Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í
nýju áliti komist að þeirri niðurstöðu
að ákvörðun ríkisskattstjóra frá því í
júlí árið 2000, um að synja atvinnu-
rekanda um endurákvörðun áður
álagðra opinberra gjalda árin 1985–
1988, hafi ekki verið í samræmi við
lög. Er þeim tilmælum beint til rík-
isskattstjóra að taka mál atvinnu-
rekandans til endurskoðunar, óski
hann þess, og þá verði leyst úr máli
hans í samræmi við álitið.
Atvinnurekandinn hefur áður
kvartað til umboðsmanns Alþingis
vegna sama ágreinings við skattyfir-
völd og skilaði umboðsmaður áliti af
sér í apríl árið 2000. Þar komst hann
að svipaðri niðurstöðu og nú, þ.e. að
ríkisskattstjóri hefði brotið lög á at-
vinnurekandanum, en erindið var
ekki að öllu leyti hið sama. Þá sætti
maðurinn sig ekki við synjun á end-
urákvörðun áður álagðra gjalda fyr-
ir tímabilið 1985–1993. Umboðsmað-
ur Alþingis komst þá að því að
fyrirmæli ríkisskattstjóra til allra
skattstjóra, að takmarka endurupp-
töku mála, hefðu ekki átt sér full-
nægjandi stoð í lögum. Í kjölfar
þessa álits féllst ríkisskattstjóri á að
breyta álögðum gjöldum árin 1989
til og með 1992. Ríkisskattstjóri
taldi hins vegar ekki vera grundvöll
til að taka til endurskoðunar álagn-
ingu vegna áranna 1985 til 1988 og
því leitaði atvinnurekandinn á ný til
umboðsmanns vegna þess tímabils.
Forsögu þessa ágreinings má
rekja til þess að í kjölfar dóms Hér-
aðsdóms Reykjavíkur í október árið
1995 fór atvinnurekandinn, sem var
sjálfstætt starfandi, þess á leit við
ríkisskattstjóra að leiðrétt yrðu áður
álögð opinber gjöld hans gjaldárin
1985 til og með 1993. Fór hann fram
á að atvinnurekendaframlag sitt í
Lífeyrissjóð Verkfræðingafélags Ís-
lands á árunum 1984–1992 yrði fært
sem rekstrarkostnaður í skattskil-
um umræddra ára og hreinar tekjur
hans af atvinnurekstri á þeim árum
lækkaðar til samræmis.
Umræddum héraðsdómi var
áfrýjað til Hæstaréttar, sem felldi
dóm í desember árið 1996. Með
dóminum var hrundið langri skatt-
framkvæmd en dómurinn sló því
föstu, að því er fram kemur í áliti
umboðsmanns, að atvinnurekanda-
framlag sjálfstætt starfandi manns
vegna eigin lífeyristryggingar félli
undir frádráttarbæran rekstrar-
kostnað, samkvæmt lögum um
tekju- og eignaskatt, og væru því
rekstrargjöld.
Fól ríkisskattstjóri skattstjóran-
um í Reykjavík að afgreiða erindi at-
vinnurekandans í maí árið 1997.
Með úrskurði í september sama ár
féllst skattstjóri á þann hluta erind-
ins er laut að leiðréttingu álagðra
gjalda árið 1993 vegna lífeyriskaupa
á árinu 1992. Að öðru leyti synjaði
skattstjóri erindinu. Vísaði skatt-
stjóri þar til fyrirmæla ríkisskatt-
stjóra um fyrirkomulag leiðréttinga
í tilefni af fyrrgreindum dómi
Hæstaréttar.
Leitaði atvinnurekandinn þá á ný
til ríkisskattstjóra þar sem krafa um
leiðréttingu fyrir árin 1985–1992 var
ítrekuð. Ríkisskattstjóri hafnaði
þeirri beiðni í desember árið 1997,
m.a. með þeirri röksemd að atvinnu-
rekandinn hafi við framtalsgerð
þessara ára hagað frádrætti frá
tekjum sínum utan atvinnurekstrar.
Mánuði síðar leitaði atvinnurekand-
inn til umboðsmanns Alþingis, sem
skilaði svo áliti í apríl árið 2000 sem
áður segir. Þar minnti umboðsmað-
ur m.a. á dóm Hæstaréttar og taldi
að synjun ríkisskattstjóra væri ekki
í samræmi við þann dóm.
Í áliti sínu nú minnir umboðsmað-
ur á að atvinnurekandinn hafi á um-
ræddum árum kosið fastan frádrátt
og því hafi ekki reynt á heimild hans
til að draga frá tekjum sínum utan
atvinnurekstrar iðgjaldagreiðslur í
lífeyrissjóðinn. Telur umboðsmaður
persónuframtal atvinnurekandans
eða álagningu á hann sem einstak-
ling ekki gefa til kynna að hann hafi
í rekstri fyrirgert einhverjum rétti
til frádráttar.
Umboðsmaður fjallar öðru sinni um endurálagningu opinberra gjalda
Synjun ríkisskattstjóra
ekki í samræmi við lög
MAREL hf. opnaði í gær söluskrif-
stofu í Ho Chi Minh borg í Víetnam
undir nafni danska dótturfélagsins
Carnitech. Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra klippti á borða sem
strengdur var fyrir dyr fyrirtæk-
isins en opinberri heimsókn hans til
Víetnam lauk með þeirri athöfn. Í
ávarpi við athöfnina fagnaði Davíð
Oddsson mjög árangri Marels og
sagði fyrirtækið í mikilli samkeppni
á mörkuðum en alls staðar í fremstu
röð.
Hörður Arnarson, forstjóri Mar-
els, sagði í samtali að mikill vöxtur
væri í fiskiðnaði í Víetnam. Mikið sé
þegar framleitt og Víetnamar stefni
að því að vera þeir fremstu í heimi.
„Við ætlum að vinna með þeim að
uppbyggingunni. Þeir hafa ódýrt
vinnuafl en mikilvægt er að gæði og
nýting séu í lagi því annars er ávinn-
ingurinn fljótur að fara,“ segir
Hörður. Hann segir jafnframt að
það hafi verið fyrirtækinu mikils
virði að forsætisráðherra skyldi
taka þátt í þessari athöfn og styðja
þessa starfsemi Marels. Hörður seg-
ir fyrirtækið ekki síst með í huga að
þjóna fyrirtækjum sem rækta rækju
en einnig aðrar tegundir.
Á myndinni er Marelsfólk utan
við nýju skrifstofuna. Lengst til
vinstri er Arne L. Cristensen, yf-
irmaður Carnitech í Asíu, Nguyen
Can Phuoc, yfirmaður söluskrifa-
stofunnar er við hlið hans og Hörð-
ur Arnarson, forstjóri Marels, er
annar frá hægri. Þrír starfsmenn
verða í upphafi á söluskrifstofunni í
Víetnam.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ætla að vinna með Víet-
nömum að uppbyggingu
EIGNAMIÐLUNIN hefur fengið í
einkasölu sumarbústað, sem stend-
ur á 5 þúsund fermetra landi innan
þjóðgarðsins á Þingvöllum. Mun
sjaldgæft vera að slíkir bústaðir
komi á almennan sölumarkað. Sölu-
verð fæst ekki uppgefið en sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
mun sumarbústaður á jafneftir-
sóttum stað kosta á bilinu 25 til 30
milljónir króna.
Bústaðurinn hefur verið end-
urbyggður frá grunni og er búinn
rafmagni, heitu og köldu vatni og
arni, auk þess sem bátaskýli og bát-
ur fylgja eigninni. Allt að 5 metra
lofthæð er í stofu og eru veggir og
loft klædd furupanel en á gólfum er
furuparket. Sólverönd er á allar
hliðar, m.a. 80 fm verönd í átt að
Þingvallavatni.
Sumarbú-
staður í Þing-
vallaþjóð-
garði til sölu
REFSIÁKVÖRÐUN fjölskipaðs
dóms Héraðsdóms Austurlands í
máli er varðar kynferðisbrot stjúp-
föður gagnvart stjúpdóttur sinni er í
algeru ósamræmi við þær sakir sem
dómurinn telur sannaðar á ákærða
þegar litið er til alvarleika brotanna,
dómafordæma og þeirrar refsihækk-
unar í málum af þessu tagi sem
Hæstiréttur hefur gefið línuna með
undanfarið, að því er fram kemur hjá
Sif Konráðsdóttur, hæstaréttarlög-
manni, en hún var réttargæslumaður
stúlkunnar.
Refsiákvörðun
ekki rökstudd
„Í rauninni má segja að refsi-
ákvörðunin sé ekki rökstudd í dómn-
um. Það er ekkert sagt á hvaða
grundvelli þessi ákvörðun um refs-
ingu er tekin, hvort brotið þyki alvar-
legt til dæmis og af hverju það þætti
þá alvarlegt eða hvort það þyki ekki
alvarlegt og af hverju það þyki þá
ekki alvarlegt,“ sagði Sif ennfremur í
samtali við Morgunblaðið.
Hún sagði að refsiákvörðunin væri
því eiginlega bara órökstudd og bætti
því við aðspurð að dómurinn væri í
ósamræmi við dómafordæmi, að
hennar mati.
Aðspurð hvort ekki væri augljóst
að áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar,
sagðist hún telja að ríkissaksóknari
kæmist eiginlega ekki hjá því að láta
reyna á refsiákvörðun eins og þessa.
Dómur Héraðsdóms
Austurlands
í kynferðisbrotamáli
Refsi-
ákvörðun
í algeru
ósamræmi
við sakir
NORÐLENSKA hefur gert tilboð í
hlut Auðbjarnar Kristinssonar í Ís-
landsfugli, en hann á 41% hlut í fé-
laginu sem tók til starfa í Dalvíkur-
byggð á síðasta ári.
Rekstur Íslandsfugls hefur verið
erfiður síðustu mánuði. Auðbjörn
sagði að hann myndi ákveða á mánu-
dag hvort hann tæki tilboðinu eða
hafnaði því. Hann sagði tilboðið
smánarlegt, „og í raun er verið að
stilla mér upp við vegg“, sagði Auð-
björn.
Norðlenska
vill kaupa
Íslandsfugl
♦ ♦ ♦
ÁRNI Vilhjálmsson, stjórnarfor-
maður Granda, sagði á aðalfundi
félagsins að allt benti til þess að
kominn væri tími til þess að
Grandi og íslenskir samstarfsaðil-
ar dragi sig út úr öllum rekstri í
Mexíkó en tap Granda vegna Isla
ehf. og starfsemi þess í Mexíkó
nam 88 milljónum króna í fyrra.
Þormóður rammi-Sæberg á um
40% hlut í Isla í Mexíkó og Róbert
Guðfinnsson, stjórnarformaður
Þormóðs ramma-Sæbergs, segir að
þetta hafi ekki verið rætt við
Granda. „Þetta er ekki orðið neitt
stórt mál, við höfum verið að gíra
starfsemina niður en ég kýs al-
mennt séð að tjá mig ekki um
þetta.“
Aðspurður hvort hætti eigi
starfsemi eða hvort einhverjir
kaupendur séu inni í myndinni,
segir Róbert þá alltaf vera fyrir
hendi. „Það hefur hins vegar engin
ákvörðun verið tekið og ég geri ráð
fyrir að aðrir eigendur hafi eitt-
hvað að segja þegar slík ákvörðun
er tekin.“
Ekki rætt
við okkur
um að hætta
í Mexíkó
Stjórnarformaður Þor-
móðs ramma-Sæbergs