Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 7
AÐ undanförnu hafa selir verið tíð-
ir gestir í Grafarvoginum og verið
íbúum og öðrum vegfarendum til
ánægju, enda ekki á hverjum degi
sem sundgarpar hafdjúpanna sýna
sig í íbúðahverfum höfuðborg-
arinnar. Þegar fólk fær slíkar
heimsóknir hljóta að rifjast upp
fyrir mörgum þjóðsögur sem fjalla
um samskipti sela og manna eins og
t.d. Selshamurinn, hin ljúfsára saga
um selinn sem átti sjö börn í sjó og
sjö í landi.
Selur
heimsækir
Grafarvog
Morgunblaðið/GuðlaugurWium
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 7
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
17
35
9
0
4/
20
02
Traustur íslenskur ferðafélagi
Ferðatímabil: Apríl og maí.
Sölutímabil: Til 13. apríl.
Hámarksdvöl: 21 dagur.
Lágmarksdvöl: 7 dagar
Síðasta heimkoma: 7. júní.
Ferðirnar gefa 4200-5000 ferðapunkta
og 1000 að auki í Netflugi.
*Innifalið: Flug, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
**Innifalið: Flug og flugvallarskattar.
Baltimore/Washington
Boston, New York
Minneapolis
42.610 kr.**
www.icelandair.is
42.460kr.**
Baltimore/Washington
Boston, New York
46.360 kr.*
Minneapolis
46.510 kr.*
Söluskrifstofur/Fjarsala
Tilboð til vesturstrandarinnar og víðar:
Los Angeles, San Diego, San Fransisco, Las Vegas,
Phoenix, Seattle, Denver, New Orleans, Chicago
62.030 kr.* Ef bókað er á Netinu er ekki innheimt 900 kr. þjónustugjald.
Við bjóðum flugfar til neðangreindra
borga í apríl og maí á einstæðu verði.
Blómstrandi vortilboð
Komdu út í vorið í Bandaríkjunum
Hafið samband við söluskrifstofur eða Fjarsöludeild
Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.-föstud.
kl. 8-20, laugard. kl. 9-17 og sunnud. kl. 10-16).
Eða bókið sjálf á netinu, www.icelandair.is.
TVÆR bílveltur urðu með
stuttu millibili á höfuðborgar-
svæðinu í fyrrakvöld. Rétt fyrir
klukkan 19 missti ökumaður
vald á bifreið sinni á Njarðar-
götu við Vatnsmýrarveg með
þeim afleiðingum að bifreiðin
skemmdist mikið og varð að
flytja hana á brott með krana-
bifreið.
Ökumanninn, sem var einn í
bifreiðinni, sakaði ekki.
Mildi að ekki varð stórslys
Þá varð bílvelta á Reykjanes-
braut við Álverið í Straumsvík
um klukkan 19.30. Ökumaður,
sem var einn í bifreiðinni á
norðurleið, missti vald á henni
og ók inn á öfugan vegarhelm-
ing áður en bifreiðin fór út af
veginum og valt sex metra nið-
ur í úfið hraun með þeim afleið-
ingum að eldur kviknaði í henni
og var Slökkvilið höfuðborgar-
svæðisins kallað út.
Maðurinn var fluttur á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi
með meiðsli í andliti en lögregl-
an í Hafnarfirði telur mikla
mildi að ekki varð stórslys.
Tvær bíl-
veltur á
rúmum
hálftíma
Skýrsla um störf rannsóknarnefndar flugslysa árið 2001
Enginn Íslend-
ingur slasaðist í
flugi í fyrra
ENGIN slys urðu á mönnum í flugi
íslenskra loftfara í fyrra en eitt
dauðaslys varð þegar tveggja hreyfla
bandarísk flugvél fórst með tveimur
konum nálægt Þrídröngum undan
suðurströnd landsins í mars. Árið
2000 fórust hins vegar sex Íslending-
ar eftir flugslys í Skerjafirði.
Þetta kemur fram í skýrslu sam-
gönguráðherra um störf rannsóknar-
nefndar flugslysa í fyrra.
Þormóður Þormóðsson, rannsókn-
arstjóri flugslysa, segir flugslysið við
Þrídranga hafa verið alvarlegasta
slys ársins og rannsóknarnefndin hafi
þurft að leigja skip með neðansjáv-
armyndavél og sónar til að reyna að
finna flak vélarinnar. Verulegur
kostnaður hafi verið vegna þessa en í
lögum sé þó ákvæði um það að nefnd-
in geti fengið aukafjárveitingu þegar
óvænt atvik beri upp. „Það var leitað
að vélinni en hún fannst ekki og við
ræddum það við Bandaríkjamenn
hvort þeir vildu fara út í frekari leit en
þeir vildu ekki fjármagna hana. Vélin
er hins vegar á togslóð og við vorum
að vonast eftir að hún kæmi í troll en
það hefur ekki enn gengið eftir.“
Þormóður segist telja að síðasta ár
hafi verið nálægt meðalári hvað varð-
ar fjölda flugslysa og flugatvika en ár-
ið 2000 hafi á hinn bóginn verið óvenju
mikið um flugatvik. Þormóður segir
að rannsóknarnefnd flugslysa hafi
skráð samtals 89 tilvik í flugi ís-
lenskra loftfara hér heima og erlendis
og í flugi erlendra loftfara um ís-
lenska lögsögu og um íslenska flug-
stjórnarsvæðið. Af þessum atvikum
hafi 26 atvik verið skilgreind sem
flugslys, flugumferðaratvik eða alvar-
leg flugatvik og tekin til formlegrar
meðferðar og rannsóknar af hálfu
nefndarinnar.
Í árslok átti nefndin eftir að ljúka
skýrslum vegna þriggja mála, flug-
slyssins við Þrídranga, flugslyss
kennsluvélar í Eyjafirði og flugatviks
þegar Metró-vél Flugfélags Íslands
hlekktist á í lendingu á Hornafjarð-
arflugvelli.