Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR til stóð, að hið háa alþingi tæki afstöðu til ólympískra hnefa- leika, skrifaði ég greinarstúf í Morg- unblaðið. Ég ýjaði að því, að alþing- ismenn háttvirtir, hefðu mögulega mörgu þarfara að sinna en lögleiða enn eina bardagaíþróttina. Reynsla mín, sem læknir á slysadeild, sýnir, að engu máli skiptir hverju nafni íþróttir þessar nefnast. Hverju sinni sem ný „sjálfs- varnaríþrótt“ er innleidd í þjóð- menninguna, bera fórnardýr þau, er fyrir verða, þess merki og koma þau ekki öll úr hringnum, enda fer þar trúlega flest fram samkvæmt reglum. Fórnardýr koma vel flest af götum Reykjavíkur, einkum um nætur og helgar. Áverkar eftir þrautþjálfuð austur- lenzk andlitsspörk sáu hér dagsins ljós fljótlega eftir að farið var að kenna slíkt og til sanns vegar má færa, að nokkur hnefahögg til við- bótar breyta þar litlu um. Aukið of- beldi í þjóðfélaginu er nógu slæmt, en þá fyrst tekur steininn úr, þegar löggjafinn kyndir undir ofbeldis- dýrkuninni með lögleiðingu enn einnar bardagaíþróttarinnar. Von- andi verður sú ákvörðun til þess að þjóðin komist aftur í fyrsta sæti hvað hamingju varðar. Þeir, sem kom ekki nærri ofbeld- inu, en lesa um það í helgarskýrslum lögreglunnar, mega þokkalega vel við una. Öðru máli gegnir um fórn- ardýrin sjálf og þá, sem við þeim taka. Nútíminn dýrkar íþróttir og meðan opinbert fé rennur til þeirrar starfsemi, finnst mér full ástæða til að alþingi kyndi ekki undir ofbeldis- íþróttum. Sú sérvizka á sínum tíma, að banna hnefaleika, finnst mér fremur hafa verið Íslendingum til sóma en hitt. Í grein minni hinn 24/2 sl. taldi ég það hina mestu óhæfu að auglýsa Reykjavík á alþjóðavettvangi sem örugga borg og nánast sem paradís á jörðu. Ég tel á hinn bóginn þessa kynningu á borginni fjarri því að vera sannleikanum samkvæma. Meðan ofanskráð grein beið birt- ingar í Morgunblaðinu var boxara- frumvarpið samþykkt á alþingi svo og var saklausum vegfaranda ráðinn bani í kyrrlátu hverfi, svona rétt til að undirstrika óöryggið á götum borgarinnar. Enn og aftur má svo spyrja hver er hin opinbera stefna í öryggismálum? Lokun betrunar- húsa ásamt dýrkun ofbeldisíþrótta kann ekki góðri lukku að stýra. Eysteinn bardagamaður í Drápu- hlíð birti í Morgunblaðinu hinn 2/3 bréf. Hann virðist hafa lesið grein mína svo sem skrattinn biblíuna. Ekki er ástæða til að eltast við allar kollsteypur hans, en þó get ég ekki látið hjá líða að benda á örfá gulkorn. Hann segir mig og aðra krossridd- ara ekki koma auga á að „sjálfsvarn- aríþróttir eru til sjálfsvarnar“. Mikil er trú þín kona var eitt sinn sagt. Búrhnífurinn er saklaus þar til hann er rekinn milla rifja manns, það er, meðan farið er að lögum og reglum getur allt verið í sóma, en það eru ekki hinir löghlýðnu, sem hér eru til umræðu enda kemur Ey- steinn sjálfur með ágætt dæmi. Hann varð einhverju sinni fyrir árás forherts ofbeldismanns og beitti sá „eingöngu aðferðum, sem eru bann- aðar í bardagaíþróttum“. Þetta er nákvæm lýsing á því, sem umræðan snýst um og við því hjartanlega sam- mála, þegar allt kemur til alls. Eysteinn kvaðst hafa borgið líftór- unni sökum líkamlegs atgervis síns og erum við þá enn einu sinni komnir að þeirri spurningu hvort stefnan eigi að vera sú, að í sjálfsvarnarskyni eigi að gera alla heimilisfeður að stríðsherrum og grislingana að víga- mönnum eða afhelga eftir beztu getu ofbeldisdýrkunina. LEIFUR JÓNSSON, læknir, Heiðarlundi 6, Garðabæ. Af öryggi á götum Reykjavíkur Frá Leifi Jónssyni: HVER klökknar ekki þegar hann sér lýðveldismyndina þar sem Jóhannes úr Kötlum stendur í brekkunni og flytur ljóð sitt – Land míns föður. Á því augnbliki fór hin fræga „heita“ rigning að streyma niður á Þingvell- ina en kalt stríð var að hefjast úti í heimi og við lentum í því. Í dag verðum við aftur að taka af- stöðu. Draumur okkar brást. Eftir að hafa lifað og munað allan lýðveldis- tímann valdi ég þá leið að brúa kyn- slóðabilið og leggja á eftirlaunaaldri mitt litla lóð á vogarskál barnabarna lýðveldiskynslóðarinnar og vinna með þessu fólki sem er að vaxa upp til að taka við þjóðfélaginu á nýrri öld. Þessi ákvörðun var ekki auðveld. Margir nánustu vinir mínir guggnuðu á því að horfa raunsæjum augum fram á nýja tíma með nýrri heims- mynd sem getur orðið svört en svart- ari verður hún ef við höfum ekki hug- rekki til að endurmeta veruleikann. Það tókst ekki því góða fólki sem stofnaði enn ein pólitísk samtök um draum sem ekki getur ræst. Stjórnmálaflokkurinn Vinstri grænir er tímaskekkja og fornminjar á röngum stað. Meðan þeir þylja ræð- ur á alþingi sem eiga enga stoð í veru- leikanum og uppbyggingu fyrir kom- andi kynslóðir og halda opnum klofningssárum út yfir gröf og dauða molnar úr velferðarkerfinu. Fylgi Vinstri grænna minnkar nú ört í skoðanakönnunum. Ég skora á ykkur sem eftir eruð að láta ekki hlekkja ykkur við blekkinguna. Að koma ykkur heldur upp nýrri von sem speglast til dæmis í óskaplega falleg- um augum lítillar stúlku sem hleypur um gólf og kallar „afi“! Þetta er sú kynslóð sem við eigum samleið með og við eigum að leggja orku okkar í að búa þjóðfélagið af raunsæi undir að taka á móti henni og fleygja gamalli þrætubók út í hafsauga. HRAFN SÆMUNDSSON, Gullsmára 9, Kópavogi. Fornminjar á röngum stað Frá Hrafni Sæmundssyni, fyrrv. atvinnumálafulltrúa:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.