Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Heill þér, ó hin máttuga, glæsta og gnægtafulla borg! Heill þér, fagra borg, sem gleður með blóma þínum og ríkidæmi og stórfenglegum byggingum og hefur áunnið þér virðingu fjöldans!“ (Forn áletrun á veggjarbroti í Hierapolis). EITT það undarlegasta ogseiðmagnaðasta náttúru-fyrirbæri í víðri veröld erPamukkale – bómullar-kastallinn – í Tyrklandi sem glóir eins og tröllaukinn gim- steinn við rætur hinnar fornu borgar Hierapolis sem eitt sinn hýsti yfir 100 þúsund íbúa á blómaskeiði sínu á tím- um Rómverja um 200 e.Kr. Óhætt er að fullyrða að lítt hefur verið fjallað um þessa sögufrægu staði í almenn- um sögu- og landafræðibókum, hvernig sem á því stendur og því er það líkt og að finna hulinn fjársjóð að fara á þessar slóðir. Hierapolis og Pamukkale tilheyra því landsvæði sem kallað hefur verið Litla-Asía (Asia Minor) og var hluti af veldi Grikkja á blómatíma þeirra og síðar Rómverja. Raunar er öll strand- lengja núverandi Tyrklands hlaðin fornum minjum frá þessum tímum svo ferðalangurinn hnýtur um þær í bókstaflegri merkingu nánast við hvert fótmál. Flest staðarnöfnin við sjávarsíðuna eru þekkt úr sögunni, s.s. Smyrna, Efesus, Trója og svo grísku eyjarnar Chios, Samos og Rhodos úti fyrir ströndinni, en minna hefur verið látið með Hierapolis og Pamukkale sem ferðamannastað fyrr en í seinni tíð. Það er annars ekki undarlegt að kalla Pamukkale „bómullarkastal- ann“, því þegar ferðast er um hina frjósömu sléttur meðfram Menderes- fljótinu með hrikaleg fjöll á báða bóga í fjarskanum, blasa hvarvetna við víð- feðmir bómullarakrar. Þar keppast konur og börn við bómullartínsluna meðan karlmennirnir dorma á drátt- arvélunum uns kvölda tekur og mál að aka heim með afrakstur dagsins og fá sér te með hinum körlunum á næsta tehúsi en konurnar fara heim til að sinna matseld, þvottum og barnauppeldi. Eins og ofvaxinn bómullarhnoðri Í austri lokast þessi breiði dalur með hrjóstugum fjöllum og þar hátt upp í fjallshlíðinni gnæfir Pamukkale eins og ofvaxinn bómullarhnoðri yfir dalnum, rétt eins og til að minna fólk á hvað það er sem það hefur lifibrauð sitt af. Er nær dregur er þó fátt við Pamukkale sem minnir á bómull, heldur miklu fremur snjó eða harð- fenni og víst er um það að fyrirbærið minnir þá sem búa norður undir heimskauti miklu frekar á risavaxinn foss í klakaböndum en bómull. Sá er munurinn þó mestur á þessu tvennu að hitastigið yfir sumartímann er þarna milli 30° og 40° Celsius og um það, sem úr fjarska lítur út eins og þúsund risastórir ísbollar, hver upp af öðrum, leikur stöðugt heitt upp- sprettuvatn, líkt og hjá Geysi okkar í Haukadal og skilur eftir sig mjallhvít- an kalkstein. Þrátt fyrir frjósemd Menderes-sléttunnar fyrir neðan eru hlíðar fjallanna umhverfis fremur naktar með einstaka hitaþolnum trjá- tegundum á víð og dreif og myndar því hin fannhvíta Pamukkale-perla djúpa andstæðu við hrjóstugt og dökkleitt umhverfi sitt. Það er því ekki að undra þótt keisarar og aðrir höfðingjar fornaldarinnar hafi álitið þennan stað lokkandi til búsetu og guðum sínum þóknanlegan. Ekki er vitað með vissu hversu lengi Pamukkale hefur litið út eins og staðurinn gerir í dag, en þó er vitað þar um hof helgað Hiero eða Hieru, eiginkonu Telefusar Herkulesarsyni, trúlega allt frá 1000–800 f. Kr. Ein af helstu borgum Selevkída-tímabilsins, Laodicea (sem reyndar átti sér nokkrar systurborgir með sama nafni á þessum slóðum um þetta leyti) var um 20 km frá Pamukkale og talið er líklegt að hof þetta hafi verið einn helsti tilbeiðslustaður íbúa þeirrar borgar í upphafi. Þegar sjálf borgin Hierapolis var síðan stofnuð og skipu- lögð af Eumenes II. frá Pergamon ár- ið 190 f. Kr. sem hafði hlotið hana í sigurlaun frá Rómverjum fyrir stuðn- ing sinn gegn Antiokkusi 3, þá er talið að hún hafi verið reist út frá hofi Hieru og þegið um leið nafn sitt, Hierapolis, þ.e. borgin heilaga, af því. Borg friðar, fegurðar og gnægta Hvað sem uppruna sjálfrar borg- arinnar líður er þó ljóst að mikill jarð- hiti hefur verið á þessum stað frá örófi alda og eru vísindamenn nú sann- færðir um að þarna sé að finna mann- vistarleifar mun eldri en frá tímum Grikkja og Rómverja. Vandinn er hins vegar mikill að komast að hinu sanna í þeim efnum, því talið er að elstar slíkra minja sé einmitt að finna undir hinum miklu klaksteinsbollum í hlíðum Pamukkale. Við þeim má hins vegar ekki hrófla því þessi náttúru- fyrirbæri hlíta eðli sínu samkvæmt al- þjóðlegri náttúruvernd. Eins og títt er um þá staði og borgir þar sem friður hefur jafnan ríkt þá verða þeir ekki eins plássfrekir á spjöldum sögunnar og þeir sem tengdir eru ófriði og öðrum þeim við- burðum sem kunna að hafa breytt gangi veraldarsögunnar. Því er það hvíld og kærkomin tilbreyting að upp- götva af þeim fáu tiltæku heimildum sem til eru um Hierapolis að hún hef- ur lengst af verið borg friðar, fegurð- ar og gnægta. Auð hennar og fegurð má eflaust rekja til þess að hún var í einni af helstu verslunarleiðunum frá hinum fornu og glæstu borgum við Miðjarðarhafið, s.s. Efesus, Pergam- on og Sardis til borganna fyrir botni Miðjarðarhafs og áfram til Persíu og Kína. Samkvæmt heimildum úr erfða- skrá Attalusar 3. frá Pergamon hefur Hierapolis lotið beint rómverskri stjórn frá árinu 133 f. Kr. en engu að síður borið skýr grísk einkenni. Um þetta leyti stækkaði borgin mjög en árið 17 f. Kr. mun hún hafa eyðilagst að langmestu leyti, ásamt nærliggj- andi borgum, í miklum jarðskjálfta. Borgin var í rústum til ársins 60 e. Kr. en var þá endurreist sem sýnir hve mikilvæg hún þótti. Á seinni hluta 2. aldar og fyrri hluta 3. aldar átti borgin síðan sitt mesta blómaskeið og var hún þá álitin ein helsta borg lista, við- skipta og vitsmunalegra sem og and- legra iðkana í öllu Rómaveldi og það er frá þessu tímabili sem flestar minj- ar hafa varðveist. Íbúafjöldi Hierapolis var um þetta leyti 100 þúsund sem m.a. má ráða af þeim fjölda grafhýsa sem í borginni eru og bera þau jafnframt vitnisburð um fáheyrt ríkidæmi hennar. Á fjórðu öld fór síðan að halla undan fæti í Hierapolis og á 11., 12. og allt fram á 14. öld var borgin til skiptis bitbein býsansmanna, Tyrkja og Mongóla, þótt engar orrustur um borgina hafi verið háðar. Endanlega lagðist borgin síðan í eyði í miklum jarðskjálfta um miðbik 14. aldar. Eftirlifandi íbúar borgarinnar dreifðust þá um nær- liggjandi héruð og þeir einu sem vitj- uðu hennar á næstu öldum var fólk sem áhuga hafði á sögu borgarinnar og minjum, og enn frekar þeir sem sóttust eftir hinum læknandi og sér- stæðu eiginleikum lindanna í Pam- ukkale. Mikilvægt að efni og andi fari saman Eitt af því sem vekur athygli þegar rústirnar í Hierapolis eru skoðaðar er það mikla jafnvægi sem þær endur- spegla í hvívetna. Á það ekki ein- göngu við gerð þessara stórfenglegu mannvirkja og formfegurð, heldur varðar það einnig tilgang þeirra. Slíkt hið sama má raunar segja um flestar Miðjarðarhafsminjar fornaldarinnar, þar sem mikilvægt þótti að láta and- ann og efnið fara saman. Glöggt dæmi um þetta er að finna í Hierapolis þar sem stórar byggingar höfðu að geyma fallegar laugar eða böð, en jafnframt bókasöfn, skóla og staði til andlegrar íhugunar. Hierapolis var upphaflega skipu- lögð samkvæmt grísk/rómversku borgarskipulagi þar sem mörg stræti liggja samhliða og þvert á eitt breið- stræti. Aðalstrætið í Hierapolis er ríf- lega 1.600 metrar að lengd og 13,5 metrar að breidd að gangstígum með- töldum og sýnir það enn og aftur forn- an glæsileika borgarinnar. Hliðar- strætin voru á hinn bóginn einungis 3 metrar en slíkt tíðkaðist í borgum fornaldarinnar á þessum slóðum, m.a. til að halda hitanum og sólarljósinu frá. Við sinn hvorn enda breiðstræt- isins eru bogahlið með áletrunum og meðfram strætinu endilöngu hefur verið súlnaröð. Þeir súlnahlutar sem fundist hafa eru einu heillegu minj- arnar frá tímum Grikkja sem styður það sem fram hefur komið að þeir hafi byrjað byggingu borgarinnar en Rómverjar síðan stækkað hana og endurbætt. Ljóst er að frá fyrstu tíð hafa hof verið reist í Hierapolis, hinum ýmsu guðum til dýrðar, s.s. hof Hiero sem fyrr er nefnt. Á blómatíma Frýgíu í norðvesturhluta Litlu-Asíu um 850– 680 f. Kr. er jafnframt vitað um til- beiðslu vínguðsins Díonýsusar og jarðargyðjunnar Leto og á tímum Grikkja í borginni var Apollon, guð ljóss og visku, dýrkaður sem mestur guða. Hierapolis var einnig helgistað- ur Atargatis, gyðju frjósemi, verndar og vellíðunar. Að sjálfsögðu voru guð- ir heilsu og hreinlætis, Hygea, Her- akles og Asklepios, dýrkaðir á þess- um mikla heilsulindastað. Hof þessi eru nú að mestu rústir einar en rann- sóknir fornleifafræðinga hafa sýnt að a.m.k. hof Apollons hefur verið end- urreist tvisvar sinnum, uns það féll í niðurníðslu eftir útbreiðslu kristninn- ar í þessum heimshluta. Hellir Plútós Eitt af umtöluðustu fyrirbærunum í Hierapolis mun þó vera hellir Plútós, guðs undirheimanna eða Plutonium, þar sem sagt er að banvænt gas streymi upp úr iðrum jarðar. Var þetta í fornöld talið styðja tilvist illra anda undirheimanna og töldu menn að Plútó andaði hér frá sér banvæn- um andardrætti sínum til að lokka menn til sín í undirdjúpin. Samkvæmt skrifum sagnaritarans Strabo mun 2.000 fermetra svæði hafa verið afgirt umhverfis staðinn og munu fuglar og önnur dýr hafa drep- ist samstundis sem þangað sluppu. Hins vegar munu heilagir menn og guðir ekki hafa borið skaða af gasi þessu. Þegar kristnir menn settust að í Hierapolis mun opi Plutonium hafa Pamukkale. Keisarar og aðrir höfðingjar fornaldarinnar álitu staðinn guðum sínum þóknanlegan. Hierapolis – Pamukkale Eitt best varðveitta leikhús fornaldar í Litlu-Asíu er í Hierapolis. Grafreitir Hierapolis eru sérstakir og segja sitt um ríkidæmi borgarinnar. Borgin Hierapolis í Tyrklandi á sér langa sögu, en á blóma- skeiði hennar um 200 e. Kr. bjuggu um 100.000 manns þar. Saga Hierapolis er ekki síður merkileg sökum staðsetn- ingar bómullarkastalans Pamukkale sem glóir eins og tröll- aukinn gimsteinn við rætur borgarinnar. Gróa Finnsdóttir kynnti sér forna menningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.