Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 23

Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 23
Morgunblaðið/Júlíus Dr. Björn Karlsson brunamála- stjóri með námskeiðsgögn um yfirtendrun elds í hýbýlum og hættur þar að lútandi. ÁBYRGÐ á afleiðingum eldsvoða er viðfangsefni sem slökkvilið Óslóar- borgar hefur orðið að takast á við á undanförnum þremur árum vegna dómsmála sem risið hafa vegna manntjóns og mannvirkjatjóns af völdum bruna. Leiddu slík mál m.a. til ákæru á hendur slökkvistjóra borgarinnar sem hrökklaðist úr starfi að því er fram kom hjá arftaka hans á brunavarnaþingi Bruna- tæknifélags Íslands sem haldið var á föstudag. Jon Myroldhaug, slökkviliðsstjóri í Ósló, sagði að dómsmál vegna elds- voða í borginni, sem sum hver hafa ekki enn verið til lykta leidd að fullu fyrir dómstólum, hafi haft breyting- ar í för með sér í starfsemi liðsins og vakið upp spurninguna um hver beri ábyrgð á afleiðingum eldsvoða. Bruni í íbúðarhúsi í janúar 1999 í norsku höfuðborginni markaði þáttaskil. Þar fórst kona en slökkvi- liðsmenn voru komnir á vettvang níu mínútum eftir að hún hringdi í neyð- arlínuna. Sagði Myroldhaug mistök á vettvangi og í samskiptum neyð- arlínunnar og slökkviliðs hafa leitt til þess að konan brann inni. Rakti hann hvernig blaðið Dagsavisen, en fulltrúi þess var á vettvangi, hefði leitt í ljós með eftirgrennslan að bjarga hefði mátt konunni. „Það sem fylgdi í kjölfarið er eitthvað sem við höfðum aldrei áður kynnst í starfi liðsins,“ sagði Myroldhaug en forveri hans var ákærður fyrir afglöp í starfi og hvarf úr embætti. Rannsóknin leiddi til þess að Ósló- arborg, sem eigandi slökkviliðsins, var sektuð um eina milljón króna vegna mistaka við björgun konunn- ar. Í ljós kom að ekki voru til hjá slökkviliðinu nema mjög takmarkað- ar verklagsreglur og forræði stjórn- enda þótti óskýrt. Afleiðingin var sú að undir stjórn Myroldhaugs hafa verið samdar ítarlegar verklagsregl- ur og skýrt kveðið á um stjórnunar- þátt á hverju stigi máls. Ennfremur hafi slökkviliðsmenn verið þjálfaðir í að tala minna á brunastað til að koma í veg fyrir að fólk á vettvangi fái of miklar upplýsingar um ástand mála og sérstaklega hefur verið kveðið á um hverjir megi tjá sig. Myroldhaug nefndi fleiri bruna í millitíðinni sem leitt hefðu til rann- sókna og dómsmála og fulltrúar á ráðstefnunni töldu að mál af því tagi ættu eflaust eftir að koma upp hér á landi. Slökkvilið Óslóarborgar tekst á við ný vandamál Hefur sætt ábyrgð vegna afleiðinga eldsvoða FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 23 Á BRUNAVARNAÞINGI Bruna- tæknifélags Íslands á föstudag kom fram að Brunamálastofnun hefði feng- ið 17 milljóna króna styrk frá Evrópu- sambandinu til að kosta þriggja ára doktorsnám erlends byggingaverk- fræðings eða eðlisfræðings við Há- skóla Íslands til að rannsaka þætti er lúta að svonefndri yfirtendran elds og því er súrefni hleypur inn í lokað eld- rými. Í máli dr. Björns Karlssonar bruna- málastjóra kom fram að um er að ræða verkefni sem Brunamálastofnun vinn- ur að í samstarfi við sex erlenda aðila. Auk þessa munu tveir meistara- námsnemar við háskólann í Lundi í Svíþjóð dveljast hér á vegum Bruna- málastofnunar til að gera úttekt á olíu- flutningum milli Reykjavíkur og Keflavíkur og hvað gerist þegar olía er flutt gegnum vatnsverndarsvæði. Björn gerði í erindi sínu á þinginu grein fyrir breytingum sem orðið hefðu á starfsumhverfi íslenskra slökkviliðsmanna sem yfirvofandi væru með nýrri brunavarnaáætlun sem væntanlega verður tilbúin í maí. Mun hún leggja m.a. grunninn að gæðastjórn og úttekt á starfsemi slökkviliða og auðvelda íbúum og stjórnendum sveitarfélaga að fá upp- lýsingar um skipulag slökkviliðs og markmið. Þessu tengt sagði Björn margar reglugerðir í smíðum sem myndu móta starfsemi slökkviliða í framtíð- inni. Þar á meðal væri reglugerð um brunahönnun mannvirkja, reglugerð um brunarvarnir í jarðgöngum, reglugerð um flutning hættulegra efna í slíkum göngum, reglugerð um tækjakost og mannafla slökkviliða, reglugerð um lágmarksbúnað slökkviliða vegna mengunaróhappa á landi og reglugerð um hlífðarbúnað slökkviliðsmanna og reglugerð um reykköfun og eiturefnaköfun. Í þessu sambandi kom fram hjá Birni að vinna samráðshóps um ör- yggisþætti Hvalfjarðarganga varð- andi viðbragðsáætlun fyrir göngin, æfingar þar, ástand og farm vöru- flutningabíla, áhættugreiningu og reglugerðarsmíði í framhaldi af því væri langt á veg komin. Úttekt á olíuflutn- ingum milli Reykja- víkur og Keflavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.