. Ein íbúð á hæð, mjög stórar suðursvalir, þvottah. í íb., 4 sv.herb, stór stofa. Verð 14,9 millj. 1991 BÓLSTAÐARHLÍÐ – HÆÐ Mjög góð hæð á besta stað í Hlíðun- um. Húsið er innst í götunni og því engin umferð við það. Hverfið býður upp á allt það sem hugurinn girnist og öll þjónusta er innan seilingar. Hæðin er 109,3 fm + 37,5 fm bílskúr. Verð 15,1 millj 1973 VÆTTABORGIR Parhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bíl- skúr. Eftir er að klára húsið að utan og ganga frá þakkanti. Verð 19,9 millj. 2009 HRÍSATEIGUR – HÆÐ Góð efri sérhæð með húsnæði á neðri hæð. 130 fm eign + 35 fm neðri hæð. Staðsetningin er mjög góð. Verð 22 millj. 1902 AUSTURSTRÖND - SELTJN. Frábær 3ja herbergja endaíbúð á 6. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílskýli. Glæsilegt útsýni til Esjunnar, upp á Akranes og víðar. Ljóst parket á gólfi. Svalir út frá stofu. Íbúð í góðu ástandi. Sameiginleg lóð. Verð 12,3 millj. 1985 ÁLFTAHÓLAR – ÚTSÝNI Rúmg. 4ra herb. íb. á 6. hæð í lyftuhúsi með stórkostlegu útsýni og suðursvölum. 3 svefnherbergi. Góð stofa. Laus fljótlega. Stærð 110 fm. Verð 11,9 millj. 2007 VOGAR – REYKJAVÍK Einnar hæðar timburhús á góðum útsýnis- stað innst í lokuðum botnlanga. Fimm svefnherbergi og rúmgóð stofa. Falleg lóð með miklum gróðri. Bílskúrsréttur. Verð 18,5 millj. 2008 Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.