Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 10
ÞRÁTT fyrir að norrænt samstarf hafi fallið nokkuð í skuggann af um- ræðu um Evrópusambandið hin síð- ari ár lifir norræn samvinna góðu lífi. Raunar fer ekki mikið fyrir nor- rænni samvinnu í fjölmiðlum alla jafna, ef til vill er skýringin sú að starfið hefur verið bæði farsælt og friðsamlegt og þess vegna næstum því leiðinlegt, a.m.k. fyrir þá sem slægjast helst eftir hasar og hneykslismálum. Samstarf sem snertir marga Norðurlandaráð hefur haft það höfuðmarkmið að stuðla að innra samstarfi Norðurlandanna og jafn- framt að auka hlutverk norræns samstarfs um allan heim. Hér er um milliríkjasamstarf að ræða, en ekki yfirþjóðlegt. Norrænt samstarf nær ekki einungis til stjórnmála- manna og embættismanna heldur snertir það daglegt líf þegnanna á mörgum sviðum. Nefna má vina- bæjastarf, norrænt samstarf á sviði íþrótta og þann fjölda ungs fólks sem fer á milli landa til náms eða starfa. Norðurlandaráð fundar einu sinni á ári, venjulega í byrjun nóvember. Norðurlandaráðsþing eru haldin til skiptis í aðildarlöndunum og var síðast haldið á Íslandi haustið 2000. Næsta þing verður í Helsinki og hefst í lok október nk. Það verður sérstakt afmælisþing og m.a. von á öllum þjóðhöfðingjum Norðurland- anna þangað. Auk þinganna skipuleggur ráðið ráðstefnur um tiltekin málefni, svo- nefndar þemaráðstefnur, þar sem fjallað er um umhverfismál, menn- ingu og öryggismál svo nokkuð sé nefnt. Um næstu helgi verður hald- in hér á landi þemaráðstefna um norrænt lýðræði. Norrænt notagildi Norðurlandaráð á frumkvæði að ýmsum samnorrænum verkefnum og hefur verið kallað hugmynda- smiðja Norðurlandasamstarfsins. Líkja má hlutverki Norðurlanda- ráðs við þjóðþingin, eftir afgreiðslu mála, fyrirspurna og tillagna, eru þau send Norrænu ráðherranefnd- inni, eða ríkisstjórnum aðildarland- anna. Norðurlandaráð og Norræna ráð- herranefndin hafa margt á prjón- unum. Varðandi val á verkefnum hefur verið stuðst við norrænu nytjaregluna – „Norrænt notagildi“ – en í henni felst: – Að um sé að ræða verkefni sem gætu verið rekin í einstökum lönd- um, en árangurinn yrði áberandi meiri með því að leita norrænna lausna; – að þau stuðli að og styrki nor- ræna samkennd; – að þau auki samkeppnishæfni Norðurlandanna; – Með öðrum orðum: „Sterkari Norðurlandaráð 50 ára Mynd/Kine Djupevåg Fristad Norðurlandaráð fagnar á þessu ári 50 ára afmæli og verður þess minnst með ýmsu móti. Guðni Einarsson kynnti sér norræna samvinnu á tímamótum. Farsælt og friðsamlegt „Norðurlandasamstarfið hefur orðið okkur til mikils góðs. Ísland er ein- angrað landfræðilega séð, þrátt fyrir bættar samgöngur og samskipta- tækni. Með virkum samskiptum við aðrar þjóðir, ekki síst Norðurlöndin, hefur okkur tekist að byggja upp nú- tímaþjóðfélag með mennta- og vel- ferðarkerfi sem stenst alþjóðlegan samanburð,“ segir Ísólfur. Grundvallarþáttur utanríkisstefnunnar Ísólfur bendir á að sögulega og menningarlega sé Ísland hluti af Norðurlöndum. Norrænni samvinnu hafi verið lýst sem grundvallarþætti íslenskrar utanríkisstefnu á lýðveld- istímanum. Þrátt fyrir stærðarmun þjóðanna séu öll löndin jafnrétthá á þessum vettvangi. Hann segir að fulltrúar Íslands í norrænu samstarfi séu virkir og áhugasamir um málefni Norðurlanda. Gagnkvæmir samningar Norður- landanna hafa fært þegnunum mik- ilvæg réttindi. „Ég get fyrst nefnt þau réttindi sem felast í sameiginleg- um atvinnumarkaði. Þess hafa Norð- urlandabúar notið frá árinu 1954. Ís- lendingar hafa atvinnuréttindi á Norðurlöndum og starfa þar þúsund- um saman. Þeir snúa margir aftur heim og hafa þá aflað dýrmætrar þekkingar og reynslu fyrir íslenskt atvinnulíf.“ Ísólfur segir að um 16 þúsund Ís- lendingar búi nú á Norðurlöndum, utan Íslands. Þeir séu þar aufúsu- gestir, bæði til náms og vinnu. Norðurlöndin eru einnig sameigin- legur „menntamarkaður“. Íslenskir námsmenn hafa mikið sótt í háskóla á Norðurlöndum og norrænir náms- menn komið hingað. Skólagjöld eru mjög lág og njóta Íslendingar sömu kjara og heimamenn í hinum lönd- unum. Norðurlöndin hafa samið um gagn- kvæm félagsleg réttindi fyrir þegna sína. „Íslendingar njóta sömu fé- lagslegu réttinda og heimamenn, t.d. hvað varðar heilsugæslu, örorku- bætur og atvinnuleysisbætur. Þá var gerður samningur árið 1986 um að allir eigi rétt á að nota móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld í öðrum löndum, þótt ég viti ekki hvernig gengur að uppfylla það,“ segir Ís- ólfur. Hann segir að á Norðurlanda- ráðsþingum sé túlkað af og á ís- lensku, þótt fæstir íslenskra ræðumanna og þingfulltrúa noti sér það. Fáum margfalt til baka En hvað um fjárhagslegan ávinn- ing af norrænu samstarfi? „Við borgum um 104 milljónir króna í sameiginlega sjóði Norður- landasamstarfsins. Það má áætla að sú upphæð komi þrefalt til fjórfalt til baka. Íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa átt aðgang að hagstæðum lánum úr Norræna fjárfestingabankanum og úr Norræna iðnþróunarsjóðnum. Sem dæmi má nefna að árið 2000 fengu Íslendingar rúmlega 7 millj- arða að láni hjá Norræna fjárfesting- arbankanum. Eignarhluti okkar í bankanum er um 1%, en 9% lánveit- inga það árið voru hingað til lands.“ Ísólfur segir að þátttaka í norræn- um verkefnum af ýmsum toga hafi veitt reynslu og þekkingu hingað til lands. „Við höfum notið reynslu og þekkingar samstarfsþjóðanna hvað varðar umhverfis- vernd, jafnrétti kynjanna, málefni fatlaðra, baráttu gegn einelti svo fá- ein dæmi séu nefnd. Þetta hefur komið okkur að góðum notum og sparað fjárfreka grunn- vinnu. Þá eru ótalin dýr samstarfsverk- efni Norðurlanda á sviði vísinda og rannsókna. Okkur hefði reynst erfitt að fjármagna þau ein og sér. Eins get ég nefnt norræn áhrif á íslenska lagasetningu og stjórnarfar. Húsnæðiskerfið og stór hluti af velferðarkerfi okkar hafa ver- ið byggð upp að norrænni fyrir- mynd.“ Þúsundir njóta góðs af Ísólfur segir að telja megi þá Ís- lendinga í þúsundum sem njóta góðs af norrænu samstarfi á einn eða ann- an hátt á hverju ári. „Ég get til dæmis nefnt NordJob áætlunina frá 1985 sem árlega veitir mörg hundruð íslenskum ungmenn- um vinnu annars staðar á Norður- löndum. Þetta eykur hæfni þeirra bæði í námi og starfi og vekur áhuga fyrir nágrannalöndunum. Þátttaka íslenskra ungmenna í NordJob er hlutfallslega afar há. Annað verkefni er NordPraktik sem gefur ungu fólki möguleika á vinnuskiptum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. NordPlus áætlunin gefur árlega fjölda háskóla- nema og kennara möguleika á að stunda nám og störf á Norðurlönd- um. Í þeirri áætlun er þátttakendum séð fyrir uppihaldi meðan á dvölinni stendur. NordPlus Junior er sams- konar áætlun fyrir menntaskóla- nema á aldrinum 16–19 ára. Þetta hefur reynst mjög árangursríkt og gefandi samstarf.“ Vísindi og menning Norræna eldfjallastöðin og Nor- ræna húsið eru stærstu norrænu stofnanirnar sem starfræktar eru hér á landi. Ísólfur segir að þær veiti fjölda fólks atvinnu, að ekki sé minnst á mikið framlag þeirra til vísinda og menningar. „Hér hafa verið og eru stundaðar merkar eldfjalla- og jarð- fræðirannsóknir fyrir norrænt fjár- magn. Eins hefur kraftmikið menn- ingarstarf í Norræna húsinu auðgað mannlífið. Norræni menningarsjóð- urinn styrkir fjölda íslenskra verk- efna ár hvert, t.d. uppsetningu leik- sýninga, tónlist, myndlist, kvik- myndir og margt fleira. Bókmennta-, Ísólfur Gylfi Pálmason Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður er formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Hann telur að nor- rænt samstarf hafi fært Íslendingum mikinn ávinn- ing, bæði efnahagslegan og menningarlegan. Öflugt og virkt samstarf 10 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.