Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.bi.is Búnaðarbankinn þakkar Búnaðarbankinn þakkar fyrirlesurum og yfir 400 gestum á ráðstefnu um fjármál eldri borgara í Súlnasal Hótels Sögu 16. apríl síðastliðinn fyrir einstak- lega fróðleg og vel heppnuð erindi um stöðu fjármála eldri borgara á Íslandi og skemmtilegar og líflegar umræður. margra er iðnnám síðri valkostur en stúdents- prófsleið. Stúdentspróf er gott próf en það er fjarri því að vera gull- trygging fyrir áhyggju- lausri framtíð barna okkar. Það veitir t.d. eitt og sér engin starfs- réttindi. Nú er að opnast ný leið við iðn- og verk- menntaskóla landsins sem felst í því að nem- endur ljúki stúdents- prófi og iðnmenntun samtímis. Slíkt próf veitir allt í senn: starfs- réttindi, vel launaða vinnu og rétt til að halda áfram námi á háskólastigi. Þeir sem hafa áhuga á að kanna þessa leið geta kynnt sér ALDREI áður hefur ungt fólk staðið frammi fyrir eins mörgum val- möguleikum eins og nú á tímum. Ekki þarf að fjölyrða um fjölbreytta afþreyingu og kostaboð á hverju horni. Gagnvart neysluframboði nú- tímans þarf sterk bein og vilja til þess að sjá það sem máli skiptir. Erfitt getur verið fyrir ungt fólk að afla sér haldbærra upplýsinga í upp- lýsingaáreiti nútímans. Mikilvægt er að unnt sé að leita sér upplýsinga um menntun sem er í boði og velja síðan með hliðsjón af áhuga og hæfileikum. Atvinnulífið gerir sívaxandi kröfur til starfsfólks vegna þess að störf verða flóknari. En um leið og kröf- urnar aukast vaxa líka möguleikar fólks til að nýta hæfileika sína betur en áður. Er iðnnám síðri valkostur? Hafa foreldrar opnað augu sín og barna sinna fyrir öllum þeim náms- möguleikum sem í boði eru? Í hugum nánari umfjöllun á vef- setrinu www.idan.is sem ætlað er ungu fólki til upplýsingar um nám og störf. Slagsíða er á bátnum Iðnmenntun óx upp úr handverki og vissu- lega bera margar iðn- greinar þessum upp- runa sínum vitni enn í dag. Í því felst m.a. styrkur þeirra. Þær iðngreinar sem skapa mestan arð fyrir fyrir- tækin hafa hins vegar þróast í takt við at- vinnulífið og eru nær því að vera tæknifræði en handverk. Sú þróun átti sér ekki stað vegna þess að ein- hverjum var umhugað um að einstak- ar iðngreinar „fengju“ að lifa af held- ur vegna þess að fyrirtækin þurftu á betur menntuðu og þjálfuðu starfs- fólki að halda. Eins og allir vita hljóta slíkir starfsmenn umbun í betri kjör- um. Á Íslandi er vaxandi fjöldi fyrir- tækja sem reiðir sig á tæknikunnáttu iðnaðarmanna. Össur og Marel eru löngu þekkt dæmi um slík fyrirtæki. Það væri dapurlegt ef skortur á vel menntuðum iðnaðarmönnum kæmi í veg fyrir vöxt á sambærilegum fyr- irtækjum hér á landi. Það er af þess- ari ástæðu sem Samtök iðnaðarins beita sér fyrir því að þörf fyrirtækja fyrir vel menntað og rétt menntað starfsfólk sé sinnt. Opinberar tölur staðfesta að há- skólamenntuðum hefur fjölgað stöð- ugt undanfarna áratugi. Það er gleði- efni. Á sama tíma hefur iðnmennt- uðum fækkað sé tekið mið af fjölda sveinsprófa. Það er slagsíða á menntaskútunni að þessu leyti. Kynnum börnum okkar iðnnám Mannauður er ekki innantómt tískuorð heldur felur það í sér við- urkenningu hagfræðinnar á raun- verulegri auðsæld sem býr í fólki. Þennan auð þurfum við að nýta sem best. Hér er tækifæri fyrir foreldra til að eygja hæfileika barna sinna og beina þeim á námsbraut við hæfi. Það er réttur ungs fólks að fá að njóta hæfileika sinna eins vel og kostur er. Í lokin vil ég benda foreldrum og ungu fólki, sem les þessar línur, á að leita sér upplýsinga um möguleika í iðnnámi. Hvar læri ég grafíska miðl- un? Hvað gerir bakari? Hvar vinna húsasmiðir? Svör við þessum spurn- ingum fást m.a. á upplýsingavefnum www.idan.is. Iðnmenntun er góður valkostur Halla Bogadóttir Höfundur er gullsmiður, kennari og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins. Iðnmenntun Skortur á iðnaðarmönn- um, segir Halla Boga- dóttir, getur hamlað hagvexti. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík KLUKKUR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Stimpil Vefsíða: www.oba.is Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Listhúsinu Laugardal, sími 552 5540 Ódýrari orðabækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.