Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 29

Morgunblaðið - 07.04.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 29 baðinnréttingar fataskápar Borgartúni 29 www.herognu-innrettingar.is TILBOÐSDAGAR á baðinnréttingum og fataskápum 25% stgr. afsl.t . f l. Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhús Leiðsögn verður um sýn- inguna Breiðholt – frá hugmynd að veruleika kl. 16. Nýi tónlistarskólinn, Grens- ásvegi 3 Rússnesku tvíburarnir og harmóníkuleikararnir Júrí og Vadím Fyodorov halda harmóníkutónleika kl. 15. Þeir leika m.a. rússneska og franska harmóníkutónlist. Vadím og Júrí eru nú báðir búsettir á Íslandi, sem tónlistarkennarar og tónlist- armenn. Norræna húsið Sænska barna- myndin Stubburinn (Fimpen) verð- ur sýnd kl. 14. Myndin er ætluð sjö ára og eldri en handrit er eftir Bo Widerberg sem jafnframt er leik- stjóri. Aðgangur er ókeypis. MÁNUDAGUR Listaklúbbur Leikhúskjallarans Drauga- og tröllaskoðunarfélag Evrópu sér um dagskrá sem hefst kl. 20.30. Þar gætir ýmissa grasa, t.d. verða flutt erindi um þjóðtrú og erótík, rímur og gamanmál, drauga- sögur, tröllasögur, tvísöngur, rapp, spilað á sög, brot úr heimildarmynd af heimsókn félagsins til EB-risans í Brussel o. fl. Þeir sem fram koma eru meðlimir félagsins, m.a. Bjarni Harðarson, Eyvindur Erlendsson, Valur Lýðs- son, forseti DTE, Gunnar Þór Jóns- son á Stóra Núpi, Jón Ólafsson á Kirkjulæk, Elín Gunnlaugsdóttir, Garðar Vigfússon og Kristín Heiða Kristinsdóttir sem jafnframt er kynnir dagskrárinnar. Dagskráin hefst kl. 20.30 en húsið er opnað kl. 19.30. Raufarhafnarkirkja Símon H. Ív- arsson heldur gítartónleika kl. 20.30. Jafnframt munu gítarnemendur Tónlistarskóla Raufarhafnar taka þátt í tón- leikunum. Símon leikur suð- ur-amerísk gít- arverk eftir H. V. Lobos, L. Brouw- er, A. Lauro, R, Dayens, J. Morel og R. Borges og íslensk þjóðlög í útsetningu Gunnars R. Sveinssonar og Jóns Ásgeirs- sonar. Símon mun einnig leika tvö verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, honum til heiðurs, en hann verður sjötugur á næsta ári M.a. verður eitt verk eftir Gunnar frumflutt á tón- leikunum. Áheyrendur geta búist við að fá að taka virkan þátt í tónleikunum. Félag íslenskra tónlistarmanna styrkir tónleikana. Í DAG Símon H. Ívarsson KJARVALSSTOFA á Borgarfirði eystra og Listasafn Reykjavíkur –Kjarvalsstaðir undirrita sam- starfssamning á dögunum. Samn- ingurinn er gerður til að skil- greina samstarf Kjarvalsstofu og Listasafns Reykjavíkur til ársloka 2004. Hann felur m.a. í sér að Listasafn Reykjavíkur mun lána Kjarvalsstofu listaverk og aðra muni úr safninu til sýninga en Kjarval ánafnaði Reykjavík- urborg stórum hluta listaverka sinna og persónulegra muna árið 1968. Listaverkagjöf Kjarvals var um fimm þúsund verk, að stórum hluta teikningar og skissur. Auk þessa veitir samningurinn Kjar- valsstofu aðgang að öllu því fræðsluefni sem til er á Listasafni Reykjavíkur um ævi og list Jó- hannesar Sveinssonar Kjarval. Ráðgert er að Kjarvalsstofa verði opnuð í júní n.k. Í sumar verða settar upp tvær sögusýn- ingar á Kjarvalsstofu. Önnur heit- ir „Kjarval, ævi og list“ en þar verður ævi Kjarvals rakin í máli og myndum, en hin sýningin nefn- ist „Jói í Geitavík“, en þar verður um tengsl Kjarval við borgfirskt mannlíf. Til viðbótar við þessar sögusýningar verður sérstök sýn- ing á verkum sem Kjarval vann á Borgarfirði, auk þess sem áhersla verður lögð á að börn finni eitt- hvað við sitt hæfi í stofunni. Morgunblaðið/Golli Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, og Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Kjarvalsstofu, undirrituðu samninginn og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vottar. Kjarvalsstofa og Kjarvals- staðir hefja samstarf ÞRIÐJI og síðasti hluti sýningarinn- ar Félagar sem haldin er í tilefni af 30 afmæli Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum verður opnaður í dag, laugardag, kl. 16. Á sýningunni hafa leitt saman hesta sína elsti og yngsti fulltrúi Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík, þau Þorbjörg Páls- dóttir og Ásmundur Ásmundsson. Verk Þorbjargar á sýningunni spanna yfir þrjátíu ára tímabil á meðan verk Ásmundar eru nýlega sprottin úr smiðju hans og sum hver unnin inn í rýmið. Í fréttatilkynningu segir m.a: „Ólíkt Þorbjörgu skapar Ásmundur sína list inn í það rými og það um- hverfi sem honum er ætlað. Þannig leggur Ásmundur áherslu á að verk hans rími við verk Þorbjargar og vinni með þeim og í sumum tilfellum mynda þau bakgrunn fyrir verk listakonunnar. Langur undirbún- ingstími hefur farið í samstarf þeirra Ásmundar og Þorbjargar, sem þrátt fyrir ólíkan aldur og ólík efnistök hafa skapað heilsteypta sýningu.“ Verk ríma á Kjarvals- stöðum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.