Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 9
TVÆVETUR ær ásamt vetur-
gamalli gimbur sinni náðust við
Kverkártungu í Tunguselsheiði á
miðvikudag og voru báðar merki-
lega vel á sig komnar eftir vet-
urinn að sögn mannanna sem
sóttu þær á vélsleða inn í heiði.
Þær voru ekki á því að láta ná
sér fyrirhafnarlaust en enduðu þó
á drögu aftan á vélsleða hjá
Gunnlaugi Ólafssyni á Hallgils-
stöðum. Vopnfirðingur, sem hafði
verið á ferð í heiðinni, sá kind-
urnar og lét vita af þeim.
Úlfur Marinósson, bóndi í
Hvammi í Þistilfirði, reyndist
eiga kindurnar, sem fóru beint í
fjárhúsið í Hvammi og átu þar
hey af bestu lyst.
Veturinn virðist ekki hafa ver-
ið harður á heiðalöndunu og voru
kindurnar ótrúlega brattar eftir
útigönguna í vetur. Með þeim á
myndinni eru bændurnir Úlfur
Marinósson í Hvammi, ásamt
Marinó syni sínum, og Gunn-
laugur Ólafsson frá Hallgils-
stöðum. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Útigöngufé af Tungu-
selsheiði komið í hús
Þórshöfn. Morgunblaðið.
FJÖLSKIPAÐUR dómur Héraðs-
dóms Reykjavíkur sýknaði á föstu-
dag karlmann af ákæru ríkissak-
sóknara fyrir kynferðisbrot gegn
stúlku á nýársdag 2001. Stúlkan
var þá á fjórtánda ári og var gest-
komandi á heimili ákærða.
Ákærði neitaði sök og taldi dóm-
urinn framburð hans trúverðugan
sem og framburð stúlkunnar þótt
hann væri stuttur. Þó þótti fram-
burður fjögurra stúlkna sem báru
vitni, styrkja skýrslu stúlkunnar,
en hins vegar var efnislegur mun-
ur á því sem þær höfðu eftir henni
og því sem hún bar sjálf fyrir
dómi.
Þá báru margir vitni um breyt-
ingar á hegðun stúlkunnar fyrst í
stað í ársbyrjun 2001. Þau sér-
fræðigögn lágu ekki fyrir dómin-
um sem reifuðu þessar breytingar
þannig að sérstakar ályktanir yrðu
dregnar af þeim.
Komst dómurinn að þeirri nið-
urstöðu eftir að hafa metið áð-
urgreind atriði auk annarra, að
ekki væri komin fram lögfull sönn-
un fyrir sekt ákærða. Dóm héraðs-
dóms skipuðu Jón Finnbjörnsson
dómsformaður, og héraðsdómar-
arnir Hervör Þorvaldsdóttir og
Pétur Guðgeirsson. Verjandi
ákærða var Örn Clausen hrl. Skip-
aður réttargæslumaður brotaþola
var Sif Konráðsdóttir. Sigríður
Friðjónsdóttir saksóknari hjá rík-
issaksóknara sótti málið.
Sýknaður
af ákæru
fyrir kyn-
ferðisbrot
gegn stúlku
MAÐUR sem játaði á sig ölvunar-
akstur fyrir Héraðsdómi Vest-
fjarða var á föstudag dæmdur í
100 þúsund króna sekt og eins árs
ökuleyfissviptingu, en hafði áður
hafnað boði ákæruvaldsins um að
ljúka málinu með dómsátt upp á
130 þúsund króna sektargreiðslu
og tveggja ára ökuleyfissviptingu.
Í dómi héraðsdóms segir að boð-
ið muni vera skv. einhverjum
vinnureglum sem ákæruvaldið hafi
sett sér með hliðsjón af skrá í við-
auka reglugerðar sem dómsmála-
ráðherra hafi sett með heimild í 4.
mgr. 100. gr. umferðarlaga.
Hvorki vinnureglurnar né viðauka-
skráin séu bindandi fyrir dómstóla
við ákvörðun viðurlaga. Boð
ákæruvaldsins um málalok séu
ekki í samræmi við það sem tíðk-
ast hafi við ákvörðun viðurlaga
fyrir svipuð brot og það sem
ákærði gerðist sekur um.
Erlingur Sigtryggsson dóm-
stjóri kvað upp dóminn.
Árs ökuleyfis-
svipting í stað
tveggja ára með
því að hafna sátt
♦ ♦ ♦
LÖGREGLAN í Stykkishólmi
stöðvaði fimm ökumenn fyrir of
hraðan akstur á föstudag, þar
af einn ökumann um þrítugt
sem ók bifreið sinni á 139 km
hraða á Snæfellsnesvegi. Hann
má búast við sekt vegna hátt-
semi sinnar.
Þá tók lögreglan á Seyðis-
firði ökuman á 131 km hraða á
Norðurlandsvegi og þá var enn
einn ökumaður stöðvaður á 140
km hraða af umferðardeild rík-
islögreglustjóra fyrir hraðakst-
ur milli Hellu og Hvolsvallar í
fyrradag.
Tekinn á 139
km hraða