Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í umræðum utan dagskrár um verðlagsmál á Alþingi í gær að allt benti til þess að góður árangur myndi nást í stjórnun efnahagsmála og að þær aðgerðir sem aðilar vinnumark- aðarins og ríkisstjórnin hefðu gripið til að undanförnu hefðu verið réttar. „Nýjasta verðlagsmæling Hagstofu Íslands sýnir svo ekki verður um villst að böndum hefur verið komið á verðbólguna og allar líkur benda til þess að rauðu strikin svokölluðu haldi. Þar með hefur verið tryggður friður á vinnumarkaði,“ sagði for- sætisráðherra. Hann benti á að geng- isvísitala hefði lækkað úr 151 stigi um áramótin í 133 stig og að seðlabanka- stjóri hefði sagt í fjölmiðlaviðtali að vaxtalækkunarskeið væri hafið. For- sætisráðherra sagði jafnframt að sumarið væri sá tími þar sem rólegt væri yfir verðlagsmálum og að engin undirliggjandi verðbólga væri fyrir hendi. „Þannig að ef við höldum rétt á spilinu verður verðbólgan væntan- lega um og í kringum 2% frá upphafi til loka ársins,“ sagði hann og bætti því við að það væri mikill árangur frá síðasta ári. Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar þings- ins, hóf umræðuna og sagði m.a. að það yrði athyglisvert að heyra sýn forsætisráðherra á því hvernig verð- bólgan myndi þróast þegar liði á árið. Hann hvatti jafnframt ríkisstjórnina til þess að taka forystu í því að sam- eina ríkisbankana; Landsbanka Ís- lands og Búnaðarbanka Íslands. Taldi hann stöðuna á fjármagns- markaðnum ekki „nægilega góða,“ eins og hann orðaði það þar sem Ís- landsbanki hefði yfirburðastöðu. „Það myndi hreyfa við þessum mark- aði að sameina bankana á nýjan leik. Það myndi auka samkeppnina. Ég tel að það sé alveg sjálfsagt mál að ganga í þetta mál og ef Samkeppnisstofnun tekur jafn vitlausa ákvörðun og hún gerði á sínum tíma varðandi samein- ingu þessara banka þá tel ég að fara eigi með það mál fyrir dómstóla, þ.e. að láta reyna á það alla leið hvort Samkeppnisstofnun ætli virkilega að taka þátt í því að halda uppi vaxta- stiginu í landinu.“ Davíð Oddsson svaraði því hins vegar ekki hvort ætl- unin væri að láta reyna á sameiningu Landsbanka Íslands og Búnaðar- banka Íslands að nýju. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ríkis- stjórnin hefði ekki haft frumkvæði að því að halda verðbólgunni í skefjum heldur verkalýðshreyfingin. Það hefði m.ö.o. verið verkalýðshreyfing- in sem hefði dregið ríkisstjórnina til þeirra verka og því bæri að þakka verkalýðshreyfingunni þann árangur sem náðst hefði í efnahagsmálum að undanförnu. Ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknarflokksins, tók hins vegar fram að með samstilltu átaki ríkisstjórnarinnar, Alþýðusam- bands Íslands og atvinnurekenda hefðu tekist að halda verðbólgunni í skefjum. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, benti m.a. á að ótti almenn- ings og atvinnulífs við verðbólguna væri mikill og Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að Íslendingar væru enn því miður illa staddir fjárhagslega séð. Snertilending í efnahagsmálum Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði að verðbólgan væri á hraðri nið- urleið. „Viðskiptahallinn er á hraðri niðurleið, verðbólgan er á hraðri nið- urleið, gengið er að styrkjast dag frá degi, ríkisfjármálin eru í mjög traustu horfi og þannig mætti lengja telja,“ sagði hann og bætti því við að reyndar yrði „smá hlé á hinum mikla hagvexti sem verið hefði hér á und- anförnum árum,“ eins og hann orðaði það. „Hagvöxturinn verður minni eða kannski enginn á þessu ári,“ sagði hann „og margir hafa kannski gott af því að kasta mæðinni í því ástandi, en við munum síðan stefna áfram upp á við í þeim efnum m .a. með þeim áformum sem framundan eru á sviði virkjunarmála, og ýmissa nýjunga hér í atvinnumálum á Íslandi. Þetta er m.ö.o. það sem ég hef leyft mér að kalla snertilendingu; við lendum og tökum okkur svo aftur til flugs, að því er varðar hagvöxtinn og auknar þjóð- artekjur.“ Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar að ríkisstjórnin hefði haldið ákaflega illa á efnahagsmálum á seinni hluta síðasta árs. „Og það var þess vegna sem forysta Alþýðusambands Íslands tók sig til og tók stjórn efnahagsmála í sínar hendur. Ríkisstjórnin kveikti verðbólgubál með aðgerðarleysi sínu á sumum sviðum og vitlausum að- gerðum á öðrum og það er forysta Al- þýðusambandsins sem hefur farið um landið eins og slökkvilið; rætt við for- ystumenn fyrirtækja og sveitarfélaga og dregið úr verðbólgubálinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði að það yrði fagnaðarefni ef rauða strikið héldi. Hann bætti því hins vegar við að jafnvægisleysi væri undirliggjandi í íslenska hagkerfinu og að við værum að súpa seiðið af þeim hagstjórnarmistökum sem gerð hefðu verið með því að hleypa þensl- unni of mikið úr böndunum. „Þá er það alvarlegt að skuldsetning þjóð- arbúsins; atvinnulífs og heimila er meiri en nokkru sinni fyrr, það setur öllum aðgerðum í efnahagslífi og hag- stjórn þröngar skorður.“ Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, tók hins vegar fram að útlit væri fyrir að verðbólgunni yrði haldið í skefjum og að rauða strikið héldi. Davíð Oddsson forsætisráðherra Allt bendir til að rauðu strikin haldi HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins og utanríkisráðherra, sagði í upp- hafi þingfundar á Alþingi í gær að hefð væri fyr- ir því að forseti Íslands blandaði sér ekki inn í viðkvæm pólitísk deilumál hér á landi. Hins vegar væri ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði blandað sér inn í slíka um- ræðu með ummælum sínum á þemaráðstefnu Norðurlandaráðs sem hófst í Reykjavík á mánudag. „Það er hefð fyrir því að forseti Ís- lands blandi sér ekki inn í viðkvæm pólitísk deilumál hér innanlands og sú hefð er bæði gömul og rík,“ sagði Halldór Ásgrímsson. „Geri forseti annað þá hlýtur það að kalla á umræðu, það hlýtur að kalla á umræðu hér innanlands,“ sagði hann ennfremur. „Í þessu tilviki er ljóst að forseti Íslands hef- ur blandað sér í slíka umræðu og á því eru ýmsir gallar að mínu mati. Ég tel að það sé mikilvægt að forsetaembættið sé hafið yfir pólitískt dæg- urþras og ef forseti kýs hins vegar að taka þátt í því þá liggur það alveg ljóst fyrir að það kallar á viðbrögð eins og hér.“ Utanríkisráðherra tók fram að hann væri ósammála mörgu því sem Ólafur Ragnar hefði sagt í fyrrgreindri ræðu sinni á ráðstefnu Norð- urlandaráðs. „Að sjálfsögðu hafa allir heimild til þess að hafa skoðun á málum. Ég er hins vegar ósammála mörgu því sem forseti Íslands sagði við þetta tækifæri um alþjóðavæðingu og mark- aðsvæðingu og reyndar um ýmislegt sem hann sagði um Evrópusambandið sem kemur ekki beint aðild að ESB við, en ég ætla ekki að tjá mig frekar um það að þessu sinni,“ sagði ráð- herra. Þessi ummæli utanríkisráðherra um ræðu forseta Íslands féllu í upphafi þingfundar, eins og áður sagði, í umræðu um störf þingsins en málshefjandi hennar var Guðmundur Árni Stef- ánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Leitaði hann álits utanríkisráðherra á ræðu Ólafs Ragnars og sagði síðan: „Mér finnst það í hæsta máta mjög hættuleg braut sem fetuð er ef for- setaembættið ætlar nú í fyrsta skipti og þá væntanlega í framtíðinni að blanda sér í pólitísk viðkvæm deilumál.“ Síðan sagði hann: „Hér er verið að fjalla um það með hvaða hætti forseti Íslands kemur að umræðum í þessu samfélagi. Það urðu miklar deilur um það á sinni tíð þegar forseti Íslands gagnrýndi lélega vegi í Barða- strandarsýslu, það urðu engar deilur um það að vegirnir væru vondir, en mörgum þótti samt forseti Íslands hafa gengið býsna langt þá. Hafi hann gengið langt í gagnrýni sinni þá, þá spyr ég hversu langt gekk hann nú? Svari hver fyrir sig.“ Kom sem fræðimaður Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, tók hins vegar annan pól í hæðina og sagði ekkert nema gott um ræða forsetu Íslands að segja. „Ég full- yrði, hafandi lesið ræðuna vel og fylgst með þeim ágætu umræðum og tekið þátt í þeim um- ræðum sem hún kveikti, að þetta var ekki á nokkurn hátt í andstöðu við yfirlýsta stefnu stjórnvalda í málinu né hægt að halda því fram að þetta hafi skaðað hagsmuni Íslands eða ann- að því um líkt, enda væri fráleitt að halda slíku fram,“ sagði hann. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði að sér fyndist sérkennilegt að Guðmundur Árni skyldi gera athugasemd við ræðu Ólafs Ragnars. „Mér finnst dálítið sér- kennilegt að háttvirtur þingmaður Guðmundur Árni Stefánsson skuli vera að gera athugasemd við það að forseti Íslands, sem kemur fram á ráðstefnu Norðurlandaráðs ekki sem þjóðhöfð- ingi heldur sem fræðimaður, skuli hafa skoðanir á því hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópu- sambandið eða ekki. Mér finnst persónulega mjög eðlilegt að allir Íslendingar hafi skoðanir á því og ekkert síður Ólafur Ragnar Grímsson sem er forseti þessa stundina.“ Ísólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, sagði að forseti Íslands hefði á ráðstefnunni flutt óvenju pólitíska ræðu. Síðan sagði Ísólfur Gylfi: „Forsetar lýðveldisins flytja venjulega ekki mjög pólitískar ræður en þar sem forseti Íslands er fræðimaður á þessu sviði var hann einmitt fenginn til þess að flytja ræðu á þessari ráðstefnu.“ Formaður utanríkismálanefndar þingsins, Sigríður Anna Þórðardóttir, sagði að Ólafur Ragnar gæti ekki „kastað af sér forsetakápunni og farið í fræðimannskápuna“, eins og hún orð- aði það, þegar hann héldi ræðu á ráðstefnu Norðurlandaráðs. „Það er auðvitað algjörlega ljóst,“ sagði hún. Sigríður Anna vakti síðan at- hygli á því að margir erlendir gestir á fyrr- greindri ráðstefnu hefðu verið nokkuð undrandi á umfjöllun Ólafs Ragnars. „Margir erlendir gestir sem voru á ráðstefnunni voru nokkuð undrandi á umfjöllun hans og spurðu okkur Ís- lendingana um það hvort þetta væri vanalegt hér á Íslandi að forseti lýðveldisins talaði með þessum hætti og tæki afstöðu í málum sem væru kannski deilur um,“ sagði hún. Á forsetinn að taka þátt í pólitískri umræðu? „Aðalatriðið er hvort forseti Íslands eigi að taka þátt í svona pólitískri umræðu,“ sagði Þor- gerður K. Gunnarsdóttir, formaður allsherjar- nefndar þingsins, og spurði því næst hvort hlut- verk forseta Íslands væri þá að breytast. „Ég held að við eigum að hugleiða þessa þróun mjög vel og taka hana til umfjöllunar, ekki bara hér heldur líka úti í samfélaginu.“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem Ólafur Ragnar Grímsson blandaði sér í pólitísk deilumál. „Og honum er það sjálfrátt,“ sagði Sverrir. „Hann er að breyta með því eðli embættisins og það hefur enginn neitt um það að segja.“ Það kynni hins vegar að leiða til þess að kosningar um forseta Íslands yrðu pólitískar kosningar ólíkt því sem áður hefði verið. Að síðustu sagði Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins, að Ólafur Ragnar hefði með ræðu sinni stigið skref sem leiddi til pólitískra deilna og álitamála á þinginu og sennilega meðal þjóðarinnar allrar. „Ég vil því taka undir þau ummæli sem komu fram með svo skýrum hætti hjá hæstvirtum utanríkisráð- herra að ég tel óheppilegt að forseti Íslands stigi þessi skref inn á pólitískt svið og hvet til þess að menn hafi skýrar skoðanir á slíku og hæstvirtur forseti Íslands sýni hófsemi á þessu sviði.“ Forsetaembættið hafið yfir pólitískt dægurþras Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins Deilt um það hvort forseti Íslands eigi að taka þátt í pólitískri umræðu ÚTTEKT er hafin á faglegri og fjárhagslegri þörf Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins að því er fram kom í máli Páls Péturssonar félagsmálaráðherra á Alþingi í gær í umræðum utan dagskrár um mál- efni stöðvarinnar. Í máli hans kom einnig fram að óskað hefði verið eft- ir viðbótarfjárheimild í fjáraukalög- um fyrir þetta ár til að bæta úr bráðavanda stöðvarinnar. Þá sagði ráðherra að ný stjórn tæki við stöð- inni í vor. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðunnar um Greiningarstöðina. Gagnrýndi hún harðlega aðgerðarleysi stjórnvalda í málefnum stöðvarinnar og benti á að frá 1997 hefði hópur barna með þroskafrávik tvöfaldast meðan fjöldi starfsfólks stöðvarinnar hefði nán- ast staðið í stað. Biðlistar væru langir og börn þyrftu að bíða í á annað ár eftir greiningu. Erfiðlega hefði gengið að fá fólk til starfa vegna launakjara sem væru mun lakari en í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögum. Páll vísaði því hins vegar á bug að launakjör starfsmanna stöðvar- innar væru lakari en í sambæri- legum störfum hjá ríki og sveit- arfélögum. Þeir þingmenn sem til máls tóku lögðu margir hverjir áherslu á að vandi stöðvarinnar yrði leystur og lýstu nokkrir þeirra yfir ánægju með að verið væri að taka á vanda hennar. Morgunblaðið/Golli Búast má við miklum önnum á Alþingi þessa viku. Hér ræðast við þau Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Jóhanna Sig- urðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Úttekt hafin á fjárhagsþörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.