Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 19 Barcelona Monte Carlo Milano Feneyjar Florens Róm Napoli Taormina, Sicily Valletta, Malta Aþena siglingu um Miðjarðarhaf 17. ág. UPPSELT! - Sumarsmellurinn! NÝTT TILBOÐ 24. júlí frá kr. 229.900.- Golden Princess Nýjasta, stærsta skemmtiskip heimsins, 109 þús. tonn. Feneyjar NÝ ÚTSALA! Það glæsilegasta sem boðist hefur í MIÐJARÐARHAFI -vöggu siglinganna stendur þér til boða á einstöku verði: Þú nýtur heimsins lystisemda um borð í fljótandi lúxus- borg fyrir lægra verð en á gistingu á góðu hóteli í jafn- marga daga, og er þó fullt lúxusfæði innifalið, ásamt heimsins bestu aðstöðu og fjölbreyttum skemmtunum, auk tækifæris til að sjá frægustu sögustaði heims. 60 hafa pantað GOLDEN PRINCESS Áætlun: Monakó, Toscana með Florens og Pisa (frá Livorno) Róm (frá Civitavecchia), Napoli, Pompeii, Capri, Messinasund, Malta, Aþena,Feneyjar. Þvílíkt glæsilíf um borð, 8 veitingahús og fullt fæði inni- falið, öll aðstaða um borð, hvers kyns skemmtanir, full- komin leikhús, tónlist við allra hæfi, danssalir, diskótek, kvikmyndir, veisluhöld, sólbaðsaðstaða og sundlaugar, landferðir á fræga staða eftir eigin vali. - 12+2 dagar. Okkar verð frá kr. 229.900. Alm. verð frá kr. 480.000. Hágæði heimsins á lág- fargjaldi! Auk þessa er innif. flug til Barcelona og til baka frá Milano án flugvsk. (kr. 3.600), en með öllum hafnargjöldum (nærri 40 þús. kr.) - Þeir sem kunna að meta það besta sleppa ekki slíku tækifæri! - Nú stefnir í að við bjóð- um líka íslenskan siglingastjóra í sérflokki! Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Ferðatækifæri þeirra, sem kunna að meta það besta í heiminum! Sjá vefsíðu www.heimsklubbur.is - Pantanir í dag í síma 56 20 400 kl.13-15 Aðeins fáir klefar með vali um innborðs-útborðs-eða með svölum. Allt með 60% afslætti. Fæst aðeins gegn staðfestingu. „Ég fyrirlít skoðanir yðar, en ég er reiðubúinn til að láta lífið fyrir rétt yðar til að halda henni fram.“ (Voltaire.) BRÁÐUM er kosið. Bráð-um fæ ég að ráða. Inni íkjörklefanum stend égeinn og óhultur ogkrossa við það nafn eða þann lista, sem ég treysti til að fara með almannavaldið. Þetta eru dýrmæt réttindi. Atkvæðaseðillinn er vald til að hafa áhrif og lýðræð- ið er réttur og um leið skylda sér- hvers hugsandi manns. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Lengi vel máttu konur ekki kjósa og ekki vinnuhjú og kjósendur þurftu að tilkynna í heyranda hljóði hvernig atkvæði þeirra félli. Fyrir framan þá sat yfirvaldið, sem kannske var sjálft í framboði, og það þurfti kjark til að bjóða því birginn. Þetta er heldur ekki svona alls staðar um heimskringluna, þar sem annaðhvort er alls ekki kosið, eða þá að atkvæðum er stungið undir stól, atkvæðum breytt eða þau fölsuð og stundum hefur fólk alls ekki rænu eða aðstöðu til að kjósa. Tilbúið lýðræði, gervifrelsi, einræði, ofríki. Og svo er það hitt, sem við verð- um að leiða hugann að: er kosn- ingarétturinn hér heima, óháður og heilagur um alla framtíð? Eru það stefnur og hugsjónir og málflutningur frambjóðenda sem ráða ferð- inni? Eða eitthvað annað? Eða ekki neitt? Sú var jú tíðin að Íslendingar skiptust í flokka og fylkingar af hugsjónaástæðum, afstöðunni til þeirra átaka sem áttu sér stað í veröldinni, milli kommúnisma og frjáls- ræðis, milli ríkisafskipta og einkaframtaks, með her og á móti her, með stétt, mót stétt, milli samhjálpar og ein- staklingshyggju. Í áranna rás hefur þetta breyst að hluta til. Ekki alveg, en nóg samt, til að deyfa þessi skörpu skil og nú hef ég það á tilfinn- inguni að hagsmunir og henti- stefna, hafi meira að segja um at- kvæðin. Fólk kýs eftir því hvernig það hefur það í buddunni, eftir því hvað hinir gera. Og segja. Og hvað þeim er sagt að gera. Sú þróun er augljós að stjórn- málamenn hafa ekki þau sömu allsherjarvöld og áður. Það er út af fyrir sig af hinu góða. Með auknu frjálsræði og minni ríkisafskiptum er fólk meira sjálfs sín ráðandi og völdin hafa færst út á markaðinn, út á torg fjölmiðla og tísku- strauma. Og peninga. Nýtt vald er komið til sögunnar, vald pening- anna og peningamannanna. Hverj- ir eru það sem eiga verslunina, stóru útflutnings- fyrirtækin, útgerðina, bankana, fjárfestingarfélögin og forstjórastólana? Sífellt færri eignamenn, sífellt aðsópsmeiri fjárfestar, sífellt aðgangsharðari auðjöfrar og jafnvel þar sem safn- ast hafa saman sjóðir í eigu fjöldans, lífeyrissjóðirnir, situr fá- mennur og undarlega keimlíkur hópur þessara sömu manna og fer sínu fram. Jafnvel verkalýðs- leiðtogar, hinir gömlu og hefð- bundnu talsmenn smælingjanna, eru þar innstu koppar í búri. Al- staðar er það fjármagnið sem ræð- ur. Og þeir sem yfir því ráða. Og eftir höfðinu dansa limirnir. Unga fólkið, sem er að hasla sér völl í lífinu, kynokar sér við að storka þessu valdi fjármagns og eigna. Eða hver vill voga sér að vaða fram á ritvöllinn eða í málstofu og vera upp á móti? Hver er tilbúinn til þess að hafa skoðun sem er önd- verð við geð- þótta hinna voldugu mátt- arstólpa? Hvernig fór fyrir litla manninum hjá Símanum, sem kjaftaði frá? Stærsti hluti þeirrar efnilegu og vel menntuðu kynslóðar sem nú er að vaxa úr grasi, sit- ur þögull og af- skiptalaus hjá, þegar stjórnmál berast í tal. Skoðanir eru nefnilega varasamar á frama- brautinni. Með öðrum orðum: kúgun andans, svipa ótt- ans, kyrking skoðana og hugsjóna er eðlileg og óhjákvæmileg afleið- ing. Meira að segja og því miður, verða sumir stjórnmála- og alþing- ismenn fórnarlömb þessa nýja valds. Verða handbendi og mál- pípur þeirra sem borga í kosn- ingasjóði, fjarstýrðir leiksoppar þröngra hagsmuna. Sú hætta er jafnvel fyrir hendi að flokkarnir sjálfir, samtök fólks- ins og útverðir lýðræðisins, verði undir þessa sömu sök seldir þegar frá líður, leikfang í höndum fjár- magnsins og auðmannanna. Þá verður hún snorrabúð stekkur. Ólafur F. Magnússon borg- arfulltrúi og læknir er dæmi um mann, sem vildi standa við hugsjón sína og var kallaður talibani fyrir vikið. Í stað þess að guggna og gefast upp, hefur Ólafur boðið fram undir nýju flokksnafni, og enda þótt ég sé ekki samferða hon- um í öllum skoðunum og muni ekki gefa honum atkvæði mitt, hlýt ég að dást að djörfung hans og dirfsku. Á ég að segja fífldirfsku? Dugnaðarforkur úr Eyjum, út- gerðarbóndi og eignamaður, sendi mér tóninn um daginn. Við því er ekkert að segja. Hann hefur til þess rétt. En athyglisverðast við grein hans á opinberum vettvangi, er sú grímulausa hótun, að ef und- irritaður heldur áfram að hafa skoðanir, sem þessum manni og hagsmunum hans, eru ekki þókn- anlegar, gefur hann í skyn að út- gerðin hætti að styðja við bakið á æskulýðsstarfseminni heima í hér- aði. Og prófessor í Háskólanum sem er annálaður málsvari frjáls- hyggjunnar, beinir þeim tilmælum til Morgunblaðsins, sjálfsagt í anda frjálsræðisins, að blaðið setji á mig ritbann, vegna „vitlausra skoðana“! Nú er ég að vísu orðinn of gam- all og of þvermóðskufullur til að bogna undan svona málflutningi, en hver eru skilaboðin? Skilaboðin til unga fólksins, til lýðræðisins, til kjósenda? Ef þið haldið ekki kjafti og gerið eins og ykkur er sagt, þá er mér og mínu valdi að mæta, þá er valdi auðs og ritskoðunar beitt, þér og þínu til útskúfunar. Það er þetta sem veldur mér áhyggjum, þetta nýja afl, þetta ógeðfellda, ósýnilega vald pening- anna, sem hræðir almenning til liðs við þögnina og undirgefnina. Og hvar er þá málfrelsið og lýð- ræðið, frelsið til að hafa skoðun, frelsið til að kjósa, frelsið að standa einn í kjörklefanum með samvisku sinni og hugsjónum? Ég fyrirlít skoðanir yðar HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram ebs@isholf.is Teikning/Andrés
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.