Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 46
FRÉTTIR
46 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Blikahjalli - Kóp. - Parhús
Nýkomið í einkasölu stór-
glæsilegt tvílyft parhús m.
innb. rúmg. bílskúr (2ja
bíla) samt. ca 225 fm. Full-
búin vönduð eign í sér-
flokki. Glæsilegur garður.
Frábær staðsetning og út-
sýni. Stutt í alla þjónustu.
Áhv. húsbréf.
Verð 28,9 millj.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali,
Suðurlandsbraut 54, 108 Rvík. Sími 568 2444, fax 568 2446.
Netfang asbyrgi@asbyrgi.is
STÆRRI EIGNIR
HRYGGJARSEL - 2 ÍBÚÐIR
Mjög vandað 272 fm einbýlsihús, kjallari og tvær hæðir, auk 54,6 fm tvöfalds bíl-
skúrs. Í kjallara er mjög góð 2ja herb. íbúð auk geymslurýmis. Á 1. hæð er m.a. stórt
eldhús, stórar stofur og sjónvarpsherbergi. Á 2. hæð eru 4 góð svefnherbergi og
baðherbergi. Tvöfaldur stór bílskúr. Verð 26,0 millj. tilv. 5021
GIMLI GIMLI
FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810
Vorum að fá í einkasölu mjög gott
137 fm raðhús á einni hæð. Þrjú góð
svefnherbergi með skápum. Stofa
og borðstofa eru rúmgóð með út-
gang út í skjólgóðan garð. Baðher-
bergi er flísalagt í hólf og gólf með
hornbaðkari, góð innrétting er á
baði með miklu skápaplássi. Eldhús er með góðri innréttingu og góðum
borðkrók. Bílskúr er með geymslulofti. Áhv. 5,5 millj. Verð 18,8 millj.
Björgvin og Fríða taka á móti ykkur í dag frá kl. 15.00-17.00.
Vorum að fá í sölu fallegt og vel við-
haldið 150 fm parhús á þessum
eftirsótta stað. Nýtt og glæsilegt
eldhús. Fjögur svefnherbergi. Glæsi-
legur suðurgarður hannaður af
landsl. arkitekt. Húsið hefur fengið
gott viðh. og var m.a. málað og við-
gert sl. sumar. Áhv. húsbr. 7,1 millj.
Verð 17,8 millj.
Jóhann Gunnar og Sigrún Dóra taka á móti ykkur í dag
frá kl. 14.00-16.00.
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAGINN 7. APRÍL
REYRENGI
AKURGERÐI - PARHÚS
Sigurður Óskarsson, lögg. fastsali, Sveinn Óskar Sigurðsson, lögg. fastsali
Davíð Þorláksson, sölustjóri, Atli Rúnar Þorsteinsson, sölumaður
Þorbjörn Ólafsson, sölumaður
53 50 600
Fax 53 50 601
Hamraborg 5, 200 Kópavogi
husin@husin.is
SUÐURHOLT 3
Mjög glæsileg 4ra herbergja 171,2 fm sérhæð í tvíbýli á skemmtilegum stað í
Hafnarfirði ásamt 29,7 fm bílskúr. Íbúðin er á 2. hæð en gengið er beint inn á
hæðina af götunni. Allt í húsinu er sérstaklega vel vandað í alla staði, meðal
annars glæsilegar innréttingar og gólfefni (parket og flísar). Ásett verð er 23,5
millj., tilboð óskast, allt skoðað! Ef þú ert að leita að góðri eign á frábærum
stað þá verða Finnur og Elísabet með heitt á könnunni milli 16 og 18 í
dag, sunnudag.
OPIÐ HÚS
HJALLABREKKA 2B
Afar glæsileg 116 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð (gengið beint inn á hæðina)
í fjórbýli í Kópavogi. Þetta er vel viðhaldin og falleg eign á góðum stað þar
sem stutt er í alla þjónustu. Laus fljótlega. Verð er 13,7 millj. Ef þú ert að leita
að glæsilegri eign þá verða Sigrún og systkyni með heitt á könnunni
milli 14 og 17 í dag sunnudag.
Í dag á milli klukkan 14 og 16 sýna Benedikt og Guðlaug þetta
einstaklega fallega einbýlishús. Húsið er vel skipulagt og einstaklega vel
staðsett innst í lokuð botnlanga. Húsið er 294,8 fm og skiptist í kjallara,
hæð og rishæð ásamt 32 fm bílskúr. Fallegur og skjólsæll garður með
fallegum gróðri, stórri suðurverönd og hita í stéttum og plani. Verð 17,9
milljónir.
URRIÐAKVÍSL 23 - OPIÐ HÚS
HÁDEGISVERÐARFUNDUR Fé-
lags viðskipta- og hagfræðinga, í
samvinnu við Stjórnvísi, verður hald-
inn þriðjudaginn 9. apríl nk. kl. 12–
13.30 á Radisson SAS, Hótel Sögu,
Sunnusal, 1. hæð.
Fyrirlesarar eru: Anna María Pét-
ursdóttir, starfsmannastjóri Seðla-
banka Íslands, Einar Sveinsson, for-
stjóri Sjóvár-Almennra, Símon Á.
Gunnarsson, endurskoðandi hjá
KPMG. Fundarstjóri: Ásta Bjarna-
dóttir, lektor við Háskólann í
Reykjavík. Þátttöku má skrá með
tölvupósti á fvh@fvh.is eða í síma.
Verð með hádegisverði er kr. 2.500
fyrir félagsmenn og kr. 3.500 fyrir
aðra, segir í fréttatilkynningu.
Fundur Félags
viðskipta- og
hagfræðinga
JAFNRÉTTISNEFND kirkjunnar
stendur fyrir málþingi undir yfir-
skriftinni: Konur á kirkjuþing? í til-
efni af kosningum til kirkjuþings
sem fara fram í vor. Málþingið verð-
ur haldið mánudaginn 8. apríl í safn-
aðarsal Hallgrímskirkju, kl. 17–19.
Erindi halda: Sólveig Pétursdótt-
ir, dóms- og kirkjumálaráðherra,
Arnfríður Guðmundsdóttir, formað-
ur jafnréttisnefndar kirkjunnar,
Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur,
Magnús Erlingsson sóknarprestur.
Lokaorð: Karl Sigurbjörnsson bisk-
up. Fundarstjóri: Drífa Hjartardótt-
ir alþingismaður. Flytjendur tónlist-
ar: Anna Pálína Árnadóttir og Gunn-
ar Gunnarsson.
Málþingið er öllum opið, segir í
fréttatilkynningu.
Konur á
kirkjuþing
Á FUNDI sjálfstæðisfélagsins í
Grundarfirði 25. mars sl. var sam-
þykktur framboðslisti Sjálfstæðis-
flokksins fyrir komandi bæjarstjórn-
arkosningar.
Listann skipa: 1. Sigríður Finsen,
forseti bæjarstjórnar 2. Dóra Har-
aldsdóttir bæjarfulltrúi, 3. Ásgeir
Valdimarsson sjómaður, 4. Sveinn
Pálmason viðskiptafræðingur, 5.
Unnur B. Þórhallsdóttir kennari, 6.
Þorsteinn Friðfinnsson, bæjar-
fulltrúi og húsasmiður, 7. Ketilbjörn
Benediktsson bifreiðasmiður, 8.
Þórður Magnússon framkvæmda-
stjóri, 9. Guðni Guðnason pípulagn-
ingam., 10. Hrólfur Hraundal fram-
kvæmdastjóri, 11. Jarþrúður Hanna
Jóhannsdóttir háskólanemi, 12.
Kristmundur Harðarson rafverk-
taki, 13. Hreinn Bjarnason bóndi og
14. Kristján Guðmundsson vélstjóri.
Listi sjálfstæð-
ismanna
í Grundarfirði
GUÐMUNDUR Jónsson sagnfræð-
ingur heldur fyrirlestur í hádegis-
fundaröð Sagnfræðingafélags Ís-
lands sem hann nefnir „Velferðar-
þjóðfélagið og sjálfsmynd Íslend-
inga“, þriðjudaginn 9. apríl kl. 12.05
– 13 í stóra sal Norræna hússins.
Fundurinn er opinn öllu áhugafólki
um sögu og menningu.
Velferðarríkið er fyrir löngu orð-
ið eitt helsta kennimerki Norður-
landa. Velferðin varð gildur hluti af
sjálfsmynd norrænna þjóða og
raunar gildari en hjá öðrum þjóð-
um.
Í erindinu verður m.a. leitað
svara við þeirri spurningu, hvernig
þessi mynd af Norðurlöndum sem
velferðarríkjum í fremstu röð falli
að íslenskum veruleika.
Einnig verður spurt hve „nor-
rænir“ Íslendingar hafi verið þegar
kom að velferðarmálum, þ.e. hvort
velferðarhugtakið hafi orðið jafn
sterkur dráttur í sjálfsmynd Íslend-
inga og meðal annarra Norður-
landabúa, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur um velferðarþjóðfélagið
SAMTÖKIN Styrkurinn verða stofn-
uð þriðjudaginn 9. apríl kl. 20.30 í sal
Háteigskirkju. Samtökin verða sjálfs-
hjálparsamtök fyrir þolendur heimil-
isofbeldis og aðstandendur þeirra.
Tilgangi sínum hyggjast samtökin
ná með því að koma á sambandi milli
fólks með reynslu af heimilisofbeldi,
þar sem fólk getur rætt saman, fengið
aðstoð og þann styrk sem á þarf að
halda. Samtökin munu einnig beita
sér fyrir því að opna umræðuna um
heimilisofbeldi í þjóðfélaginu og gera
vandann sýnilegan fyrir hinn al-
menna borgara.
Allir velkomnir sem láta sig þetta
málefni varða. Þeim sem vilja kynna
sér málið nánar er bent á heimasíð-
una, www.simnet.is/disadg, segir í
fréttatilkynningu.
Ný samtök stofnuð
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111