Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
10–11 Laugalæk
AF því að það eru svo
margir sem eru að kvarta
yfir hinu og þessu ætla ég
að breyta til og hrósa. Ég
ætla að hrósa verslunar-
stjóranum í 10–11 við
Laugalæk fyrir það sem
hún gerði fyrir mig fyrir
stuttu. Mig vantaði nauð-
synlega kattasand, bæði
fyrir mitt lyktarskyn og
kattarins. Það var enginn
kattasandur til. Verslunar-
stjórinn spurði hvort ég
gæti beðið í 5–10 mínútur
meðan hún keyrði upp í
Lágmúla að sækja katta-
sand, sem hún og gerði
með gleði. Mér fannst
þetta alveg yndislega góð
framkoma og ber að hrósa.
Unnur.
Þakklæti
MIG langar að koma á
framfæri þakklæti til Sjó-
vár-Almennra. Ég varð
fyrir því óláni að það
sprakk hjá mér heitavatns-
rör og allt flæddi út um
allt. Einnig vil ég þakka
Stólpa, sem er verktaka-
fyrirtæki sem vinnur fyrir
Sjóvá-Almennar, fyrir frá-
bæra þjónustu.
Elfa Björnsdóttir
kt. 200849-4189.
Dýrahald
Hundur í óskilum
HVÍTUR, grár og svartur
hundur, mikið loðinn, er í
óskilum á Hundahótelinu
Leirum. Eigandi vinsam-
lega vitji hans strax. Upp-
lýsingar í síma 566-8366
eða 698-4967.
Múli er
týndur
ÉG heiti Múli og ég er 2
ára dönsk læða, hvít og
svört. Ég er frekar forvitin
og þykir gaman að kíkja
inn um opnar dyr og
glugga. En núna er ég í
vandræðum. 2. apríl sl. fór
ég í göngutúr og núna rata
ég ekki heim. Er ekki ein-
hver góðhjartaður sem
getur hjálpað mér? Ég veit
að mín er sárt saknað. Ég á
heima á Austurströnd 14,
Seltjarnarnesi.
Síminn er 561-1911 eða
868-5249.
Ronja
er týnd
HÚN elsku Ronja okkar
hvarf frá heimili sínu á
Ránargötu 15 laugardag-
inn 30. mars sl. Ronja er
lítil og nett eins árs læða,
brúnyrjótt og mikill flakk-
ari. Vinsamlegast athugið í
geymslum og bílskúrum
hvort hún gæti hafa villst
þangað. Vinsamlegast haf-
ið samband við Unni eða
Björn í síma 822-1440, 821-
8211 eða 561-1170.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
HALLDÓR Ásgrímsson, formað-ur Framsóknarflokksins og ut-
anríkisráðherra, hélt um margt
áhugaverða ræðu á vorfundi mið-
stjórnar flokksins á föstudaginn. Vík-
verja fannst til dæmis athyglisvert að
lesa kaflann þar sem Halldór fjallaði
um fjölmiðlun á Íslandi.
Þar sagði formaðurinn t.d.: „Í ann-
ríki hversdagsins eru gerðar miklar
kröfur til blaða- og fréttamanna, ekki
síst hér á landi þar sem fréttastofur
stærstu miðlanna eru fámennar í
samanburði við það sem þekkist er-
lendis og við berum okkur gjarnan
saman við. Ég fullyrði að langflestir
starfsmenn íslenskra fjölmiðla stand-
ast erlendum starfsbræðrum sínum
fyllilega snúning og stærstu fjölmiðl-
arnir hér á landi eru samkeppnisfærir
við erlenda fjölmiðla sem hafa þó úr
miklu meira fjármagni að spila í starf-
semi sinni.“
Víkverja er sammála þessu. Það
kann að þykja dramb hjá íslenskum
blaðamanni að halda slíku fram, en
eftir að hafa kynnst vinnubrögðum
erlendra kollega víða um heim full-
yrðir Víkverji, án þess að blygðast
sín, að margir íslenskir fjölmiðlamenn
myndu sóma sér hvar sem er í fjöl-
miðlaheiminum.
Heiðarleiki, vandvirkni, ábyrgð og
sanngirni eru meðal helstu kosta góðs
blaðamanns og margir meðlimir
Blaðamannafélags Íslands eru þeim
búnir.
x x x
FORMAÐUR Framsóknarflokks-ins sagði ennfremur í ávarpi
sínu:
„Þó er ekki laust við að ástæða sé
til að taka undir áhyggjur ýmissa að-
ila víða erlendis, ekki síst í Evrópu og
Bandaríkjunum, af sívaxandi hraða
og samkeppni í fjölmiðlaheiminum
sem gera það að verkum að hefðbund-
in fréttamennska sem lúti ströngum
siðareglum um vandvirkni og sjálf-
stæði eigi síður upp á pallborðið.
Ég held að sambærileg þróun hafi
átt sér stað hér á landi. Harðsoðin
fréttamennska er orðin æ meira áber-
andi en hún gengur út á fyrirsagnir
og yfirborðsmennsku, í stað þess að
varpa ljósi á kjarna máls. Þetta er ef
til vill ekki óeðlilegt í ljósi þess fá-
mennis sem ég hef áður nefnt og
hinna naumu fjárráða íslensku fjöl-
miðlafyrirtækjanna, en engu að síður
er fyllsta ástæða til þess að hafa af
þessu nokkrar áhyggjur.“
Víkverji getur tekið undir áhyggj-
ur ráðherrans að þessu leyti. Góður
fjölmiðill getur aldrei sætt sig við yf-
irborðsmennsku eða óvönduð vinnu-
brögð og kennt um fámenni eða
naumum fjárráðum. Hver og einn
verður að sníða sér stakk eftir vexti;
sé hvorki til mannskapur né peningar
til að vinna að tilteknum verkefnum í
dag verða þau að bíða betri tíma.
Víkverji er nefnilega þeirrar skoð-
unar, þrátt fyrir allt, að hið mikilvæg-
asta við starf blaðamannsins sé ekki
að koma ætíð fyrstur í mark í kapp-
hlaupinu um fréttina. Víkverji telur
mikilvægara að segja satt og rétt frá,
en að vera bara fyrstur. Auðvitað er
best að vera bæði fyrstur með tíðind-
in og segja satt og rétt frá en það virð-
ist ekki alltaf hægt. Mikilvægast er að
blaðamaður geti horft á sjálfan sig í
spegli, eftir að fréttin hefur verið
sögð, þess fullviss að maðurinn sem
hann horfir á hafði heiðarleika, sann-
girni, ábyrgð og vandvirkni að leið-
arljósi. Og að enginn skaðaðist að
ástæðulausu.
SVAR við skrifum MR-
ings í Morgunblaðið 3.
apríl sl.
Ég er einn af þeim sem
hef gaman af að segja
skoðun mína á ýmsum
málum. Í tilefni af 10. sigri
MR-inga í Gettur betur
(sem ég vissulega óska
þeim til hamingju með)
fannst mér mál að linni.
Ég gekk í MH í 3 annir
fyrir margt löngu en það
finnst mér ekkert ráða úr-
slitum í þessari umræðu.
Ástæðan fyrir því að ég
sendi þetta bréf af stað til
Morgunblaðsins var sú að
mér hefur fundist Gettu
Betur hafa staðnað all
rækilega og þær breyt-
ingar sem gerðar hafa
verið hafa einungis orðið
til þess að gera keppnina
ruglingslegri og kjána-
legri. En til þess að menn
tækju eftir skrifum mínum
og umræða um málið hæf-
ist varð ég að lemja nokkr-
um þungum höggum í
nánast liggjandi mann.
Það kom á daginn að ykk-
ar ágæti vefur, http://
framtidin.mr.is logar af
illsku og reiði í minn garð
og í raun í garð annara
skóla þar sem um leið og
þessi grein var birt voru
komnar fram samsær-
iskenningar um hver þetta
væri og í hvaða skóla hann
væri o.s.frv. Ég er bara
aumur Íslendingur með
skoðun á hlutunum.
En þar sem ég hef nú
komið af stað smá titringi
þá finnst mér eðlilegast að
framhaldsskólanemar taki
sig til og skoði í kjölinn
þessa keppni með það í
huga að breyta og bæta.
Það virkar til dæmis ekki
að vera með hraðaspurn-
ingar í miðri keppni því að
þær voru upphaflega
hugsaðar til að koma lið-
unum í gang. Tjáið ykkur
endilega um þetta mál því
að annars breytist ekkert.
Með virðingu og vin-
semd,
Örvar Gröndal,
Vesturgötu 62, Rvík.
Gettur betur enn og aftur
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 forneskjulegur, 8 sak-
aruppgjöf, 9 ánægð, 10
húsdýra, 11 nemur, 13
hafna, 15 ljóðasmiður, 18
vegurinn, 21 kraftur, 22
önug, 23 kynið, 24 hrein-
skilið.
LÓÐRÉTT:
2 braukar, 3 endurtekið,
4 fuglinn, 5 hlýði, 6 enda-
veggur, 7 sálar, 12
reið,14 rengja, 15 regn,
16 skrifa á, 17 íláts, 18
lífga, 19 pinna, 20 ná-
lægð.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 skolp, 4 skart, 7 áttur, 8 ríkum, 9 tjá, 11 daun,
13 Erna, 14 áfram,15 form, 17 mauk, 20 bak, 22 loppa, 23
uglur, 24 tinna, 25 niður.
Lóðrétt: 1 skáld, 2 ostru, 3 port, 4 strá, 5 akkur, 6
tomma, 10 jurta, 12 nám, 13 emm, 15 fullt, 16 ræpan, 18
aflað, 19 kúrir, 20 baga, 21 kunn.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Wiesbaden og Brúar-
foss koma í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Brúarfoss kemur
væntanlega til
Straumsvíkur á morg-
un.
Mannamót
Norðurbrún 1 og
Furugerði 1. Fimmtu-
daginn 11. apríl verð-
ur farin vetrarferð að
Gullfossi og Geysi. Há-
degisverður snæddur á
Hótel Geysi. Leið-
sögumaður Anna Þrúð-
ur Þorkelsdóttir. Lagt
af stað kl. 9 frá Norð-
urbrún 1 og síðan
teknir farþegar í Furu-
gerði 1. Skráning og
nánari uplýsingar í
Norðurbrún 1, s.
568 6960 og í Furu-
gerði 1 í s. 553 6040.
Aflagrandi 40. Á
morgun kl. 9 vinnu-
stofa og leikfimi, kl. 13
vinnustofa, kl. 14 spila-
vist.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 opin handa-
vinnustofan, kl. 10.15
leikfimi, kl. 11 boccia,
kl. 13.30–16.30 opin
smíðastofan/útskurður,
kl. 13.30 félagsvist, kl.
16 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16
handavinna, kl. 9–12
bútasaumur, kl. 10–17
fótaaðgerð, kl. 10 sam-
verustund, kl. 13.30–
14.30 söngur við píanó-
ið, kl. 13–16 bútasaum-
ur.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára
9 er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Á morgun kl. 8
böðun, kl. 9 fótaaðgerð
og myndlist, kl. 9.30
hjúkrunarfræðingur á
staðnum, kl. 10 versl-
unin opin, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 föndur
og handavinna, kl.
13.30 enska framhald.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Á morgun kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Á morg-
un félagsvist kl 13.30
púttæfingar í Bæj-
arútgerð kl 10–11.30.
Þriðjudagur: brids, ný-
ir spilarar velkomnir,
saumur undir leiðsögn
og frjáls handavinna
kl. 13.30, spænsku-
kennsla kl 16.30.
Fimmtudaginn 11. apr-
íl kvöldvaka Lions kl.
20. Skemmtiatriði,
kaffihlaðborð og dans.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Vorfagnaður
verður í Kirkjuhvoli 11.
apríl kl. 19.30 á vegum
Oddfellow. Mán. 8. apr.
kl. 9 gler, kl. 9.45
boccia, kl. 11.15 og
12.15 leikfimi, kl. 13.05
róleg stólaleikfimi, kl.
13 glerskurður/
glerbræðsla, þrið. 9.
apríl kl. 9 vinnustofa
gler, kl. 13 málun, kl.
13.30 spilað í Kirkju-
hvoli og tréskurður,
mið. 10. apríl kl. 11.15
og 12.15 leikfimi, kl.
13.05 róleg stóla-
leikfimi, kl. 13.30
handavinnuhornið, kl.
16 trésmíði, fimmt. 11.
apríl kl. 9 vinnustofa,
kl. 9.45 boccia, kl. 13.
postulínsmálun, málun
og keramik.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Sunnud: Fé-
lagsvist kl. 13.30.
Dansleikur kl. 20,
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Leikfélagið
Snúður og Snælda
sýnir í Ásgarði „Í lífs-
ins ólgusjó“ og „Fugl í
búri“. Næstu sýn-
ingar: Í dag kl. 16 og
miðvikud 10. apríl kl.
14. Sýningum fer
fækkandi. Miðapant-
anir í s: 588-2111 og
568-9082.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–
16 blöðin og kaffi. Á
morgun kl. 9–16.30 op-
in vinnustofa, handa-
vinna og föndur, kl. 9–
13 hárgreiðsla, kl. 14
félagsvist. Björn
Bjarnason, efsti maður
á lista sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík,
lítur við í kaffi milli kl.
13 og 16 þriðjudaginn
9. apríl.
Félagsstarfið Sléttu-
vegi 11–13. Félagsvist
á morgun mánudag kl.
14.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun kl. 9 handa-
vinna, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl.11
hæg leikfimi, kl. 13
lomber og skák, kl.
17.15 kórinn. kl. 20
skapandi skrif.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður,
kl.9.05 leikfimi, kl. 9.
55 róleg stólaleikfimi,
kl. 13 brids, kl. 20.30
félagsvist. Grænmetis-
og ávaxtadagar verða í
Gullsmára miðvikud.
10. apríl. Dagskráin
hefst kl. 14 með því að
Guðrún Lóa Jónsdóttir
syngur einsöng. Anna
Sigríður Ólafsdóttir
matvæla- og næring-
arfræðingur flytur er-
indi um mikilvægi
neyslu grænmetis og
ávaxta. Ávaxta- og
grænmetishlaðborð.
Handverksmarkaður
verður opinn á sama
tíma þar sem eldra
fólk býður til sölu
handunna nytja- og
skrautmuni. Fólk á öll-
um aldri velkomið.
Hraunbær 105. Á
morgun kl. 9 perlu-
saumur, postulíns-
málun og kortagerð,
kl. 10 bænastund, kl.
13 hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 10 boccia,
kl. 13 frjáls spila-
mennska, kl. 13.30
gönguferð. Fótaaðgerð,
hársnyrting. Þjónusta
félagsþjónustunnar er
öllum opin án tillits til
aldurs eða búsetu í
Reykjavík.
Norðurbrún 1. Á
morgun kl. 10 ganga,
kl. 9 fótaaðgerð. Fé-
lagsstarfið er opið öll-
um aldurshópum, allir
velkomnir.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9–16 fótaaðgerð-
ir og hárgreiðsla, kl.
9.15 handavinna, kl. 10
boccia, kl. 12:15–13:15
danskennsla, kl. 13
kóræfing.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smíði og hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og sund, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla, leikfimi og
spilað.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids að
Gullsmára 13 alla
mánu- og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13. Bridsdeild
FEBK í Gullsmára.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, mánudaga
félagsvist kl. 13–15,
kaffi.
Breiðfirðingafélagið,
Faxafeni 14. Félagsvist
kl. 14. Kaffiveitingar.
Svdk Hraunprýði,
heldur vorgleði í húsi
félagsins Hjallahrauni
9, þriðjudaginn 9. apríl
kl. 20. Skemmtiatriði,
happdrætti, ferðakynn-
ing, veislukaffi. Allar
konur velkomnar. Tak-
ið með ykkur gesti og
mætið með hatta.
Kvenfélag Grens-
ássóknar. Fundur í
safnaðarheimilinu
mánudaginn 8. apríl kl.
20. Gestur verður Val-
gerður Gísladóttir.
Kaffiveitingar.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar heldur fund
mánudaginn 8. apríl kl.
20. Spilað bingó.
Kvenfélagið Heimaey,
fundur verður mánu-
daginn 8. apríl kl. 20 í
Skála Hótel Sögu. Ath
breyttan fundartíma.
Kvenfélag Laug-
arnessóknar, afmæl-
isfundurinn er á morg-
un 8. apríl kl. 20 í
safnaðarheimilinu gest-
ir eru frá Kvenfélagi
Hvítabandsins.
Hallgrímskirkja, eldri
borgar opið hús mið-
vikudaginn 10. apríl kl.
14. Gestir Sigríður
Norðkvist, harm-
onikkuleikari og Vita-
torgskórinn, sr. Ragn-
ar Fjalar Lárusson
flytur hugvekju. Allir
velkomnir.
Gerðuberg félagsstarf
í dag. kl. 13–16 opin
myndlistarsýning
Braga Þórs Guðjóns-
sonar, listamaðurinn á
staðnum. Veitingar í
veitingabúð. Á morgun
kl. 9–16. 30 vinnustofur
opnar frá hádegi spila-
salur opinn, kl. 14 kór-
æfing, kl. 15.30 dans.
Í dag er sunnudagur 7. apríl, 97.
dagur ársins 2002. Orð dagsins:
Jesús svaraði þeim: „Trúið á Guð.“
(Mark. 11, 22.)