Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.04.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vortilboð Sími 525 3000 • www.husa.is á greinaklippum Greinaklippa Verð áður: 1.835 kr. 1.245 kr. VINNUMÁLASTOFNUN stefnir að því að fækka útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga í ljósi óvissu sem nú ríkir á vinnumarkaði hér á landi. Tillögur Vinnumálastofnunar til félagsmálaráðuneytis um veitingu atvinnuleyfa árið 2002 voru kynntar á opnum fundi í gær. Þar var m.a. gagnrýnt að ákvörðun um útgáfu at- vinnu- og dvalarleyfa er tekin af tveimur stofnunum og falla undir tvo aðskilda lagabálka. Í máli Gissurar Péturssonar, for- stjóra Vinnumálastofnunar, kom fram að atvinnuleysi mælist nú um 2,7%, um 4.000 manns hafi verið at- vinnulaus í lok mars og hafi ekki verið meira síðan í maí 1998. Hann sagði að stofnunin hlyti að taka mið af þessari þróun. Í tillögu stofnun- arinnar til félagsmálaráðuneytisins um veitingu atvinnuleyfa fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir að dregið verði úr veitingu nýrra tímabund- inna atvinnuleyfa og að almennt verði ný, tímabundin atvinnuleyfi aðeins veitt til sex mánaða í senn. Þegar atvinnuleyfi er veitt þarf að liggja fyrir umsögn stéttarfélags. Fyrstu 15 dagana í apríl bárust Út- lendingaeftirlitinu 129 umsóknir um framlengingar á atvinnuleyfum, um 2⁄3 voru vegna útlendinga sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Stéttarfélög veittu jákvæða umsögn um 90 umsóknir en í 39 tilfellum var umsögnin neikvæð, þ.e. ekki var mælt með því að atvinnuleyfið yrði veitt. Í öllum tilvikum var um að ræða stéttarfélagið Eflingu sem vís- aði oftast til slæms atvinnuástands á höfuðborgarsvæðinu. Þess ber að geta að 102 umsóknir voru vegna ósérhæfðs starfsfólks, aðallega í fiskvinnslu, byggingarvinnu og við kjötvinnslu. Eyðublöð á íslensku, frönsku og ensku Eyðublöð vegna atvinnuleyfisum- sókna og ráðningarsamninga eru nú til endurskoðunar. Eyðublöðin eru gefin út á íslensku, frönsku og ensku en Gissur sagði að útlending- arnir skildu fæstir þessi tungumál og því þyrfti að gefa þau út á fleiri tungumálum. Gert er ráð fyrir því að á ráðningarsamningnum eða á fylgiskjali verði einnig gerð grein fyrir helstu réttindum og skyldum á vinnumarkaði. Gissur sagði að á síðustu mán- uðum hafi komið í ljós að útlend- ingar búi og vinni við slæmar að- stæður. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann dæmi þess að margir hafi kúldrast saman í litlum íbúðum eða verið komið fyrir á lofti atvinnu- húsnæðis. Slíkt yrði að koma í veg fyrir, enda klárlega brot á lögum. Yfirvöld séu þó nokkuð illa sett gagnvart þessum brotum þar sem útlendingarnir sætti sig oft á tíðum við slæman aðbúnað og mun lægri laun en íslenskir starfsbræður þeirra fá. Tæknilega ekki hægt Útlendingur, sem kemur frá landi utan Evrópska efnahagssvæðisins og vill starfa hér, þarf að verða sér úti um atvinnu- og dvalarleyfi. Sam- kvæmt gildandi lögum gefur Vinnu- málastofnun út atvinnuleyfi en Út- lendingaeftirlitið gefur út dvalar- leyfi. Umsóknir um bæði leyfin á að senda Útlendingaeftirlitinu sem sendir umsóknina áfram til Vinnu- málastofnunar ef ákveðið er að veita viðkomandi dvalarleyfi. Hins vegar er það svo að ein forsenda þess að hægt er að veita dvalarleyfi er sú að útlendingurinn hafi tryggt sér fram- færslu hér á landi, en til þess þurfa flestir að hafa atvinnuleyfi. „Það má því segja að til þess að Útlendinga- eftirlitið geti gefið út dvalarleyfi, þar sem ætlunin er að framfærsla viðkomandi útlendings byggist á at- vinnuþátttöku, þurfi atvinnuleyfi að liggja fyrir. En eins og fram hefur komið er það tæknilega ekki hægt,“ sagði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingaeftirlitsins. Þetta hafi verið leyst með náinni samvinnu Vinnumálastofnunar og Útlendinga- eftirlitsins en eðlilegast væri að þessi mál væru hjá einni stofnun og hefur hann lagt til að Útlendinga- eftirlitið taki við því hlutverki. Ann- að dæmi um þann fáránleika að hafa útgáfu atvinnu- og dvalarleyfa að- skilda kæmi í ljós þegar útlendingur hættir störfum. Atvinnuleyfið er gefið út á atvinnurekanda og þegar til ráðningarslita kemur er útlend- ingurinn ekki lengur með atvinnu- leyfi en hann hefur engu að síður dvalarleyfi. Hann hefur því lög- heimili hér á landi en engan mögu- leika til að vinna fyrir sér þar sem hann hefur ekki lengur atvinnuleyfi, sem þó var forsenda fyrir dvalar- leyfinu. Engin skynsamleg rök Georg sagði að Íslendingar hefðu ákveðið, þvert á fyrirkomulag í öll- um nágrannalöndunum, að skipta leyfismálum útlendinga milli tveggja ráðuneyta og milli tveggja lagabálka, þ.e. lög um eftirlit með útlendingum og lög um atvinnurétt- indi útlendinga. Á þessu væri ekki unnin bragarbót í lagafrumvörpum til breytinga á þessum lögum sem nú liggja fyrir Alþingi. Georg sagði augljóst að slíkt fyrirkomulag hljóti að vera óheppilegt. Það gerði mála- flokkinn erfiðari í meðförum og kostaði aukið umstang fyrir útlend- ingana sem ættu skiljanlega í tals- verðum erfiðleikum með að skilja kerfið. „Fyrir þessari tvískiptingu standa nákvæmlega engin skynsam- leg rök,“ sagði Georg. Framkvæmd á útgáfu atvinnuleyfa ætti að færast til Útlendingaeftirlitsins, þó svo að Vinnumálastofnun setti áfram við- miðunarreglur um útgáfu atvinnu- leyfa. Í umræðum að loknum fram- söguerindum tóku þeir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, og Jón Magnússon hjá Samtökum at- vinnulífsins undir með Georg um að einn lagabálkur ætti að gilda fyrir atvinnu- og dvalarleyfi. Jón sagði að SA hefði lagt það til að við laga- breytingarnar ætti að nýta tækifær- ið til að færa málaflokkinn undir Út- lendingaeftirlitið. Þá hafi SA lagt það til að atvinnuleyfi verði gefið út fyrir útlendinginn sjálfan en ekki atvinnurekandann. Dregið verður úr útgáfu atvinnuleyfa Veiting atvinnu- og dvalarleyfa ætti að vera hjá sömu stofnun að mati forstjóra Útlendingaeftirlitsins 36,6 MILLJÓNIR króna voru veitt- ar úr Tungutæknisjóði mennta- málaráðuneytisins í gær til styrktar átta verkefnum á sviði tungutækni. Tveir hæstu styrkirnir voru 10 milljónir hvor og var úthlutað til Friðriks Skúlasonar ehf. og Orða- bókar Háskólans og Eddu hf. – miðlunar og útgáfu. Friðrik Skúlason fékk styrkinn til að þróa beygingargreinikerfi sem geti skilað upplýsingum um beygingu íslenskra orða, málfræði- greinikerfi sem greini setningar vélrænt og segi til um byggingu setningar og eiginleika einstakra hluta hennar, og málfræðipúka sem leiðrétti íslenskar setningar á grundvelli beygingar- og setninga- fræði. Orðabók Háskólans og Edda hf. fengu styrk til að koma upp beyg- ingarlýsingu íslensks máls á tölvu- tæku formi. Að verkefninu loknu verður til tölvutæk beygingarlýsing sem yrði aðgengileg til nota í önnur tungutækniverkefni. Þá fékk Orðabók háskólans og Málgreiningarhópurinn 6 milljóna króna styrk til að búa til reglusafn fyrir markara sem geti merkt orð í íslenskum texta á kerfisbundinn hátt (orðflokk, beyginu o.s.frv.). Slíkt er forsenda fyrir uppbyggingu ýmiss konar málgrunna. 5 milljónir til Nýherja hf. Þá fékk Nýherji hf. 5 milljóna króna styrk til að þróa íslenska út- gáfu af WebSphere Voice server frá IBM þannig að hægt verði að nota þann hugbúnað til að bjóða upp á talviðmót á íslensku. Um er að ræða stakorðaskilning á takmörkuðu orðamengi og vörpun texta í tal. Þá fékk hugbúnaðarfyrirtækið Grunnur-gagnalausnir ehf. 2,5 milljóna króna styrk til verkefnisins Hagnýt nýting tungutækni í síms- vörunarlausnum. Þá fékk Lands- bókasafn Íslands – Háskólabóka- safn 1,6 milljóna króna styrk til verkefnisins Íslensk textasöfn. Þá var ein milljón króna veitt til verk- efnisins Endurbætt tillögugerðar- forrit Púkans, sem Friðrik Skúla- son ehf. vinnur að. Auk þess fékk Friðrik Skúlason hálfa milljón króna til verkefnisins Endurbætt orðskipti fyrir forrit Púkans. Síðar verður 10 milljónum varið til þróunar talmálsgrunna og 5 milljónum til að semja orðalista sem auðveldar þýðingu hugbúnaðar. Morgunblaðið/Ásdís Frá styrkveitingunni í gær, f.v.: Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Grunns-gagnalausna ehf., Helgi Örn Viggósson, forstöðumaður IBM-hugbúnaðarlausna hjá Nýherja, Friðrik Skúlason, Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður, Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, Mörður Árnason hjá Eddu hf., Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor og stjórnarformaður Orðabókar Háskólans, og Ari Arnalds, formaður verkefnisstjórnar um tungutækni. 36,6 milljónir kr. til tungutækniverkefna Morgunblaðið/Ásdís VORVERKIN eru hafin víða um borgina í þeim tilgangi að koma henni í sumarskrúðann áður en sól verður hæst á lofti. Það var úti veð- ur vott í Glaðheimum í gær þó að minna færi fyrir úðanum við aðrar götur borgarinnar. Þar var verið að taka gamla málningu af stein- grindverki með háþrýstingi og stóð maðurinn sem verkið vann í vatns- úðaskýi. En enginn er verri þótt hann vökni og verkið sóttist vel. Gusugangur í Glaðheimum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.