Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#
$
% & '
"
'
() '
"
'
*
&+ $,-, . /.00$
$0$-/1 /$.0
!
"#
$ $% &
!!"
!" #$
#%!& #' $
%( !)!& #' $ &%** )!+*,-
& #' !
& #' - %( !
' $
-#! & )
!
"
#
!"" #
$ % & ' #& " # (! )!
*" #& " #
+ ! +, !)& !& $ + !-
!! "
#$#
!""
#$
% &' ( %%
) % %
& ' ((!
) &(! *!+& &&,&
-% &&(!
&& !.,&
' *!+&(!
/ && ' *!+&(! -!( ,!&
, &
0%&
!
" #$#
%!
&
'
$
( # "
!
! "
#
$
#
# % &
# # & # # # '
✝ Guðbjörg Jóns-dóttir á Lang-
ekru á Rangárvöll-
um, síðast til heimilis
á Kópavogsbraut 1B,
Kópavogi, fæddist á
Vestra Fróðholti á
Rangárvöllum 20.
mars 1906. Hún lést í
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi hinn 19. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jón
Jónsson, f. í Fróð-
holtshjáleigu 2. okt.
1867, d. í Reykjavík
7. okt. 1950, og Steinunn Pálsdótt-
ir, f. í Eystra Fróðholti 21. jan.
1868, d. í Reykjavík 13. sept. 1948.
Foreldrar Jóns voru Jón Ólafsson
bóndi í Fróðholtshjáleigu, f. 27.
feb. 1824, d. 30. mars 1887, og kona
hans, Hallbera Nikulásdóttir, f. 4.
des. 1838, d. 30. okt. 1903. Foreldr-
ar Steinunnar voru Páll Pálsson
bóndi í Eystra Fróðholti, f. 7. ág.
1833, d. 24. feb. 1916, og kona hans,
Þorgerður Guðmundsdóttir, f. á
Uxahrygg 19. maí 1834, d. 14. júní
1874. Jón Jónson og Steinunn
bjuggu í Fróðholtshjáleigu, síðan í
Vestra Fróðholti og síðast á Lang-
ekru á Rangárvöllum en fluttu til
Reykjavíkur árið 1922. Jón stofn-
aði síðar ásamt nokkrum börnum
gerður Jónsdóttir, f. í Vestra Fróð-
holti 25. ap. 1901, d. 15. mars 1999.
Maður hennar var Þórður Þórðar-
son, verkamaður, f. í Hrauntúni í
Biskupstungum 6. maí 1888, d. 20.
mars 1963. Þau eignuðust tvö börn,
fjögur barnabörn og 11 barna-
barnabörn. Þórunn Jónsdóttir, f. í
Vestra Fróðholti 2. sept. 1902, d.
15. okt. 1979, ógift og barnlaus.
Ólafur Jónsson, f. í Vestra Fróð-
holti 21. sept. 1903, d. 23. sept.
1904. Jón Jónsson, f. í Langekru
25. sept. 1908, framkvæmdastjóri.
Kona hans var Björney Jakobína
Hallgrímsdóttir, f. í Baldursheimi í
Mývatnssveit 26. ap. 1904, d. 25. ap.
1955. Þau eignuðust þrjú börn, tíu
barnabörn og 27 barnabarnabörn.
Guðbjörg ólst upp með foreldr-
um sínum í Langekru og í Reykja-
vík. Hún bjó með foreldrum sínum
meðan þau lifðu ásamt systrum sín-
um Jónínu og Þórunni. Eftir lát
Jóns og Steinunnar gerðu þær
systur sér heimili í Efstasundi 43
þar sem þær bjuggu saman þangað
til Jónína og Þórunn dóu. Árið
1993 flutti Guðbjörg að Fannborg 8
í Kópavogi og bjó þar síðan.
Guðbjörg starfaði framan af við
fiskverkun en vann við saumaskap
á stríðsárunum og fram eftir
fimmta áratugnum. Eftir það vann
hún með systrum sínum við versl-
unina Rangá, þangað til þær seldu
hana. Guðbjörg vann eftir það í
nokkur ár við heimilishjálp en ann-
aðist síðan Jónínu systur sína í
veikindum hennar þar til yfir lauk.
Útför Guðbjargar fór fram í
kyrrþey.
sínum verslunina
Rangá árið 1931 og
rak hana til dauða-
dags. Systkini Guð-
bjargar voru: Páll
Jónsson, f. í Eystra
Fróðholti 30. mars
1894, d. 10. júlí sama
ár. Jónína Steinunn
Jónsdóttir, f. í Fróð-
holtshjáleigu 10. ág.
1895, verslunarmaður
í Rvík, d. 26. nóv. 1985,
ógift og barnlaus. Sig-
urður Jónsson, f. í
Fr.hjáleigu 24. jan.
1897, verslunarm. og
síðar innkaupastjóri SÍS í Rvík, d.
10. júlí 1950. Kona hans var Björg
Þórðardóttir, f. í Þórunnarseli í
Kelduhverfi 5. ap. 1886, d. 17. júlí
1968. Þau eignuðust eina dóttur,
sem átti einn son og tvo sonarsyni.
Hallbera Jónsdóttir, f. í Vestra
Fróðholti 9. ág. 1898, d. í Rvík 31.
júlí 1944. Maður hennar var Þórð-
ur Halldórsson múrari, f. 31. okt.
1905, d. 22. maí 1977. Þau voru
barnlaus.
Páll Jónsson, f. í V. Fróðholti 15.
jan 1950, sjómaður, d. 20. mars
1933. Kona hans var Sigríður Ei-
ríksdóttir, f. í Kraga á Rangárvöll-
um 15. júlí 1897, d. í júlí 2001. Þau
eignuðust þrjú börn, fimm barna-
börn og 15 barnabarnabörn. Þor-
Bagga frænka er farin til pabba og
mömmu eins og hún var farin að óska
sér. Guðbjörg Jónsdóttir – Bagga –
var föðursystir Steinunnar konu
minnar og því „skáfrænka“ mín, en
Bagga frænka var hún mér og mörg-
um öðrum. Hún lagði í þessa hinstu
ferð daginn fyrir 96. afmælisdag sinn
en hún var jafndægursbarn, eins og
ég.
Ég kynntist Böggu strax þegar við
Steinunn fórum að draga okkur sam-
an um miðja síðustu öld. Þá bjuggu
þær saman þrjár systur, Þórunn.
Guðbjörg og Jónína – Tóta, Bagga og
Nína – í litlu húsi við Efstasund og
ráku saman verslunina Rangá við
Skipasund frá andláti föður þeirra
árið 1950. Systkinin frá Ekru í Odda-
hverfi sem komust upp voru átta, tvö
sveinbörn létust kornung og lifir Jón
Jónsson tengdafaðir minn systkini
sín 93 ára eldklár og „hundrað pró-
sent“ og býr í íbúð sinni á Kópavogs-
braut við Sunnuhlíð. Jón var frá unga
aldri höfuð fjölskyldunnar og studdi
foreldra sína í að stofna verslunina
Rangá við Hverfisgötu 73 árið 1931
og síðan þegar Steinunn móðir
þeirra lést 1948 byggði hann með
Þórði Halldórssyni múrara, mági
sínum (Þórður var maður Hallberu),
húsið að Skipasundi 57 og þangað
flutti verslunin Rangá 1949. Jón
hafði umsjón með öllum málum
systranna og sérstaklega verslunar-
rekstrinum enda fagmaður á því
sviði.
Samband Jóns og systranna var
mjög náið og skemmtilegt og eiga
þær honum mikið og margt að þakka
og þar með við öll vinir og fjölskylda.
Guð blessi hann og hans verk.
Þarna við Skipasund er verslunin
enn í fullum rekstri rekin af þeim
sem tóku við af systrunum þegar
þær seldu árið 1971. Rangá átti 70
ára afmæli á síðastliðnu ári, sem
haldið var upp á af núverandi eig-
endum og hefur aðeins verið í eigu
þessara tveggja aðila.
Þegar ég kynntist systrunum fyrst
voru þær alltaf nefndar saman allar
þrjár, Tóta, Bagga og Nína og fyrst í
stað vissi ég ekki hver bar hvert nafn
því nöfnin öll voru nefnd þótt rætt
væri um eina. „Ég hitti Tótu, Böggu,
Nínu og hún bað að heilsa,“ gat
Steinunn sagt eða börnin.
Í minni fjölskyldu voru þær einnig
nefndar jarðaberjasysturnar en það
nafn fengu þær frá Gunnlaugi Þórð-
arsyni og mági mínum eftir að þær
gáfu honum jarðaberjaplöntur til að
flytja upp í sumarbústað Herdísar og
Gunnlaugs við Helluvatn. Þar bera
þær ávöxt enn þann dag í dag.
Gunnlaugur hitti systurnar vegna
tengsla okkar en eins og flestir aðrir
sem kynntust þeim var hann húsvin-
ur upp frá því og mat mikils að ræða
við þær enda systurnar fjölfróðar og
spaugsamar og kunnu að meta uppá-
tæki og sögur Gunnlaugs.
Þórunn lést árið 1979 og síðan
Nína árið 1985 en Bagga bjó ein í
Efstasundi og sá um hús og garð
fram til ársins 1993 en þá seldi hún
og eignaðist litla íbúð í Fannborg í
Kópavogi. Þar bjó hún þar til hún
fékk hjúkrunarpláss í Sunnuhlíð
þegar hún var farin að vera að mestu
við rúmið og dvaldi þar við góðan að-
búnað og umönnun síðustu þrjár vik-
urnar.
Bagga átti marga vini og kunn-
ingja enda fróð og skemmtileg, las
mikið og áttu þær systur forvitnilegt
bókasafn.
Við húsið litla í Efstasundi er garð-
ur sem þær systur nutu og ræktuðu
og Bagga sá um ein að lokum. Þarna
voru ræktaðar kartöflur, berjarunn-
ar og áður fyrr annað grænmeti og
blómskrúð var frá vori til hausts. Í
bílskúr sem þær reistu við húsið kom
Bagga til vorblómum og lét kartöflur
spíra en undir enda skúrsins var
jarðgeymsla þar sem uppskera
haustsins var geymd sem ný fram á
næsta vor. Nutum við Steinunn þess
um tíma að geyma kartöfluuppskeru
okkar frá Hafnarfirði í jarðhúsinu og
margir fengu að geyma hluta búslóð-
ar í bílskúrnum þeirra tímabundið.
Bagga átti ekki börn sjálf en hún
átti og á náin „ömmubörn“ og
„barnabörn“ sem öll umgengust
hana sem ömmu og nutu samvista
hennar og visku. Það þótti öllum gott
að heimsækja Böggu eða að fá hana í
heimsókn því hún var einstaklega já-
kvæð og glöð í viðmóti og þakklát
hverju viðviki.
Það var aldrei sagt „það er langt
síðan þú hefur látið sjá þig“ heldur
„nei, hvað það er gaman að sjá þig“.
Og svo var notið heitra pönnukaka,
rætt um heima og geima og sérstak-
lega ættfræði sem var hennar megin
áhugamál öll síðustu árin. „Æ hvað
það var gaman að sjá þig og gangi
þér allt vel – innilegar kveðjur til…
og allir nafngreindir“. Svona stundir
voru svo dýrmætar að maður hlakk-
aði ávallt til að sjá hana aftur. Hún
kunni að laða að sér fjölskylduna og
vini með viðmóti sínu fram eftir allri
ævi.
Bagga myndaði ýmiss konar
tengsl vegna ættfræðiáhugans, hafði
samband við fólk þegar hana vantaði
hlekki og eignaðist þannig nýja
kunningja. Það eru margir ættmenn
og kunningjar Böggu sem eiga fag-
urlega handskrifaðar stílabækur –
„Gormabók með rifgötum , 80 blöð“ –
með upplýsingum um ættir og fólk,
handrit sem ber að safna saman til
ættfræðistofnunar.
Að lokum lítil saga sem sýnir ein-
stök vinatengsl hennar.
Árið 1984 var húsið þeirra við
Efstasund 43 endurbætt og klætt
veðurkápu og átti ég faglega aðkomu
að málinu og útvegaði smiði tvo til
verksins þá Luther S. og Ólaf Þ.
Kristjánssyni hagleiksmenn sem ég
hafði gengið framhjá nokkrum sinn-
um á Njarðargötu við störf og dáðst
að handverki þeirra.
Allt gekk þetta vel og húsið skart-
ar þeirra handverki enn og þeir urðu
vinir Böggu upp frá þessu sem nánir
ættingjar og Ólafur mætti til hennar
með harmonikku sína oftsinnis til að
gleðja hana. Luther hringdi nú á
jafndægri til Böggu því hann mundi
afmælisdag hennar en fékk ekki
svar. Hann hringdi þá til Steinunnar
og fékk fréttina af andláti hennar.
En vinskapnum er ekki lokið því
Ólafur lék uppáhaldslögin til hennar
við kyrrláta kveðjuathöfn í Foss-
vogskapellu í gær (4.apríl).
Ég hef dregið hér fram nokkur
minnisatriði sem kveðju og virðing-
arvott um góða vinkonu sem ég á
mikið að þakka eins og margir aðrir.
Ekki er hægt að ljúka þessari kveðju
án þess að minnast á einstaka natni
og hjálpsemi Þórhalls Jónssonar
bróðursonar og konu hans Elínar við
Böggu um margra ára bil og eins
Hauks Þórðarsonar systursonar og
konu hans Maríu. Það þökkum við
þeim öll hin, vinir hennar og ættingj-
ar. Einnig viljum við flytja Hrefnu
nábýliskonu á Fannborg þakkir fyrir
umhyggju og hlýju sem hún sýndi
vinkonu sinni.
Bagga er kvödd í kyrrþey að henn-
ar ósk. Megi vinarþel okkar eftirlif-
andi fylgja henni á leiðinni til pabba
GUÐBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Traust persónuleg
alhliða útfararþjónusta.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is