Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EKKI eru hagfræðilegar forsendur fyrir því að veita 20 milljarða ríkis- ábyrgð á skuldabéfaútgáfu deCODE Genetics til fjármögnunar nýrrar lyfjaþróunardeildar, að því er fram kemur í umsögn Þjóðhagsstofnunar til efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis. „Þjóðhagsstofnun álítur að ríkis- ábyrgð á skuldum einkaaðila og fyr- irtækja almennt sé vandmeðfarin og megi einungis réttlæta á hagfræði- legum forsendum í sérstökum und- antekningartilfellum. Ríkisábyrgð heftir „hönd markaðarins“ og skekk- ir samkeppnisstöðu fyrirtækja. Fjár- magn og vinnuafl leita í meira mæli til fyrirtækja sem njóta ríkisábyrgð- ar í stað þess að taka einvörðungu mið af því sem hagkvæmast er hverju sinni,“ segir m.a. í umsögninni. „Í undantekningartilfellum má réttlæta ríkisaðstoð til fyrirtækja á grunni markaðsbresta, þ.e. að mark- aðir nái illa til allra þeirra verðmæta sem í húfi eru. Á þessum grunni má til dæmis réttlæta afskipti af um- hverfismálum. Í því tilfelli sem hér er til skoðunar verður á hinn bóginn ekki séð að slíkir markaðsbrestir séu meiri en það sem gerist víða annars staðar í hagkerfinu. Vegna þess að í því tilviki sem hér um ræðir er um að ræða erlent fjármagn er afleiðingin fyrir íslenskt hagkerfi fyrst og fremst sú að hætta er á að vinnuafl, en raunar aðrir framleiðsluþættir hugsanlega einnig, sé notað í starf- semi sem ekki hámarkar nýtingu þess. Niðurstaðan er að líkum lægra framleiðslustig og lakari lífskjör til lengdar. Almennari aðgerðir sem ekki skekkja samkeppnisstöðu ein- stakra fyrirtækja, t.d. þær sem snúa almennt að rekstrarumhverfi fyrir- tækja, vinnuumhverfi einstaklinga og eflingu menntunar og rannsókna, eru líklegri til að efla þjóðarhag,“ segir ennfremur í umsögninni. Neikvæður þáttur við mat á lánshæfi Magnús Harðarson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, segir aðspurð- ur um þau rök sem færð hafa verið að réttlætanlegt sé að veita ríkisábyrgð þegar um rannsókna- og þróunar- starfsemi er að ræða, að hagkvæmast sé að styðja slíka starfsemi með al- mennari aðgerðum á borð við rann- sóknastyrki og eflingu menntunar o.fl. Í umsögn Þjóðhagsstofnunar segir einnig að fjárhæð þeirra skuldabréfa sem frumvarpið geri ráð fyrir að rík- isábyrgðin nái til sé ekki það há að búast megi við að ríkisábyrgðin hafi út af fyrir sig áhrif á lánshæfisein- kunn íslenska ríkisins. „Hins vegar er hún vafalítið neikvæður þáttur við mat á lánshæfi og gæti með öðrum þáttum haft áhrif á einkunnina. Auk mögulegra beinna áhrifa ríkis- ábyrgðar á stöðu ríkissjóðs og óbeinna áhrifa á framleiðslustig er óvissu háð hvort lánshæfismatsfyrir- tækin líta á ríkisábyrgðina sem merki um vilja ríkisins til meiri beinna afskipta af atvinnulífinu en áður,“ segir í umsögninni. Að sögn Magnúsar kom fram hjá seðlabankastjóra á fundi efnahags- og viðskiptanefndar að haft var sam- band við fyrirtækin sem meta láns- hæfi ríkja og þau hafi ekki talið að ástæða væri til að breyta lánshæfis- einkunn Íslands vegna ríkisábygðar- innar. „Við bendum hins vegar á að þetta er neikvæður þáttur, sem legg- ur auknar byrðar á ríkið og býður upp á auknar skuldbindingar,“ segir hann. Þjóðhagsstofnun gagnrýnir ríkisábyrgð vegna deCODE í umsögn til Alþingis Almennar aðgerðir lík- legri til að efla þjóðarhag ÞÓRIR B. Kolbeinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, gagnrýnir ummæli Jóns Kristjáns- sonar heilbrigðisráðherra í Morgun- blaðinu í gær og segir það misskiln- ing að óánægja lækna stafi eingöngu af úrskurði kjaranefndar um að þeir eigi ekki rétt á greiðslum vegna út- gáfu heilbrigðisvottorða. Það mál sé hins vegar kornið sem fylli mælinn. Þórir segir að heilbrigðisráðherra virðist ekki átta sig á því að uppsagn- ir heilsugæslulækna séu ekki ein- göngu vegna vottorðamálsins heldur stafi þær af langvarandi óánægju lækna innan heilsugæslunnar. Augljóst að skilaboð okkar hafa ekki náð eyrum hans „Við höfum lagt áherslu á það við ráðuneytið frá því að þessar upp- sagnir hófust, að það er skoðun stjórnar FÍH að þessir heimilislækn- ar muni hverfa af þessum starfsvett- vangi ef ráðuneytið grípur ekki til ráðstafana til að bæta og breyta hon- um, þannig að þeir haldi áfram að starfa sem heimilislæknar, þótt þeir hyrfu úr störfum heilsugæslu- lækna,“ segir hann. Þórir segir sorglegt að ráðherra skuli ekki sýna þessu skilning. „Í framhaldi af fundi formanns og varaformanns FÍH með ráðuneyt- inu og ráðherra 4. apríl var ákveðið að hafa fund með embættismönnum ráðuneytisins. Sá fundur fór fram í gær [þriðjudag]. Þar áttum við for- svarsmenn stjórnarinnar vinnufund í ráðuneytinu, þar sem við kynntum þessar skoðanir okkar. Ef þetta er afstaða ráðherra er augljóst að skilaboð okkar hafa ekki náð eyrum hans og að þetta hafi bókstaflega verið gagnslaus fundur,“ segir hann. Félagsfundur í FÍH á þriðjudag samþykkti ályktun þar sem lýst er skilningi á að læknar telji sig knúna til uppsagna. Lýsir fundurinn fullri ábyrgð á hendur heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu og kjaranefnd „vegna þeirra upplausn- ar sem skapast hefur meðal heilsu- gæslulækna og leitt hefur til þess að læknar eru að hverfa af þessum starfsvettvangi. Fundurinn telur að breyta verði starfsumhverfi heimil- islækna tafarlaust þannig að leyfðir verði gjaldskrársamningar til sam- ræmis við aðra sérfræðinga og þannig skapaður traustur grund- völlur fyrir þróun heimilislækninga á Íslandi“, segir í ályktuninni. Úrskurður kjaranefndar borinn undir dómstóla Búast má við nýjum úrskurði kjaranefndar í þessum mánuði en Þórir segir lækna mjög óánægða með úrskurð nefndarinnar sem kveðinn var upp í mars og munu þeir bera úrskurðinn undir dómstóla til að reyna að freista þess að fá honum hnekkt. „En þetta vottorðamál er ekki ástæða þess að læknar eru að gefast upp heldur er það afstaðan sem kemur fram hjá ráðuneytinu sem menn eru að gefast upp á,“ seg- ir hann. Formaður Félags íslenskra heimilislækna Læknar að gefast upp á afstöðu ráðuneytisinsRÉTT vika er þar til að lands-menn geta með formlegum hættifagnað sumri, á sumardeginum fyrsta, þann 25. apríl. Þegar dagurinn er orðinn þetta langur á ný, sólin farin að senda okkur geislaflóð af stöku örlæti, að minnsta kosti öðru hvoru, eru margir sem vakna af einskonar vetrardvala og ákveða að nú sé rétti tíminn að hefja vorverkin og rjúka út í garð og hefja hreins- unarstörf. Aðrir nýta vorblíðuna og ákveða það þarfaverk að bóna bílinn. Til þess er gott næði í Öskjuhlíðinni og vonandi hafa hundar ekki truflað þennan bíl- eiganda sem var einbeittur við bónverkin. Bónað í blíðunni Morgunblaðið/RAX SIGURÐUR Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda á Patreksfirði, sem gerir út línuskipið Núp BA, seg- ist í samtali við Morgunblaðið vera ósáttur við vinnubrögð rannsóknar- nefndar sjóslysa. Skýrslu hennar um strand Núps, sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær, verði svarað skriflega með athugasemdum. Sigurður segir útgerðina ekki geta tekið undir þá niðurstöðu sjóslysa- nefndar að eftirliti með vélbúnaði skipsins hafi verið ábótavant. Hann undrast það jafnframt að nefndin skuli telja það ámælisvert að lélegt olíurennsli til vélarinnar hafi ekki ver- ið athugað „þrátt fyrir ítrekaðar að- varanir“, eins og segi í skýrslu nefnd- arinnar. „Vélstjórar gátu ekki séð þessar viðvaranir“ „Það eru ákveðnar fullyrðingar settar fram í skýrslunni sem við telj- um að nefndin rökstyðji ekki með full- nægjandi hætti. Viðvaranir um lélegt olíurennsli til vélarinnar komu ekki fram í öryggisbúnaði skipsins, aðeins í hugbúnaði gangráðanna. Þar af leið- andi áttu vélstjórarnir enga mögu- leika á að sjá þessar viðvaranir. Ör- yggiskerfið var greinilega ekki í lagi og við neitum því alls ekki að olíu- rennslið hafi ekki verið í lagi. Það er hins vegar ekki hægt að álykta sem svo, eins og gert er í skýrslunni, að við berum alla sök þar á. Við vitum að nefndin rannsakaði ekki málið í botn. Þrýstifall við síur var ekki kannað og búnaður ekki kannaður fyrr en mörg- um vikum eftir slysið. Við hljótum að eiga rétt á andmælum og þetta mál er alls ekki búið,“segir Sigurður. Sjóslysanefnd gerði athugasemd við rakabúnað í vél skipsins. Sigurður segir að hann hafi verið keyptur í samráði við seljanda vélarinnar og hefði átt að vera í fullkomnu lagi. Nefndin gagnrýndi einnig að útslátt- ur á öryggi vélarinnar tveimur mán- uðum fyrir strandið hefði ekki verið athugaður. Sigurður segir að sjó- slysanefnd hafi ekki skoðað þetta nánar. Útgerðin hafi hins vegar gert það og reynt að fá skýringu en án ár- angurs. Ekki sé hægt að kenna vél- stjórunum um að öryggi hafi dottið út og ekki náðst inn aftur. Akkerisfesting í ólagi Meðal tillagna í öryggisátt benti sjóslysanefnd á að akkerisbúnaður skipa ætti ávallt að vera tilbúinn til tafarlausra nota við vélarbilun, sem ekki gerðist í strandi Núps. Sigurður segist geta tekið undir þetta með nefndinni, aukafestingar á akkeri Núps hefðu verið í ólagi, en hann telur það ekki hafa getað komið í veg fyrir strandið. Þá gagnrýnir Sigurður nefndina fyrir að hafa látið fjölmiðlum loka- skýrslu sína í hendur á undan útgerð- inni, hún hafi aðeins fengið drög í hendur skömmu fyrir páska og verið gefinn skammur frestur til að koma að athugasemdum. Útgerðarmaður Núps BA frá Patreksfirði Ósáttur við vinnu- brögð sjóslysa- nefndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.