Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 31 T FYRIR HANN NÝI ILMURINN FRÁ TOMMY HILFIGER Lyf & heilsa Austurstræti, Lyf & heilsa Austuveri, Lyf & heilsa Kringlunni, Lyf & heilsa Hamraborg, Lyf & heilsa Melhaga, Lyf & heilsa Mjódd, Lyf & heilsa Glerártorgi, Akureyri, Lyf & heilsa Hafnarstræti, Akureyri, Lyf & heilsa Kjarnanum, Selfossi. Kynnum nýjan ilm T fyrir hann frá Tommy Hilfiger Markaðs- og útflutningsfræði Tveggja missera nám. Hefst í ágúst 2002. Umsóknarfrestur er til 15.apríl. Ætlað fólki sem vinnur að markaðs- og útflutningsmálum eða hefur áhuga á að hasla sér völl á því sviði. Markmiðið er að auka þekkingu á markaðs- setningu og sölutækni fyrir heimamarkað og erlenda markaði. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf eða sambærileg menntun og starfsreynsla. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjórnun og stefnumiðuð stjórnun. Markaðsfræði. Sölustjórnun og sölutækni. Markaðsrannsóknir. Fjármál í milliríkjaviðskiptum. Flutningafræði. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur. Námið er um 260 klst. og samsvarar 13 eininga námi á háskólastigi. Þátttökugjald: 210.000 kr. Rekstrar- og viðskiptanám Þriggja missera nám. Hefst í ágúst 2002. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Inntökuskilyrði: Forgang hafa þeir sem lokið hafa háskólanámi, en stúdentspróf eða sambærileg menntun og reynsla í rekstri og stjórnun er skilyrði. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Þjóðhagfræði. Reikningshald og skattskil. Fjármálastjórn. Stjórnun fyrirtækis. Starfsmannastjórnun. Upplýsingatækni í rekstri og stjórnun. Framleiðslu- og birgðastjórnun. Sölu- og markaðsmál. Lögfræði. Stefnumiðuð stjórnun. Námið er um 360 klst. eða 120 klst. að meðaltali á hverju misseri og samsvarar 18 eininga námi á háskólastigi. Þátttökugjald: 300.000 kr. Starfsmannastjórnun Þriggja missera nám. Hefst í ágúst 2002. Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Einkum ætlað háskólamenntuðu fólki. Markmiðið er að gera nemendum mögulegt að takast á við helstu verkefni í starfsmannastjórnun. Farið yfir helstu þætti sem unnið er að í starfsmannadeildum, bæði út frá fræðilegu sjónarhorni og verklegu. Námsgreinar: Inngangur að starfsmannastjórnun. Vinnuréttur. Umbun og launamál. Ráðningar og starfsmannaval. Vinnusálfræði. Viðtalstækni og ráðgjöf. Starfsþróun og fræðslumál. Stjórnun og stefnumótun m.t.t. mannauðs og starfsmannamála. Námið er um 300 klst. og samsvarar 15 eininga námi á háskólastigi. Þátttökugjald: 355.000 kr. Tengslanet í félagsþjónustu Eins misseris nám. Hefst í ágúst 2002. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Námið er ætlað þeim sem vinna í félags- og geðheilbrigðisþjónustu, s.s. sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum og sjúkraliðum, en er opið öllum þeim sem áhuga hafa. Námsgreinar: Hugmyndafræði á bak við kenningar um tengslanet og eigin tengslanetakort. Tengslanetakort í meðferðarvinnu. Tengslanet - stétt og menning. Vinna með tengslanet. Undirbúningur netfunda. Vinnuferlið. Tengslanetahópurinn - hlutverk og samvinna. Vinna með geðmeðferð. Tengslanet í vinnuumhverfi þátttakenda. Námið er um 112 klst. Þátttökugjald: 155.000 kr. „Það er leikur að læra ...“ Nám samhliða starfi Markviss og árangursrík endurmenntun ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Endurmenntunar, Dunhaga 7, sími 525 4444 www.endurmenntun.is Ve rk sm ið ja n- hö nn un & rá ðg jö f MAROKKÓSKI rithöfundurinn Tahar Ben Jelloun heldur fyrirlest- ur í Alliance francaise, Hringbraut 121 á morgun, mánudag, kl. 20.30. Þar kynnir hann bók sína, Kyn- þáttafordómar, hvað er það pabbi? en hún er nýkomin út á íslensku í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Jell- oun svara spurningum Friðriks á fyrirlestrinum. Þá heldur Jelloun fyrirlestur í hátíðasal Háskóla Ís- lands á þriðjudag kl. 17 undir yf- irskriftinni „Menningarheimur Vesturlanda og Araba“. Fyrirlest- urinn er í boði heimspekideildar Há- skóla Íslands og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum. Tahar Ben Jelloun er fæddur og uppalinn í Marokkó, en hann hefur búið í Frakklandi í áratugi. Hann hefur sent frá sér tíu skáldsögur, nokkrar ljóðabækur, bækur af sjálfsævisögulegum toga, ritgerðir, viðtalsbækur og greinasöfn. Auk þess hefur hann um árabil skrifað greinar og pistla í franska stórblað- ið Le Monde. Tvær bóka hans hafa öðrum fremur náð almenningshylli: Heilög nótt (1987), sem færði hon- um hin virtu frönsku Goncourt- verðlaun, fyrstum arabískra höf- unda, og samtalsbók um kynþátt- fordóma sem nýkomin er út á íslensku, en báðar þessar bækur hafa orðið metsölubækur víða um heim. Nýjasta bók hans Islam út- skýrt fyrir börnum kom út í byrjun þessa árs. Tahar Ben Jelloun hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar m.a. útnefndur velgjörðarsendiherra hjá UNESCO í fyrra, á sama tíma og Vigdís Finnbogadóttir auk þess sem hann hefur nokkrum sinnum verið orðaður við Nóbelsverðlaunin í bók- menntum. Hann flytur erindi sín á frönsku og það verður túlkað jafnóðum á ís- lensku. Aðgangur er ókeypis. Rithöfundur fjallar um kyn- þáttafordóma Tahar Ben Jelloun KIRSI Väkiparta frá Finnlandi heldur fyrirlestur í Listahá- skóla Íslands, í Laugarnesi, kl. 12.30 á mánudag. Kirsi er for- stjóri AV-arkki, dreifingarmið- stöðvar finnskrar listar. Hún er stödd hér á landi vegna opnun- ar á sýningunni Púslusving í Norræna húsinu. Guðmundur Oddur Magnús- son heldur fyrirlestur í LHÍ Skipholti 1 nk. miðvikudag kl. 12.30. Guðmundur er grafískur hönnuður og kennari við LHÍ. og fjallar í fyrirlestrinum um feril sinn í grafískri hönnun. Námskeið Myndmennt á vefnum nefn- ist námskeið sem hefst 24. apr- íl. Þar hljóta myndmennta- kennarar m.a. þjálfun í gerð námsefnis á veftæku formi. Kennari Hlynur Helgason myndlistarkennari. Þann 21. apríl hefst námskeiðið Rýmis- verk – blönduð tækni. Nemend- ur kynnast gerð þrívíðra verka með blandaðri tækni. Kennari Hrafnhildur Sigurðardóttir myndlistarmaður. Námskeið og fyrir- lestrar í LHÍ alltaf á föstudögum Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.