Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ hún brosi. ,,Þar kemst veiran inn í slímhúðar- frumur og steindrepur þær. Hún margfaldast á örskömmum tíma en þessi litla veira er ekki nema fjóra klukkutíma að búa til nýja.“ Fullorðna fólkið lamaðist fremur en börnin Veiran kemur niður af sýktum mönnum með hægðum og því er talað um saursmit. Hún er harðger og getur lifað í marga daga í saurmeng- uðu vatni og mat. Þar sem hreinlætisaðstæðum er ábótavant og frárennsli í ólagi þannig að saur lekur í drykkjarvatn hefur veiran greiða leið að mönnum og sýkir fleiri. Margrét segir að saur- smitið sé ráðandi í þróunarlöndunum en háls- smitið í velferðarríkjum þar sem hreinlæti er betra. ,,Í þróunarlöndunum smitast nánast allir fyrir tveggja ára aldur og þeir sem lifa veikina af fá mótefni sem endast ævilangt fyrir þeirri gerð af mænusóttarveirunni sem herjaði á þá. Mænu- sóttin þar er því yfirleitt bundin við ungbörnin öfugt við það sem gerðist í velferðarríkjunum, en þar var það fremur eldra fólk sem lamaðist því það hafði engin mótefni í blóðinu.“ Meðgöngutími mænusóttarveirunnar er 4–30 dagar og er þá miðað við tímann frá sýkingu og þar til lömun kemur fram. Mænusóttarveiran lætur nefnilega ekki staðar numið í þörmunum og heldur áfram að ferðalagi sínu um líkamann. Hún getur borist með blóði úr meltingarveg- inum inn í miðtaugakerfið og þar getur hún drepið mikilvægar taugafrumur og veldur þá lömun. Líkamleg einkenni mænusóttar eru því augljósari og auðgreindari á þessu stigi. Löm- unin verður oft á fáeinum klukkutímum. ,,Veiran vill ekki allt miðtaugakerfið heldur aðeins fram- hornafrumur í mænunni og af því dregur hún nafnið mænusóttarveira. Framhornafrumurnar stjórna vöðvahreyfingum í þverrákóttum vöðv- um. Mænusóttarveiran drepur þessar tauga- frumur á sama hátt og hún drepur frumurnar í slímhúðinni. Framhornafrumurnar eru hins veg- ar taugafrumur sem ekki endurnýja sig en slím- húðarfrumur í hálsi og meltingarvegi endurnýja sig. ÞAÐ er fróðlegt að heyra Margréti Guðna-dóttur veirufræðing tala um veirurnar,þessar lífverur sem hafa gert mann- skepnunni marga skráveifuna í gegnum tíðina og læknavísindin eru sífellt að berjast við. Hún þekkir þær vel, enda hefur hún helgað starfs- krafta sína veirufræðinni nánast alla sína ævi og man tímana tvenna. Þegar mænusóttarfaraldurinn geisaði haustið 1955 var Margrét á lokaári í læknisfræði við Há- skóla Íslands. ,,Þennan vetur áttum við þau elstu að vera í bóklegu námi en þegar ljóst var að komin væri af stað skæður mænusóttar- faraldur voru læknanemar á ýmsum árum fengnir til þess að vera yfir sjúklingunum, sem lágu veikir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Húsið var þá nýbyggt og Heilsuverndarstöðin varð í raun bráðaspítali sem var helgaður mænusóttinni á meðan hún gekk yfir og aðeins þeir sem verst voru haldnir voru lagðir inn.“ Margrét segist aldrei hafa gleymt þessari fyrstu reynslu af mænusóttinni, sem gat lamað fólk til frambúðar, og rannsakaði á næstu árum mótefni gegn veirunni í blóði Íslendinga. „Mænusóttarveiran (poliovirus) er með minnstu veirum sem fundist hafa og eru til þrjár gerðir af henni. Það er því hægt að fá mænusótt þrisvar. Áður en bólusetningar hófust var veiran víða í umhverfinu en virtist þó ekki valda veik- indum nema í mönnum og öpum. Smitleiðir eru tvær, annars vegar saursmit og hins vegar úða- smit. Fólk getur smitast ef það drekkur vatn eða borðar mat sem veiran hefur mengað sem og ef það andar henni að sér sem úða en þá fer hún nefkoksleiðina ofan í hálsinn. Í slímhúðinni í háls- inum eru viðtök fyrir hana og þar fjölgar hún sér. Fyrstu líkamlegu einkenni mænusóttar eru ein- mitt særindi í hálsi, hitavella og almennt slen og því er erfitt að greina sóttina í upphafi. Mengað vatn og matur eða slím úr hálsinum getur síðan borist niður í meltingarveginn. Slím- húðin í þörmunum er þá næsti viðkomustaður mænusóttarveirunnar en þar líður henni virki- lega vel,“ segir Margrét og er ekki laust við að Ef mænusóttarveira sest að í slímhúðinni í hálsinum kann sjúklingurinn að finna fyrir sær- indum. Jafnvel þótt hún berist í meltingarveginn þarf hún ekki að valda veikindum og sjúkling- urinn fær ekki einu sinni magapínu. Frumurnar í slímhúðinni á þessum stöðum endurnýja sig og því er skaðinn ekki svo mikill. Það er hins vegar óafturkræfur skaði á framhornataugafrumunum sem hún ræðst á og þeim þverrákóttu vöðvum sem þær senda boð til. Ef skaðinn er mikill þá lamast útlimur eða útlimir,“ segir Margrét og bendir á að endurhæfingin skipti geysilega miklu máli fyrir mænusóttarsjúkling til þess að þjálfa þær vöðvafrumur sem eru heilar svo að hann fái sem mestan mátt að nýju, því sjaldnast séu allar taugafrumurnar dauðar eða skemmd- ar. Bólusetning kemur í veg fyrir mænusótt Margrét segir að enn hafi ekki fundist leið til þess að drepa veiruna með lyfjum áður en hún valdi skaða og bólusetning sé því eina ráðið til varnar. ,,Farið var að bólusetja hér á landi 1956 en þá var nýbúið að finna upp bóluefnið og þróa til notkunar. Í dag eru forvarnir eins og bólusetn- ingar gríðarlega mikilvægar. Sjúkdómurinn er í eðli sínu ekki grimmur sjúkdómur þótt afleið- ingar hans séu slæmar fyrir þá sem lamast. Það er talið að fyrir hvern sjúkling sem lamast séu um 300 smitaðir en einkennalausir og enn er ekki vitað hvers vegna sumir lamast og aðrir ekki.“ Það hefur lítið borið á mænusóttinni bæði hérlendis og á Vesturlöndum eftir að bólusetn- ing hófst. Margrét segir að alltaf komi eitt og eitt tilfelli upp á Vesturlöndum sem minni á að veiran er ekki dauð. ,,Það er nánast búið að út- rýma mænusóttinni í velferðarríkjunum vegna hinna öflugu forvarna en hún er enn landlæg víða í þróunarlöndunum þar sem bólusetningu er ekki til að dreifa eða ábótavant. Það er því ekki hægt að leggja nægilega mikla áherslu á mikilvægi þess að halda áfram að bólusetja fólk hér á landi og annars staðar þar sem mænu- sóttin hefur ekki látið á sér kræla í mörg ár. Sá góði árangur er fyrst og fremst bólusetningunni að þakka,“ segir Margrét og leggur áherslu á hvert orð. ,,Sjúkdómur eins og mænusótt er gleymdur hér á landi og þá er hætt við að sparnaðarfríkin fari á kreik. Sjúkdómur sem nánast er búið að útrýma og hefur ekki látið á sér kræla í 40 ár er ekki lengur til fyrir sumu fólki og það kann að freistast til þess að spara peninga í heilbrigð- iskerfinu með því að hætta að bólusetja Íslend- inga fyrir mænusótt. Ef slíkar sparnaðar- hugmyndir ná fram að ganga mun sjúkdómurinn koma marserandi að nýju eftir 10 ár eða svo – og hvað kostar hann heilbrigðiskerfið þá?“ spyr Margrét ákveðin. ,,Heimurinn er alltaf að minnka, samgöngur eru góðar og fólk ferðast víða og við getum ekki leyft okkur að halda að einangrun landsins gildi sem sóttvörn. Það er því mikilvægt að fólk hugi að því að endurnýja bólusetningu fyrir mænusótt þegar það ferðast til landa þar sem hana er enn að finna því að máttur bóluefnisins minnkar með tímanum,“ segir Margrét að lokum og leggur þunga áherslu á að það megi aldrei hætta að bólusetja við mænusótt á meðan lækning hafi ekki fundist. Bólusetning útrýmdi mænusóttinni á Íslandi Margrét Guðnadóttir af meira og meira og um jólin var hún afskaplega veik. Hún hafði lamast upp að hálsi og en var svo lánsöm að lamast ekki innvortis og þurfti því ekki að fara í öndunarvél. Hins vegar gat hún hvorki notað hendur né fæt- ur. Það voru og eru engin lyf til við mænusótt og því ekki annað hægt að gera en sjá hverju fram yndi,“ segir Sveinn alvarlegur. ,,Það voru margir sjúklingar á Heilsuverndarstöðinni ósjálfbjarga og þarna voru bæði ungar konur og menn sem héldu heimili og áttu börn en einnig börn og unglingar. Það ger- ir sér áreiðanlega enginn grein fyrir því hvernig fólkinu leið og það hafði ekki hátt um það. Flestir vonuðust auðvitað til þess að fá máttinn að mestu til baka og heilsuna en það var ótrúlegt hvað sjúklingarnir höfðu mikið sálarþrek vitandi að þeir myndu aldrei stíga í fæturna framar.“ Sveinn segir að Unnur hafi ekki verið orðmörg um hlutskipti sitt. ,,Henni hefur ugglaust liðið illa þótt hún hafi ekki haft mörg orð um það. Á þessum árum tíðkaðist ekki að fólk bæri tilfinningar sínar á torg og lítið um að það væri að barma sér. Lífs- baráttan var hörð, fátæktin og krepp- an var fólki enn í fersku minni og fólk gerði ef til vill ekki ráð fyrir því að gæfa yrði þeirra meginhlutskipti í líf- inu. Fólk sýndi æðruleysi þegar áföll dundu yfir. Unnur hafði vissulega áhyggjur af börnunum enda var heimilið leyst upp þegar hún veiktist og börnin send til vandamanna þar sem þau voru reyndar í öruggum höndum og vistin þeim góð. Draum- urinn segir því ef til vill meira um það sálarstríð sem hún háði en hún var alltaf ákveðin í að komast heim og hefur sjálfsagt óttast að fjölskyldan myndi annars tvístrast. Hver móðir getur ímyndað sér það hugarangur sem fylgir því að missa af daglegu lífi barna sinna og umönnun svo mánuð- um skiptir og vera ófær um að sinna þeim vegna veikinda,“ segir Sveinn. Sjúkraþjálfun var mikilvæg í endurhæfingunni Hann segist ekki muna svo glöggt eftir jólunum 1955. ,,Unnur var búin að sauma jólakjóla á stelpurnar en átti eftir að ljúka við buxurnar á drengina og var mikið í mun að þær yrðu kláraðar svo ég fékk konu til þess. Hún lá mikið veik á spítalanum um jólin en við máttum þó koma og heimsækja hana. Ég man að Unnur óttaðist mjög að börnin myndu smit- ast en sennilega hafa báðir drengirnir fengið sóttina án þess að hún hefði þessar afleiðingar,“ segir Sveinn al- varlegur á svip. ,,Það varð strax nokkuð ljóst að Unnur myndi ekki ganga framar. Handleggirnir voru einnig lamaðir en lömunin þar rénaði þótt hún hefði aldrei sama styrk í þeim og áður. Unnur byrjaði í sjúkraþjálfun og end- urhæfingu um leið og hún var talin hafa heilsu til þess eins og aðrir sjúk- lingar enda var þjálfunin mjög mik- ilvægur þáttur í bataferlinu.“ Á þessum tíma voru fáir menntaðir sjúkraþjálfarar starfandi hér á landi en Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hafði forgöngu um, í samráði við heil- brigðisyfirvöld, að hingað til lands kæmu læknar og hjúkrunarfólk frá Danmörku sem höfðu öðlast bæði mikla og dýrkeypta reynslu í mænu- sóttarfaraldrinum mikla í Kaup- mannahöfn 1952–53 eins og segir í frétt í Morgunblaðinu 12. október 1955. Styrktarfélagið greiddi kostn- aðinn af dvölinni og festi auk þess kaup á húsnæði á Sjafnargötu 14 og setti þar á stofn og starfrækti æfinga- stöð fyrir fólk sem hafði lamast af völdum mænusóttarinnar. Unnur var bæði í þjálfun á spít- alanum og var keyrð á æfingar í mið- stöðina við Sjafnargötuna en hún komst ekki heim til sín fyrr en um páska 1957, rúmu einu og hálfu ári eftir að hún tók sóttina, og þá í hjóla- stól. ,,Hún var í hjólastólnum alla tíð og fyrstu árin voru erfið, því það var til dæmis erfitt að fá jafnvel nauðsyn- legustu hjálpartæki, en hún var ótrú- lega dugleg að bjarga sér þrátt fyrir ýmsar hindranir á heimilinu og að- laga sig umhverfinu. Við vorum svo lánsöm að vera í íbúð á jarðhæð og þurftum litlu að breyta varðandi að- gengi fyrir hjólastól nema inngang- inum en þar voru nokkrar tröppur,“ segir Sveinn. Lítil aðstoð frá hinu opinbera Hann segir að samfélagið hafi brugðist allt öðruvísi við veikindum þá en nú og verið frekar afskiptalítið gagnvart þeim. ,,Það var ekkert ný- næmi að fólk veiktist alvarlega, missti mátt og þrek, örkumlaðist eða jafnvel dó. Berklar höfðu lengi verið land- lægir sem og aðrir alvarlegir sjúk- dómar. Það hafði hver sinn djöful að draga. Á þessum árum var í raun og veru ekki neitt til sem hét velferð- arkerfi og því varð hver og einn að finna út úr því hvernig hann myndi bjarga sér í lífinu eftir að hafa misst heilsuna eða örkumlast hvort sem það var vegna mænusóttar, annarra veikinda eða slysa, bæði andlega og ekki síst fjárhagslega.“ Hann segir að þeim hjónunum hafi tekist furðulega vel að höndla þær miklu umbreyting- ar sem urðu á lífi þeirra við veikindi Unnar. ,,Unnur var afskaplega vilja- sterk og dugleg kona og það var ótrú- lega fátt sem hún ekki gat þrátt fyrir að vera í hjólastól. Hún hélt áfram að sinna heimilinu eins og áður eftir að hún kom heim en ég fór að vinna á verkstæði hjá Hraðfrystihúsinu því það var erfitt um vik að fara á sjóinn aftur á meðan Unnur var að jafna sig og ná betri heilsu og þreki. Það þurfti auðvitað að vinna, því við vorum skuldug eins og margt ungt fólk sem var að koma sér upp búi, og það var enga fjárhagsaðstoð að fá frá hinu op- inbera þrátt fyrir að áföll sem þessi riðu yfir og lánardrottnar vildu auð- vitað fá sitt. Ég hafði haft betri tekjur á sjónum og heimilið varð fyrir tekju- tapi þegar ég kom í land en við því var ekkert að gera og þetta blessaðist allt,“ segir Sveinn og brosir. Hann segir að hvorki Unni né hon- um hafi fundist lífið vera að leggja þeim óvenju þungar byrðar á herðar. ,,Það voru margir sem fóru miklu verr út úr mænusóttinni en við og sumir komust aldrei heim. Þetta var bara eins og hvað annað sem fyrir gat komið á lífsleiðinni og við reyndum að vinna úr því eftir bestu getu. Hann segist ekki muna eftir því að Unnur hafi nokkurn tímann verið reið eða bitur yfir hlutskipti sínu. ,,Fólk var almennt þannig þenkjandi að það vildi ekki vera að valda öðrum áhyggjum. Það var ekki að bera sorg- ir sínar á torg og reyndi að bjarga sér eftir bestu getu. Það bar hver sinn harm í hljóð,“ ítrekar Sveinn Sam- úelsson að lokum af sama æðru- leysinu og einkennir oft lífshlaup eldri kynslóða og við sem erum yngri erum gætum lært margt af. Heimildir Júlíus Sigurjónsson. 1948. Mænusóttarfar- aldrar á Íslandi 1904–1947. Læknablaðið 33; 49 Níels Hermannsson. Eftirköst mænuveik- innar. Morgunblaðið, 4.janúar 1998. Margrét Guðnadóttir. 1966. Athuganir á mænusóttarveirum og mænusóttarefnum árin 1956–1965. Læknablaðið 51:103–117 Morgunblaðið. 1955. 47. árgangur, septem- ber – desember. Stállungu í röðum á bandarískum spítala. Sótt- arinnar varð ekki síður vart þar en hér á landi. Höfundur er kennari og blaðamaður. Greinin er skrifuð í minningu Unnar Hrefnu Jóhannsdóttur sem hefði orðið áttræð 13. mars. Unnur Hrefna og Sveinn áður en Unnur sýktist af mænusóttinni. Æðruleysið var akkeri hinna veiku og þjáðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.