Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í nýju áliti komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun ríkisskattstjóra frá því í júlí árið 2000, um að synja atvinnu- rekanda um endurákvörðun áður álagðra opinberra gjalda árin 1985– 1988, hafi ekki verið í samræmi við lög. Er þeim tilmælum beint til rík- isskattstjóra að taka mál atvinnu- rekandans til endurskoðunar, óski hann þess, og þá verði leyst úr máli hans í samræmi við álitið. Atvinnurekandinn hefur áður kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna sama ágreinings við skattyfir- völd og skilaði umboðsmaður áliti af sér í apríl árið 2000. Þar komst hann að svipaðri niðurstöðu og nú, þ.e. að ríkisskattstjóri hefði brotið lög á at- vinnurekandanum, en erindið var ekki að öllu leyti hið sama. Þá sætti maðurinn sig ekki við synjun á end- urákvörðun áður álagðra gjalda fyr- ir tímabilið 1985–1993. Umboðsmað- ur Alþingis komst þá að því að fyrirmæli ríkisskattstjóra til allra skattstjóra, að takmarka endurupp- töku mála, hefðu ekki átt sér full- nægjandi stoð í lögum. Í kjölfar þessa álits féllst ríkisskattstjóri á að breyta álögðum gjöldum árin 1989 til og með 1992. Ríkisskattstjóri taldi hins vegar ekki vera grundvöll til að taka til endurskoðunar álagn- ingu vegna áranna 1985 til 1988 og því leitaði atvinnurekandinn á ný til umboðsmanns vegna þess tímabils. Forsögu þessa ágreinings má rekja til þess að í kjölfar dóms Hér- aðsdóms Reykjavíkur í október árið 1995 fór atvinnurekandinn, sem var sjálfstætt starfandi, þess á leit við ríkisskattstjóra að leiðrétt yrðu áður álögð opinber gjöld hans gjaldárin 1985 til og með 1993. Fór hann fram á að atvinnurekendaframlag sitt í Lífeyrissjóð Verkfræðingafélags Ís- lands á árunum 1984–1992 yrði fært sem rekstrarkostnaður í skattskil- um umræddra ára og hreinar tekjur hans af atvinnurekstri á þeim árum lækkaðar til samræmis. Umræddum héraðsdómi var áfrýjað til Hæstaréttar, sem felldi dóm í desember árið 1996. Með dóminum var hrundið langri skatt- framkvæmd en dómurinn sló því föstu, að því er fram kemur í áliti umboðsmanns, að atvinnurekanda- framlag sjálfstætt starfandi manns vegna eigin lífeyristryggingar félli undir frádráttarbæran rekstrar- kostnað, samkvæmt lögum um tekju- og eignaskatt, og væru því rekstrargjöld. Fól ríkisskattstjóri skattstjóran- um í Reykjavík að afgreiða erindi at- vinnurekandans í maí árið 1997. Með úrskurði í september sama ár féllst skattstjóri á þann hluta erind- ins er laut að leiðréttingu álagðra gjalda árið 1993 vegna lífeyriskaupa á árinu 1992. Að öðru leyti synjaði skattstjóri erindinu. Vísaði skatt- stjóri þar til fyrirmæla ríkisskatt- stjóra um fyrirkomulag leiðréttinga í tilefni af fyrrgreindum dómi Hæstaréttar. Leitaði atvinnurekandinn þá á ný til ríkisskattstjóra þar sem krafa um leiðréttingu fyrir árin 1985–1992 var ítrekuð. Ríkisskattstjóri hafnaði þeirri beiðni í desember árið 1997, m.a. með þeirri röksemd að atvinnu- rekandinn hafi við framtalsgerð þessara ára hagað frádrætti frá tekjum sínum utan atvinnurekstrar. Mánuði síðar leitaði atvinnurekand- inn til umboðsmanns Alþingis, sem skilaði svo áliti í apríl árið 2000 sem áður segir. Þar minnti umboðsmað- ur m.a. á dóm Hæstaréttar og taldi að synjun ríkisskattstjóra væri ekki í samræmi við þann dóm. Í áliti sínu nú minnir umboðsmað- ur á að atvinnurekandinn hafi á um- ræddum árum kosið fastan frádrátt og því hafi ekki reynt á heimild hans til að draga frá tekjum sínum utan atvinnurekstrar iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóðinn. Telur umboðsmaður persónuframtal atvinnurekandans eða álagningu á hann sem einstak- ling ekki gefa til kynna að hann hafi í rekstri fyrirgert einhverjum rétti til frádráttar. Umboðsmaður fjallar öðru sinni um endurálagningu opinberra gjalda Synjun ríkisskattstjóra ekki í samræmi við lög MAREL hf. opnaði í gær söluskrif- stofu í Ho Chi Minh borg í Víetnam undir nafni danska dótturfélagsins Carnitech. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra klippti á borða sem strengdur var fyrir dyr fyrirtæk- isins en opinberri heimsókn hans til Víetnam lauk með þeirri athöfn. Í ávarpi við athöfnina fagnaði Davíð Oddsson mjög árangri Marels og sagði fyrirtækið í mikilli samkeppni á mörkuðum en alls staðar í fremstu röð. Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els, sagði í samtali að mikill vöxtur væri í fiskiðnaði í Víetnam. Mikið sé þegar framleitt og Víetnamar stefni að því að vera þeir fremstu í heimi. „Við ætlum að vinna með þeim að uppbyggingunni. Þeir hafa ódýrt vinnuafl en mikilvægt er að gæði og nýting séu í lagi því annars er ávinn- ingurinn fljótur að fara,“ segir Hörður. Hann segir jafnframt að það hafi verið fyrirtækinu mikils virði að forsætisráðherra skyldi taka þátt í þessari athöfn og styðja þessa starfsemi Marels. Hörður seg- ir fyrirtækið ekki síst með í huga að þjóna fyrirtækjum sem rækta rækju en einnig aðrar tegundir. Á myndinni er Marelsfólk utan við nýju skrifstofuna. Lengst til vinstri er Arne L. Cristensen, yf- irmaður Carnitech í Asíu, Nguyen Can Phuoc, yfirmaður söluskrifa- stofunnar er við hlið hans og Hörð- ur Arnarson, forstjóri Marels, er annar frá hægri. Þrír starfsmenn verða í upphafi á söluskrifstofunni í Víetnam. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ætla að vinna með Víet- nömum að uppbyggingu EIGNAMIÐLUNIN hefur fengið í einkasölu sumarbústað, sem stend- ur á 5 þúsund fermetra landi innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Mun sjaldgæft vera að slíkir bústaðir komi á almennan sölumarkað. Sölu- verð fæst ekki uppgefið en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun sumarbústaður á jafneftir- sóttum stað kosta á bilinu 25 til 30 milljónir króna. Bústaðurinn hefur verið end- urbyggður frá grunni og er búinn rafmagni, heitu og köldu vatni og arni, auk þess sem bátaskýli og bát- ur fylgja eigninni. Allt að 5 metra lofthæð er í stofu og eru veggir og loft klædd furupanel en á gólfum er furuparket. Sólverönd er á allar hliðar, m.a. 80 fm verönd í átt að Þingvallavatni. Sumarbú- staður í Þing- vallaþjóð- garði til sölu REFSIÁKVÖRÐUN fjölskipaðs dóms Héraðsdóms Austurlands í máli er varðar kynferðisbrot stjúp- föður gagnvart stjúpdóttur sinni er í algeru ósamræmi við þær sakir sem dómurinn telur sannaðar á ákærða þegar litið er til alvarleika brotanna, dómafordæma og þeirrar refsihækk- unar í málum af þessu tagi sem Hæstiréttur hefur gefið línuna með undanfarið, að því er fram kemur hjá Sif Konráðsdóttur, hæstaréttarlög- manni, en hún var réttargæslumaður stúlkunnar. Refsiákvörðun ekki rökstudd „Í rauninni má segja að refsi- ákvörðunin sé ekki rökstudd í dómn- um. Það er ekkert sagt á hvaða grundvelli þessi ákvörðun um refs- ingu er tekin, hvort brotið þyki alvar- legt til dæmis og af hverju það þætti þá alvarlegt eða hvort það þyki ekki alvarlegt og af hverju það þyki þá ekki alvarlegt,“ sagði Sif ennfremur í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði að refsiákvörðunin væri því eiginlega bara órökstudd og bætti því við aðspurð að dómurinn væri í ósamræmi við dómafordæmi, að hennar mati. Aðspurð hvort ekki væri augljóst að áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar, sagðist hún telja að ríkissaksóknari kæmist eiginlega ekki hjá því að láta reyna á refsiákvörðun eins og þessa. Dómur Héraðsdóms Austurlands í kynferðisbrotamáli Refsi- ákvörðun í algeru ósamræmi við sakir NORÐLENSKA hefur gert tilboð í hlut Auðbjarnar Kristinssonar í Ís- landsfugli, en hann á 41% hlut í fé- laginu sem tók til starfa í Dalvíkur- byggð á síðasta ári. Rekstur Íslandsfugls hefur verið erfiður síðustu mánuði. Auðbjörn sagði að hann myndi ákveða á mánu- dag hvort hann tæki tilboðinu eða hafnaði því. Hann sagði tilboðið smánarlegt, „og í raun er verið að stilla mér upp við vegg“, sagði Auð- björn. Norðlenska vill kaupa Íslandsfugl ♦ ♦ ♦ ÁRNI Vilhjálmsson, stjórnarfor- maður Granda, sagði á aðalfundi félagsins að allt benti til þess að kominn væri tími til þess að Grandi og íslenskir samstarfsaðil- ar dragi sig út úr öllum rekstri í Mexíkó en tap Granda vegna Isla ehf. og starfsemi þess í Mexíkó nam 88 milljónum króna í fyrra. Þormóður rammi-Sæberg á um 40% hlut í Isla í Mexíkó og Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður Þormóðs ramma-Sæbergs, segir að þetta hafi ekki verið rætt við Granda. „Þetta er ekki orðið neitt stórt mál, við höfum verið að gíra starfsemina niður en ég kýs al- mennt séð að tjá mig ekki um þetta.“ Aðspurður hvort hætti eigi starfsemi eða hvort einhverjir kaupendur séu inni í myndinni, segir Róbert þá alltaf vera fyrir hendi. „Það hefur hins vegar engin ákvörðun verið tekið og ég geri ráð fyrir að aðrir eigendur hafi eitt- hvað að segja þegar slík ákvörðun er tekin.“ Ekki rætt við okkur um að hætta í Mexíkó Stjórnarformaður Þor- móðs ramma-Sæbergs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.