Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 9 TVÆVETUR ær ásamt vetur- gamalli gimbur sinni náðust við Kverkártungu í Tunguselsheiði á miðvikudag og voru báðar merki- lega vel á sig komnar eftir vet- urinn að sögn mannanna sem sóttu þær á vélsleða inn í heiði. Þær voru ekki á því að láta ná sér fyrirhafnarlaust en enduðu þó á drögu aftan á vélsleða hjá Gunnlaugi Ólafssyni á Hallgils- stöðum. Vopnfirðingur, sem hafði verið á ferð í heiðinni, sá kind- urnar og lét vita af þeim. Úlfur Marinósson, bóndi í Hvammi í Þistilfirði, reyndist eiga kindurnar, sem fóru beint í fjárhúsið í Hvammi og átu þar hey af bestu lyst. Veturinn virðist ekki hafa ver- ið harður á heiðalöndunu og voru kindurnar ótrúlega brattar eftir útigönguna í vetur. Með þeim á myndinni eru bændurnir Úlfur Marinósson í Hvammi, ásamt Marinó syni sínum, og Gunn- laugur Ólafsson frá Hallgils- stöðum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Útigöngufé af Tungu- selsheiði komið í hús Þórshöfn. Morgunblaðið. FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur sýknaði á föstu- dag karlmann af ákæru ríkissak- sóknara fyrir kynferðisbrot gegn stúlku á nýársdag 2001. Stúlkan var þá á fjórtánda ári og var gest- komandi á heimili ákærða. Ákærði neitaði sök og taldi dóm- urinn framburð hans trúverðugan sem og framburð stúlkunnar þótt hann væri stuttur. Þó þótti fram- burður fjögurra stúlkna sem báru vitni, styrkja skýrslu stúlkunnar, en hins vegar var efnislegur mun- ur á því sem þær höfðu eftir henni og því sem hún bar sjálf fyrir dómi. Þá báru margir vitni um breyt- ingar á hegðun stúlkunnar fyrst í stað í ársbyrjun 2001. Þau sér- fræðigögn lágu ekki fyrir dómin- um sem reifuðu þessar breytingar þannig að sérstakar ályktanir yrðu dregnar af þeim. Komst dómurinn að þeirri nið- urstöðu eftir að hafa metið áð- urgreind atriði auk annarra, að ekki væri komin fram lögfull sönn- un fyrir sekt ákærða. Dóm héraðs- dóms skipuðu Jón Finnbjörnsson dómsformaður, og héraðsdómar- arnir Hervör Þorvaldsdóttir og Pétur Guðgeirsson. Verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. Skip- aður réttargæslumaður brotaþola var Sif Konráðsdóttir. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari hjá rík- issaksóknara sótti málið. Sýknaður af ákæru fyrir kyn- ferðisbrot gegn stúlku MAÐUR sem játaði á sig ölvunar- akstur fyrir Héraðsdómi Vest- fjarða var á föstudag dæmdur í 100 þúsund króna sekt og eins árs ökuleyfissviptingu, en hafði áður hafnað boði ákæruvaldsins um að ljúka málinu með dómsátt upp á 130 þúsund króna sektargreiðslu og tveggja ára ökuleyfissviptingu. Í dómi héraðsdóms segir að boð- ið muni vera skv. einhverjum vinnureglum sem ákæruvaldið hafi sett sér með hliðsjón af skrá í við- auka reglugerðar sem dómsmála- ráðherra hafi sett með heimild í 4. mgr. 100. gr. umferðarlaga. Hvorki vinnureglurnar né viðauka- skráin séu bindandi fyrir dómstóla við ákvörðun viðurlaga. Boð ákæruvaldsins um málalok séu ekki í samræmi við það sem tíðk- ast hafi við ákvörðun viðurlaga fyrir svipuð brot og það sem ákærði gerðist sekur um. Erlingur Sigtryggsson dóm- stjóri kvað upp dóminn. Árs ökuleyfis- svipting í stað tveggja ára með því að hafna sátt ♦ ♦ ♦ LÖGREGLAN í Stykkishólmi stöðvaði fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur á föstudag, þar af einn ökumann um þrítugt sem ók bifreið sinni á 139 km hraða á Snæfellsnesvegi. Hann má búast við sekt vegna hátt- semi sinnar. Þá tók lögreglan á Seyðis- firði ökuman á 131 km hraða á Norðurlandsvegi og þá var enn einn ökumaður stöðvaður á 140 km hraða af umferðardeild rík- islögreglustjóra fyrir hraðakst- ur milli Hellu og Hvolsvallar í fyrradag. Tekinn á 139 km hraða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.